Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 27
A lltaf þegar minnst er opinber­ lega á „málefni Ríkisútvarps­ ins ohf“ langar mig að skera mig á púls með bitlausum eld­ húshníf. Þetta er yfirnáttúrulega þreyt­ andi umræðuefni. Það hefur aldrei ver­ ið neitt að þessari stofnun finnst mér, stútfull af hæfileikafólki, alveg stór­ skemmtilegur vinnustaður. En stjórnunin á þessu fyrirtæki hefur alltaf verið og er hrein hörm­ ung. Orðið metnaður er bara ekki til í orðabók hússins. Þetta er eins og hér­ aðsmót í frjálsum íþróttum þar sem hástökksráin er skrúfuð föst í einum metra og keppendur verðlaunaðir fyrir að klára fjögur hundruð metra hlaupið innan vinnudagsins. Gull í niðurskurði Það var talað um breytta tíma þegar Ríkisútvarpinu var snúið í ohf. Loks­ ins komin stjórn sem myndi hætta að borða vínarbrauð á útvarpsráðsfund­ um á föstudögum og álykta út í bláinn um dagskrána. Nú væri komin stjórn sem raunverulega réði einhverju um rekstur Ríkisútvarpsins ohf, réði út­ varpsstjóra og mótaði einhverja stefnu. En því miður. Það er löngu ljóst að það er ekkert að gerast í stjórn Ríkisútvarps­ ins ohf, frekar en í gömlu ríkisútvarps­ ráðunum. Ríkisútvarpið ohf stendur fyrir alls­ konar dagskrá takk, fréttir og dægur­ efni, dauðaskammtur af Júróvisíón, en stefnan er engin. Sumardagskrá sjón­ varpsins byrjar um miðjan júlí, er fyr­ irtækið kannski á öðru tímabelti en Ís­ land? Það næsta sem ég hef komist því að heyra um stefnu Ríkisútvarpsins ohf var þegar útvarpsstjóri sagði á starfs­ mannafundi sem efnt var til vegna nið­ urskurðar fyrir nokkrum árum: ,,Við erum að gera mjög góða hluti í áhorfs­ könnunum...“ En það er bara einn mælikvarði á árangur. Hvað með gæð­ in? Niðurskurður er reyndar alveg sér­ grein Ríkisútvarpsins ohf. Ef þetta væri keppnisgrein á smáþjóðaleikunum værum við með gull á öllum mótum. Að gera sem minnst, það er takmarkið. Í fyrstu skáldsögu Péturs Gunnarsson­ ar var talað um pilsnerinn sem seldur var á Melavellinum: „Þetta piss sem ríkið passar að verði aldrei áfengt.“ Það smellpassar alveg. Stofnun bundin við bryggju Það er alveg ótrúlegt hvað núverandi stjórn Ríkisútvarpsins ohf sættir sig við lítið. Opnunartónleikum Hörpu var ekki sjónvarpað af því tónlistar­ stjóri hússins „vildi ekki senda þetta út í sjónvarpinu“. Þetta er sennilega stærsti menningarviðburður á Ís­ landi síðan Laxness fékk Nóbelinn. Eða hvar finna stjórnendur Ríkisút­ varpsins allar þessar afsakanir? Við minnstu gagnrýni er allt öðrum að kenna; samkeppnisaðilum, ríkis­ stjórninni, veðurstofunni… Mér kemur í hug togarinn Omnya sem lá bundinn við bryggju við Akur­ eyrarhöfn árum saman vegna skulda og búið að fylla brúna af pottaplöntum. Heimilislegt, en var skipið ekki betur komið úti á sjó við veiðar? Og skulda­ vandi Ríkisútvarpsins ohf virðist vera endalaust Daglegt mál sem ekki er hægt að afgreiða með öllum tekjunum. Það er alveg ískyggilegt að lesa upp­ úr fundargerðinni þegar stofnunin ger­ ir upp árið 2010 á aðalfundi: „...