Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Blaðsíða 63
n Fimmtán Íslendingar hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni n Þeim gæti fjölgað í haust n Hvar eru þeir í dag? Sport 63Helgarblað 8.–10. júní 2012 Ívar Ingimarsson n Fæddur: 1977 n Staða: Varnarmaður 2007–08 Reading 73 leikir 6 mörk Alls: 73 leikir 6 mörk Hvar er hann í dag? Ívar lagði skóna á hilluna eftir að hafa leikið nokkra leiki með Ipswich í vetur. Hann býr núna fyrir austan. 73 leikir Eggert Jónsson n Fæddur: 1988 n Staða: Vörn/miðja 2012 Wolves 3 leikir 0 mörk Alls: 3 leikir 0 mörk Hvar er hann í dag? Var keyptur til Wolves en fékk fá tækifæri. Nýr þjálfari, Ståle Solbakken, hefur tekið við liðinu. 3 leikir Jóhann Birnir Guðmundsson n Fæddur: 1977 n Staða: Vængmaður. 1999–00 Watford 9 leikir 0 mörk Alls 9 leikir 0 mörk Hvar er hann í dag? Leikur með Keflavík í efstu deild hér heima. 9 leikir Þórður Guðjónsson n Fæddur: 1973 n Staða: Vængmaður 2000–01 Derby County 10 leikir 1 mörk Alls 10 leikir 1 mörk Hvar er hann í dag? Hættur að spila. Er framkvæmdastjóri knattspyrnu- deildar ÍA. 10 leikir Gylfi Þór Sigurðsson n Fæddur: 1989 n Staða: Miðjumaður 2012 Swansea 18 leikir 7 mörk Alls: 18 leikir 7 mörk Hvar er hann í dag? Swansea hafði boðið í Gylfa og Hoffenheim samþykkti tilboðið. Óvíst er þó hvort hann fari til Swansea eftir að þjálfarinn fór til Liverpool. Kannski fer hann líka til Liverpool. 18 leikir Arnar Gunnlaugsson n Fæddur: 1973 n Staða: Framherji 1997–98 Bolton 15 leikir 0 mörk 1999–02 Leicester 30 leikir 3 mörk Alls 10 leikir 1 mörk Hvar er hann í dag?Arnar lagði skóna á hilluna eftir síðasta sumar, þegar hann lék með Fram. 45 leikir Grétar Rafn Steinsson n Fæddur: 1982 n Staða: Bakvörður 2007–10 Bolton 126 leikir 5 mörk Alls: 126 leikir 5 mörk Hvar er hann í dag? Er án samnings og leitar að nýju félagi. Verður örugglega ekki í vanda með að finna sér nýja vinnuveit- endur eftir góðan tíma hjá Bolton. 126 leikir Heiðar Helguson n Fæddur: 1977 n Staða: Framherji 1999–00 Watford 16 leikir 6 mörk 2005–07 Fulham 57 leikir 11 mörk 2007–08 Bolton 7 leikir 2 mörk 2011–12 QPR 16 leikir 8 mörk Alls 96 leikir 27 mörk Hvar er hann í dag? Átti frábært tímabil (lengst af) með QPR í vetur en meiddist svo. Var boðinn áframhaldandi samningur við liðið. 96 leikir 15 7 14 6 13 5 12 4 Strákarnir okkar í enska boltanum Sjáðu strákana okkar fríttÍslenska landsliðið í handknattleik karla mætir á sunnudag lands-liði Hollands í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM á næsta ári. Leikið verður í Laugardalshöll en leikurinn hefst klukkan 18.30. Arion banki býður landsmönnum frítt á leikinn en tveir miðar verða í boði á mann á meðan birgðir end- ast. Hollenska landsliðið er sýnd veiði en ekki gefin. Í því leika til dæmis fjórir leikmenn í efstu deild í Þýskalandi – í sterkustu deild í heimi. Kári í enska boltann Knattspyrnumaðurinn Kári Árna- son hefur ákveðið að ganga í raðir enska liðsins Rotherham United. Kári undirritaði á fimmtudag tveggja ára samning við félag- ið, sem leikur í fjórðu efstu deild á Englandi. Óhætt er að segja að vistaskiptin komi nokkuð á óvart þar sem Kári lék í skosku úr- valsdeildinni á nýloknu keppn- istímabili. Steve Evans knattspyrn- ustjóri lofar hæfileika Kára í hástert á heimasíðu félagsins, svo nokkuð vægt sé til orða tekið. Hann sé bæði skapandi, klókur, vinnusamur og búi yfir frábærri tækni, svo fátt eitt sé nefnt. Harmleikur í enska hópnum Jermain Defoe, framherji enska landsliðsins, hefur þakkað öllum þann hlýhug sem honum og fjöl- skyldu hans hefur verið sýndur síðustu daga eftir að hann þurfti að fljúga heim frá EM-búðum landsliðsins vegna fráfalls föð- ur hans. Jimmy Defoe lést eftir langa og erfiða baráttu við krabba- mein. Enska knattspyrnusam- bandið hefur staðfest að Defoe snúi aftur í hópinn þegar hann telur sig reiðubúinn. „Ég vil þakka stuðningsmönnum, fjölskyldu, vinum, landsliðsþjálfaranum og knattspyrnusambandinu fyrir stuðninginn,“ segir markahrók- urinn á Twitter. „Ég get vart sagt ykkur hversu mikils virði þetta er. Ég elska ykkur öll.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.