Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 23
Fréttir | 23Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Tryggvi Rúnar hélt fram sakleysi sínu alla tíð: „Hann drap engan“ T ryggvi Rúnar Leifsson var dæmdur í undirrétti í sext- án ára fangelsi fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokall- aða. Tryggvi Rúnar á lést á líknar- deild Land- spítalans 1. maí árið 2009 eftir baráttu við krabbamein í vélinda. Tryggvi Rúnar hélt fram sakleysi sínu til hinsta dags og átti erfitt með að skilja hvern- ig þjóðfélaginu tókst að smíða sannleikann um sekt sexmenn- inganna. Tryggvi var 58 ára gamall þegar hann lést. Dómur Tryggva var styttur nið- ur í þrettán ár í Hæstarétti árið 1980. Talið var sannað að Tryggvi Rúnar hefði átt aðild að því að svipta Guðmund Einarsson lífi auk annarra brota. Tryggvi var á sjó þegar Geirfinnur hvarf og hafði því fjarvistarsönnun varðandi hvarf hans. Eftirlifandi eiginkona Tryggva er Sigríður Sjöfn Sigurðardóttir. Hún og Tryggvi Rúnar hittust fyrst árið 1968, þá afar ung að árum. Þau gengu í hjónaband árið 1979. Dótt- ir þeirra, Kristín Anna, var þá 4 ára. Tryggvi átti þrjú barnabörn. Dóttir hans og Sigríðar á einn strák sem er nefndur Tryggvi Rúnar og svo á dóttir Sigríðar frá fyrri tíð tvö börn. „Tryggvi beið alltaf eftir því að þau næðu þroska til að skilja hvað komið hafði fyrir hann í líf- inu. Hann var ekki beinlínis reiður eða fullur beiskju vegna dómsins í Guðmundar- og Geirfinnsmál- inu. En hann sagðist stundum ekk- ert skilja í því hvers vegna enginn hefði gert neitt og látið málið fara eins og það fór. Hann sagði stundum, einnig undir það síðasta, að hann ósk- aði þess að þjóðin fengi að vita allt um málið. Að hann hefði verið dæmdur saklaus. Það sem gerðist til dæmis í Síðumúlafangelsinu var einfaldlega hræðilegt. Sú meðferð sem Tryggvi og aðrir grunaðir sættu á þeim tíma hefði aldrei viðgengist í siðmennt- uðu þjóðfélagi,“ sagði Sigríður í viðtali við DV í fyrra. „Það sem ég vil draga fram í þessu sambandi eru pyntingarnar sem hann og hinir sakborning- arnir sættu í gæsluvarðhaldinu. Ég nota orðið pyntingar því þau sættu miklu harðræði í Síðumúla- fangelsinu mánuðum saman. Það var ekki eins og þetta væru neinir bógar þegar þau voru handtekin, flest um eða innan við tvítugt og í óreglu og jafnvel fíkniefnum. Þetta voru hræðilegar pyntingar. Hann fékk ekki að tala við mig, hann fékk ekki að tala við neinn, hann fékk ekki að fara á klósettið, ljósið var ekki slökkt hjá honum dögum saman, þau fengu lyf sem setti þau úr lagi. Dæmi voru um að límband væri sett fyrir munn þeirra og þau voru í einangrun, ekki bara í mánuði heldur ár,“ sagði Sigríður en hún lýsti Tryggva sem ljúfmenni sem hefði ekki drepið neinn mann. „Allir sem hittu Tryggva Rúnar á lífsleiðinni, væru sammála um að hann hafi verið algert ljúfmenni og mjög góður maður. En hann umturnaðist með víni, djammaði hraustlega í slíku ástandi og hélt sig úti á jaðri samfélagsins þegar svo bar undir. Við drögum ekkert fjöð- ur yfir það. Þannig var það meðan hann drakk. En hann drap engan,“ sagði Sigríður. Erla Bolladóttir segir málið vera uppvakning sem þurfi að kveða niður: „Nú þarf að klára þetta mál“ „Nú verður ekki aftur snúið,“ segir Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. „Nú þarf að klára þetta mál. Þetta mál er eins og lík sem rís alltaf aft- ur upp úr gröfinni. Nú þarf bara að leggja það til hinstu hvílu,“ segir Erla sem vill að stjórnvöld skipi óháða rannsóknarnefnd til þess að fara yfir málið. Alvarleg staða „Ég get ekki skilið að nokkur embætt- ismaður eða pólitíkus sé til í að setja nafn sitt við þetta mál í sögu dóms- málanna eins og það er núna. Ég held að hver sem boðar þetta hljóti að