Þetta ár einkenndist af baráttu við að láta end­ urtekningar skerðingar stjórnvalda á tekjum Ruv hafa sem minnst neikvæð áhrif á dagskrárframboðið. Þótt niður­ skurðurinn hafi auðvitað bitnað á dag­ skránni sem boðin er sýndu viðhorfs­ kannanir og niðurstöður hlustunar og áhorfsmælinga að hinir hefðbundnu miðlar félagsins Rás1, Rás2 og Sjón­ varpið héldu sínum hlut og gott bet­ ur....“ Gott betur en hvað? Textavarpið? Sjálfsvorkunnina í segulbandasafnið Málið snýst um að það er hægt að verja þeim peningum sem Ríkisútvarpið ohf fær frá íslensku þjóðinni miklu betur. Endurskipuleggja alla dagskrárgerð­ ina innanhúss og bjóða út þáttagerð á almennum markaði. Hugsa stærra, fagna hugmyndum og það sem meira er, framkvæma eitthvað af þeim. Fyrsta orðið sem ég heyrði þegar ég kom til starfa á Rás 1, trúlega sum­ arið 1982, var niðurskurður. Það sem ég man helst eftir sem fastráðinn starfs­ maður og lausamaður til margra ára er þetta eina orð. Og svo setningin: „Það væri gaman að gera þetta, en því miður, við erum að skera niður.“ Er þetta hægt? Nei, þetta er ekki hægt lengur. Þetta sagði ég við mennta­ málaráðherra á fundi sem ég pantaði í mars. Í framhaldinu talaði ég við alla í stjórn Ríkisútvarpsins ohf og allt er þetta ágætis fólk, ekki vantar það. Ég sendi þeim í kjölfarið hugmynd, drög að innkaupastefnu fyrir sjónvarpið næsta vetur. Tíu fjölbreyttir þættir sem boðn­ ir væru út til framleiðslu og væru hrein viðbót við dagskrána sem fyrir er. Svan­ hildur Kaaber, formaður stjórnar, svar­ aði kurteislega, þakkaði áhugann en vísaði að öðru leyti til dagskrárstjórans. Það orð er nefnilega bara til í ein­ tölu á Ríkisútvarpinu ohf. Það er dag­ skrárstjórinn sem sótti ekki um starf dagskrárstjóra Sjónvarps. Er samt dag­ skrárstjórinn, ásamt því að annast dag­ krárstjórn á báðum útvarpsrásunum og sjálfsagt langbylgjunni um helgar. Ég sendi reyndar umræddum dag­ skrárstjóra í eintölu hugmynd að þætti í september er leið. Hef ekki fengið svar, frekar en svo margir aðrir í þessu fagi árum saman, ekki einu sinni sjálfvirkt svar eins og stundum er gert þegar fólk er lengi í fríi: „Kem aftur þegar sumar­ dagskráin byrjar um miðjan júlí 2011.“ Niðurníðsla er nákvæmt orð yfir „málefni Ríkisútvarpsins ohf.“ Alvar Aalto sagði um bókasafnsbyggingu sem hann teiknaði í borginni Vyborg í Sovétríkjunum sálugu: „The library still exists but it has lost its architect­ ure.“ Erfitt að þýða nákvæmlega en það sama á við Ríkisútvarpið ohf. Nú þarf að henda hléstefinu, setja sjálfsvor­ kunnina í segulbandasafnið og breyta um afstöðu. Það er fullt af fólki sem hefur raun­ verulegan áhuga á þessu félagi, sem getur sest í stjórn og mótað nýja af­ stöðu í rekstrinum. Slík stefnumörkun tekur eitt langt hádegi. Það væri líka spennandi ef fjármálaráðherrann tæki hlutverk sitt sem fulltrúi eigenda alvar­ lega, gæti jafnvel gert eitthvað í málinu. Það má vel vera að Alþingi geti lagað lögin um Ríkisútvarpið ohf eitthvað til með haustinu en það nennir enginn þessu pólitíska rugli lengur. Markmið hlýtur að vera að gera Ríkisútvarpið ohf að vegagerð fjölmiðlunar, farvegi fyr­ ir allskonar spennandi og forvitnilegt efni. Kostirnir eru þessir: Annaðhvort stjórnar stjórn Ríkisútvarpsins ohf þessu félagi í umboði eigenda sinna, tekur ábyrgð á stefnu þess, leggur meg­ inlínur og hefur þjónustuhlutverk sitt í huga, eða hættir. Og þá er ég ekki að tala um að hætta með haustinu eða þegar árið er liðið, heldur núna strax. Og takiði málverkin á fimmtu hæðinni með ykkur. Umræða | 27Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Bindur þú vonir við störf Stjórnlagaráðs? „Já, ég geri það. Ég nenni samt ekki að kjósa um það.