Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 29
Viðtal | 29Helgarblað 22.–24. júlí 2011 víða. Þar hittum við fólk, bæði börn sem höfðu misst foreldra sína úr al- næmi og ömmur sem voru orðn- ar háaldraðar en þurftu að ganga barnabörnum sínum í móðurstað því sonur þeirra eða dóttir var látin úr alnæmi.“ Það var þó eitt atvik sem er minn- isstæðara en önnur. „Við fórum meðal annars inn í lítinn leirkofa með stráþaki, sem var eiginlega far- ið af, og hittum konu sem var í mesta lagi þrítug. Hún var langt leidd af al- næmi og bjó með dóttur sinni sem var níu ára. Þegar við komum þangað inn var hún að skrifa á pappaspjald sögu fjölskyldu sinnar og það voru eigin- lega einu jarðnesku eigurnar sem hún gat eftirlátið dóttur sinni. Að skrifa sögu fjölskyldu sinnar á hliðar af pappakassa sem var búið að rífa í sundur og binda saman í einhvers konar bók. Við tókum viðtal við hana og dótturina vitandi það að skömmu síðar yrði þetta barn munaðarlaust og að þessi kona myndi deyja fljót- lega. Svo frétti ég í fyrra að konan hefði dáið bara nokkrum mánuðum síðar.“ „Þetta var rosalega sterk áminn- ing um hvað heimurinn og lífið get- ur verið skrítið og misjafnt hjá fólki. Þarna vorum við sem komum úr allsnægtum komnir bókstaflega aft- ur á steinöld þar sem ekki var til nóg af neinu,“ segir Haukur, sem er viss um að það sem hann hefur upplif- að sem fréttamaður sé á meðal þess sem hefur mótað hann sem mann- eskju. „Það að vera blaðamaður eða fréttamaður er eiginlega einstakt tækifæri. Það er alveg klárlega eitt- hvað sem mótar mig sem mann- eskju.“ Kom breyttur til baka Það voru þó ekki bara samtölin sem Haukur átti við fólkið í Malaví sem breyttu honum heldur líka það sem hann sá. „Við sáum að grimmdin er alls staðar jafnmikil. Kona ein, sem hét Alice, var nýkomin í kofann sinn eft- ir að hafa farið burt til að leita sér læknisaðstoðar. Á meðan hafði þeim litla mat sem hún átti verið stolið úr kofanum hennar en hún þurfti hins vegar matinn til að taka lyfin sem hún hafði fengið. Hún var kominn í vítahring því hún þurfti lyfin en gat ekki tekið þau því hún þurfti mat. Að sjá þennan heim var opin- berun. Ég hugsa að þetta hafi verið einhver mesta opinberun sem ég hef orðið fyrir á ferlinum. Að sjá þenn- an efnislega fátæktarheim,“ segir Haukur sem kom breyttur til baka frá Malaví. Haukur upplifði það líka í Malaví að halda á verðmætum í höndun- um sem hefðu getað brauðfætt heilt þorp í nokkra mánuði. „Í fluginu frá London til Jóhann- esarborgar, sem er leiðin sem við fór- um til Malaví, var ég að skoða sölu- bækling þar sem ég sá kúlupenna eins og ég á auglýstan til sölu á 300 dollara. Þegar ég kom til Malaví talaði ég við Rauða kross starfsmann sem var að vinna í einu þorpinu og spurði hann hvað það kostaði að brauð- fæða þorpið í mánuð. Það kostaði 100 dollara og þá hugsaði ég að það væri eitthvað að þessum heimi að ég gæti átt kúlupenna sem væri jafn- mikils virði og allur matur sem þetta þorp þyrfti í fleiri, fleiri mánuði. Þá hugsaði ég bara, hvað er að? Ég held að enginn geti farið á svona stað og séð svona hluti án þess að breytast. Ég held að enginn sé svo harðbrjósta eða svo mikill nagli að verða ekki fyrir áhrifum,“ segir Hauk- ur og bætir við: „Ég er viss um að ég hafi komið betri maður til baka.