Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 8
8 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Stígamót opna athvarf fyrir þolendur kynferðisofbeldis: Safna hlutum fyrir athvarf „Við erum að vinna í því að opna at- hvarf og komum til með að fá hús- næði fljótlega. Við þurfum í rauninni allt sem venjulegt heimili þarfnast. Ef fólk á einhverja hluti, bæði nýja og notaða, sem eru í góðu ásigkomulagi myndum við gjarnan vilja gefa því framhaldslíf,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum. Samtökin stefna að því að opna athvarf fyrir þolendur kyn- ferðisofbeldis á næstunni. Þau ætla að innrétta athvarfið eins og heimili og vantar ýmislegt inn á það. „Við ætlum að innrétta heim- ili fyrir 5–6 manns. Okkur vant- ar allt, sófa, stofuborð, rúm, hillur, fataskápa, já, bara allt sem er inni á venjulegum heimilum. Líka hræri- vél, ryksugu, glös og bara allt svona. Við viljum bara gera þetta fallegt og heimilislegt.“ Hún segir athvarfið koma til með að hjálpa þolendum kynferðis- ofbeldis. „Markhópurinn okkar eru konur sem hafa verið seldar mansali eða verið í vændi. Hugmyndin er að þetta verði ekki neyðarathvarf held- ur staður þar sem konur geta búið í nokkra mánuði meðan þær eru að fóta sig í lífinu og koma sér frá þeim harða veruleika sem vændið er og því sem þar viðgengst.“ Þeim, sem vilja leggja söfnun- inni lið, er bent á að hafa samband á tölvupóstfangið steinunn@stigamot. is eða á skrifstofu Stígamóta í síma 690-3565 eða 562-6868. Athvarf fyrir Stígamót Hafin er söfnun fyrir athvarf Stígmóta. Athvarfið á að geta hýst fimm til sex manns í einu. Vildi selja pláss í bók: „Ósiðlegt brask“ Þór Saari, þingmaður Hreyfingar- innar, segir að Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, hafi boðið sér að kaupa umfjöllun um Hreyfinguna í bók sem Sturla stóð að. Þór segir að bókin hafi átt að vera einhvers konar söguleg úttekt á Ís- landi frá árinu 2010. Þór segist hafa hitt Sturlu eftir að hin síðarnefndi hefði þrábeðið hann um fund vegna bókarinnar. „Hann er viðriðinn einhverja bókaútgáfu og þetta átti að vera einhvers konar mynd af Íslandi á hverjum tíma. Þetta átti að vera bara fyrir árið 2010. Þetta hljómaði allt mjög vel og fal- lega og var nokkuð áhugavert. Þegar við hittumst þá útskýrði hann þetta svo fyrir mér í þaula,“ segir Þór. Við lok fundarins kom svo í ljós að Hreyfingin gat keypt sér um- fjöllun um flokkinn í bókina. Í bók- inni átti að vera einhvers konar listi yfir stjórnmálaflokka og umfjöllun um þá. „Til þess að vera með í því þá þurftum við að borga fyrir það,“ segir Þór og telur að sú upphæð hafi hlaupið á einhverjum hundruðum þúsunda. „Mér finnst þetta bara ósiðlegt brask. Að bjóða mönnum að kaupa umfjöllun um eitthvað sem þeir kalla sögulegar heimildir. Greinilegt er að einhverjir þurfa að minnsta kosti að borga fyrir umfjöllunina,“ segir Þór, en Hreyfingin mun hafa hafnað þessu boði frá Sturlu. Þór Saari sagði fyrst frá mál- inu í ummælum við frétt á vef DV.is þar sem fjallað var um lánsloforð Byggðastofnunar, þar sem Sturla situr í stjórn, til Ökugerðis Íslands, þar sem Sturla er stjórnarformaður. Í ummælunum sagði Þór: „Sturla kemur víða við. Í vor fundaði ég með honum eftir mikla eftirgangssemi af hans hálfu vegna bókar sem hann er að gefa út um Ísland, e.k. söguleg úttekt á Íslandi árið 2010. Ástæða fundarins var að hann vildi selja Hreyfingunni pláss fyrir umfjöllun í bókinni. Svona geta menn nú ein- faldlega keypt sér sess í sögunni, ef sagnaritarinn er. . . . ? Leyfi ykkur að botna.