komast að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að skilja þetta eftir svona. Ástæða þess er að það er erfitt fyrir hugsandi fólk að treysta stjórn- völdum í landi þar sem þetta er orðið svona ljóst fyrir öllum en samt ekkert aðhald. Það er alvarleg staða í vest- rænu samfélagi að það sé verið að naga stoðir traustsins á kerfinu. Ég er ekki einu sinni að tala um öll þau tár og allt það blóð sem hefur runnið sem bein afleiðing af þessu máli og öll þau líf sem hafa verið sköðuð eða jafnvel tekin,“ segir Erla. Dæmdur glæpamaður Erla segir málið vera hluta af sínu lífi í þessu samfélagi, jafnvel utan þess. „Þetta mál tekur alltaf sitt pláss. Það má líkja þessu við einhvern farþega sem maður er með í lífi sínu sem er misjafnlega plássfrekur. Alltaf þegar þetta mál kemur upp í fjöl- miðlaumræðunni þá kemst mikið rót á líf mitt. Þá fer fólk að hringja í mig, og fjölmiðlar jafnvel, og alls konar hlutir losna úr læðingi og fara í gang og ég þarf að glíma við,“ segir Erla sem segir málið valda ákveðnu tilfinningaróti hjá sér þegar það er rifjað upp. „Á meðan við erum sek í þessu máli gagnvart dómstólum, þá er ég alltaf dæmdur glæpamaður. Stað- an er svo skökk. Ég enda alltaf í ein- hverri brekku og ég þarf að fara að losna þaðan. Þetta hefur alltaf svo mikla erfiðleika í för með sér og mjög misjafna. Fæstir hafa treyst sér til að ráða mig í vinnu. Ég hef jafnvel verið svipt réttindum sem ég átti að hafa,“ segir Erla sem finnur þó fyrir breytingu á viðhorfi fólks til sín í dag. Þakkar hún það helst baráttu Sæv- ars Ciesielski ásamt heimildamynd blaðamannsins Sigursteins Másson- ar, Aðför að lögum, sem var sýnd árið 1996. „Það er stærsta breytingin sem ég hef fundið. Fram að því þá þekkti ég ekki neinn sem trúði þessu alls ekki. En allt í einu voru orðnir ofsalega margir sem trúðu því að við hefðum ekki gert þetta,“ segir Erlar sem unir hag sínum vel í dag. Hún starfar á vett- vangi fjölmenningar í dag. „Ég er í vinnu sem mér líkar vel og á yndisleg börn og barnabörn.“ Gegn náttúrulögmálum Hún segir sig hafa borið gæfu til að rífa sig upp úr líferni sem hún virtist vera dæmd til að vera í. „Það er eitt- hvað mér æðra sem kom þar til skjal- anna án þess að ég geti útskýrt það mikið. Samt sem áður lifi ég með mína drauga. Ég veit ekki hverju það sætir að ég stend ennþá uppi en mér er það ljóst að samkvæmt öllum náttúrulög- málum þá ætti ég ekki að gera það.“ 2 fréttir 6. desember 2 010 mánuda gur mánudagu r 6. desember 2 010 fréttir 3 Tryggvi Rúnar Leifsson lést á líkn- ardeild Lands pítalans 1. ma í í fyrra 58 ára að aldr i. Í desember 1977 var Tryggvi Rúnar Leifsson í un dirrétti dæmdur í 16 á ra fangelsi í svo kölluðu Geirfinns- og G uðmundarmál i. Báð- ir höfðu Geirf innur og Guð mundur horfið með óú tskýrðum hætt i og enn þann dag í da g hefur hvorki tangur né tetur fund ist af þeim. D ómstól- ar töldu sanna ð að þeir hefð u verið myrtir. Tryggvi Rúnar var einn sex ung- menna sem ha ndtekin voru e ftir um- fangsmikla lei t og rannsókn á hvarfi Geirfinns í nó vember 1974. Tryggvi Rúnar er nú a llur; krabbame in í vé- linda dró hann til dauða þann 1. maí í fyrra eftir lang vinn og erfið v eikindi. Hann hélt fram sakleysi sínu ti l hinsta dags og átti erfi tt með að skilja hvernig þjóðfélaginu tó kst að smíða sa nnleik- ann um sekt s exmenningann a. Líkin fundust aldrei. Morðvopn og ástæður skorti eins og H aukur Guðmun dsson fyrrverandi ran nsóknarlögreg lumað- ur bendir á í b ókinni „19. nóv ember“ sem kom út n ú fyrir jólin. Þ ar rekur Haukur málave xti frá hvarfi Ge irfinns í Keflavík 19. n óvember 1974 . Sjálfur vann Haukur að rannsóknin ni lengi framan af án þ ess að sannfæ rast um sekt ungmenn anna. „Í mínum hug a leikur