Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 25
Erlent | 25Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun Þ rír virtir dómarar í Bretlandi hafa komist að þeirri nið- urstöðu á efra dómstigi að Mark Kennedy – njósnari lögreglunnar í London sem sigldi undir fölsku flaggi og þóttist vera náttúruverndar- og aðgerðas- inni að nafni Mark Stone – hafi af ásetningi framið fjölda lögbrota. Þá er niðurstaða dómaranna sú að njósnir hans hafi verið ólögleg- ar rétt eins og undirróðurstarfsemi hans þar sem hann mun hafa hvatt aðgerðasinna til þess að brjóta lög. Dómararnir sögðu Kennedy hafa tekið þátt í aðgerðum þar sem hann gekk miklu lengra en honum hafði verið heimilað. Þetta kemur fram í netútgáfu breska blaðsins Guardian. Eins og DV hefur greint ítarlega frá undanfarna mánuði starfaði Kennedy meðal annars undir fölsku nafni með umhverfisverndarhreyf- ingunni Saving Iceland og tók þátt í aðgerðum við Kárahnjúka á milli þess sem hann beitti sér í öðrum löndum Evrópu. Þrátt fyrir að lögregluyfirvöld í Þýskalandi og Írlandi hafi viður- kennt að þau hafi haft vitneskju um njósnastarfsemi Kennedys innan þarlendra náttúruverndarhreyfinga hafa íslensk lögregluyfirvöld hafnað því að hafa búið yfir slíkri vitneskju. Þessi nýlega niðurstaða bresku dóm- aranna rennir stoðum undir þær raddir sem hafa orðið sífellt hávær- ari í tengslum við mál hans. Líklegt er að Mark Kennedy hafi haft það að markmiði – eins og und- irróðursmenn almennt – að hafa áhrif á þróun mótmæla, og ýta und- ir óróa til þess að sverta málstaðinn. Fjöldi annarra lögreglumanna sinnti svipuðu starfi og Kennedy. Réttlát reiði Í úrskurði dómaranna, þar sem með- al annars voru færð rök fyrir sýknu- dómi tuttugu umhverfisverndar- og aðgerðasinna, kom fram að dómar- arnir sjálfir voru, líkt og breskur al- menningur, reiðir vegna undirróð- ursstarfsemi lögreglunnar. Dómararnir, þeirra á meðal sá sem sinnir æðstu stöðu innan breskra dómkerfisins, eins konar ígildi forseta hæstaréttar [Lord Chief Justice], sögðu að sakborningarn- ir hefðu verið beittir miklum órétti þegar saksóknarar tóku ekkert til- lit til mikilvægra sönnunargagna í tengslum við aðkomu Kennedys að málinu. Á þriðjudaginn var aðgerðasinn- unum gert ljóst að þeir hefðu verið sýknaðir af ásökunum um að hafa skipulagt og ætlað sér að brjótast inn í Ratcliffe-on-Soar orkuverið. Á mið- vikudag, þegar þeir færðu rök fyr- ir sýknudómnum, gagnrýndu þeir leynilögreglustarfsemi Kennedys harðlega, sem þeir sögðu hafa verið hluta af aðgerðum lögreglu sem við- gengist hafi til lengri tíma og beinst gegn róttækum og vinstrisinnuðum hópum. Undirróðursmaður Um Kennedy sögðu dómararnir með- al annars að hann hefði tekið þátt í aðgerðum þar sem hann hefði geng- ið miklu lengra en honum hafi verið heimilt. Í aðgerðunum hefði hann komið fram sem: „ákafur fylgismaður þess að orkuverið yrði tekið yfir,“ og færa mætti rök fyrir því að hann hefði verið undirróðursmaður.“ Vísbendingar þess efnis að leyni- lögreglumaður hafi framið lögbrot eru líklegar til þess að hafa skaðleg áhrif á Hugh Orde, tilvonandi eftir- mann Pauls Stephensson, núverandi lögreglustjóra lögreglunnar í London. Orde er yfirmaður deildarinnar sem þar til nýlega fór fyrir neti leyni- lögreglumanna sem njósnuðu um meðlimi róttækra stjórnmálahreyf- inga. Sá sem fór fyrir saksókninni í málinu gegn aðgerðasinnunum tutt- ugu liggur einnig undir ámæli fyr- ir að hafa legið á mikilvægum sönn- unargögnum er sneru að þátttöku Kennedys í Ratcliffe-málinu. Í úrskurði dómaranna sagði í laus- legri þýðingu: „Eitthvað fór verulega úrskeiðis í réttarhöldunum. Saksókn- ari sinnti ekki þeim skyldum sínum að upplýsa um allar hliðar málsins. Nið- urstaðan var sú að dæmt var í kjölfar réttarhalda þar sem þau grundvallar- atriði sem réttarkerfið stendur á voru hunsuð. Kviðdómurinn hafði enga vitneskju um þau sönnunargögn sem studdu málflutning sakborninganna, gögn sem voru í höndum saksóknara en aldrei lögð fram. Útkoman var sú að réttlætið varð undir.