“ Heimildir DV herma að enski leik- stjórinn Ridley Scott gisti nú í glæsi- villunni Hrafnabjörgum við Eyja- fjörð. Scott, sem meðal annars er heimsfrægur fyrir að hafa gert Alien- myndirnar, er staddur hér á landi við tökur á kvikmynd sem mikil leynd hvílir yfir og lítið sem ekkert er vit- að um hvers eðlis hún er. Þó er vitað að myndin heitir Prómeþeus. Meðal leikara í myndinni eru Charlize The- ron og Michael Fassbender. Húsið er í eigu svissneska auð- mannsins Thomas Martin Seiz en var áður í eigu Jóhannesar Jónsson- ar, stofnanda Bónus. Landsbankinn tók húsið af Jóhannesi fyrir nokkr- um mánuðum, líkt og DV greindi frá á sínum tíma. Öryggisverðir frá Ör- yggismiðstöðinni vakta húsið allan sólarhringinn á meðan Ridley Scott dvelur í því. Meðfylgjandi mynd, sem tekin var á fimmtudag, sýnir öryggisvörð á bíl merktum fyrirtækinu standa vaktina við innkeyrsluna við Hrafna- björg. Daginn áður sást þyrla lenda á lóðinni. Hún staldraði þó stutt við því hún fór aftur á loft og lenti á Akureyr- arflugvelli. Fer yfir hálft landið Heimildir DV herma að Ridley gisti nú í húsinu en þetta hefur ekki feng- ist fyllilega staðfest. Ástæða þess er að tengiliðir hans hér á landi, starfs- menn True North, eru bundnir trún- aði. Tökur fara nú fram á mynd Rid- leys Scott við Dettifoss og DV hefur áður sagt frá því að falast hafi ver- ið eftir Hrafnabjörgum sem aðsetri fyrir Ridley. Þá mun öryggisgæsla í húsinu hafa verið hert til muna ný- lega, ásamt því að menn hafa ekki orðið sérstaklega varir við þyrluferð- ir við húsið fyrr en nýverið. Það má því ætla að leikstjórinn gisti nú í því. Þá hefur DV áreiðanlegar heimild- ir um að tökulið Ridleys og leikarar í myndinni gisti nú á sveitahótelum á nágrenni við Hrafnabjörg og hef- ur hótelið Bjarnargerði við Eyjafjörð verið nefnt í því samhengi. Ætla má að Ridley noti þyrluna til að ferðast á tökustað, sem er nærri Dettifossi. Sjónarvottar segja þyrl- una hafa lent við húsið á miðvikudag og hafa svo haldið áleiðis til Akur- eyrar. Mögulegt er þó að leikstjórinn ferðist frá flugvellinum og á tökustað á bíl. Tökur standa nú yfir við Detti- foss og munu standa fram á föstu- dag. Meðan á þeim stendur mun að- gengi ferðamanna að fossinum verða takmarkað. Stórmynd í bígerð Þó að ekkert hafi verið tilkynnt opinberlega um málið mun Rid- ley hafa látið ýmislegt í ljós í við- tölum vegna kvikmyndarinnar. Myndin átti upprunalega að vera sú fyrri af tveimur sem yrðu for- leikur að Alien-kvikmyndunum. En í kjölfar ágreinings við 20th Century Fox-myndverið voru nokkrar breytingar gerðar á mynd- inni. Ágreiningurinn snérist fyrst fremst um að Scott vildi fram- leiða mynd sem yrði bönnuð inn- an 18 ára, en mynd verið vildi ekki leggja eins miklar fjárhæðir í kvik- mynd sem næði ekki til breiðari markhóps. Henni var því breytt. Á vefnum imdb.com er ýmislegt sagt um kvikmyndina – en ekkert hefur fengist staðfest og ljóst er að marg- ar sögusagnir eru á kreiki um þessa mynd Ridleys Scott. „Daginn áður sást þyrla lenda á lóðinni. n Heimsfrægur leikstjóri gistir í Hrafnabjörgum n Áður heimili Jóhannesar í Bónus n Sólarhringsvöktun öryggisvarða n Flýgur frá Hrafnabjörgum með þyrlu Ridley Scott gistir í húsi Jóa í Bónus Eitt glæsilegasta hús landsins Hrafnabjörg er eitt glæsilegasta hús landsins. Húsið er 427 fermetrar og stendur á um sextán þúsund fermetra eignarlóð. Húsið er á tveimur hæðum og á efri hæðinni mynda stofan, borð- stofan og eldhúsið eitt stórt og opið rými. Stórir útsýnisgluggar eru á stof- unni sem í er arinn. Á neðri hæðinni er tæknirými, líkamsræktaraðstaða og tvö baðherbergi. Fyrir utan er 40 fermetra sundlaug og stór heitur pottur. Thomas Seiz festi kaup á þessari glæsilegu eign í apríl síðastliðnum eftir að skilanefnd Landsbankans leysti eignina til sín. Gamli Landsbankinn átti 400 milljóna veð í húsinu. Samkvæmt heimildum DV óku öryggisverðir framhjá eigninni á klukkutíma fresti þegar húsið var í eigu Jóhannesar. Símon Örn Reynisson blaðamaður skrifar simon@dv.is Villan Hrafnabjörg er eitt glæsilegasta hús landsins, en það er 427 fermetrar og stendur á um sextán þúsund fermetra eignarlóð. Lúxuslíf Ridley Scott gistir, sam- kvæmt heimildum, í glæsivillunni Hrafnabjörgum við Eyjafjörð. Húsið var áður í eigu Jóhannesar í Bónus. Á vaktinni Öryggisvörður fylgist með því að enginn óboðinn fari inn á lóðina. Sjálfskiptur Skoda Octavia árg 2002 Ekinn 110 þús, dökkblár, 4 dyra, 1.984 cc., heilsársdekk fylgja, ekkert áhvílandi. Hafið samband við Margréti í síma 661-8330
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.