enginn vafi á að Tryggvi Rú nar og hin fim m, sem dæmd voru, h öfðu ekkert m eð hvarf Geirfinns Eina rssonar og Gu ðmund- ar Einarssonar að gera,“ segir Sigríð- ur Sjöfn Sigurb jörnsdóttir, efti rlifandi eiginkona Try ggva Rúnars í samtali við DV, sem hé r fer á eftir. Kristján Viðar Viðarsson og S æv- ar Marinó Cies ielski fengu bá ðir lífs- tíðardóm. Gu ðjón Skarphé ðinsson fékk tólf ára dó m. Erla Bollad óttir og Albert Klahn Skaftason feng u væg- ari dóma. Dó mararnir í Sa kadómi Reykjavíkur, þe ir Gunnlaugur Briem, Ármann Kris tinsson og H araldur Henrýson, vor u sammála um niður- stöðuna. Aldre i höfðu verið kveðn- ir upp svo þun gir dómar frá því nú- gildandi hegni ngarlög tóku g ildi árið 1940. Allir sak borningarnir, a ð und- anskildum Gu ðjóni Skarphé ðinssyni voru um eða i nnan við tvítu gt þegar Guðmundur h varf í Hafnarf irði og Geirfinnur í K eflavík, Guðjón var þá um þrítugt. Umdeildar játni ngar Í febrúar 1980 kvað Hæstirét tur upp sinn dóm. Dóm arar voru Björn Svein- björnsson, Árm ann Snævarr, Bene- dikt Sigurjónss on, Logi Einar sson og Þór Vilhjálmss on. Þeir mildu ðu dóm- ana yfir Sæva ri og Kristjáni Viðari; sá fyrrnefndi f ékk 17 ára fan gelsi en sá síðarnefndi 16 ára. Dómur inn yfir Tryggva Rúnar i var styttur í 13 ár, Guð- jóni í 10 ár og A lberti Klahn í 1 2 mán- uði. Hann var hins vegar st aðfestur yfir Erlu Bollad óttur. Alls var þ etta 60 til 70 ára fange lsisdómur. Í forsendum dó ms Hæstarétta r var talið ómöguleg t að taka mark á því að sakborningar h öfðu dregið fra mburð sinn til baka. V ísað var til þess að Geir- finnur hefði h orfið í nóvemb er 1974 en framburður ekki dreginn til baka fyrr en árið 197 7. Einn af stjórn endum rannsóknarinn ar, Örn Hösk uldsson dómarafulltrúi , hafði þó bréfl ega gert grein fyrir því a ð hann tæki ek ki mark á játningu Sæ vars, fáeinum dögum eftir að hún lá f yrir. Talið var sann að að Tryggvi Rún- ar hefð átt aðil d að því að svip ta Guð- mund Einarss on lífi auk annarra brota. Hann va r á sjó þegar G eirfinn- ur hvarf og haf ði því fjarvistar sönnun varðandi hvarf hans. Ljúfmenni Tryggvi Rúnar var Reykvíkin gur, ólst upp í Laugarn esinu til ungl ingsára en flutti þaðan í Selásinn. Ha nn út- skrifaðist sem rafsuðumaður frá Fjöl- brautaskóla S uðurlands ári ð 1980 en hann hafði þá frá handtö ku setið nokkur ár í gæ sluvarðhaldi o g fang- elsi. Sjöfn og Tryggv i Rúnar hittust fyrst árið 1968, þá a far ung að áru m. Þau gengu í hjóna band árið 197 9. Dóttir þeirra, Kristín Anna, var þá 4 ára. Sjöfn dregur e kki fjöður yfir það að Tryggvi Rún ar var óreglusa mur og fetaði óheillab rautir á þessu m tíma. „En morðingi v ar hann ekki, s vo mik- ið er víst. Það gekk á ýmsu h já hon- um og við höf ðum byrjað sa man og hætt. En eftir a ð Geirfinnsmá lið kom upp og Tryggv i Rúnar var ha ndtek- inn vorum við saman allan tímann í gegnum fan gelsisvist hans og eft- ir að hann ko m út af Litla- Hrauni. Hann sat af sé r um það bil h elming- inn af tímanum , líklega ein sjö til átta ár. Hann var al gert ljúfmenni . Ég veit að allir sem þ ekktu Tryggva Rúnar eru sammála u m það. Hann v elti sér ekki mikið upp úr örlögum sín um og því að hafa ver ið dæmdur fyr ir morð. En honum gek k ekki sérlega vel eftir að hann slapp út. Hann fór að nota áfengi í óhófi sem hann þol di ekki. Hann breyttist undir áhrifum til hins verra. En mo rðingi var han n ekki, svo mikið er víst. Ég endur tek, að allir sem hittu Tryggva Rúna r á lífs- leiðinni, væru sammála um a ð hann hafi verið alge rt ljúfmenni o g mjög góður maður. En hann um turnað- ist með víni, djammaði hra ustlega í slíku ástandi og hélt sig út i á jaðri samfélagsins þ egar svo bar un dir. Við drögum ekkert fjöður yfir það . Þannig