“ Rannsókn á því hvers vegna sönn- unargögn voru falin fyrir dómnum er leidd af Christopher Rose, fyrrver- andi dómara. Heimilt að njósna á Íslandi Eins og fram hefur komið hefur DV fjallað ítarlega um mál Kennedys á síðum blaðsins undanfarna mán- uði. Starf Kennedys hér á landi og möguleg undirróðursstarfsemi hans hefur vakið óhug margra og hefur innanríkisráðherra meðal annars sagt að það sé ótækt að lög- reglumenn komi sér leynilega fyrir í hópi pólitískra andófshópa og fylgist með starfi þeirra. Í nýlegri skýrslu ríkislögreglu- stjóra sem gerð var í kjölfar fyrir- spurnar innanríkisráðherra kemur meðal annars fram að lögregluyf- irvöldum sé ekki kleift, út frá þeim gögnum sem séu til staðar, að skera úr um hvort njósnarinn hafi verið hér á landi í samvinnu við eða með vitund íslensku lögreglunnar. Úr skýrslunni er varla hægt að lesa annað en að njósnar- inn breski hafi haft heimild til að njósna um mótmælendur hér á landi sökum þess samstarfs sem íslensk og bresk lögregluyfirvöld áttu í tengslum við mótmæli Sa- ving Iceland hér á landi. Líklegt er því að upplýsingar þær sem ís- lenska lögreglan fékk frá breskum yfirvöldum um mótmælendur við Kárahnjúka hafi sumar verið beint frá Kennedy komnar. Sagði skýrsluna froðu Þá segir í skýrslunni að lögreglu sé heimilt að notast við flugumenn við rannsókn sakamála. Ljóst er að Kennedy var ekki að störfum á Íslandi við slíka rannsókn, heldur til þess að safna gögnum um mót- mælendur sem héldu til í búðum umhverfisverndarsinna við Kára- hnjúkavirkjun, rétt eins og hann hafði gert í öðrum Evrópulöndum. Í skýrslunni er jafnframt lögð áhersla á þann trúnað sem þurfi að ríkja á milli innlendra og er- lendra lögregluyfirvalda til að við- halda góðu samstarfi. Þau gætu vart, ef þau vissu um starfsemi breska njósnarans, greint frá því án þess að rjúfa trúnað. Innanríkisráðherra hefur í sam- tali við DV sagt að breyta þurfi lög- um á þann veg að ekki sé hægt að senda njósnara í hópa pólitísks andófsfólks. Birgitta Jónsdóttir, þingkona Hreyfingarinnar, er ein þeirra sem barist hefur fyrir því á Alþingi að íslensk lögregluyfirvöld leysi frá skjóðunni. Þegar skýrsla ríkislög- reglustjóra kom út sagði hún ekk- ert nýtt í henni: „Það er ekkert í henni, þetta er bara einhver froða.“ Þá tók Birgitta fram að hún vildi fá afdráttarlaus svör frá íslenskum yfirvöldum rétt eins og frá ríkis- stjórnum Írlands og Þýskalands. Innanríkisráðherra undirbýr lagabreytingar vegna málsins. Á Íslandi Mark Kennedy tók þátt í aðgerðum á Kárahnjúkum árið 2006. Í skýrslu ríkislögreglu- stjóra um málið er tekið fram að trúnaður þurfi að ríkja á milli íslenskra og erlendra lögregluyfirvalda. Mynd Saving iceland „Réttlætið varð undir“ n virtir dómarar í Bretlandi segja Mark Kennedy hafa njósnað ólöglega um umhverfisverndarsinna n Telja rök falla að því að hann hafi verið undirróðursmaður Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „ Í úrskurði dómaranna, þar sem meðal annars voru færð rök fyrir sýknudómi tuttugu umhverfisverndar- og aðgerðasinna, kom fram að dómararnir sjálfir voru líkt og breskur almenningur reiðir vegna undirróðursstarfsemi lögreglunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.