Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 56
NÝR PEUGEOT 508
Eyðsla í blönduðum akstri (l/100 km) frá 4,4 til 7,1. CO2 útblástur (g/km): frá 115 til 164.
Nýr Peugeot 508.
Áræðni & öryggi.
Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is
Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535
Áræðni – Ný hönnun, nýtt viðmót og aksturseiginleikar sem samkeppnin á erfitt með að jafna á þessu verði.
Öryggi – ABS, EBFD, EBA, ESP, ASR, CBC veitir ríka hugarró fyrir bílstjóra, farþega og gangandi umferð.
Verð frá kr. 4.390.000
Björgólfur
Thor er
víða!
Vogunarsjóðir og
íslenskir bankamenn
n Mikil leynd hefur hvílt yfir eignar-
haldi erlendra vogunarsjóða á ís-
lensku bönkunum sem hrundu árið
2008. Búið er að greina frá nöfnum
einhverra þessara vogunarsjóða,
meðal annars á Pressunni og í DV.
Aftur á móti hefur ekki farið hátt
hvaða Íslendingar það eru sem hafa
unnið fyrir þessa vogunarsjóði. Al-
veg ljóst er að einhverjir Íslending-
ar veittu þeim ráðgjöf um að eignir
Glitnis og Kaupþings hefðu verið
vanmetnar eftir hrunið og þar með
skuldabréf þeirra sem fengust á gjaf-
verði. Nú er skrafað um það að helstu
stjórnendur íslensku bankanna,
meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson,
Sigurður Einarsson og jafnvel Björgólf-
ur Thor Björgólfsson, hafi veitt vogun-
arsjóðunum ráðgjöf
gegn hlutdeild í
hagnaði þeirra
á Íslandi. Engar
sannanir hafa
hins vegar fund-
ist fyrir þessari
kenningu enn
sem komið er.
Pétur skrifar um
Reykjavík
n Þau tíðindi berast nú af rithöfund-
inum Pétri Gunnarssyni að væntanleg
sé frá honum bók um Reykjavík sem
gefin verður út í Þýskalandi. Bókin
er ætluð sem eins konar kynningar-
rit um Reykjavík fyrir þýska lesendur
og er gefin út í tengslum við Bóka-
messuna í Frankfurt í haust þar sem
Ísland verður heiðursgestur. Hins
vegar er það þannig að bók Péturs
verður eingöngu gefin út á þýsku og
því geta allir þeir fjölmörgu aðdá-
endur hans hér á landi sem ekki eru
þýskumælandi því ekki lesið verk
hans um
Reykjavík.
Vonandi
verður bókin
þó þýdd á
endanum
því vinsældir
Péturs eru
umtals-
verðar hér á
landi.
Björgólfur á barnum
n Björgólfur Thor Björgólfsson hefur
verið tíður gestur á ýmsum upp-
ákomum á Ís-
landi í sumar.
Hann skorað-
ist til að mynda
undan viðtali
fjölmiðlamanna
á fótaboltaleik á
KR-vellinum fyrir
skömmu, sýndi
afgreiðslustúlku
hrikalega maga-
vöðva sína á Quarashi-tónleikum
þegar hún vildi ekki leyfa honum að
fá bol merktan hljómsveitinni ókeyp-
is og á miðvikudaginn var hann gest-
ur á Danska barnum í Ingólfsstræti.
Björgólfur er sjaldan einn á ferð við
tækifæri af þessum toga en með-
reiðarsveinn hans á Quarashi-tón-
leikunum var Birgir Bieltvedt, eigandi
Skeljungs og Domino’s, á meðan Orri
Hauksson, fyrrverandi starfsmaður
hans og framkvæmdastjóri Samtaka
iðnaðarins, var með honum á barn-
um í vikunni. Björgólfur Thor nýtur
því lífsins á Íslandi og er vel tengdur
við frammámenn í atvinnulífinu sem
sumir hverjir voru skósveinar hans
T
eitur Atlason, bloggari og ís-
lenskukennari, mun verða
í aðalhlutverki í heimild-
armynd um Kögunarmál-
ið svokallaða. Í myndinni,
sem framleidd er af þeim Arnari
Friðbjarnarsyni og Helenu Harsitu
Stefánsdóttur, mun verða rakinn
aðdragandi stefnu Gunnlaugs Sig-
mundssonar, auðmanns og föður
Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar formanns Framsóknarflokksins,
gegn Teiti fyrr á árinu. Gunnlaugur
höfðar mál gegn Teiti vegna meintra
meiðyrða. Heimildarmyndin, sem
framleidd er af fyrirtækinu Undra-
land, mun fjalla um dómsmálið ann-
ars vegar og Kögunarmálið sjálft hins
vegar.
„Það að þau hafi áhuga á að gera
heimildarmynd um þetta er bara frá-
bært,“ segir Teitur í samtali við DV.
„Þetta mál snýst um tjáningarfrelsi og
rétt venjulegs fólks gegn auðvaldinu.
Mér var att út í þetta dómsmál og ég
get ekki annað gert en að verja mig.“
Gunnlaugur stefnir Teiti vegna
ummæla sem birtust á bloggsíðu
hans. Færsla Teits fjallaði að mestu
leyti um umdeild viðskipti í kringum
Þróunarfélag Íslands og Kögun og að-
ild Gunnlaugs að þessum viðskiptum
á sínum tíma.
Agnes Bragadóttir skrifaði um
málið í Morgunblaðið fyrir rúmum
áratug síðan og byggir færsla Teits á
grein Agnesar. Engar athugasemdir
hafa verið gerðar við greinina á þeim
þrettán árum sem liðin eru frá birt-
ingu hennar í Morgunblaðinu.
simon@dv.is
Heimildarmynd um Kögun Myndin mun
fjalla um dómsmálið gegn Teiti auk þess sem
saga Kögunarmálsins verður rakin.
Teitur í mynd um Kögunarmálið
n Teiti Atlasyni var stefnt fyrir ummæli um auðmann
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 22.–24. júlí 2011 83. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.