var það meðan hann drakk. E n hann drap engan,“ segir Sjöfn og leggur áherslu á orð s ín. „Þetta voru pyn tingar“ „Það sem ég v il draga fram í þessu sambandi er u pyntingarn ar sem hann og hinir sakborningarn ir sættu í gæsluvarðha ldinu. Ég not a orðið pyntingar því þau sættu mik lu harð- ræði í Síðumú lafangelsinu m ánuð- um saman. Þa ð var ekki eins og þetta væru neinir b ógar þegar þa u voru handtekin, fle st um eða in nan við tvítugt og í óre glu og jafnvel f íkniefn- um. Þetta voru hræðilegar py ntingar. Hann fékk ekk i að tala við m ig, hann fékk ekki að ta la við neinn, h ann fékk ekki að fara á k lósettið, ljósið var ekki slökkt hjá ho num dögum saman, þau fengu lyf sem setti þau úr lagi. Dæmi voru um að límband væ ri sett fyrir munn þe irra og þau vo ru í ein- angrun, ekki b ara í mánuði h eldur ár. Hver mundi ek ki gangast við brotum eftir slíka meðf erð í von um að sleppa út. Þetta byrj aði með einh verjum óskiljanlegum hætti með fra mburði Sævars og Erlu . Ég botna ekk ert í því enn. Tryggvi var á sjó þeg ar Geir- finnur hvarf o g hafði fjarvist arsönn- un. Það var hi ns vegar ekki j afn ljóst varðandi Guð mund. Trygg vi hélt alltaf í vonina um að sannle ikurinn kæmi í ljós. H ann fór í skól a með- an hann sat i nni á Litla-Hr auni og var búinn að fá vinnu í Héð ni áður en hann hafði lokið afplánu n. Hann vann þar í mör g ár og það gek k mjög vel. En hann va r áfengissjúklin gur og það hafði ekke rt með fangavi stina að gera. Hann var lentur á þeirri óheilla- braut áður en Geirfinnsmál ið kom upp. Hann vil di breyta þess u, hætta að drekka og s tanda sig og fó r því oft í meðferð.“ Fallinn í valinn Tryggvi Rúnar var búinn að v era laus við Bakkus ve l á annan ára tug þeg- ar ógæfan dun di yfir á ný. „H ann var alltaf með þett a vélindabakflæ ði. Um jólin 2007 var þ að komið á það stig að óhjákvæmilegt var að leita t il lækn- is og fara í mag aspeglun. Han n fór til læknis og nok krum vikum s íðar var búið að greina krabbamein á h áu stigi í vélindanu. Ha nn fór í aðgerð en hún skilaði ekki á rangri. Fljótle ga viss- um við hvert s tefndi og að ha nn ætti ekki mjög lang t eftir. Þetta dr ó hann til dauða á 15 mánuðum. Vi ð töluð- um um allt og gengum frá öll um okk- ar málum áðu r en hann dó. Við eig- um þrjú barn abörn; dóttir okkar á einn strák sem heitir einmitt Tryggvi Rúnar og svo á dóttir mín frá fyrri tíð tvö barnabörn . Þau eru nú öll upp- komin. Tryggv i beið alltaf eft ir því að þau næðu þro ska til að skil ja hvað komið hafði fy rir hann í lífin u. Hann var ekki beinl ínis reiður eð a fullur beiskju vegna d ómsins í Geirfi nns- og Guðmundarm álinu. En han n sagð- ist stundum e kkert skilja í þ ví hvers vegna enginn hefði gert neitt og látið málið fara eins og það fór. Ha nn sagði stundum, einn ig undir það síðasta, að hann óskað i þess að þjóð in fengi að vita allt um málið. Að han n hefði verið dæmdur saklaus. Það se m gerð- ist til dæmis í S íðumúlafangel sinu var einfaldlega hr æðilegt. Sú m eðferð sem Tryggvi og aðrir grunaðir sættu á þeim tíma hefð i aldrei viðgeng ist í sið- menntuðu þjóð félagi.“ Mannshvarf en e kki endilega mor ð Haukur Guðm undsson fyrrv erandi rannsóknarlög reglumaður seg ir í bók- inni „19. nóvem ber“ að enn ku nni að vera einstaklin gar meðal vor sem vita um afdrif Gei rfinns og Guð mundar. Það er hálfvegi s óhugnanlegt ef menn hafa sannfærst um að saklaus ir menn hafi verið dæm dir í Geirfinns- og Guð- mundarmálinu . „Þetta er á reiðan- lega þannig. Eð a því gæti verið þannig háttað,“ segir S jöfn. „Það hafa margir horfið með du larfullum hætt i í gegn- um tíðina hér á landi án þess e ndilega að þeir hafi ve rið myrtir. Ég, eins og margir aðrir, m an eftir tveimur