Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað H ver dagur er mjög erfið­ ur,“ segir hinn 22 ára gamli Mouhamde Lo frá Máritan­ íu í svari við spurningum DV. Mouhamde hefur farið huldu höfði hér á landi í næstum tvær vikur eða síðan 8. júlí þegar lögreglumenn hugðust sækja hann á gistiheimilið Fit og senda til Noregs, þeir gripu hins vegar í tómt en Mouhamde yfirgaf gistiheimilið í tæka tíð. Útlendingastofnun tók ákvörð­ un um að vísa Mouhamde úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinn­ ar, en vegna þess að Mouhamde hef­ ur sótt um hæli í Noregi er íslenskum yfirvöldum heimilt að senda hann þangað aftur. Meðlimir No Borders í Reykja­ vík hafa bent á að í reglugerðinni sé hvergi kveðið á um að yfirvöldum beri að fylgja henni, heldur sé hún einung­ is til viðmiðunar. Stjórnvöld hafi hins vegar heimild til þess að notast við hana og ákvarða hvenær hún eigi við og hvenær ekki. Umsókn Mouhamdes Lo um hæli í Noregi hefur þegar verið hafnað og óttast hann að verði hann sendur aftur til Noregs sé við því að búast að þaðan verði hann sendur til Máritaníu. Ögmundur Jónasson segir að Mou­ hamde geti áfrýjað úrskurði norskra stjórnvalda. Hann segir íslensk yfir­ völd verða að „virða þær alþjóðareglur sem við höfum undirgengist.“ Alþjóðleg mannréttindasamtök hafa gagnrýnt Dyflinnarreglugerðina, þar á meðal mannréttindafulltrúi Evr­ ópuráðs sem sagði í september í fyrra að taka þyrfti hana til gagngerrar end­ urskoðunar. Þá hefur flóttamanna­ stofnun Sameinuðu þjóðanna einnig gagnrýnt reglugerðina. „Mjög stressandi“ Mouhamde Lo, sem fæddist inn í fjölskyldu þræla í Máritaníu og tókst með naumindum að strjúka frá þrælahaldara sínum, segir afar slæm örlög bíða sín þar í landi. Eins og fram hefur komið í umfjöllun DV um málið undanfarna daga eiga stroku­ þrælar í Máritaníu, eins og Mou­ hamde Lo, á hættu að verða geldir og/eða drepnir. Þrælahald var lög­ legt þar í landi allt til ársins 2007 og þrátt fyrir lagabreytingar hefur eng­ inn þrælahaldari enn verið dæmd­ ur. Að minnsta kosti tuttugu prósent íbúa landsins eru þrælar sem ganga kaupum og sölu. Eins og fram hefur komið í um­ fjöllun DV undanfarna daga er Mou­ hamde Lo nú í felum einhvers staðar á Íslandi. Blaðamaður komst í sam­ band við tengilið hans og fékk að koma til hans nokkrum spurningum. Spurningar blaðamanns voru þýdd­ ar með aðstoð túlks sem talar móð­ urmál Mouhamdes. Nú hefurðu verið í felum í tvær vikur, geturðu lýst þessum tveimur vikum á flótta á einhvern hátt fyrir lesendum? „Hver dagur er mjög erfiður, ég sit í herberginu mínu. Þetta er mjög stressandi. Ég hef internetaðgang sem ég nýti mér.“ Hyggstu halda áfram að vera í felum þar til ákvörðun Útlendinga- stofnunar um að senda þig úr landi verður dregin til baka? „Ég vil reyna að vera í felum þar til ég verð frjáls ferða minna.“ Hræðist lögregluna Hvernig er aðbúnaðurinn sem þú býrð við núna, hefurðu fullan aðgang að fæði og húsaskjóli? „Fólkið sem ég er hjá núna er mjög almennilegt við mig, ég hef nóg að borða og þannig. En tilhugsunin um hvað gerist ef lögreglan kemur og ég verð sendur til baka hræðir mig mjög mikið.“ Mér leikur forvitni á að fá að vita hvernig þú eyðir dögunum. Ég gef mér það að þú farir sem minnst út og haldir þig innandyra þar sem þú vilt ekki að einhver beri kennsl á þig og láti lögregluna vita. Ég hefði áhuga á að fá að vita hvað þú gerir til þess að fyrirbyggja að einhver finni þig og/ eða dvalarstað þinn? „Það er fátt hægt að segja, ég reyni að láta lítið fyrir mér fara. Ég fer ekki mikið út, rétt bara til þess að reykja og skrepp eitthvað stutt ef ég þarf eitthvað.