Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 37
Skrýtið | 37Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Á rið 1987 tilkynntu stjórnvöld í Hong Kong að til stæði að jafna ein- hverja furðulegustu borg veraldar við jörðu. Útlagasamfélag sem staðið hafði um áratugaskeið við útjaðar Hong Kong og þrifist í einhvers konar sjálfstæðri lögleysu frírík- is. Þegar stjórnvöld kynntu þessi áform sín bjuggu um 33 þús- und manns í einu mesta þéttbýli sögunnar, á rúmlega 26 þúsund fermetrum, í Veggjaborginni Kowloon. Borgin var upphaflega reist sem kínverskt hervirki Song- keisaraættarinnar (960–1279) en nokkrum öldum síðar, í síðari heimsstyrjöldinni, hóf að rísa þar byggð hústöku- fólks sem fjölgaði mjög á þeim tíma. Háir veggir virkisins, sem hafði fjóra innganga, um- kringdu borgina og þar fyrir innan, og síðar í staðinn fyrir þá virkisveggi, risu byggingar sem mynduðu gríðarlega þétt- an byggðarkjarna. Þar bjuggu íbúar í þrengslum og myrkri þar sem lítið sem ekkert dags- ljós slapp inn á milli hárra og þéttra bygginganna á hinu tak- markaða landsvæði. Íbúar leit- uðu birtu á húsþökum sem urðu einnig samkomustaðir. Nær allar 350 byggingar borg- arinnar voru rúmlega tíu hæð- ir en þó aldrei hærri en fjórtán hæðir vegna Kai Tak-flugvallar- ins í nágrenninu. Ótrúlegt þéttbýli Erfitt er að tala um að götur hafi verið að finna í borginni. Nær er að tala um húsasund sem oft voru ekki breiðari en 1–2 metr- ar. Íbúar komu sér þó bygginga á milli með stigum og tengi- brúm sem tengdu saman þök og efri hluta bygginganna. Svo umfangsmikið var þetta hálofta- samgöngukerfi að hægt var að ferðast þvert yfir borgina, frá norðri til suðurs, án þess að stíga fæti á jörðina. Eins og gefur að skilja bjuggu allir þessir 33 þúsund við krapp- an kost. Um 60 prósent íbúð- anna í Veggjaborginni voru að- eins 23 fermetrar að stærð og var um að ræða einn allra þétt- býlasta byggðarkjarna veraldar. Um áratugaskeið frá sjötta til áttunda áratugar síðustu aldar var borgin á valdi hópa glæpa- samtaka. Vændi, fjárhættuspil og fíkniefnaneysla var umfangs- mikil í borginni enda var hún á þeim tíma svo til utan allra laga og lögsögu bæði Breta og Kín- verja. Yfirráðum glæpahópa lauk ekki fyrr en um 1974 eftir að 2.500 höfðu verið handteknir og 2 tonn af fíkniefnum haldlögð í ótal rassíum lögreglu. Með að- stoð nýrrar kynslóðar innan borgarinnar sem þráði betri tíð tókst að koma verulegum bönd- um á glæpastarfsemi í borginni. Árið 1983 var því lýst yfir að glæ- patíðnin væri loks innan ásætt- anlegra marka. Þrátt fyrir að vera gróðrarstía fyrir glæpastarfsemi þá voru flestir íbúa Kowloon friðsamir einstaklingar sem lifðu sínu lífi, ráku sín fyrirtæki og gerðu það af samheldni eins og stór frírík- isfjölskylda. Stjórnvöld fengu nóg Á níunda áratug síðustu ald- ar var borgin þó orðinn þyrnir í augum breskra og kínverskra stjórnvalda. Lífsgæði í Kowloon – sérstaklega skortur á hrein- læti – þóttu ekki boðleg í sam- anburði við Hong Kong. Árið 1984 hófu menn undirbúning að endalokum borgarinnar. Í janúar 1987 var það formlega tilkynnt að hin dimma útlaga- borg yrði jöfnuð við jörðu. Í tengslum við rýmingaráætl- un stjórnvalda þurfti að greiða 33 þúsund íbúum Veggjaborg- arinnar samtals 2,7 milljarða Hong Kong-dala í bætur næstu árin í kjölfarið. Ófáir sættu sig ekki við bæturnar og voru born- ir út með valdi á árunum 1991– 1992. Í apríl 1994 var Veggja- borgin Kowloon horfin og vinna hafin við að reisa þar almenn- ingsgarð sem er þar enn þann dag í dag. Einstaka minnisvarð- ar standa þó enn í og við garðinn til að þessi ótrúlega en furðulega borg myrkurs og veggja falli ekki í gleymsku. mikael@dv.is Hin týnda borg myrkurs og veggja n 33 þúsund manns bjuggu á 26 þúsund fermetrum n Vændi, fjárhættuspil og fíkniefnaneysla voru áberandi n Útlagaborgin var jöfnuð við jörðu árið 1994 Veggjaborgin Kowloon Borgin stóð um áratugaskeið við útjaðar Hong Kong. Þegar ákveðið var að rífa hana bjuggu þar 33 þúsund manns á lygilega litlu svæði. Ekkert skipulag Meirihluti íbúð- anna var aðeins um 23 fermetrar að stærð. Virki Kowloon var áður hervirki en varð síðan virki bygginga sem troðið var á lítinn reit. Í dag Veggjaborgin varð að víkja fyrir almenn- ingsgarði í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.