drengj- um sem hurfu sporlaust fyri r mörg- um árum. Ég ve it bara að þessi r menn, Tryggvi Rúnar og hin sem ákæ rð voru, var margsinnis ekið út í Hafn arfjarð- arhraun til þes s að vísa á lík eða ein- hver önnur sö nnunargögn. Þ au gátu það vitanlega ekki enda sau ðmein- laust fólk. Bæ ði Sævar og Kristján Viðar voru þa ð á þessum tí ma. Þeir eru að vísu bre nndir eftir alla r þessar hremmingar o g hafa misst fó tanna í lífinu. Sævar b arðist lengi vel fyrir því að hreinsa man norð sitt meða n hann hafði þrek til þ ess. Það er ein nig frá- leitt að Kristjá n Viðar sé m anngerð sem gæti bana ð manni. Ég ós ka þess af heilum hug að yfirvöld og íslenska réttarkerfið tak i upp málið og rannsaki að minnsta kos ti það hvernig játning- ar voru knúnar fram. Ég býst ekki við að menn finni nein sönnunar gögn úr þessu, lík, mo rðvopn eða ne itt ann- að, en það er a lgert lágmark a ð réttar- kerfið reyni að leiðrétta sig og rannsaki hvernig það m átti vera að se x ung- menni fengu s vo þunga dóm a á svo veikum grunni . Þetta er með ólíkind- um.“ Hélt alltaf fram s akleysi sínu „Ætlar þjóðféla gið að hafa þes si réttar- farslegu afglöp á samviskunni það sem eftir er,“ spyr Sjö fn. „Þau voru li tlu eldri en ungmennin sem voru á me ðferðar- heimilum og h afa nú fengið b ætur frá ríkinu. Sævar va r lítill og mjór o g Kristj- án Viðar gæti aldrei drepið m ann að mínu viti. Þeir v oru á þessum tí ma ein- hvern veginn g arðurinn þar se m hann er lægstur. Og þeir voru hel dur ekki miklir bógar þe gar þeir voru læ stir inni í einangrun og vonuðu í einfel dni sinni að einhver kæm i þeim til hjálp ar. Þeir vor óreglusam ir og var ýmis t neitað um lyf eða feng u lyf til að róa ta ugarnar eða til að ná sv efni. Þeim fann st verst að almenningu r virtist bara ætl a að láta þetta viðgangas t. Fyrst og frem st vil ég að það komi f ram að Tryggv i Rúnar var ofboðslega góður maður . Og al- veg þangað til h ann dó hélt han n fram sakleysi sínu. Þ annig var það o g hann var saklaus. Ég veit það. Við h öfum öll talað um þetta . Ég hef talað v ið Sævar og þau hin og é g hef rætt við þ á undir áhrifum. En þa ð er alltaf við þa ð sama. Þeir vita ekki n eitt og koma af fjöllum. Þeir gerðu þett a ekki. Þeir eru einfald- lega ekki svo ú tsmognir að þe ir hefðu getað leynt þes su. Þeir hafa e kki einu sinni hag af þv í. Ég er algerleg a sann- færð um sakley si þeirra.“ jóHann HaUk sson blaðamaður skr ifar: johannh @dv.is Sú meðferð se m Tryggvi og aðrir grunaðir sættu á þ eim tíma hefði aldrei v ið- gengist í siðmennt uðu þjóðfélagi.Tryggvi Rúnar L eifsson hélt fram sakleysi sínu til hinsta dags, en hann dó í fyrra. Fyrir meira en 30 árum var h ann dæmdur í 16 ára fangel si fyrir aðild s ína að Geir- finnsmálinu, Þ ví er stundum er lýst sem mesta hneyks li íslenska dóm skerfisins frá því núgild andi hegninga rlög tóku gildi árið 1940. „Try ggvi Rúnar va r ofboðslega góður maður. Og alveg þang að til hann dó hélt hann fram sakleysi sínu ,“ segir sig- ríður sjöfn sigu rbjörnsdóttir, e ftirlifandi eiginkona Try ggva í viðtali v ið DV. „Ég vil ekki gefa mér neitt um h luti sem ég hef enga vitneskju um. En ég halla ðist fljótlega að því að þetta hefði v erið einhvers ko nar slys. Ég veit ekki hvernig þa ð hefur viljað til. E n þegar við voru m búnir að graf a upp allt sem v ið gátum um Geirfinn, lífshlau p hans, reikning a og viðskipti, fu ndum við enga r vísbendingar eða neitt annað sem gat komið okkur á einhve rja slóð. Ég fully rði að sjaldan h efur verið safnað jafn miklum upplýsi ngum um nokk urn mann í rann sókn af þessu ta gi. Við vorum einfa ldlega að reyna að svara spurni ngunum: Hvað gerðist? Af hver ju? Við gátum hver gi tengt Geirfin n við nokkurn s kapaðan hlut. Í mínum huga er u afdrif Geirfinns algerlega óupp lýst mál.