Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 17
Fréttir | 17Helgarblað 22.–24. júlí 2011
„Barn hrunsins“
setja skorður með lögum í lýðræð-
islegum tilgangi, til dæmis vegna
persónuverndar eða öryggis ríkis-
ins. Upplýsingar skulu liggja fyrir um
ástæður lögbundinnar leyndar og þá
skulu ákvarðanir um leyndina skoð-
aðar reglulega af óháðum aðila.
Fleiri ákvæði eru um gegnsæi og
upplýsingaflæði. Eignarhald fjöl-
miðla skal vera gegnsætt og þá ber
ráðherrum að veita Alþingi og þing-
nefndum allar upplýsingar um sín
málefni og sérstaklega er kveðið
á um að ráðherrar veiti utanríkis-
málanefnd Alþingis upplýsingar um
utanríkis- og varnarmál. Loks ber
stjórnvöldum að upplýsa almenning
um ástand umhverfis og áhrif fram-
kvæmda á það.
Hitamál í mannréttindakafla
Umhverfismál eru áberandi í mann-
réttindakaflanum. Meðal annars á
öllum að vera tryggður réttur á fersku
vatni, ómenguðu andrúmslofti og
óspilltri náttúru. Þá skuli náttúru-
minjar, ósnortin víðerni, gróður og
jarðvegur njóta verndar.
Auðlindamál koma líka fyrir í
mannréttindakaflanum. Í 31. grein
stendur að auðlindir, sem ekki eru í
einkaeigu, séu sameiginleg og ævar-
andi eign þjóðarinnar. Skilgreiningar
á auðlindum fylgja í kjölfarið og ná
meðal annars til fiskistofna og virkj-
unarréttinda. Ætla má að þessi grein
verði mikið þrætuepli á þingi og í
þjóðfélaginu enda snertir það bæði
margra ára deilur um kvótakerfið og
réttindi erlendra fyrirtækja, til dæm-
is Magma Energy, til að virkja hér á
landi.
Breytingar eru einnig á ákvæð-
um um þjóðkirkjuna en þar fellur út
ákvæðið um að hin evangelíska lút-
erska kirkja skuli verða þjóðkirkja
og að ríkisvaldið skuli styðja hana
og vernda. Að vísu er nóg að fella
ákvæðið með lögum, samkvæmt
núverandi stjórnarskrá. Samkvæmt
drögunum skulu stjórnvöld vernda
öll skráð trúfélög og lífsskoðunar-
félög og mæta þannig kröfum um
jafnrétti á milli trúfélaga. Þjóðarat-
kvæðagreiðslu verður áfram þörf vilji
menn aðskilja ríki og kirkju.
Af öðrum ákvæðum mannrétt-
indakaflans má nefna sérákvæði
um rétt barna, frelsi vísinda, fræða
og lista, réttindi dýra og varðveislu
menningarverðmæta. Utan mann-
réttindakaflans eru svo ákvæði sem
heimila að láta alþjóðlega mannrétt-
indasamninga og umhverfissamn-
inga ganga framar almennum lög-
um.
Margar leiðir til að skjóta
málum til þjóðarinnar
Auknar kröfur um lýðræði hafa einn-
ig verið háværar eftir hrunið. Sam-
kvæmt drögunum getur forsetinn
ennþá vísað málum til þjóðarinn-
ar en núna getur einnig þriðjungur
þingmanna auk 15 prósenta þjóðar-
innar skotið málum í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Hins vegar er hafður fyrir-
vari við þjóðaratkvæðagreiðslurnar í
drögunum. Í 65. grein er kveðið á um
að mál sem lagt sé í þjóðaratkvæða-
greiðslu skuli varða almannahag og
þá mun ekki vera hægt að krefjast
þjóðaratkvæðagreiðslu um fjár- og
fjáraukalög, lög sem sett séu til að
framfylgja þjóðréttarskuldbinding-
um eða málum sem varða skatta eða
ríkisborgararétt. Í þessu samhengi
væri til dæmis hægt að velta því fyrir
sért hvort þetta ákvæði hefði komið
í veg fyrir að Icesave-samningarn-
ir hefðu verið lagðir fyrir þjóðina og
þeir orðið að lögum.
Sigurður gagnrýnir það hve mik-
il áhersla sé lögð á að skjóta málum
til þjóðarinnar. Hann hefur áhyggjur
af því að kjörsókn verði minni með
auknum þjóðaratkvæðagreiðslum
og vísar til Sviss í því samhengi. Eins
og landmönnum er í fersku minni
var kjörsókn lítil í kosningunum til
stjórnlagaþings sem seinna voru úr-
skurðaðar ógildar af Hæstarétti.
