Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Side 40
Lærðu á gítar á netinu n Óhentugur tími og kostnaður ekki lengur afsökun E ins og við vitum líklega flest er internetið til margra hluta nytsamlegt. Þar er bókstaflega hægt að finna allan heimsins fróðleik ef maður kann að leita að honum. Á internetinu er til að mynda hægt að sækja kennslumyndbönd og námskeið í gítarleik fyrir lítinn pen­ ing. Þannig getur þú sjálfur ákveðið hvenær þú grípur til gítarsins og mætir í tímana. Er þetta einkar hent­ ugt fyrirkomulag fyrir upptekið fólk sem vill stýra sínum tíma sjálft. Á Youtube má finna ógrynni myndbanda þar sem boðið er upp á gítarkennslu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Myndböndin eru vissulega af misjöfnum gæðum en mörg þeirra eru ansi góð og vel not­ hæf til að læra helstu gítargripin. Þá býður íslenska vefsíðan guitar­ party.com upp á kennslu á gítar á mjög sanngjörnu verði. Á síðunni má finna yfirgripsmikið safn af há­ gæða kennslumyndböndum með reynslumiklum kennurum. Hægt er að spjalla við kennarann um hvert myndband og getur nemandi spurt að vild og fengið svör við fyrirspurn­ um. Nemendur fá einnig að hafa áhrif á hvaða myndbönd verða gerð í framhaldinu. Um guitarparty.com segir að aðstandendur síðunnar, sem einnig var opnuð á Bandaríkjamark­ aði í síðustu viku, ætli sér að gera yfir 300 myndbönd á þessu ári sem öll verði frábær. Til að nýta sér þjónustu síðunn­ ar þarftu að skrá þig inn og kaupa aðgang. Fyrir 499 krónur færðu að­ gang að fyrstu 15 myndböndunum í mánuð og 20 prósenta afslátt af seinni tíma viðskiptum. Það er því ljóst að nú er kostnaður eða óhentugur tími á námskeiðum engin afsökun fyrir því að læra ekki á gítarinn sem er búinn að liggja inn í skáp síðustu árin. Nú er um að gera að skella sér á netnámskeið og slá í gegn í útilegupartíinu síðar í sumar. 40 Lífsstíll 22.–24. júní 2012 Helgarblað Stýrðu náminu Mjög auðvelt er að læra á gítar á netinu. Gráttu yfir bíómynd Ótrúlegt en satt þá virðist vera hollt að horfa á sorglega bíómynd ef manni líður illa, sérstaklega ef vanlíðanin tengist ástarsambandi eða samskiptum við maka. Niður­ stöður rannsóknarteymis við ríkis­ háskólann í Ohio hafa leitt í ljós að það að gráta yfir sorglegri bíó­ mynd getur fengið fólk til að hugsa jákvætt um samband sitt og meta það að verðleikum. Það kann að hljóma sem al­ gjör þversögn að það að leggjast í volæði og gráta yfir bíómynd geti aukið vellíðan, en ef betur er að gáð kann þetta að vera fullkom­ lega rökrétt. Að upplifa óraun­ veruleg vandamál annarra í gegn­ um kvikmyndir ætti að geta kennt manni að meta lífið betur og sjá vandamálin í stærra samhengi. „Dömp“ smáforrit Nú er komið á markað smá­ forrit eða app fyrir iPhone­síma sem hjálpar til að ákveða hvort „dömpa“ eigi kærastanum eða ekki. Forritið heitir einfaldlega „Should I Break Up With My Boyfriend?“ eða „Á ég að hætta með kærastanum mínum?“, líkt og það myndi þýðast á íslensku. Til að komast að niðurstöðu þarftu að skrá niður í símann tilfinningar þínar gagnvart sambandinu í tvær vikur. Eftir þann tíma veitir forritið þér svar við þessari erfiðu spurn­ ingu. Niðurstöðurnar byggja í raun á tilfinningasveiflum og hvort sambandið virðist oftar veita þér gleði eða vanlíðan. Ef þú ert búin að vera að „deita“ í nokkurn tíma og ert óviss með til­ finningar þínar eða átt erfitt með að átta þig á því hvort sambandið veiti þér í raun gleði þá er um að gera að nýta sér tæknina, en henni fleytir sífellt fram. B rúnkusprautun hefur hingað til verið talin örugg­ asta leiðin til að ná fram fallegri og jafnri brúnku á líkamann, enda þurfa þá sólargeislarnir ekki að leika um húðina með öllum sínum skað­ legu áhrifum. Þeir sem nota þessa leið mikið gætu þó þurft að fara að vara sig líkt og sóldýrkendurnir sem flatamaga í sólinni fyrir brúnkuna. Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa nefnilega leitt í ljós að brúnkusprei er ekki jafn skaðlaust og áður var talið. Það er þó ekki virkni efnisins á húðina sem framkallar brúnku sem er talin hættuleg heldur er það inn­ öndun þess. Það var rannsóknarteymi við George Washington­háskóla und­ ir forystu dr. Lynn Goldman sem komst að þessari að niðurstöðu. Getur valdið krabbameini Niðurstöðurnar sýndu fram á að efnið „dihydroxyacetone“ (DHA) sem gjarnan er notað í brúnkusprei væri líklegt til að ýfa upp astma­ einkenni, auka líkur á lungnakrabba­ meini, lungnaþembu og öðrum alvarlegum lungnasjúkdómum, við innöndun í miklu magni. Ef DHA kemst í miklu magni út í blóðrásina getur það valdið skemmdum á DNA genamenginu sem aftur getur hrundið af stað krabbameinsæxlismyndun í frum­ um. Það er einmitt sú stökkbreyting sem DHA getur valdið á lifandi frum­ um sem dr. Goldman hefur mestar áhyggjur af þegar kemur að notkun brúnkuspreis í miklu magni. Hafa áhyggjur af innri áhrifum „Við höfum ekki svo miklar áhyggjur af því sem gerist í brúnkuferlinu utan á líkamanum heldur miklu frekar því sem gerist inni í líkamanum kom­ ist efnið ofan í öndunarfærin. Við höfum áhyggjur af því að efnið geti breytt genamenginu og stökkbreytt frumum og hvaða áhrif það getur haft á líkamann,“ sagði Goldman í yfir lýsingu eftir að niðurstöður rann­ sóknarinnar voru kynntar. „Lungun eru stórt yfirborðs­ svæði svo þetta efnasamband getur auðveldlega komist inn í frumurnar og blóðrásina. Það hefur ekki verið sýnt fram á að afleiðingar þess séu skaðlausar,“ bætti dr. Rey Panetti­ eri lungnasérfræðingur við í við­ tali við ABC­fréttastofuna. „Fyrir þá sem nota brúnkusprei í hóflegu magni, kannski einu sinni í mánuði eða sjaldnar, ætti þetta þó að vera í lagi.“ n Getur valdið lungnasjúkdómum á borð við lungnakrabbamein Brúnkusprei er ekki hættulaust Varasamt Ný rannsókn sýnir fram á að hættulegt getur ver- ið að anda að sér brúnkuspreii. Efnið getur meðal annars valdið krabbameini. Hvað er „dihydro- xyacetone“? n Líka þekkt sem DHA eða „glycerone“. Efnið er algengt, virkt innihaldsefni í bæði brúnkukremum og spreii sem notað eru til að ná fram brúnku án sólar. Það er einnig töluvert notað til vínbruggunar. Efnið verður til við gerjun á sykurrófum eða sykurreyr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.