“ Hefurðu áhyggjur af því að yfir- völd muni leita þig uppi og senda þig úr landi? „Já, mjög miklar, landið mitt er mjög vont fyrir mig og aðstæðurnar erfiðar.“ Vilt þú segja eitthvað um þá ákvörðun Útlendingastofnunar að senda þig aftur til Noregs? „Ég vil búa á Íslandi. Ég hef þeg­ ar fengið neitun í Noregi, ef ég verð sendur til Noregs senda þeir mig til Máritaníu og þar mun ég verða drep­ inn eða lenda í einhverju ennþá verra.“ Eins og fram hefur komið óttast þú að umsókn þín um hæli í Noregi verði hafnað í annað sinn og þú sendur aft- ur til Máritaníu. Hvað bíður þín þar? „Ég myndi reyna að komast strax þaðan. Mín bíða mjög slæm örlög í „Ég er í ótrúlega vonlausri stöðu, fyrst Noregur vill ekki veita mér hæli – vegna Dyflinnarreglugerðarinnar – er ómögulegt fyrir mig að vera löglega annars staðar í Evrópu. „Í felum þar til ég verð frjáls ferða minna“ Óttasleginn Mouhamde Lo frá Máritaníu, sem hefur farið huldu höfði í tvær vikur, segist hræddur um að lögreglan muni hafa hendur í hári hans og senda hann úr landi. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is É g er fylgjandi því að máls­ meðferð þessa einstaklings verði lokið í Noregi og henni er ekki lokið þar samkvæmt mínum upplýsingum,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkis­ ráðherra. Ögmundur vísar til Dyflinnar­ reglugerðarinnar og ítrekar að Mouhamde Lo geti áfrýjað úrskurði norskra stjórnvalda rétt eins og ís­ lenskra. „Almenna reglan er sú að um­ sókn hælisleitenda er tekin til um­ fjöllunar í því landi sem hún kemur fyrst til. Í þessu tilviki er það Nor­ egur. Við höfum brugðið frá þessari almennu reglu í tilviki Grikklands og það var eftir að ábending kom frá Evrópudómstólnum. Að öðru leyti höfum við haldið okkur við þessa samþykkt og það gerum við núna þegar það er Noregur sem á í hlut.“ Ásakanir ósanngjarnar Samtökin No Borders í Reykjavík hafa gagnrýnt ákvörðunina harð­ lega. Samtökin bentu í yfirlýsingu sinni á að ákvörðunin bryti gegn mannréttindum Mouhamdes, þar á meðal gegn réttinum til réttlátr­ ar málsmeðferðar. Þá bryti hún í bága við og/eða græfi undan fjölda ákvæða stjórnsýslulaga, þar á meðal jafnræðisreglunni, meðalhófsregl­ unni, leiðbeiningarskyldu stjórn­ valda og upplýsingarétti. Þá segja þau að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar sé virt að vettugi en þar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kyn­ þáttar, litarháttar, efnahags, ættern­ is og stöðu að öðru leyti.“ „Það er alveg sama hvað menn telja upp margar lagagreinar þarna. Mergurinn málsins er þessi: Mál­ efni þessa hælisleitenda eru til um­ fjöllunar í Noregi og þar á að leiða málið til lykta. Þannig að málið er í þessu ferli og ásakanir um ómann­ úðlega framgöngu íslenskra yfir­ valda eru ekki sanngjarnar,“ segir Ögmundur þegar hann er spurður út í ásakanir No Borders um lögbrot íslenskra stjórnvalda. Í fréttatilkynningu sem samtökin No Borders sendi frá sér fóru þau fram á að Ögmundur myndi snúa ákvörðun stofnunarinnar við. Hann segir ekkert slíkt á dagskrá og vísar til fyrri um­ mæla sinna um að málið sé á dagskrá í Noregi. Viðmið sem er virt Aðspurður um þau mannréttindabrot sem Mouhamde Lo er sagður hafa orðið fyrir hér á landi, segir Ög­ mundur: „Ég hef ekki komið auga á þau. Ég er mjög áfram um að taka þeim opn­ um örmum sem hafa raunveru­ lega átt undir högg að sækja í sínu heimalandi og eru flóttamenn. Við höfum verið að stíga skref til þess að styrkja réttarstöðu hælisleitenda en við gerum það ekki með því að virða í engu þær alþjóðareglur sem við höfum undirgengist.