“ Mistök að tala við Kim Larsen Haukur segir að það hafi ekki bara verið sigrarnir sem hafi breytt sér og hjálpað sér að þroskast, heldur hafi mistökin sem hann hafi gert verið jafnmikilvægur þáttur í því. „Ég hef gert fjöldann allan af mis- tökum, bæði persónulega og í starfi,“ segir hann og rifjar upp nokkur mis- tök. „Ég man eftir dómi í fíkniefna- máli, sem var tiltölulega stórt þá. Þrír eða fjórir komu að málinu og einn þeirra var sýknaður en í flýti rugl- aði ég þeim saman og dæmdi einn og sýknaði annan. Tók dómsvaldið í eigin hendur, óumbeðinn, í engum rétti og algjörlega að ástæðulausu. Það voru leiðinleg mistök.“ Þetta eru þó ekki stærstu mis- tökin þó að þau hafi haft áhrif á aðra en Hauk sjálfan. Haukur telur að stærstu mistökin hafi verið að sleppa tækifærinu sem hann fékk til að tala við nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Laxness. „Það var í síðasta skiptið sem fréttamenn gátu hitt hann formlega og klárlega. Ég er mikill aðdáandi Laxness og langaði mikið að hitta hann en sama dag var ég búinn að bóka viðtal við Kim Larsen. Ég sagði að ég gæti ekki farið upp í Mosfellssveit því ég væri búinn að mæla mér mót við Kim Larsen, ég hugsaði þetta þannig að Laxness væri þarna uppi í Mosfellssveit og ég hlyti að geta hitt á hann fljótlega aft- ur en Kim Larsen myndi ég ekki hitta aftur,“ segir hann og sér eftir ákvörð- uninni enn þann dag í dag. „Svo fór að ég hitti aldrei Laxness en ég hef hitt Kim Larsen þrisvar. Ég held að þetta séu stærstu mistök mín í blaðamennsku þó að þau hafi ekki skaðað neinn, en fyrir mér er þetta ein versta ákvörðun sem ég gat tek- ið.“ Kærður án þess að vita af því Á löngum ferli sínum í fjölmiðlun hefur Haukur orðið fyrir mótlæti og í eitt sinn fjallaði siðanefnd blaða- manna um hann. Málið endaði þó með því að hann var sjálfur beðinn afsökunar. „Það var mál einhvers staðar á Suðurnesjum, forræðisdeila þar sem lögreglan þurfti að fjarlægja barn af heimili. Ég tók símaviðtal við ömmu barnsins þar sem heyrist í bakgrunni að lögreglan var að fjarlægja grát- andi barnið. DV, sem þá kom út eft- ir hádegi, var með frétt um þetta mál líka.“ Símaviðtalið var spilað í hádeg- isfréttum Bylgjunnar. „Svo var málið kært til siðanefnd- ar þar sem fréttastjórinn á Stöð 2 var kærður en blaðamaðurinn á DV. Ein- hvers staðar á leiðinni ákvað siða- nefndin að snúa málinu þannig að ég var kærður og ritstjórinn á DV. Ég vissi ekki af því fyrr en allt í einu kom niðurstaða siðanefndar um að ég hefði brotið af mér. Ég fékk ekki tæki- færi til að verja mig því ég vissi ekki að ég hefði verið kærður.