Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.12.2012, Blaðsíða 24
24 Annáll 28. desember 2012 Áramótablað Janúar 1.–11. janúar Mótmælt í Sýrlandi n Mótmæli gegn stjórn Bashar al-Assad for- seta héldu áfram í Sýrlandi í upphafi ársins. Sprengja sprakk í Damaskus þann 6. janúar með þeim afleiðingum að 25 létust. Þann 11. janúar kom Assad forseti fram opinberlega í fyrsta skipti eftir að mótmælin hófust og þakkaði al- múganum fyrir að styðja sig. 13. janúar Costa Concordia strandaði n Costa Concordia- skemmtiferðaskipið strandaði úti fyrir eyjunni Giglio með þeim afleiðingum að 32 létust. Í kjöl- farið fór skemmtisigl- ingabransinn á Ítalíu í naflaskoðun enda þótti víða pottur brotinn í öryggismálum. Skip- stjórinn, Francesco Schettino, var harðlega gagnrýndur fyrir að yfir- gefa skipið eftir að það strandaði og gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir manndráp af gáleysi. Íbúar flúðu skógarelda n Yfir tíu þúsund manns neyddust til að yfirgefa heimili sín í Nevada í Bandaríkjunum eftir að miklir skógareldar brutust út. Nokkrir lét- ust í skógareldunum og tugir heim- ila eyðilögðust. Febrúar 1. febrúar Uppþot á knattspyrnuvelli n Að minnsta kosti 73 létu lífið þegar uppþot varð á knattspyrnuleik í Port Said í Egypta- landi. Öryggisgæsla á vellinum var harðlega gagnrýnd í kjölfarið enda tókst áhorfendum að komast inn á völlinn með vopn. Í kjölfarið brut- ust út óeirðir í Kaíró gegn herstjórn landsins með þeim afleiðingum að fjölmargir létust. 4. febrúar Neitunarvaldi beitt n Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna gegn hernaðar- íhlutun í Sýrlandi. Nokkrum klukkustundum áður hafði sýr- lenski herinn ráðist inn í úthverfi borgarinnar Homs til að koma upp- reisnarmönnum frá. Fjölmargir féllu í þessum hluta borgarinnar enda rigndi sprengjum yfir hann. 12. febrúar Fjöldamótmæli í Aþenu n 80 þúsund manns komu saman í Aþenu, höfuðborg Grikklands, til að mótmæla boðuðum niður- skurði stjórnvalda. Mótmælin fóru úr böndunum og í kjölfar þeirra var kveikt í 40 byggingum. Daginn eftir samþykkti gríska þingið aðgerðirn- ar enda eina leiðin til að fá neyðar- lán. 13. febrúar Hjónabönd sam- kynhneigðra n Washington varð sjöunda ríki Bandaríkjanna til að leyfa hjóna- bönd samkynhneigðra. Nokkrum dögum áður hafði dómstóll í Kali- forníu fellt úr gildi lög í ríkinu sem bönnuðu samkynhneigðum að gift- ast. 14. febrúar 300 farast í eldsvoða n Að minnsta kosti 300 fangar létu lífið þegar eldur kom upp í fangelsi í Hondúras. 26. febrúar Trayvon Martin skotinn n Trayvon Martin, 17 ára blökku- maður, var skotinn til bana í San- ford í Flórída. George Zimmerman, sem sinnti nágrannavörslu á svæðinu, var handtekinn grunað- ur um verknaðinn. Mikil mótmæli blossuðu upp eftir að honum var sleppt úr haldi. Mars 4. mars Pútín kjörinn forseti n Vladimír Pútín var kjörinn forseti Rússlands með 64 prósentum at- kvæða. Í kjölfarið var hann sakaður um kosningasvindl og fjöldi fólks mótmælti nýkjörnum forseta á göt- um úti. 10. mars Hermaður gekk berserksgang n Bandarískur hermaður, Robert Bales, skaut 17 manns, þar á með- al níu börn, til bana í nágrenni herstöðvar Bandaríkjahers í Afganistan. Í kjölfarið urðu mikil mótmæli gegn íhlutun Bandaríkja- hers í Afganistan. Hamid Karzai, forseti landsins, kallaði í kjölfarið eftir því að Bandaríkjamenn minnkuðu umsvif sín verulega í landinu á næstu misserum. 19. mars Fjórir myrtir í gyðingaskóla í Frakklandi n Mohammed Merah, franskur maður af alsírskum uppruna, skaut fjóra til bana í gyðingaskóla í Toulouse í Frakklandi. Merah sagðist hafa verið meðlimur al- Kaída-hryðjuverkasamtakanna og skotárásin væri hefnd vegna drápa á börnum í Palestínu. Þann 22. mars, eftir 30 klukkustunda um- sátur, var Merah skotinn til bana af lögreglu. 21. mars Sam- þykkti vopnahlé n Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, féllst á beiðni Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé í landinu og sagðist ætla að draga herafla sinn til baka innan tuttugu daga. Margir efuðust þó um að hann efndi loforð sitt. Apríl 1. apríl Baráttukona komst á þing n Baráttukonan og Nóbelsverðlauna- hafinn Aung San Suu Kyi komst á þing eftir þing- kosningarnar í Mjanmar. Suu Kyi hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en var handtekin ári áður og haldið í stofufangelsi í fimmtán ár. 4. apríl 2.000 sagt upp hjá Yahoo n Netrisinn Yahoo tilkynnti að tvö þúsund starfsmönnum, eða 14 pró- sentum allra starfsmanna fyrirtæk- isins, hefði verið sagt upp störfum. Niðurskurðinum var ætlað að spara fyrirtækinu 375 milljónir dala árlega. 11. apríl Stór skjálfti reið yfir Indónesíu n Jarðskjálfti að stærðinni 8,6 varð undan ströndum Indónesíu og í kjölfarið var send út flóðbylgju- viðvörun. Eftirskjálfti af stærðinni 8,2 reið yfir skömmu síðar en sem betur fer varð eignatjón lítið og engin flóðbylgja reið yfir í kjölfar skjálftans. 22. apríl Blindur að- gerðasinni n Chen Guangcheng, blindur lög- fræðingur og einn þekktasti andófs- maður Kína, flúði úr stofufangelsi þar sem hann hafði verið frá árinu 2010. Chen hafði unnið sér það til saka að berjast gegn þvinguðum fóstureyðingum í Linyi-héraði. Chen flúði loks til Bandaríkjanna og var útveguð íbúð í stúdentagörðum New York-háskóla. Maí 1. maí Sögulegt samkomulag n Barack Obama Bandaríkja forseti skrifaði undir samkomulag við Ha- mid Karzai, forseta Afganistans, þess efnis að Bandaríkjamenn veittu Afgönum fjárhagsaðstoð í tíu ár eftir fyrirhugað brotthvarf Bandaríkjamanna frá landinu á næsta ári. n Árið einkenndist af áframhaldandi ólgu í Mið-Austurlöndum n Náttúruhamfarir tóku sinn skerf en voru minna áberandi en árin á undan 2012: Ár ólgu og ófriðar Erlendur fréttannáll árið 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.