Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 39
Fókus | 39Helgarblað 22.–24. júlí 2011
Hvað er að gerast?
n Opnunartónleikar
á Reykholtshátíð
Opnunartónleikar Reykholtshátíðar hefjast
klukkan 20 í Reykholti. Á tónleikunum spila
fiðluleikararnir Auður Hafsteinsdóttir og
Sigrún Eðvaldsdóttir saman og Art Vio
strengjakvartettinn frá Litháen leikur verk
eftir Chopin og Mozart. Einnig verður leikinn
píanókvintett eftir Brahms með píanó-
leikarann Monu Kontra fremsta í flokki.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð
sem verður haldin í fimmtánda sinn nú um
helgina. Boðið verður upp á tónlistaratriði
frá Íslandi, Noregi, Litháen, Englandi og
Svíþjóð. Það kostar 2.500 krónur inn á tón-
leikana. Hátíðin stendur fram á sunnudag.
n Emmsjé Gauti og Gísli Galdur
Rapparinn Emmsjé Gauti heldur tónleika á
Prikinu ásamt vinum klukkan 22. Hann gaf
nýlega út plötuna Bara ég og ætlar Prikið
að gefa tíunda hvern geisladisk. Gísli Galdur
tekur svo við eftir tónleikana og þeytir
skífum fram eftir nóttu. Tveir fyrir einn af
öllum drykkjum frá 22–00.
n Sumarveisla í Hjartagarðinum
Rvk Soundsystem býður til allsherjar
reggíveislu í Hjartagarðinum við Laugaveg.
Garðurinn er staðsettur bak við portið hjá
Hemma og Valda. Útimarkaður verður á
staðnum, danshópur sýnir listir sínar og
plötusnúðar og hljómsveitir spila sumarlega
reggítóna. Veislan byrjar klukkan 11 og
stendur fram á kvöld.
n Bræðslan 2011
Tónlistarhátíðin Bræðslan verður haldin um
helgina á Borgarfirði eystra í sjötta sinn. Í
ár koma fram á hátíðinni írski óskarsverð-
launahafinn Glen Hansard, Hjálmar, Jónas
Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar,
hljómsveitin Vax og Svavar Knútur. Einnig
koma fjölmargir listamenn fram á svokall-
aðri „off venue“ dagskrá. Aðgangseyrir inn á
hátíðina er 5.900 krónur.
n Gildran á Spot
Rokkararnir í Gildrunni ætla að leika fyrir
dansi á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi
á laugardagskvöldið. Hljómsveitin kom
nýlega saman aftur eftir áralangt hlé.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur og fjörið
stendur fram á nótt.
n Ferðalag í gegnum
íslenska tónlistarsögu
Söngkonan Sólveig Samúelsdóttir og gítar-
leikarinn Örn Arnarson fara með áhorfendur
í ferðlag um íslenska tónlistarsögu í Hörpu.
Flutt verða lög allt frá fornum fimmundar-
söng til dægurlaga nútímans. Lögin eru flutt
á íslensku en kynnt á ensku. Aðgangseyrir er
3.000 krónur.
n Harmónikuhátíð Reykjavíkur
Hin árlega harmónikuhátíð Reykjavíkur
verður haldin á sunnudaginn í Árbæjar-
safni og hefst dagskráin klukkan 13. Margir
færustu harmónikuleikarar landsins spila
á hátíðinni. Kjörið tækifæri til að rifja upp
söguna í safninu undir ljúfum harmón-
ikutónum.
n Sunnudagsbíó á Prikinu
Prikið býður gestum sínum upp á sunnu-
dagsþynnkubíó í kvöld. Kvikmynd kvöldsins
er myndin Big Business frá árinu 1929.
22
júl
Föstudagur
23
júl
Laugardagur
24
júl
Sunnudagur
viljum jólin í júlí og síðastnefnda
bókin hlaut Íslensku barnabóka-
verðlaunin árið 2003.
Leið á því að vera fyndin
Eitthvað breyttist. Yrsa fór að skrifa
spennusögu fyrir fullorðna sem
kom út árið 2005. Það var Þriðja
táknið. Fyrsta Þóru-bókin.
„Ég var orðin leið á barnabók-
unum; það er húmor í bókunum
og ég var orðin leið á að vera fynd-
in. Það er mjög erfitt að vera allt-
af fyndin. Mig langaði að prófa að
skrifa fyrir fullorðna. Hugmynd-
in var að skrifa bók sem ég myndi
vilja lesa.“
Þóra Guðmundsdóttir er lög-
fræðingur. Hvort hana hafi dreymt
um að verða stjörnufræðingur í
æsku skal ósagt látið en Yrsa lagði
áherslu á að Þóra yrði eins ólík sér
og hægt væri. Hún vildi ekki að
þær yrðu bornar saman.