“ Siðanefndin brást við kvörtunum Hauks sem taldi óréttlátt að hann hefði ekki fengið að verja sig fyrir nefndinni og endaði það með því að nefndin baðst afsökunar. Hefur verið hótað Haukur hefur á ferlinum unnið að mörgum málum og hafa sumar frétt- ir hans verið sagðar í óþökk þeirra sem fjallað er um. Tvisvar hefur það leitt til þess að honum hafa borist al- varlegar hótanir. „Ég var einu sinni að fjalla um fíkniefnamál og þá voru þar menn sem voru töluvert stórtækir. Einn þeirra hringdi í mig út af frétt sem ég hafði gert og hótaði mér og lét það fylgja að hann vissi hvar ég ætti heima. Það varð til þess að ég hætti að vera með skráðan heimasíma í símaskránni. Ég kæri mig ekki um að fólk hringi heim til mín, tali við ein- hvern í fjölskyldunni og hóti mér,“ segir Haukur sem hefur þó alltaf haft stuðning fjölskyldunnar. „Hótanir þessa fíkniefnasala urðu til þess að ég tók símanúmerið úr skránni en það hvarflaði aldrei að mér að hætta í blaðamennsku. Alls ekki,“ bætir hann við. Í öðru máli fjallaði Haukur um mál geðsjúks manns sem hafði verið fjallað um áður opinberlega. „Ég hafði eitthvað fjallað um hans mál og hann var mjög ósáttur við það og hann var töluvert lengi með hótanir, hringdi í mig og setti hót- unarbréf í póstkassann heima. Þá man ég eftir að frúnni minni fannst þetta dálítið óþægilegt. En það kom aldrei til tals að skipta um vinnu út af því. Ég sá aldrei ástæðu til þess. Bæði á maður ekki að bakka og láta undan hótunum og eins er þetta það sem mig langar að gera. Það hvarfl- aði aldrei að mér að fara að vinna í Hampiðjunni eða eitthvað bara til þess að fá frið.“ Gekk hnarreistur frá Stöð 2 til Arnþrúðar Það vakti mikla athygli þegar Haukur var rekinn af Stöð 2 eftir að hafa unn- ið þar í rúm tuttugu ár. Uppsögnin kom honum sjálfum í opna skjöldu en hann veit ekki enn þann dag í dag af hverju honum var sagt upp. „Ég veit ekki hvað gerðist. Ég fékk nokkrar misvísandi skýringar á því af hverju mér var sagt upp. Í sannleika sagt get ég ekki svarað því af hverju mér var sagt upp,“ segir hann. „Fyrsta skýringin sem ég fékk var að ég væri orðinn saddur af fréttum. Þetta skildi ég ekki alveg því mér fannst ég alls ekki vera saddur. Síð- an komu einhverjar seinni skýring- ar þannig að ég veit ekki alveg hver ástæðan var en þegar ég ræddi við þáverandi fréttastjóra sem sagði mér upp þá ræddum við þetta fram og til baka.“ Haukur segist hafa rætt málið fram og til baka við Óskar Hrafn Þorvalds- son, sem var fréttastjóri á Stöð 2 þegar honum var sagt upp, en að hann hafi aldrei fengið haldbærar skýringar á uppsögninni. Þó að uppsögnin hafi komið á óvart fór Haukur sáttur frá Stöð 2. „Já, ég fór sáttur frá stöðinni. Ég var náttúrulega ósáttur við upp- sögnina en samt ekki þannig að hún haggaði mér, alls ekki. Mér fannst ákvörðunin um að segja mér upp vera röng en hún sló mig ekki út af laginu því þegar ég fór í gegnum þetta með sjálfum mér fannst mér að ég gæti gengið hnarreistur það- an út og fannst ég hafa unnið gott verk þarna. Mín niðurstaða var sú að þetta væru þeirra mistök.“ Eftir að Haukur hafði klárað upp- sagnarfrestinn réði hann sig á út- varpsstöðina Kanann þar sem hann stoppaði þó stutt. „Svo hafði Arn- þrúður Karlsdóttir samband við mig.