“ „Ég, eins og aðr ir, var í fyrstu án ægður með þeg ar fréttir bárust af því að búið v æri að upplýsa Geir finnsmálið. Ég k om ekkert að ra nnsókninni sem leiddi til þeirrar niðurstöðu. En þ egar ég las yfir g ögn málsins run nu á mig tvær g rímur svo ekki sé meira sagt. É g las dómana o g forsendur þei rra oftar en einu sinni. Allar götu r síðan hef ég ver ið þess fullviss a ð saklausir einst aklingar voru sa kfelldir og dæm d- ir til langrar fan gelsisvistar. Hve rgi nokkurs stað ar er að finna lö gfulla sönnun um eitt eða neit t. Ekkert var lag t til grundvallar dómunum ann að en framburð ur sakborninga. Þa ð vantaði ástæð u, vantaði morð vopn, vantaði lí k.“ (Haukur Guðmu ndsson, fyrrvera ndi rannsóknarlö greglumaður seg ir frá í bókinni „1 9. nóvember“.) Úr bókinni „1 9. nóvember“ Tryggvi hélt fra m sakleysi sínu fram í and látið Sigríður Sjöfn S igurbjörns- dóttir, eftirlifand i eiginkona Tryggva Rúnars , stóð við hlið hans í gegn um áralanga fangelsisvist. „H ann var algert ljúfmenn i.“ Bjarni Bene diktsson, for maður Sjálfstæðisflok ksins, gerir l ítið úr umfjöllun ban daríska sendir áðsins um fundi sem hann sat me ð full- trúm sendiráð sins – en upp lýsing- ar frá þeim b irtust í skjölu m sem varða Ísland frá uppljóstru nar- síðunni Wikile aks. Bæði Frétt ablað- ið og fréttastof a RÚV birtu fr éttir af fundum Bjarn a með bandar ískum sendiráðsstarf smönnum um helg- ina og sá Bja rni sig knúinn til að bregðast við f réttaflutningnu m og birti síðdegis á laugardag y firlýs- ingu á samskip tavefnum Face book. Í skjölum sem Wikileaks hefu r undir höndum, er þv í meðal annars hald- ið fram að Bja rni hafi haft á hyggj- ur af því árið 2 008 að „varðhu ndar í Sjálfstæðisflok knum,“ eins og segir í frétt RÚV, beit tu sér fyrir því að tak- marka pólitís kan frama Bjarna vegna mögulegs stuðnings han s við aðild að Evrópusam bandinu. Eldri varðhund ar á móti Bjarna Í skjali frá b andaríska sendiráðinu, sem dag- sett er 10. nóvember 2008, er með al annars rætt um áhuga Samfylk- ingarinnar á Evrópu- sambandinu. Sagt er að ef Geir H. Haar de myndi hins vegar bre gða út af Evrópustefnu Sjálfstæð- isflokksins, m yndi það „kosta miklar blóðsút- hellingar inna n flokks- ins.“ Í kjölfari ð er rætt um stöðu Bjar na Bene- diktssonar, en hann var löngum talinn til þeirra Sjálfstæðisman na sem liti hýru auga í Evrópuátt o g væri jákvæður gagn vart aðildarum sókn Íslands í Evróp usambandið. S egir í skjalinu að he yrst hafi úr m örgum áttum, að Bja rni teldi „eldr i varð- hunda flokksin s“ standa í veg i fyrir aðildarviðræð um Íslands v ið Evr- ópusambandið og einnig að þeir væru því mótf allnir að Bjarn i fengi sæti í ríkisstjó rn – sem han n mun hafa haft mikin n áhuga á. Bjarni Bened iktsson tilkyn nti síðan um fram boð sitt til form anns Sjálfstæðisflok ksins í kjölfar yfirlýs- ingar Geirs H. Haarde frá 31. janúar 2009, að hann myndi hætta a fskipt- um af stjórnm álum. Síðan þ á hef- ur lítið borið á Evrópuáhuga Bjarna Benediktssona r, en skoðun h ans er öllu afdrát tarlausari í da g – hann er nú, rétt eins og e ldri varðhundarnir , andsnúinn að ild. Úr lausu lofti g ripnar Bjarni svaraði fyrir sig á s am- skiptavefnum Facebook u m helgina. Hann segir að skýr slan hafi einungis verið vangave ltur varasendiherr a Bandaríkj anna og hefði því e kkert gildi. Bj arni skrifaði orðré tt: „Síðara m ál- ið sem verið h efur til umfjöl lun- ar í dag er um að varasendih err- ann telji sig h afa haft heim ildir um vangaveltu r mínar um fr ama innan Sjálfs tæðisflokksins og framtíðartengs l Íslands við E SB í ljósi afstöðu Davíðs Oddss onar. Á umræddum tíma hafði ég eng- in áform um f ramboð til for ystu í Sjálfstæðisflok knum. Allt ta l um áhyggjur mína r af afstöðu D avíðs Oddssonar er u ekkert nem a inn- antómar vang aveltur einan graðra embættismann a í erlendu s endi- ráði. Þær hafa nákvæmlega ekkert gildi enda úr l ausu lofti gripn ar. Má ég minna á a ð ég greiddi a tkvæði gegn því að lö gð yrði fram a ðildar- umsókn að ES B.