“ Úlfhildur Dagsdóttir, 42 ára bókaverja. „Ég bind vonir við það, en rifrildið um kirkjuna veldur mér áhyggjum.“ Sunna Björk Þórarinsdóttir, 38 ára bókaverja. „Jú jú, en maður veit nú ekki alveg hvernig það fer samt.“ Viðar Örn Tulinius, 31 árs forritari. „Ég vona nú að það geri eitthvað gott.“ Marvin Smedlund, 24 ára nemi. „Ég geri það já, en eins og staðan er núna þá gerist ekkert.“ Unnur Helga Möller, 26 ára nemi. Myndin Vængjasláttur Lokahátíð listahópa Hins hússins var haldin á miðvikudaginn. Hér sést atriði sem Götuleikhúsið sýndi í tilefni hátíðarinnar. MynD: HÖrðUr SVeinSSon Maður dagsins Skiptir ótrú- lega miklu máli Stefán Ingi Stefánsson UNICEF hefur safnað í kringum 13 milljónum króna til að aðstoða bágstadda í Austur- Afríku en þar ríkir mikil hungursneyð eftir uppskerubrest. Stefán Ingi Stefánsson, fram- kvæmdastjóri UNICEF, segir hverja krónu skila mjög miklu í baráttunni gegn vannæringu. Hver er maðurinn? „Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF.“ Hvað drífur þig áfram? „Innblástur sem ég fæ héðan og þaðan. Löngunin til að gera vel.“ Hvað hefur mikið safnast á undan- förnum dögum? „Það hafa safnast um 13 milljónir króna.“ Frá hverjum koma þeir styrkir aðal- lega? „Langstærsti hlutinn kemur frá einstak- lingum, frá almenningi og ekki síst heimsfor- eldrum sem einnig styrkja UNICEF reglulega.“ Skipta þessir fjármunir sköpum á þeim svæðum þar sem hungursneyð ríkir? „Já, þeir skipta ótrúlega miklu máli. Það er ekki mikið sem þarf til að bjarga lífi barna í þessum aðstæðum. Lítill hlutur eins og nær- ingarbætt jarðhnetumauk getur gjörbreytt líðan þeirra. Einn skammtur af því kostar bara nokkrar krónur.“ Hvernig myndir þú lýsa ástandinu í Austur-Afríku um þessar mundir? „Þetta eru erfiðustu þurrkar sem hafa orðið á svæðinu í rúma hálfa öld. Á miðvikudaginn lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir hungursneyð á stórum svæðum í Sómalíu. Þarna hefur svo verið mikil fátækt lengi. Neyðin bitnar fyrst og fremst á börnum sem eru hreinlega að deyja úr vannæringu og eru einnig berskjölduð gegn sjúkdómum og öðrum vám. Þetta er skelfilegt.“ Hvert leitar fólk sem vill styrkja mál- efnið? „Við erum með söfnunarsíma 908-1000, 908- 3000 og 908-5000. Einnig getur fólk farið inn á unicef.is. Við erum mjög þakklát fyrir allan stuðning.“ Hversu margir landsmenn styrkja UniCeF reglulega? „Það eru 17.000 sem styrkja UNICEF reglulega. Íslendingum eru málefni barna og velferð þeirra mjög hugfólgin.“ ert þú heimsforeldri? „Já, ég er það svo sannarlega.“ Dagskrárlok! Stjórn RÚV ehf. Dómstóll götunnar Kjallari Þorsteinn J. Vilhjálmsson fjölmiðlamaður„Það er fullt af fólki sem hefur raunveru- legan áhuga á þessu félagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.