Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 54
54 | Fólk 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Eignaðist son Fyrrverandi sjónvarpskonan og fyrirsætan Andrea Róberts­ dóttir og Jón Þór Eyþórsson eignuðust sitt annað barn á miðvikudaginn. Þeim fæddist heilbrigður og stór, 17,5 marka og 56 sentímetra, drengur. Andrea sagði frá þessu á Face­ book­síðu sinni í gær og sagði hann vera fullkominn. Fyrir á parið soninn Dreka sem er fæddur í september 2008. Handhristing- urinn mikli Í nýjasta innslagi í liðnum Álitið á fotbolti.net voru spek­ ingar spurðir út í atvik sumars­ ins í Pepsi­deildinni hingað til. Álitsgjafarnir voru fjölmargir og má þar nefna Loga Ólafs­ son, Guðjón Guðmundsson og Geir Ólafsson. Þar var einnig Egill Gillz Einarsson en hann sagði atvik sumarsins hafa verið þegar Guðjón Baldvins­ son framherji KR stundaði sjálfsfróun eða „handhristing“ inni í klefa eftir KR og Keflavík í annarri umferð. Egill fékk svo greinilega vin sinn Mikael Nikulásarson og samstarfs­ konu sína Silju Úlfarsdóttur til liðs við sig því nefndu einnig meintan handhristing Guð­ jóns sem eitt af atvikum sum­ arsins. V ið vorum að keyra í brautinni í Sólbrekku hér rétt hjá mér nokkrir félagar. Svo var ég að stökkva og leika mér og slasa mig. Ég man ekki neitt. Hvorki fyrir né eftir slysið,“ segir handboltahetj­ an og silfurdrengurinn Logi Geirsson sem liggur á sjúkra­ beði stórslasaður eftir mótor­ kross­slys. Logi datt af hjóli sínu Kawa­ saki KX 250 en enginn sá hvað gerðist og hann man sjálfur ekkert. „Það er alveg vika sem er týnd hjá mér. Ég man ekkert í kringum þetta nema að ég var á spítala í nokkra daga á eftir,“ segir Logi en hann slasaðist nokkuð illa. „Ég braut viðbein og svona eitt og annað. Það þurfti að taka bein úr mjöðminni og setja í viðbeinið. Það fór í sundur. Svo fékk ég líka heila­ hristing og rifbeinin eru brák­ uð. Ég er búinn að liggja núna heima í tíu daga,“ segir Logi. Öxlin sem viðbeinið brotn­ aði við er vinstra megin en ekki hægri sleggjan sem gerði Loga frægan. „Þetta er sem betur fer ekki „byssan“,“ segir Logi sprell­ kátur. „Ég myndi nú ekki kalla þetta sleggju lengur. Meira svona gúmmíhamar,“ bætir hann við hlæjandi. „Ég er bú­ inn að vera að reyna að ná öxl­ inni á hægri í gang þannig að það er lán í óláni að þetta var vinstra megin.“ Þótt Logi sé nokkuð illa far­ inn í dag hefði slysið getað ver­ ið mun alvarlegra hefði hann ekki verið skynsamur. „Ég þakka bara fyrir að hafa verið í öllum gallanum og með allan hlífðarfatnað. Ég á sem betur fer allt besta dótið, brynjur og púða og þakka guði fyrir það í dag. Ég vil bara brýna fyrir öllum sem eru að leika sér á kross­ ara að vera skynsamir og búa sig vel. Það er ástæða fyrir því að þessir gallar og brynjur eru til,“ segir Logi sem lítur þó eins og alltaf fram á veginn, það þarf meira en mótorkross­slys til að brjóta hann niður. „Það eru ekki alltaf jólin. Það eru hæðir og lægðir í lífinu og maður verður að geta brosað í gegnum erfiðu tímana líka. Maður kemst ekki í gegnum líf­ ið án þess að þurfa að takast á við vandamál. Þetta eru búin að vera strembin tvö ár og nú hlýtur að fara að birta til. Mað­ ur verður auðvitað lifa lífinu lif­ andi,“ segir Logi sem nýlega hóf nýjan kafla í lífi sínu sem vöru­ merkisstjóri Asics á Íslandi. Logi hefur verið einstaklega sigursæll íþróttamaður og varð nú síðast Íslandsmeistari með FH eftir að hafa orðið tvisvar sinnum Evrópumeistari með Lemgo í Þýskalandi og