“ Ögmundur tekur undir að Dyfl­ innarreglugerðin sé ekki eitthvað sem íslenskum yfirvöldum beri skylda til að fara eftir en bætir við: „Nei, en það er engu að síður það viðmið sem alls staðar er virt.“ Aðspurður um hvers vegna ráðu­ neytið eða Útlendingastofnun hafa ekki hrakið ásakanir No Borders segir Ögmundur: „Við getum alveg farið í lögfræðilegar vanga­ veltur um það og það er alveg sjálfsagt. En þá þarf líka að hrekja hitt sem ég er að segja að sé mergurinn málsins og mér finnst vera skýrt: Það er að málefni þessa hælisleitanda er til umfjöllunar í norsku rétt­ arkerfi sam­ kvæmt þeim almennu reglum og viðmið­ um sem við höfum undirgeng­ ist. Málið er ekki til umfjöllunar hérna, þannig er staðan núna.“ Vísar ásökunum á bug Máritaníu og ríkisstjórnin þar vernd­ ar ekki mína líka. Ég myndi flýja og kannski reyna að fara til annars Afr­ íkulands eða eitthvert annað, ég get ekki lifað í heimalandi mínu.  Mári­ tanía er ekki lýðræðisríki, fólk getur ekki mótmælt þar og ég á mér enga lífsvon. Þrælahaldarar eru oft valda­ miklir og ríkisstjórnin vill ekki gera neitt til að styggja þá.“ Ómögulegt að vera löglegur Er eitthvað sem þú vilt koma á fram- færi við innanríkisráðuneytið og/eða Útlendingastofnun í tengslum við mál þitt? „Þetta er mjög erfitt fyrir mig. Ég fæ ekki að vera hér á meðan áfrýjun­ in mín er í gangi. Ég hef fengið fyrstu neitun og þá á að senda mig til Noregs og þaðan aftur til Máritaníu. Þá ætti ég aldrei séns á að koma hingað aft­ ur, jafnvel þótt innanríkisráðuneytið myndi endurskoða úrskurð Útlend­ ingastofnunar,“ segir Mouhamde. „Stundum er ég andvaka heilu næturnar af áhyggjum og alveg þar til snemma morguns,“ segir Mouhamde enn fremur. „Mér líkar við Íslendinga, ég vil eignast nýtt líf, öll vandamál mín eru í Máritaníu. Ég vil vinna og kannski fara í skóla einn daginn, ég vil bara lifa.“ Hann segist þakklátur þeim sem hafa aðstoðað hann. „Ég er mjög þakklátur þeim sem hafa hjálpað mér á Íslandi, fólkið sem hefur hýst mig og hjálpað mér hefur verið mér mjög hjálplegt. Ég er í ótrúlega vonlausri stöðu, fyrst Noregur vill ekki veita mér hæli – vegna Dyflinnarreglugerðar­ innar – er ómögulegt fyrir mig að vera löglega annars staðar í Evrópu.“ n Ákvörðun um brottvísun var tekin og tilraun til framkvæmdar hennar gerð áður en Mouhamde var gefið færi á að kæra úrskurð UTL til innan- ríkisráðuneytisins eða fylgja slíkri kæru eftir. n Meðferð máls Mouhamdes hafði verið um margt gölluð allt frá byrjun og bæði lögregla og Útlendingaeftirlitið brotið á rétti hans. n Þegar Mouhamde kom til landsins var hann handtekinn fyrir að ferðast án löglegra skilríkja. n Mouhamde talar ekki ensku, móðurmál hans er wolof þótt hann tali líka arabísku. Útlendingastofnun útvegaði hins vegar einungis franskan túlk fyrir Mouhamde. n Mouhamde talar litla sem enga frönsku. n Mouhamde fékk því aldrei raunverulegt tækifæri til þess að koma að öllum þeim upplýsingum sem hann vildi og þurfti. n Ákvörðun UTL um að brottvísa Mouhamde og síðari ákvörðun Ögmundar Jónassonar að samþykkja verknaðinn brýtur þannig gegn allra mikilvægustu grundvallarréttindum mannsins og mann- helgi hans. Punktar úr fréttatilkynningu No Borders n Strokuþrællinn Mouhamde Lo heldur sig að mestu innandyra n Hyggst vera í felum uns hann verður frjáls ferða sinna n Ögmundur Jónasson segist fylgja virtum viðmiðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.