Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 56
NÝR PEUGEOT 508 Eyðsla í blönduðum akstri (l/100 km) frá 4,4 til 7,1. CO2 útblástur (g/km): frá 115 til 164. Nýr Peugeot 508. Áræðni & öryggi. Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 • www.bernhard.is Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 Áræðni – Ný hönnun, nýtt viðmót og aksturseiginleikar sem samkeppnin á erfitt með að jafna á þessu verði. Öryggi – ABS, EBFD, EBA, ESP, ASR, CBC veitir ríka hugarró fyrir bílstjóra, farþega og gangandi umferð. Verð frá kr. 4.390.000 Björgólfur Thor er víða! Vogunarsjóðir og íslenskir bankamenn n Mikil leynd hefur hvílt yfir eignar- haldi erlendra vogunarsjóða á ís- lensku bönkunum sem hrundu árið 2008. Búið er að greina frá nöfnum einhverra þessara vogunarsjóða, meðal annars á Pressunni og í DV. Aftur á móti hefur ekki farið hátt hvaða Íslendingar það eru sem hafa unnið fyrir þessa vogunarsjóði. Al- veg ljóst er að einhverjir Íslending- ar veittu þeim ráðgjöf um að eignir Glitnis og Kaupþings hefðu verið vanmetnar eftir hrunið og þar með skuldabréf þeirra sem fengust á gjaf- verði. Nú er skrafað um það að helstu stjórnendur íslensku bankanna, meðal annars Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og jafnvel Björgólf- ur Thor Björgólfsson, hafi veitt vogun- arsjóðunum ráðgjöf gegn hlutdeild í hagnaði þeirra á Íslandi. Engar sannanir hafa hins vegar fund- ist fyrir þessari kenningu enn sem komið er. Pétur skrifar um Reykjavík n Þau tíðindi berast nú af rithöfund- inum Pétri Gunnarssyni að væntanleg sé frá honum bók um Reykjavík sem gefin verður út í Þýskalandi. Bókin er ætluð sem eins konar kynningar- rit um Reykjavík fyrir þýska lesendur og er gefin út í tengslum við Bóka- messuna í Frankfurt í haust þar sem Ísland verður heiðursgestur. Hins vegar er það þannig að bók Péturs verður eingöngu gefin út á þýsku og því geta allir þeir fjölmörgu aðdá- endur hans hér á landi sem ekki eru þýskumælandi því ekki lesið verk hans um Reykjavík. Vonandi verður bókin þó þýdd á endanum því vinsældir Péturs eru umtals- verðar hér á landi. Björgólfur á barnum n Björgólfur Thor Björgólfsson hefur verið tíður gestur á ýmsum upp- ákomum á Ís- landi í sumar. Hann skorað- ist til að mynda undan viðtali fjölmiðlamanna á fótaboltaleik á KR-vellinum fyrir skömmu, sýndi afgreiðslustúlku hrikalega maga- vöðva sína á Quarashi-tónleikum þegar hún vildi ekki leyfa honum að fá bol merktan hljómsveitinni ókeyp- is og á miðvikudaginn var hann gest- ur á Danska barnum í Ingólfsstræti. Björgólfur er sjaldan einn á ferð við tækifæri af þessum toga en með- reiðarsveinn hans á Quarashi-tón- leikunum var Birgir Bieltvedt, eigandi Skeljungs og Domino’s, á meðan Orri Hauksson, fyrrverandi starfsmaður hans og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, var með honum á barn- um í vikunni. Björgólfur Thor nýtur því lífsins á Íslandi og er vel tengdur við frammámenn í atvinnulífinu sem sumir hverjir voru skósveinar hans T eitur Atlason, bloggari og ís- lenskukennari, mun verða í aðalhlutverki í heimild- armynd um Kögunarmál- ið svokallaða. Í myndinni, sem framleidd er af þeim Arnari Friðbjarnarsyni og Helenu Harsitu Stefánsdóttur, mun verða rakinn aðdragandi stefnu Gunnlaugs Sig- mundssonar, auðmanns og föður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson- ar formanns Framsóknarflokksins, gegn Teiti fyrr á árinu. Gunnlaugur höfðar mál gegn Teiti vegna meintra meiðyrða. Heimildarmyndin, sem framleidd er af fyrirtækinu Undra- land, mun fjalla um dómsmálið ann- ars vegar og Kögunarmálið sjálft hins vegar. „Það að þau hafi áhuga á að gera heimildarmynd um þetta er bara frá- bært,“ segir Teitur í samtali við DV. „Þetta mál snýst um tjáningarfrelsi og rétt venjulegs fólks gegn auðvaldinu. Mér var att út í þetta dómsmál og ég get ekki annað gert en að verja mig.“ Gunnlaugur stefnir Teiti vegna ummæla sem birtust á bloggsíðu hans. Færsla Teits fjallaði að mestu leyti um umdeild viðskipti í kringum Þróunarfélag Íslands og Kögun og að- ild Gunnlaugs að þessum viðskiptum á sínum tíma. Agnes Bragadóttir skrifaði um málið í Morgunblaðið fyrir rúmum áratug síðan og byggir færsla Teits á grein Agnesar. Engar athugasemdir hafa verið gerðar við greinina á þeim þrettán árum sem liðin eru frá birt- ingu hennar í Morgunblaðinu. simon@dv.is Heimildarmynd um Kögun Myndin mun fjalla um dómsmálið gegn Teiti auk þess sem saga Kögunarmálsins verður rakin. Teitur í mynd um Kögunarmálið n Teiti Atlasyni var stefnt fyrir ummæli um auðmann Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 22.–24. júlí 2011 83. tbl. 101. árg. leiðb. verð 659 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.