Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 27
Ég var ekki þarna á vegum borgarinnar. Samtímasam- félagsgagnrýni. Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi þáði boðsferð WOW air.– DV.isÓlafur Arnarson pistlahöfundur um nýja vefmiðilinn tímarím.is. – DVÁrni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um aðgerðir útgerðarmanna. – DV.is Siðblinda Vondur dagur fyrir 101 Þ að er enginn dagur verri í 101 Reykjavík en 17. júní ár hvert. Þá þyrpist alls konar lið, í þúsund- um talið, úr úthverfum Reykja- víkur til þess að þramma um borgina í þægilegum skóm og með börnin sín tjúlluð af sykuráti að horfa á Skoppu og Skrítlu á Arnarhóli. Svo byrjar Jónsi í Svörtum fötum að syngja og öll menn- ing hverfur úr miðbænum á auga- bragði. Soja-latte sést ekki á nokkrum manni og virkilega svalar íslenskar hönnunar lopapeysur úr Farmers Market týnast í flíspeysuflóði úthverfa- pakksins. Svarthöfði skipti þó snarlega um skoðun á fimmtudaginn. 17. júní er frábær í samanburði við það þegar út- gerðarmenn og sjómenn mæta í bæ- inn. Skyndilega fyllist Austurstræti af miklu hrjúfari og skeggjaðri karlmönn- um en við höfum hingað til mátt venj- ast. Þeir eru ekki klæddir í þröngar gallabuxur, þeir reykja ekki vafðar sí- garettur og enginn þeirra er með Ray Ban-sólgleraugu. Þeir styðja álver og svo eru þeir miklu sterkbyggðari en við hin. Þeir eru skrýtnir! Síðan er það nánast ómögulegt að sitja spekingslegur á kaffihúsi með Apple-tölvuna sína (100% lán með 36 mánaða afborgunum) og skrifa hnyttn- ar stöðuuppfærslur á Facebook, á sama tíma og þessir villimenn frá Grinda- vík, Vestmannaeyjum eða hvaðan þeir koma, þeyta þokulúðra á skipum sín- um. Sjá þeir ekki að við erum bara að reyna að vera atvinnulaus í friði? Það er ekki hægt að yrkja póstmódernísk ljóð í þessum hávaða frá lúðrunum. Það er sannað að hann breytir jákvæðum jón- um í andrúmsloftinu í neikvæðar jónir og það hefur slæm áhrif á grænmetis- rækt Svarthöfða. Hvað höfum við gert ykkur? Farið heim! Svarthöfði S em unglingur, skrifaði ég eitt sinn stíl í skóla og fjallaði hann um mann sem hafði svo magn- að augnaráð að allar klukkur sem hann leit á, hættu að ganga. Hann var reyndar svo mikill andans maður að hann stöðvaði tímann með augna- ráðinu einu saman. Reyndar var mað- ur þessi til stökustu vandræða, allt þar til menn fundu honum það eina verk- efni að loka augunum. En þeim verk- þætti náði hann að sinna af kostgæfni, enda fékk hann háar fúlgur úr ríkis- sjóði fyrir það eitt að sjá ekki neitt. Saga þessa manns hefur alltaf komið upp í kolli mér annað veifið nú síðastliðin ár; einkum í góðærinu svo- kallaða þegar djöfulsins snillingarnir í Sjálfstæðisflokki og Framsókn greiddu mönnum afar há laun ef þeir litu und- an eða reyndu að komast hjá því að veita spillingunni athygli. Tvö skýr dæmi um meðvitaða blindu stjórnvalda má sjá í gjörn- ingi siðblindra þegar núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi var komið á og hitt dæmið er sala bankanna. En svo skemmtilega vill til að þetta tvennt helst í hendur og hefur skapað á Ís- landi mesta bil á milli ríkra og fátækra sem sögur fara af. Þessi tvö dæmi eru reyndar – hvort sem við trúum því eður ei – rót fátæktar á Íslandi í dag; rót vandans hjá einni ríkustu þjóð ver- aldar. Útgerðarmenn hafa efni á því að halda úti Mogganum með miklu tapi, þeir hafa efni á því að auglýsa fyrir hundruð milljóna, þeir hafa efni á að kalla flotann í land og binda skip við bryggju. Þeir hafa efni á að kúga mig og kúga þig. Þeir ráða nánast öllu sem þeir vilja ráða. Og þegar þjóðin er að reyna að rétta úr kryppunni eftir níð- ingsverk helmingaskiptaklíkunnar, þá er það útgerðin sem