Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 2
2 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Hlaupasokkar • Minnka verki og þyngsl í kálfum • Minni hætta á blöðrumyndun • Draga úr bjúgsöfnun Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Lánabók Byrs DV greindi frá því á mánudag að tuttugu stærstu skuldarar Byrs hefðu fengið meira en 50 millj- arða króna að láni frá sjóðnum. Athygli vakti að þriðji stærsti skuldari Byrs árið 2008 var Ellert Aðalsteinsson, marg- faldur Íslandsmeistari í leirdúfu- skotfimi. Í nóvember 2008 námu skuldir Ellerts rúmlega 6,1 milljarði króna. „Ég er bara sveitastrákur að norðan, frá Húsavík, sem kom í borgina tómhentur og vann sig upp. Það er ekkert hægt að tengja mig við neinn, hvorki útrásarvíkinga né innrásarvíkinga. Ég er algert „no- name“, bara „low profile“ strákur,“ sagði Ellert þegar DV bar skuldirnar undir hann. Aðeins fimm vatnsflöskur í boði Farþegar með flugi Iceland Express frá París til Kefla- víkur biðu í 36 klukkustundir í óvissu um hve- nær þeir kæmust af stað eftir að flugmálayfirvöld kyrrsettu flugvél félagsins. Þetta átti sér stað um síðustu helgi en flugvélin var metin óhæf til flugs. Farþegarnir voru látnir gista með ókunnugu fólki á hóteli sem þeim var úthlutað eftir að hafa beðið á Charles de‘Gaulle- flugvellinum í París í sex klukku- stundir. Enginn frá flugfélaginu hafði samband við farþegana fyrr en þeir fengu SMS-skilaboð rétt fyrir hádegi daginn eftir að flugvélin átti að fara í loftið. Hætti að borga „Það var mánudag- inn 6. júní, ef ég man rétt, sem framhaldssala fór fram. Þá hafði áður farið fram þetta venjulega ferli, byrjun upp- boðs einhvern tíma í mars eða apríl. Þetta skiptist í þrjú stig en húsið var að lokum selt 6. júní.“ Þetta sagði fjölmiðlamaðurinn fyrrverandi og lífskúnstnerinn Atli Steinn Guðmundsson í DV á mið- vikudag. Atli Steinn ákvað að hætta að borga af lánum sínum á Íslandi í febrúar í fyrra. Hann flutti ásamt sambýliskonu sinni til Stavanger í Noregi í maí sama ár með það fyrir augum að hefja nýtt líf þar í landi. Hús hans í Mosfellsbæ var að lokum selt á uppboði þann 6. júní síðast- liðinn. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Borhola Orkuveitu Reykjavíkur veldur íbúum í Hveragerði tölu- verðu angri. Borholan er á hvera- svæði nærri Hveragerðiskirkju. „Þetta er borhola sem er í eigu Orkuveitunnar og hún er látin blása allan sólarhringinn,“ segir Elberg Þorvaldsson, ábúandi á svæðinu í samtali við DV. Hún blæs að sögn Elbergs í tíma og ótíma en hættir af og til inni á milli. „Það er líkt og maður búi við hliðina á verksmiðju,“ segir hann og nefnir að ónæðið sé talsvert. „Það er mikill þrýstingur frá henni og há- vaði og það eru bara allir hérna í hverfinu búnir að fá nóg. Ég þarf að fara snemma á fætur og er oft ósof- inn þegar ég mæti í vinnuna.“ Gufu hleypt út öðrum til ónæðis Orkuveitan notar borholuna til þessa að hleypa af gufu sem ekki er notuð til upphitunar í Hveragerði. Á vet- urna er gufan mestmegnis notuð og því þarf ekki að hleypa gufu út um holuna eins oft. En á sumrin er raun- in önnur. „Þetta er gufa sem hefur ver- ið notuð í bænum á veturna en hún er minna notuð á sumrin og þá er hún látin blása þarna upp, öðrum til ónæðis,“ segir Elberg. Hann segir íbúa á svæðinu jafnan þurfa að loka glugg- um á næturna þar sem að borholan blæs oft á mismunandi tímum sólar- hringsins. „Við þurfum að loka öllum gluggum þegar við förum að sofa. Svo þegar hún fer að blása þá getum við ekki verið úti á palli vegna hávaðans.