Þjóðin geti lagt fram frumvarp
Þjóðin mun ekki einungis fá aukin
tækifæri til að kjósa um ýmis mál
sem afgreidd eru á þingi heldur á
þjóðin nú kost á því að leggja fram
frumvarp. Til þess þurfa 15 prósent
þjóðarinnar að skrifa undir það svo
það verði lagt fyrir þingið. Náist það
fer frumvarpið fyrir þingnefnd áður
en það verður lagt fram á Alþingi. Þá
er kveðið á um að að minnsta kosti
tvær umræður þurfi að eiga sér stað
áður en lagafrumvarp sé samþykkt. Í
dag fer frumvarp í gegnum þrjár um-
ræður.
Þegar frumvarpið er afgreitt á
Alþingi þarf forsetinn svo að skrifa
undir það eins og áður til að lögin
öðlist gildi. Hann getur einnig vís-
að því til þjóðarinnar en það mun
einnig þriðjungur þingmanna geta
gert sem og 15 prósent þjóðarinnar.
Þannig geta í raun sömu 15 prósent-
in lagt fram frumvarp og vísað því
svo til þjóðaratkvæðagreiðslu og má
því segja að frumvarpið gæti endað
þar sem það byrjaði.
Fyrir önnur þingmál þurfa hins
vegar einungis tvö prósent lands-
manna að skrifa undir svo Alþingi
taki þau til meðferðar. Að öðru leyti
fara önnur þingmál í gegnum sama
ferli nema tillögur um þingrof og
vantraust skulu ræddar og afgreidd-
ar við eina umræðu.
Séð til þess að lög samrýmist
stjórnarskrá
Á meðan frumvarpið er til meðferð-
ar á Alþingi getur fimmtungur þing-
manna eða þingnefnd vísað því til
Lögréttu. Lögrétta er kosinn af al-
þingismönnum til fimm ára í senn og
hefur það hlutverk að athuga hvort
frumvarpið samrýmist stjórnarskrá.
Hingað til hafa ekki verið í stjórnar-
skrá nein ákvæði um það hlutverk
að tryggja að landslög samrýmist
stjórnarskránni. Dómstólum er falið
vald til að skera úr um hvort ákveðin
lög samrýmist stjórnarskránni og þá
getur þriðjungur þingmanna, þing-
nefnd, eða forseti Íslands vísað því
til Hæstaréttar að dæma hvort lög,
stjórnarathafnir eða athafnaleysi
stjórnvalda samrýmist stjórnarskrá.
Enn langur vegur að nýrri
stjórnarskrá
Um það bil 3.200 athugasemdir hafa
verið gerðar við drögin og má ætla að
þó nokkrar breytingar verði á þeim.
Föstudaginn 29. júlí verður endan-
legt frumvarp afhent. Frumvarpið
getur tekið breytingum þegar það er
til meðferðar í þinginu og litið tals-
vert öðruvísi út þegar endanleg at-
kvæðagreiðsla fer fram á þingi. Hljóti
frumvarpið samþykki skal rjúfa þing
og boða til alþingiskosninga. Ef nýtt
þing samþykkir frumvarpið mun ný
stjórnarskrá líta dagsins ljós.
n Stjórnlagaráð kynnir drög að stjórnarskrá n Gegnsæi og þjóðaratkvæðagreiðslur áberandi n Endanlegt frumvarp afhent eftir viku„Það þarf stjórn-
festu og siðgæði
en ekki að hafa bókstaf-
inn endalausan.
Sigurður Líndal Er á móti því að breyta
stjórnarskrá með þeim hætti sem nú er gert.
Völd forseta aukast lítillega
Margir hafa beðið spenntir eftir að
sjá hvaða hlutverk forsetinn fengi
í nýrri stjórnarskrá. Valdsvið hans
hefur aukist lítillega en þó deilir
hann flestum sínum völdum með
öðrum. Hann mun hafa vald til að
kalla þing saman óski þriðjungur
þingmanna þess og þá getur hann
vísað málum til Lögréttu. Valdsvið
forseta er nokkuð skýrt í drög-
unum en í núverandi stjórnarskrá
stendur að ríkisstjórn framkvæmi
vald hans. Þá deildu menn um
raunverulegan málskotsrétt for-
seta þegar Ólafur Ragnar Gríms-
son nýtti þann rétt árið 2004 þegar
hann skrifaði ekki undir umdeild
fjölmiðlalög. Síðan þá hefur hann
tvisvar beitt réttinum og tekið af
allan vafa.