hagnast um 55 milljarða á ári og neitar að leyfa þjóð- inni að njóta góðs af. Þjóðin situr til hlés og rabbar í góð- látlegu gríni um forsetakosningar, í stað þess að nötra af bræði, berja í borðið og öskra: –HINGAÐ OG EKKI LENGRA! Já, núna þæfa þeir mál á þingi; fulltrúar kvótabraskara og eru stoltir af. En þjóðin skrafar um sex valkosti í embætti forseta. Og í heita pottin- um er aðallega rætt um það hvern- ig Herdís hafi einsog óboðinn gestur stolið senunni í einvígi Ólafs og Þóru. Ólafur konungur og fjölmiðladrottn- ingin Þóra eru sögð glíma um sætið á Bessastöðum. En, kæru Íslendingar, fjármálaöflin hafa nú þegar ákveðið hver verður næsti forseti okkar yndis- legu þjóðar. Það gerist oft nú í seinni tíð að ég hitti fólk sem hefur gefist upp á samfélagi okkar, fólk sem er á leið úr landi, fólk sem ætlar að flytja og á þá ósk heitasta að þurfa aldrei framar að stiga hér niður fæti. Þetta er nöturleg staðreynd og það sorglega er, að við búum hér á landi allsnægta, þar sem lífsskilyrði ættu að vera þau bestu í víðri veröld; ef okkur mætti auðnast að ástunda hið rómaða réttlæti. Hér ranglæti það tæpast telst tjón og mein að vinna því siðblindir þeir sýna helst syndir allra hinna. „ Já, núna þæfa þeir mál á þingi; fulltrúar kvótabraskara og eru stoltir af. Í ljósum logum Það loguðu eldar við Reykjavíkurhöfn á dögunum. Blessunarlega var aðeins um æfingu að ræða hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mynd Sigtryggur AriMyndin Umræða 27Helgarblað 8.–10. júní 2012 1 Jón stóri og Gunnar Nelson svara sögusögnum Svöruðu þrálátum orðrómi um að þeim hefði lent saman í Eyjum. 2 Sakaði þingmann um að vera ölvaður á þingfundi Björn Valur Gíslason sakaði þingmanninn Jón Gunnarsson um að vera undir áhrifum áfengis. 3 „Frískandi fyrir kaffi-latte liðið í 101 að vakna hressi- lega“ Guðmundur í Brimi vill vekja menn með þokulúðrum. 4 Vilja meirihlutann burt í Reykjavík Hópur kjósenda í Reykjavík hefur ákveðið að hefja undirskriftasöfnun. 5 3 ára í brúnkusprautun í hverjum mánuði Þriggja ára stúlka, Savanna, var aðeins tveggja ára þegar móðir hennar fór með hana í brúnkusprautun. 6 Ölvaðir stungu af frá reikningi og réðust á starfsfólk Ölvaðir menn voru handteknir í miðbæ Reykjavíkur. 7 Bein útsending frá höfninni DV.is sýndi beint frá höfninni á fimmtudag þegar skip komu til Reykjavíkurhafnar. Mest lesið á DV.is Bara eðlileg viðbrögð. Ber að virða og vernda Skáldið skrifarKristján Hreinsson Komment dagsins við fréttir DV.is í vikunni „Ætli sauð- svartur almúg- inn geti líka notað DV til að leiðrétta ósannar kjaftasögur?.. Ef svo er, þá hef ég nokkrar til að leiðrétta.. ;)“ Linda Silvía um frétt um að Jóni stóra og Gunnari Nelson bardagakappa hafi lent saman. „Sérstaklega frískandi fyrir ungabörn í morgunlúri í vögnunum sínum.“ Margrét Erla Maack um ummæli Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra útgerðarfélagsins Brims, á beinni línu. Guðmundur taldi lúðraþyt fiskiflotans í Reykjavíkurhöfn hressandi fyrir 101 latte-liðið. „Ég mun aldrei eiga viðskipti við Leonard hvaða kennitölu sem notuð er.“ Gunnar Hafsteinsson um frétt þess efnis að Sævar Jónsson og Helga Daníelsdóttir, best þekkt fyrir skartgripa- og úraverslunina Leonard í Kringlunni, hafi búið frítt í húsnæði, sem Arion banki hafði leyst til sín, í 16 mánuði. „Þessir sjómenn ættu kannski að íhuga það að útgerðarmennirnir sem ætla að neyða þá til mótmæla, hafa ekki viljað semja við þá í eitt og hálft ár.“ Agnar Kristján Þor- steinsson um frétt þess eðlis að áhöfn á skipi Grindvísku útgerðarinnar Vísis hafi verið boðuð til vinnu og mót- mæla af vinnuveitendum sínum 21 51 39 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.