Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Síða 24
24 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Janúar 1.–11. janúar Mótmælt í Sýrlandi n Mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad for- seta héldu áfram í Sýrlandi í upphafi ársins. Sprengja sprakk í Damaskus þann 6. janúar með þeim afleiðingum að 25 létust. Þann 11. janúar kom Assad forseti fram opinberlega í fyrsta skipti eftir að mótmælin hófust og þakkaði al- múganum fyrir að styðja sig. 13. janúar Costa Concordia strandaði n Costa Concordia- skemmtiferðaskipið strandaði úti fyrir eyjunni Giglio með þeim afleiðingum að 32 létust. Í kjöl- farið fór skemmtisigl- ingabransinn á Ítalíu í naflaskoðun enda þótti víða pottur brotinn í öryggismálum. Skip- stjórinn, Francesco Schettino, var harðlega gagnrýndur fyrir að yfir- gefa skipið eftir að það strandaði og gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir manndráp af gáleysi. Íbúar flúðu skógarelda n Yfir tíu þúsund manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í Nevada í Bandaríkjunum eftir að miklir skógareldar brutust út. Nokkrir lét- ust í skógareldunum og tugir heim- ila eyðilögðust. Febrúar 1. febrúar Uppþot á knattspyrnuvelli n Að minnsta kosti 73 létu lífið þegar uppþot varð á knattspyrnuleik í Port Said í Egypta- landi. Öryggisgæsla á vellinum var harðlega gagnrýnd í kjölfarið enda tókst áhorfendum að komast inn á völlinn með vopn. Í kjölfarið brut- ust út óeirðir í Kaíró gegn herstjórn landsins með þeim afleiðingum að fjölmargir létust. 4. febrúar Neitunarvaldi beitt n Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna gegn hernaðar- íhlutun í Sýrlandi. Nokkrum klukkustundum áður hafði sýr- lenski herinn ráðist inn í úthverfi borgarinnar Homs til að koma upp- reisnarmönnum frá. Fjölmargir féllu í þessum hluta borgarinnar enda rigndi sprengjum yfir hann. 12. febrúar Fjöldamótmæli í Aþenu n 80 þúsund manns komu saman í Aþenu, höfuðborg Grikklands, til að mótmæla boðuðum niður- skurði stjórnvalda. Mótmælin fóru úr böndunum og í kjölfar þeirra var kveikt í 40 byggingum. Daginn eftir samþykkti gríska þingið aðgerðirn- ar enda eina leiðin til að fá neyðar- lán. 13. febrúar Hjónabönd sam- kynhneigðra n Washington varð sjöunda ríki Bandaríkjanna til að leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra. Nokkrum dögum áður hafði dómstóll í Kali- forníu fellt úr gildi lög í ríkinu sem bönnuðu samkynhneigðum að gift- ast. 14. febrúar 300 farast í eldsvoða n Að minnsta kosti 300 fangar létu lífið þegar eldur kom upp í fangelsi í Hondúras. 26. febrúar Trayvon Martin skotinn n Trayvon Martin, 17 ára blökku- maður, var skotinn til bana í San- ford í Flórída. George Zimmerman, sem sinnti nágrannavörslu á svæðinu, var handtekinn grunað- ur um verknaðinn. Mikil mótmæli blossuðu upp eftir að honum var sleppt úr haldi. Mars 4. mars Pútín kjörinn forseti n Vladimír Pútín var kjörinn forseti Rússlands með 64 prósentum at- kvæða. Í kjölfarið var hann sakaður um kosningasvindl og fjöldi fólks mótmælti nýkjörnum forseta á göt- um úti. 10. mars Hermaður gekk berserksgang n Bandarískur hermaður, Robert Bales, skaut 17 manns, þar á með- al níu börn, til bana í nágrenni herstöðvar Bandaríkjahers í Afganistan. Í kjölfarið urðu mikil mótmæli gegn íhlutun Bandaríkja- hers í Afganistan. Hamid Karzai, forseti landsins, kallaði í kjölfarið eftir því að Bandaríkjamenn minnkuðu umsvif sín verulega í landinu á næstu misserum. 19. mars Fjórir myrtir í gyðingaskóla í Frakklandi n Mohammed Merah, franskur maður af alsírskum uppruna, skaut fjóra til bana í gyðingaskóla í Toulouse í Frakklandi. Merah sagðist hafa verið meðlimur al- Kaída-hryðjuverkasamtakanna og skotárásin væri hefnd vegna drápa á börnum í Palestínu. Þann 22. mars, eftir 30 klukkustunda um- sátur, var Merah skotinn til bana af lögreglu. 21. mars Sam- þykkti vopnahlé n Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, féllst á beiðni Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í landinu og sagðist ætla að draga herafla sinn til baka innan tuttugu daga. Margir efuðust þó um að hann efndi loforð sitt. Apríl 1. apríl Baráttukona komst á þing n Baráttukonan og Nóbelsverðlauna- hafinn Aung San Suu Kyi komst á þing eftir þing- kosningarnar í Mjanmar. Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en var handtekin ári áður og haldið í stofufangelsi í fimmtán ár. 4. apríl 2.000 sagt upp hjá Yahoo n Netrisinn Yahoo tilkynnti að tvö þúsund starfsmönnum, eða 14 pró- sentum allra starfsmanna fyrirtæk- isins, hefði verið sagt upp störfum. Niðurskurðinum var ætlað að spara fyrirtækinu 375 milljónir dala árlega. 11. apríl Stór skjálfti reið yfir Indónesíu n Jarðskjálfti að stærðinni 8,6 varð undan ströndum Indónesíu og í kjölfarið var send út flóðbylgju- viðvörun. Eftirskjálfti af stærðinni 8,2 reið yfir skömmu síðar en sem betur fer varð eignatjón lítið og engin flóðbylgja reið yfir í kjölfar skjálftans. 22. apríl Blindur að- gerðasinni n Chen Guangcheng, blindur lög- fræðingur og einn þekktasti andófs- maður Kína, flúði úr stofufangelsi þar sem hann hafði verið frá árinu 2010. Chen hafði unnið sér það til saka að berjast gegn þvinguðum fóstureyðingum í Linyi-héraði. Chen flúði loks til Bandaríkjanna og var útveguð íbúð í stúdentagörðum New York-háskóla. Maí 1. maí Sögulegt samkomulag n Barack Obama Bandaríkja forseti skrifaði undir samkomulag við Ha- mid Karzai, forseta Afganistans, þess efnis að Bandaríkjamenn veittu Afgönum fjárhagsaðstoð í tíu ár eftir fyrirhugað brotthvarf Bandaríkjamanna frá landinu á næsta ári. n Árið einkenndist af áframhaldandi ólgu í Mið-Austurlöndum n Náttúruhamfarir tóku sinn skerf en voru minna áberandi en árin á undan 2012: Ár ólgu og ófriðar Erlendur fréttannáll árið 2012

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.