„Ég vildi skapa sögupersónu
sem ég kynni vel við. Ég vildi að
hún væri venjuleg manneskja.
Pilla mín, hættu,“ segir Yrsa þar
sem tíkin er eitthvað að vesenast.
„Ég vildi að Þóra væri dæmigerð,
íslensk kona á fertugsaldri, í vinnu
og með börn og ætti við sín hvers-
dagslegu vandamál að stríða.“
Milljón eintök
Þriðja táknið seldist vel. Síðan hafa
komið út fimm spennusögur: Sér
grefur gröf, Aska, Auðnin, Horfðu
á mig og Ég man þig.
Útgáfurétturinn að Þriðja tákn-
inu var seldur til nokkurra landa
áður en Yrsa hafði lokið við söguna.
Í dag eru bækur hennar gefnar út í
um 30 löndum. Spennusögurnar
hafa selst í rúmlega 100.000 eintök-
um hér á landi og í rúmlega milljón
eintökum í öðrum löndum.
Búið er að selja kvikmyndarétt-
inn að öllum spennusögunum.
Sigurjón Sighvatsson keypti rétt-
inn að Ég man þig. „Það er verið að
vinna í handritinu svo hún verður
örugglega kvikmynduð.“
Yrsa segir að þýskt fyrirtæki hafi
keypt réttinn að hinum Þóru-bók-
unum nema að Pegasus tryggði sér
réttinn að Ösku. „Svo bíð ég eft-
ir hvað verður gert; það er aldrei
neitt 100% öruggt í þessu þannig að
maður verður að vera bjartsýnn.“
Yrsa bjóst ekki við þessu fyrir
rúmum áratug þegar hún skrifaði
barnabókina Þar lágu Danir í því.
„Það er ekki hægt að ráðast í
bókarskrif með það að leiðarljósi
að slá í gegn. Það þarf að gera þetta
með réttu hugarfari, af innri þörf
og áhuga en ekki til að skrifa bók
til að hún seljist í bílförmum. Það
virkar ekki. Þá væri maður ekki að
gera þetta á réttum forsendum.
Það er aldrei hægt að segja hvað
það er sem mun virka.“
Hún segir það bæði vera gam-
an og óraunverulegt að bækurnar
skuli vera gefnar út í svona mörg-
um löndum. „Ég ferðast mikið
út af því en ég hugsa aldrei um
þetta þegar ég skrifa. Ég skrifa fyr-
ir íslenska lesendur. Ef fólk hefur
áhuga á að lesa íslenskar bækur
þá þurfa þær náttúrlega að vera ís-
lenskar.“
Orðin sjóuð
Morð og aðrir glæpir, hryllingur og
óútskýranlegir atburðir. Við borð-
stofuborðið situr hlédræg og elsku-
leg kona sem hellir meira af blóð-
rauðu tei í bollana. Hún segir að það
hafi verið skrýtið að byrja að skrifa
svona seint.
„Mér fannst skrýtið þegar byrjað
var að fjalla opinberlega um bæk-
urnar mínar því ég var vön því að
enginn væri að gagnrýna vinnu mína
á verkfræðistofunni í blöðunum.“
Yrsa segir að hún hafi sem betur
fer fengið fremur jákvæða gagnrýni
en oft megi einnig nota það sem
neikvætt er í slíkum dómum til þess
að læra af því og gera þá betur næst.
„Mér finnst samt að það mætti
vera meiri varfærni í því sem sagt er
um fólk sem er að skrifa sínar fyrstu
bækur. Það er einhvern veginn ekki
sanngjarnt að lesa mjög neikvæða
umfjöllun um bækur þeirra sem eru
að stíga sín fyrstu skref á ritvellin-
um. Mjór er oft mikils vísir og það á
við um skrif eins og annað.“
Hvernig tekur Yrsa gagnrýni? „Ég
er orðin sjóuð. Auðvitað finnst mér
leiðinlegt að fá neikvæða gagnrýni
en ég hef aldrei fengið herfilega út-
reið. Það er auðvitað fundið að hlut-
um og það er ekkert gaman þegar
þannig ber undir. Þá er bara að gera
betur næst og ég tek það til mín sem
mér finnst ég eiga skilið og það er
alltaf hægt að gera betur.
Ég tók þetta miklu meira inn á
mig þegar ég var að byrja og þótt
ég hafi fengið mjög góða dóma fyr-
ir barnabækurnar var ég alltaf kvíð-
in þegar kom að gagnrýni; ég beið
spennt. Ég les flest allt sem skrifað er
um bækurnar mínar.“
Pínulítið óhugnanlegar
Hún fékk verðlaun og viðurkenning-
ar fyrir barnabækur. Hún hefur líka
fengið verðlaun fyrir spennusögur.