“ Fór að blása eftir jarðskjálta Eftir Suðurlandsskjálftann árið 2008 virðist eitthvað hafa raskast því að það var eftir það sem borholan fór að blása. „Þetta er búið að vera svona meira eða minna stanslaust síðan árið 2008,“ segir Elberg. „Eftir það urðu þeir að láta hana blása til þess að hún félli ekki.“ Hann segist hafa leitað til Orkuveitunnar margsinnis vegna þessa máls og slíkt hið sama hafi aðrir íbúar einnig gert. „Þar höfum við fengið margvísleg og mismunandi svör en ekkert virð- ist vera gert í þessu máli,“ segir El- berg. „En maður er svefnlaus hérna dag eftir dag út af þessum hávaða.“ Boða bót og betrun „Við verðum að gera eitthvað í þessu. Það er alveg ljóst,“ segir Eirík- ur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur. Hann segir að útstreymið frá holunum sé heldur meira en verið hefur áður og þá sér- staklega núna á hlýjasta tíma ársins. Orkuveitan leitar nú leiða í samstarfi við bæjaryfirvöld að ráða á þessu bót. „Það eru tvær leiðir helst til skoð- unar. Annars vegar er hægt að setja betri hljóðdeyfi á holuna og svo hins vegar er möguleiki á betri stýringu á því sem úr henni kemur. Og þetta eru þær leiðir sem við erum að skoða,“ segir Eiríkur en tekur fram að tals- verður kostnaðarmunur sé á þess- um tveimur leiðum. Eiríkur segir að vandamálið hafi verið viðvarandi í talsverðan tíma en nú sé viðfangs- efnið stærra. Þess vegna þurfi að leita allra leiða til að ráða bót á há- vaðanum. Andvaka vegna blásandi borholu „Maður er svefnlaus hérna dag eftir dag út af þessum hávaða. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is n Mikill hávaði og þrýstingur berst frá holunni n Viðvarandi vandi í nokkur ár Langþreyttur Elberg Þorvaldsson segir ónæðið vegna holunnar sífellt, líkt og að búa við hlið háværrar verk- smiðju. DV MynD Hörður SVeinSSon Lést í Taílandi Íslenskur karlmaður um fimmtugt lést af slysförum í Taílandi í vikunni. Maðurinn lætur eftir sig tvö börn en hann hafði verið búsettur í Taílandi og þar áður lengi í Danmörku. Til- drög slyssins eru óljós en ljóst er að maðurinn lést á meðan hann undir- gekkst aðgerð í kjölfar slyssins. Utanríkisráðuneytið hefur stað- fest að ræðismaður Íslands í Taílandi aðstoði fjölskyldu mannsins. Ekki hefur verið greint frá nafni hans. Óvissa um mál- efni fatlaðra Flutningur á málefnum fatlaðra frá ríki til borgar og óvissa um fjár- mögnun málaflokksins veldur drætti á því að borgarstjórn geti lagt fram þriggja ára fjárhagsáætlun Reykja- víkurborgar, sem átti að skila í febrúar á þessu ári. Á fimmtudaginn óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir því að borgar- stjórn yrði kölluð saman á aukafund þar sem slík áætlun hafði ekki verið lögð fram. Fulltrúar minnihlutans gagnrýna meirihlutann og segja að slík vinnubrögð séu bæði óábyrg og algjörlega óviðunandi. Borgaryfir- völd segja fullbúna útgjaldaáætlun tilbúna en það sem skorti sé fjár- magn. Því sé nú rætt við stjórnvöld um málið. Vonast er til að gerð áætl- unarinnar verði lokið í haust. Veiddu lax undir Gullinbrú Tveir veiðimenn voru gripnir glóð- volgir við laxveiðar í Grafarvogi um miðjan dag á miðvikudaginn. Menn- irnir, sem eru báðir um þrítugt, höfðu komið sér fyrir undir Gull- inbrú og veitt tvo laxa þegar lögregl- an kom á vettvang. Lögreglumenn bentu þeim á að veiðiskapur þeirra væri brot á lögum um lax- og sil- ungsveiði. Laxinn var haldlagður en veiðimennirnir sögðu sér til máls- bóta að þeir þekktu ekki fiskana með nafni. Að sögn lögreglu gekk erfið- lega að fá nöfn mannanna en tókst að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.