“ Hélt fram sakle ysi sínu á dánarbeð i Í skjölum sem uppljóstrunar síðan Wikilea ks hefur undi r hönd- um, kemur fra m að starfsmen n bandaríska s endiráðsins tö ldu sig hafa heimildir fyrir því að Bjar ni Benediktsson , formaður Sjá lf- stæðisflokksin s, hefði áhyggj ur af stöðu sin ni innan flokk sins. GEiR HEFði GE Tað TRyGGT s éR vinsæLdiR Í sama skjali og sendiráðsstarfsm enn ræða um st öðu Bjarna í Sjá lfstæðisflokkn- um er sjónum e innig beint að G eiri H. Haarde, þ áverandi forsæt isráðherra. Þar er því haldið fra m að Geir hafi o rðið af miklum p ólitískum vinsæ ldum, vegna þráheldni hans við að verja stöð u Davíðs Oddss onar sem seðlab ankastjóra. sTEinGRíMUR koM á óvaRT Í öðrum skjölum sem hafa verið í fréttum um he lgina kemur fram að fjármála- ráðherrann, Ste ingrímur J. Sigfú sson, hefði kom ið starfsmönnu m í sendiráði Bandaríkjanna á óvart. Sagði þa r að hann væri b úinn að sanna s ig sem „alvarlegur og á byrgur fjármála ráðherra.“ HóTaði aFsöG n Í öðru skjali er fj allað um Jóhön nu Sigurðardótt ur, forsætisráðh erra Íslands. Mun Neil Klopfe rstein, sendiráð sfulltrúi, hafa sk rifað í skýrslu se m hann sendi ti l Washington að Jóhanna hafi hó tað þingmönnu m Vinstri grænn a að hún myndi segja af sér, næ ðist ekki samko mulag um Icesa ve-deiluna. inGiBjöRG Lo kUð Fyrrverandi sen diherra Bandarí kjanna á Íslandi , Carol von Voor st, skrifaði skýrslu um Ingib jörgu Sólrúnu G ísladóttur, þega r hún var utanrí kisráðherra. Það var líklega t il að undirbúa C ondoleezzu Ric e, fyrrverandi ut anríkisráðherra Bandaríkjanna, fyrir fund henna r og Ingibjargar í Washington í apríl 2008. Kemur þar fram að Ingibjörg sé með sterkar sko ðanir, eigi auðv elt með að gera málamiðlanir og að hún sé oft m eð krosslagðar h endur og virðist því lokuð. molar Úr wik ileaks-skjölu num BjöRn TEiTsso n blaðamaður skr ifar: bjorn @dv.is áhyggjur af „eldri varðhundum“ Bjarni Benedik tsson formaður sjálfs tæð- isflokksins Var e kki ánægður með f rétta- flutning af Wikil eaks- skjölum sem ha nn varða. svaraði á laugardag Bja rni notaði samskiptavef- inn Facebook til að svara fyrir sig.Tryggvi Rúnar Leif sson F. 2 . o k t ó b e r . 1 9 5 1 D . 0 1 . m a í 2 0 0 9 Sigríður Sjöfn Sigurðar- dóttir Segir Tryggva Rúnar hafa verið góðan mann sem h fi ng n drepið. 6. desember 2 010 Tekur sitt pláss Erla segir málið taka sitt pláss í lífi hennar. n Guðjón Skarphéðinsson tekur ekki afstöðu til rannsóknar „Ég myndi ekki taka neina afstöðu til þess,“ segir Guð- jón Skarphéðinsson, sóknarprestur að Staðarstað á Snæ- fellsnesi, aðspurður hvort hann sé hlynntur því að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd til þess að fara yfir Guð- mundar- og Geirfinnsmálið. Guðjón fékk fangelsisdóm fyrir aðild sína að Geirfinnsmálinu svokallaða. „Ef það verður þá verður það og ef ekki þá ekki. Mér stendur slétt á sama. Þetta er löngu liðin tíð,“ segir Guð- jón um málið í samtali við DV. Guðjón er fæddur 1943 og var sá síðasti sem var handtekinn vegna Geirfinnsmáls- ins 12. nóvember 1976. Guðjón var þá þrjátíu og þriggja ára gamall og starfaði sem skólakennari. „Í góðu lagi mín vegna“ Guðjón segist ekki dvelja við þetta mál í dag enda 35 ár síðan hann var handtekinn. „Þá fer maður að leggja það á bak við sig endanlega,“ segir Guðjón. Hann segist ekkert hafa á móti því þó að málið verði rannsakað á einhvern hátt