Yrsa fékk til að mynda Blóðdropann
í ár, bókmenntaverðlaun Hins ís-
lenska glæpafélags, fyrir Ég man þig.
Bókin keppir í kjölfarið um norrænu
glæpasagnaverðlaunin Glerlykilinn.
„Þetta kemur bara í ljós,“ seg-
ir Yrsa af mikilli hógværð. „Það eru
margir góðir og frambærilegir höf-
undar og það er eitt að vera útnefnd
en annað að hljóta þessi verðlaun.“
Hún er beðin um að lýsa bók-
unum sínum. Hún segir: „Þær
eru spennandi, þéttar og pínu-
lítið óhugnanlegar – ég vona það
allavegana. Ég vil að fólk njóti þess
að lesa bækurnar og geti flúið svolít-
ið hversdagsleikann í þann tíma sem
það tekur að komast í gegnum þær
og að það séu einhver atriði í þeim
sem vekja það kannski til umhugs-
unar.“
Smádulúð
Yrsa segist fá hugmyndir héðan og
þaðan. Stundum heyrir hún eitthvað
sem henni finnst tilvalið að nota,
stundum sér hún eitthvað eða fær
jafnvel hugmynd þegar hún horfir á
kvikmynd, fréttir eða jafnvel fræðslu-
efni.
„Stundum bý ég þetta algjör-
lega til. Allt sem ég reyni að forma
byggir á einhverju sem ég hef safn-
að að mér í gegnum árin. Vinkona
mín sagði mér einu sinni sögu af
draugagangi og ég notaði þá hug-
mynd í einni bókinni. Ég legg meira
við hlustir þegar ég er í skriftarfasa.“
Það má þekkja byggingar ákveð-
inna arkitekta frá öðrum: Bein-
ar línur. Jafnvel vissa liti. Það má
þekkja verk tónskálda. Hvað með
Mozart? Beethoven? Það má þekkja
málverk sumra myndlistarmanna.
Áferðina. Litina. Hvað með verk
Yrsu Sigurðardóttur? Má þekkja
hennar stíl?
„Ætli það sé ekki að byggja upp
smádulúð. Söguþráðurinn er styrk-
ur minn að mörgu leyti; að henda
út alls konar öngum og ná að draga
þá alla í land í lokin. Setningarnar
eru kannski frekar langar; bækurn-
ar mínar þykja í það minnsta langar.
Ætli það sé ekki af því að setningarn-
ar séu of langar.“ Hún hlær.
Eiginmaðurinn kemur inn. Heils-
ar. Segir að heimiliskötturinn Mjása
hafi veitt mús. Hann sest, kíkir í tölv-
una og Palli leggst á gólfið við fætur
hans og sofnar.
Glæpurinn þarf að vera
alvarlegur
Hvað er glæpur í huga Yrsu? „Glæp-
ur sem ber uppi glæpasögu þarf að
vera alvarlegur. Og alvarlegasti glæp-
urinn er án efa morð vegna þess að
slíkan verknað er ekki unnt að bæta
og kynferðisbrot koma væntanlega
þar á eftir.“
Hún viðurkennir að stundum hafi
hún skoðað gömul mál. „Ég reyni þó
að treysta á eigið ímyndunarafl því
ég vil ekki særa fórnarlömb gamalla
glæpa. Ég get ekki hugsað mér að
lenda í því.“
Hún skapar annan heim. Heim
þar sem Þóra Guðmundsdóttir lög-
fræðingur leysir flókin sakamál og
þar sem jafnvel gengnir valsa um.
Yrsa segir að hún geti ekki lýst því al-
mennilega hvað þetta gefi sér.
„Ég held að það sé almennt þörf
hjá fólki að skapa eitthvað. Sumir
prjóna; ég hef reynt það en ég er öm-
urleg prjónakona. Ég er að búa eitt-
hvað til. Þetta er mitt.“
Skrifin gefa ekki bara. Þau taka
ýmislegt frá Yrsu. „Sumarleyfin mín
eru svolítið mikið frátekin í þetta og
ég þarf að ferðast mikið til útlanda
þannig að ég er ekki eins úthvíld og
ég vildi vera. Mér finnst líka skrýtið
að vera opinber persóna. Þekkt. Mér
finnst það svolítið óþægilegt; það er
aðallega furðuleg og skrýtin tilfinn-
ing. Það er eitthvað sem ég kann ekki
alveg en ég er að læra það.“
Blóðrautt teið er orðið kalt. Það
hefur örlítill dropi skvest úr katlinum
á borðstofuborðið. Minnir á blóð-
dropa.
„Ég skrifa fyrir íslenska lesendur.
Ef fólk hefur áhuga á að
lesa íslenskar bækur þá þurfa þær
náttúrlega að vera íslenskar.
Fleytir kerlingar Og
selur milljón bækur.
MyndiR GunnaR GunnaRSSOn