Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 30
30 | Nærmynd 22.–24. júlí 2011 Helgarblað F jölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson var á dögun­ um dæmdur í héraðsdómi til sex mánaða fangelsis­ vistar vegna brota sem fela í sér ranga meðferð á virðis­ aukaskatti í tengslum við vegagerð og vatnsveitu. Hann var dæmdur til þess að greiða 15 milljónir króna í sekt ellegar sæta fangelsis­ vist í 128 daga. Dóm­ urinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Ingvi hefur áratugum saman verið einn eftirtektarverðasti fjölmiðlamað­ ur landsins en hann hefur verið frétta­ og sjónvarpsmaður í 45 ár. Hann hef­ ur lent í miklum átökum um ævina og ávallt sagt hug sinn hispurslaust, hvar sem hann hefur borið niður. Blaða­ maður, fréttastjóri, sjónvarpsþátta­ stjórnandi, útvarpsmaður, veiðimað­ ur, eiginmaður, faðir og bróðir. Það er ekki ofsögum sagt að Ingvi Hrafn Jóns­ son hafi átt litríka ævi. Drukknaði næstum í skurði „Hann var baldinn þá eins og í dag,“ segir bróðir hins 69 ára gamla Ingva Hrafns Jónssonar, fréttamaðurinn margreyndi, Óli Tynes. Margir halda að þeir tveir séu hálfbræður vegna eftirnafns Óla en staðreyndin er sú að Óli var nefndur Óli Tynes í höfuð­ ið á afa sínum, þetta er ekki eftirnafn hans. Óli er þremur árum yngri en Ingvi og reyndi að elta ákafan og upp­ átækjasaman bróður sinn hvert sem hann fór. „Hann var rosalega uppátækja­ samur og í raun stórhættulegur um­ hverfi sínu. Þegar við bjuggum eitt sinn á Guðrúnargötunni voru grafnir heilmiklir skurðir í túnin til að ræsa fram. Ingva tókst nú hér um bil að drukkna í einum þeirra. Það var fær­ eysk þjónustustúlka sem vann hjá okkur sem bjargaði honum. Það var auðvitað búið að harðbanna Ingva að leika sér þarna en það var til að gera vonlítið.“ Það má heyra á Óla að hann gæti talað um bróður sinn þar til kvöldaði og jafnvel lengur. Hann segir sögu af Ingva þegar hann var nærri því búinn að brenna niður hús þeirra. „Hann var í indíánaleik og var búinn að kveikja bál í þvottahús­ inu. Ég var þarna með honum og hann var búinn að lofa mér hrylli­ legum dauðdaga skyldi ég kjafta frá. Mér þótti þetta auðvitað engu minna spennandi en honum. Ég fór upp til mömmu og þar sem ég vildi ekki deyja sagði ég henni að Ingvi væri EKKI að kveikja bál í þvottahúsinu. Mamma fór rakleiðis niður og slökkti eldinn. Ég passaði mig á því að standa nærri henni næstu dagana á eftir á meðan hefndarhugurinn rann af bróður mínum.“ „Slakaðu helvítis tómatsósunni“ Ingvi ólst upp við Miklubrautina í Reykjavík ásamt þremur bræðrum og einni systur. Faðir þeirra var Jón Sig­ tryggsson læknir og tannlæknir og var hann prófessor og forstöðumað­ ur tannlæknadeildar Háskóla Íslands. Segir Óli fjölskylduna hafa búið vel í risastórri íbúð og haft nóg af öllu. „Við lifðum þarna í vellystingum og áttum góða og gjöfula æsku. Ingvi hefur ekki veigrað sér við því að blóta þegar hann er í stuði í Hrafna­ þinginu á ÍNN. „Honum var kennt í æsku eins og okkur öllum að blóta ekki. En Ingvi blótar eins og versti sjó­ hundur. Enda er hann sjóhundur og var á togurum í mörg ár. Eftir einn túr­ inn þegar hann var svona 17 eða 18 ára gamall kom hann heim og sátum við öll til borðs að snæða kvöldmat. Þá segir Ingvi við pabba: „Slakaðu helvítis tómatsósunni.“ Það varð dauðaþögn og héldu nú margir að prófessorinn pabbi myndi springa úr reiði. En í staðinn frussaði hann soðinni ýsu af hlátri. Eftir þetta gáfust menn upp á að reyna að siða hann til,“ segir Óli en á milli þeirra bræðra ríkir mikill kærleikur. „Ingvi kann að virðast hranalegur maður og ákafur. En hann er jafnframt hjartahlýr og góður drengur. Hann er líka góður bróðir og góður maður,“ segir Óli Tynes um bróður sinn. Rekinn af RÚV Undanfarin 45 ár hefur Ingvi Hrafn látið að sér kveða í fjölmiðlum. Það var í ársbyrjun 1966 sem hann fékk sitt fyrsta starf í fjölmiðlum er hann var ráðinn blaðamaður hjá Morgun­ blaðinu. Hann er í dag með fimm­ tánda lengsta starfsaldur meðlima Blaðamannafélags Íslands og einn sá allra reyndasti sem enn vinnur við fjölmiðlun. Ingvi var þingfréttaritari Morgunblaðsins en hann á að hafa verið öllu hæverskari í framkomu þegar hann vann fyrir aðra en þegar hann var sjálfur yfirmaður. Það kom svo að því að sjónvarpið kallaði og var Ingvi ráðinn þing­ fréttamaður ríkissjónvarpsins. Að­ eins fjórum árum síðar var hann gerður að fréttastjóra, en 1988 var hann þó rekinn þaðan með látum eftir að hafa í mars það ár gagnrýnt Sjónvarpið mikið, þá sérstaklega Ingimar Ingimarsson, framkvæmda­ stjóra Sjónvarpsins. Ingimar var með niðurskurðar­ hnífinn á lofti, meðal annars hjá fréttastofunni og það líkaði Ingva illa. Í viðtali við Nýtt líf kallaði Ingvi Ingimar illgresi og líkti honum við Lyga­Mörð í Njálu en um hann var sagt: „Hann var slægur maður í skap­ ferðum, en illgjarn í ráðum.“ Það var svo í lok apríl 1988 að Ingva var sagt upp störfum hjá RÚV en í viðtali við DV eftir brottrekstur­ inn sagði Markús Örn Antonsson, þáverandi útvarpsstjóri, að „röð at­ vika hefðu orsakað brottreksturinn“. Kennt að blóta ek i Ingvi Hrafn Jónsson hefur víða komið við á fjörutíu og fimm ára löngum ferli sínum í fjölmiðlun. Blaðamaður, fréttastjóri, sjónvarpsþáttastjórnandi, út- varpsmaður, listinn er langur. Hann hefur ávallt sagt skoð- anir sínar umbúðalaust og stundum fengið bágt fyrir. Ingvi er læknissonur og ólst upp við allsnægtir við Miklu- brautina. „Hann var baldinn þá eins og í dag,“ segir bróðir hans, Óli Tynes. Ingva er lýst sem vini vina sinna og höfðingja heim að sækja. Hann sé þó kjaftfor og ákafur. „Hann var rosalega uppátækjasamur og í raun stórhættulegur umhverfi sínu. Óli Tynes bróðir Ingva Hrafns
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.