Framkvæmd forsetakosninga
breytist töluvert. Samkvæmt nú-
gildandi lögum nær sá frambjóð-
andi kjöri sem fær flest atkvæði
og þarf ekki endilega meiri-
hluta þjóðarinnar til. Samkvæmt
drögunum skulu kjósendur hins
vegar raða frambjóðendum í for-
gangsröð og sá sem best uppfylli
forgangsröðunina verði rétt kjör-
inn forseti.
Loks má nefna að forseta
verður óheimilt að taka að sér
önnur störf, líka ólaunuð störf í
þágu einkafyrirtækja og opin-
berra stofnana.
Má velja frambjóðendur fleiri
en eins flokks
Í Alþingiskosningum verður kjós-
endum gert kleift að velja fram-
bjóðendur af kjördæmalista og/
eða landslista samtaka. Þá er
gefin heimild til að setja lög þar
sem kjósendur geta valið fram-
bjóðendur af listum fleiri en einna
samtaka.
Litlar breytingar eru á kjör-
dæmum en kjördæmaskipan er
það sem hvað mest hefur breyst
í stjórnarskránni. Heimilt er að
skipta landinu í allt að átta kjör-
dæmi en þó segir að atkvæði kjós-
enda alls staðar á landinu vegi
jafnt. Slíkt gæti reynst erfitt í fram-
kvæmd sé landinu skipt í fleira en
eitt kjördæmi.
Þriðjungur þingmanna
Nokkur ákvæði kveða á um völd
þriðjungs þingmanna. Þessi
þriðjungur getur skotið málum
til þjóðarinnar, kallað eftir úr-
skurði Hæstaréttar um hvort lög
standist stjórnarskrá, og þá getur
fimmtungur þingmanna vísað
málum til Lögréttu. Stjórnarand-
staðan, bæði núverandi stjórnar-
andstæðingar og fyrrverandi, hafa
oft gagnrýnt að þingmál séu keyrð
í gegn í krafti meirihlutans og þá
þykir mörgum löggjafarvaldið
of veikt gagnvart framkvæmda-
valdinu. Verði þessar breytingar
að veruleika er ljóst að erfiðara
verður að keyra mál í gegn í krafti
meirihluta nema þá ríkisstjórn-
in hafi á bak við sig að minnsta
kosti 43 þingmenn. Ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
hafði einmitt þann fjölda þing-
manna á bak við sig.
Ráðherrar víki af þingi
Ráðherrum verður gert að víkja
af þingi og kalla inn varamenn. Í
raun eru þetta mjög litlar breyt-
ingar sem fela í sér að ráðherrar
munu ekki geta greitt atkvæði á
þingi. Nokkur fordæmi eru nú
þegar fyrir utanþingsráðherrum.
Síðustu ráðherrar sem ekki sátu
á þingi eru Ragna Árnadóttir og
Gylfi Magnússon. Þá mun valdatíð
ráðherra takmarkast við átta ár.
Óháð stjórnmálatengslum
Bætt hefur verið við grein stjórn-
arskrárinnar þar sem kemur fram
að allir skulu vera jafnir gagnvart
lögum óháð ýmsum atriðum á
borð við kynferði, kynþátt, trúar-
brögð og svo framvegis. Við þetta
hafa bæst atriði á borð við kyn-
hneigð en áfangasigur vannst
nýlega þar sem samkynhneigðum
var leyft að ganga í hjónaband
samkvæmt lögum. Þá má nefna að
allir skulu jafnir vera óháð stjórn-
málatengslum.
„Fyrir dómi“ fellur út
Núverandi ákvæði um tjáningar-
frelsi felur í sér að hver maður sé
ábyrgur fyrir ummælum sínum
fyrir dómi. Í drögunum stendur
að hver og einn sé ábyrgur fyrir
framsetningu skoðana sinna. Það
er því áhugavert að velta fyrir sér
hvaða áhrif það hefur á meið-
yrðamál sem rekin eru fyrir dóm-
stólum.
Breytingar á
stjórnarskrárbreytingum
Verði drögin að stjórnarskrá sam-
þykkt mun það verða í síðasta
sinn sem tvö mismunandi þing
samþykkja stjórnarskrárbreyt-
ingar. Framvegis verða þær lagðar
fyrir þjóðina nema fimm af hverj-
um sex þingmönnum samþykki
hana, þá er hægt að fella niður
þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Í hnotskurn