“ Fáir plúsar við Sögu „Ég kynntist Arnþrúði fyrst 1989 þeg- ar við unnum saman á Bylgjunni. Svo hafði ég rekist á hana á förnum vegi og við höfðum alltaf sýnt hvort öðru velvild. Reyndar var ég ekkert æstur í að fara á Útvarp Sögu því þó að mér finnist vera mikil þörf fyrir svona talmálsútvarp þá held ég að það þurfi að vera með öðrum hætti en Útvarp Saga,“ segir Haukur um hvernig samstarf hans við Arnþrúði Karlsdóttur, útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu, kom til. Haukur missti vinnuna á stöð- inni í júní þegar lögmaður Arnþrúð- ar sendi tölvupóst á hann og Sigurð Þ. Ragnarsson, sem einnig starfaði á stöðinni, þar sem þeim var tilkynnt að fréttastofunni hefði verið lokað. Haukur starfaði á stöðinni í rétt um ár og lagði hart að sér við að halda úti fréttatímum á klukkutíma fresti alla virka daga. „Ég get sagt tvennt gott um þenn- an tíma á Útvarpi Sögu, að ég fékk alltaf borgað á réttum tíma og að Arnþrúður skipti sér ekkert af mínu. En þá eru plúsarnir eiginlega upp taldir.“ Haukur telur að mikil þörf sé fyr- ir talmálsútvarp á Íslandi en hann segir að Útvarp Saga sé langt frá því að sinna þeirri þörf. „Öll umfjöllun þarna um þjóð- félagsmál er í raun áróður. Ég held að fáir fjölmiðlar á Íslandi hafi til dæm- is fjallað jafnmikið um Icesave, sem var risastórt mál, og Útvarp Saga en ég held að engum fjölmiðli hafi um- ræðan skilað jafnlitlu. Bæði Arnþrúður og Pétur Gunn- laugsson, hennar kærasti, voru grjót- hörð á því að það ætti að fella Ice- save-samninginn. Allt í lagi með það en þegar þau voru að fjalla um málið voru þau yfirleitt með viðmælendur sem voru á sömu skoðun. Það var sjaldan eða aldrei reynt að tala við þá sem voru á annarri skoðun til að fá báðar hliðarnar fram. Þetta einkenn- ir dálítið umræðuna á Sögu.“ Stundum eins og að vera á Kleppi Haukur segist hafa upplifað ýmis- legt á Útvarpi Sögu sem hafi minnt hann á tímann þegar hann vann á geðsjúkrahúsinu Kleppi. „Þegar ég var ungur maður þá vann ég nokkur ár á Kleppi þar sem ég kynntist mörgum vænisjúkum manneskjum og stundum á Útvarpi Sögu fannst mér ég vera kominn á gamla staðinn aftur.“ Haukur segir mörg dæmi vera um það sem hann telur hálfgerða vænisýki í stjórnendum útvarps- stöðvarinnar. „Eitt skipti var til að mynda tæknimaður sem þurfti að bregða sér frá í hádeginu og þegar hann var á Suðurlandsbrautinni kemur eins og það hafi verið skotið með loft- riffli í framrúðuna hjá honum, má vera að það hafi bara farið steinn í rúðuna en það leit út eins og það hefði verið skotið á rúðuna, það kom lítið gat á hana og það fyrsta sem Arnþrúður sagði þegar hún frétti af þessu var að það hefði ver- ið skotið á hann því að hann væri tæknimaður á Útvarpi Sögu. Svo var líka einn sem kom ekki til vinnu í tvo daga og ekki hægt að ná í hann, hann var bara að sinna ein- hverju persónulegu, gat ekki látið vita af sér og allt í lagi með hann, og þá komu strax hugmyndir um hvort það væri ekki búið að drepa hann því hann væri starfsmaður á Útvarpi Sögu,“ segir Haukur og bætir við: „Það er allt svona, allir þeir sem eru á móti Útvarpi Sögu þeir eru hluti af einhverju samsæri.“ Hótað af eiturlyfjasala „Ég er viss um að ég hafi komið betri maður til baka. „Það hvarflaði aldrei að mér að hætta í blaðamennsku. Kom breyttur heim frá Malaví „Þetta var rosalega sterk áminning um það hvað heimurinn og lífið getur verið skrítið og misjafnt hjá fólki,“ segir Haukur um það sem hann upplifði í Malaví. Mynd GunnAr GunnArSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.