á ný. „Jú, en það er ekki á mínu borði á neinn hátt. Það er í góðu lagi mín vegna, ég skipti mér ekkert af því. Það er alveg sjálfsagt að gera það ef menn hafa þrek og kraft til og telja ástæðu til, þá er það allt í góðu lagi mín vegna. Ég blanda mér ekki vitund í það,“ segir Guðjón. Þegar hann er spurður hvort að hann hugsi til þessa máls í dag svarar hann því neitandi. Að öðru leyti vildi Guðjón ekki tjá sig um málið. Haustið 1976 nefndu þau Kristján Viðar Kristjánsson, Sævar Marinó Cieselski og Erla Bolladóttir Guðjón til sögunnar við rannsókn máls- ins. Á blaðamannafundi sem haldinn var í tengslum við málið sagði Schütz að Guðjón hefði verið fyrsta örugga vitnið í málinu. Guðjón játaði aðild að hvarfi Geirfinns og dró ekki framburð sinn til baka. Að lokinni afplánun flutti Guðjón til Danmerkur ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann nam guðfræði. Að loknu námi sótti hann um prestembætti á Staðarstað og flutti aftur til Íslands árið 1996. Réttarfarslöggjöfin meingölluð Í viðtali við Morgunblað- ið 13. febrúar 1996 sagði séra Guðjón að vitnis- burðurinn sem hann skrifaði undir hafi ekki verið réttur. Í viðtalinu gagnrýndi hann rétt- arfarskerfið á Íslandi á þeim tíma sem rann- sókn málsins stóð og talaði hann um að aldrei áður hafi ver- ið sóttir rannsóknar- menn til annarra þjóð- ríkja til að rannsaka mál. „Í þessu máli var sóttur maður sem hlaut sína þjálf- un hjá stofnun sem fæstir minnast með mikilli virðingu í dag,“ sagði Guðjón um Karl Schütz í greininni sem nefnd- ist „Sök hefur aldrei verið sönnuð“. Í viðtalinu við Morgunblaðið taldi hann réttarfarslög- gjöfina á Íslandi vera meingallaða og þeir gallar hafi átt sinn þátt í að þessi mál þróuðust með þeim hætti sem þau gerðu. „Þar á ég við að sýslumaðurinn var ekki aðeins rann- sóknaraðili heldur einnig sækjandi og dómari. Á þessum tíma mátti rannsóknaraðili málsins safna eins miklum gögnum og hann vildi án þess að hann væri skyldugur til að gefa varnaraðilum neinar upplýsingar. Verjandi fékk aðeins að vera viðstaddur yfirheyrslur með dómara og fékk engar upplýsingar um yfirheyrslur á öðrum stigum málsins,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið. Vantaði bara einn mann í söguna Guðjón skrifaði undir yfirlýsingu þar sem hann játaði að- ild sína að hvarfi Geirfinns. Í viðtalinu við Morgunblaðið segir hann það hafa komið á daginn að þetta var ekki sannleikurinn í málinu. „Sagan var hins vegar tilbúin af hálfu ákæruvalds- ins. Það vantaði bara einn mann í söguna til þess að hún passaði. Þetta er saga sem hefst árið 1974 þegar tveir menn hverfa af einhverjum orsökum og hún vind- ur síðan hastarlega upp á sig. Hópur manna var hand- tekinn og dæmdur fyrir að bera ábyrgð á hvarfi þeirra,“ sagði Guðjón. Hann sagði ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna að það hafi eitthvað saknæmt verið í sambandi við þessi tvö mannshvörf árið 1974. „Þegar þú ert búinn að setja mann í fangelsi verður þú að hafa einhverja tryggingu fyrir því að sakborningurinn sé að segja satt. Ef þú getur það ekki getur þú alveg eins skrifað játninguna sjálfur. Við yfirheyrslu eru mönnum lögð orð í munn. Sakborning- urinn veit hvað þú vilt heyra. Þegar þið talið saman í átta tíma á dag, dag eftir dag og sakborningurinn getur ekki sofið og er farinn að fá diezepam, mogadon og valíum, er sakborn- ingurinn orðinn algerlega glóru- laus eftir nokkra daga. Þá er ekki orð að marka hvað hann segir. Þetta mál fór því miður í þennan farveg,“ sagði Guð- jón við Morgunblaðið árið 1996. „Ég skipti mér ekkert af því“ Slétt sama Guðjóni segist vera slétt sama þó að skipuð verði óháð rannsóknarnefnd um málið. MynD FRéTTABlAðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.