árangur hans með landsliðinu þekkja allir. Þá er hann einnig flutt­ ur til Njarðvíkur, heimabæj­ ar unnustu sinnar, Ingibjargar Elvu Vilbergsdóttur. „Ég vann stutt á Kananum sem markaðsstjóri eða í rúma þrjá mánuði og náði mér í fína reynslu þar. Svo var ég eigin­ lega keyptur yfir til Asics. Nú er maður bara kominn í níu til fimm vinnu sem fer mér ágæt­ lega. Ég sé um þetta merki sem er Ferrari íþróttaskónna. Þetta eru langbestu handbolta­ og hlaupaskórnir og svo er einnig ýmis fatnaður. Það eru til dæmis átta í íslenska handboltalands­ liðinu í dag sem spila í Asics.“ En stefnir Logi Geirsson á atvinnumennsku aftur? „Ef öxlin fer í gang þá fer ég aft­ ur af stað í að vinna í gömlum draumi sem tengist Spáni,“ seg­ ir Logi spáskur. „Annars er maður bara flutt­ ur til Njarðvíkur með fjölskyld­ una sem er rosalega fínt. Konan er að fljúga með Icelandair og við unum hag okkar vel á Suðurnesjun­ um,“ segir silfur­ drengurinn Logi Geirsson. tomas@dv.is n Logi Geirsson stórslasaður eftir mótorkross-slys n Þurfti að flísa úr mjöðminni og setja í brotið viðbein n Fluttur til Njarðvíkur og tekinn við Asics-merkinu „Þetta er sem betur fer ekki „byssan“. „Man ekki eftir slysinu“ Getur verið hættulegt Það er eins gott að búa sig vel áður en maður fer á krossara. Þakkar fyrir að hafa notað hlífðarbúnað Logi hefði slasast mun verr ef hann hefði ekki verið í brynju og með hjálm.Handlaginn Halldór Leikstjórinn, uppistandarinn og rapparinn Halldór Hall­ dórsson festi nýlega kaup á sinni fyrstu íbúð. Halldór er ekki bara blessaður af lista­ gyðjunni því hann er einnig áhugasmiður mikill og sá sjálf­ ur um flestar endurbæturnar í nýju íbúðinni. Hon­ um til halds og trausts var pabbi hans, kvikmynda­ framleiðandinn Halldór Þor­ geirsson, en þeir feðgar smíðuðu meðal annars eld­ hús­ inn­ réttingu frá grunni. Ósk Norðfjörð yngir upp G lamúrfyrirsætan og móðirin Ósk Norðfjörð er samkvæmt heimild­ um DV komin með nýj­ an kærasta. Sá heppni heit­ ir Sveinn Elías Elíasson og er frjálsíþróttakappi. Töluverð­ ur aldursmunur er á turtil­ dúfunum en Ósk er fædd árið 1978 og er því 33 ára á þessu ári en Sveinn Elías er fæddur árið 1989 og verður 22 ára í ágúst. Þau láta ekki aldursmuninn á sig fá og Sveinn setti mynd af þeim saman inn á Facebook­ síðu sína í vikunni þar sem þau eru saman á ferðalagi um land­ ið og stilla sér ástúðleg að sjá upp fyrir myndatöku hjá Geysi í Haukadal. Vinir Sveins lýstu yfir ánægju sinni með mynd­ ina og skrifuðu meðal annars undir myndina „Ást í loftinu“ og „Þið eruð fullkomin.“ Ósk stóð nýlega fyrir keppn­ inni Goð og gyðjur á Spot þar sem valinn var einn keppandi af hvoru kyni sem fékk titil­ inn goð eða gyðja ársins. Valið var út frá útgeislun keppenda en ekki útliti. Hún hefur einnig setið töluvert fyrir og prýtt síð­ ur blaða. Hún þreytti frumraun sína í söng í fyrra þegar hún gaf út lagið „Keep on Waiting“ sem hún söng með vinkonu sinni, Ásdísi Rán. Sveinn hefur lengi verið talinn einn efnilegasti frjálsíþróttakappi landsins og er einnig mikill bílaáhugamaður. Ósk á fimm börn úr fyrri samböndum en Sveinn er barnlaus. Nýtt par Samkvæmt heimildum DV blómstrar ástin hjá turtildúfunum Ósk og Sveini. Sveinn birti þessa mynd á Facebook-síðu sinni í vikunni. Eldheit Ósk er fimm barna móðir, fyrirsæta og söngkona. n Komin með nýjan kærasta sem er 11 árum yngri en hún Viðbeinið í sundur Röntgenmynd sem tekin var af Loga eftir slysið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.