Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 36
36 | Sakamál 22.–24. júlí 2011 Helgarblað H inn 7. október sat Cheryl Jennings í makindum og vann við tölvuna sína á heimili þeirra Seans, eiginmanns henn- ar, í Spokane í Washington þeg- ar Sean bar fram frekar undar- lega bón. „Þetta er ekki tilbúið enn. Ég vil ekki að þú sjáir hvað ég er búinn að gera. Ég bind fyrir augun á þér og leiði þig þangað,“ sagði Sean við Cheryl. „Þang- að“ var inn í bílskúrinn þar sem Sean hafði dundað við að útbúa draugahús fyrir börn sín. Cheryl, sem var 36 ára, var bundin við hjólastól og hafði aðeins verið gift Sean í eitt og hálft ár. Hjónabandið var þriðja hjónaband Seans og var Cheryl afar umhugað að gera honum til geðs, hjálpa honum að ala upp börn hans og verða sú kona sem fyllti líf hans hamingju og gleði. Þennan dag þarfnaðist hann Cheryl til að ákvarða lengd reip- is sem hann hugðist nota til að hengja upp plastbeinagrind í draugahúsinu til að fullkomna það. „En af hverju þarf ég að hafa bundið fyrir augun,“ spurði Cher yl. Sean gaf það svar að um væri að ræða leik og hún þyrfti engar áhyggjur að hafa. Leidd í snöruna Sean batt fyrir augu Cheryl og hún lét það eftir honum að leyfa honum að leiða sig inn í bíl- skúrinn. Þangað komin reisti hann hana úr hjólastólnum og upp í stiga þar sem hún þurfti að standa á meðan hann mældi lengdina frá hálsi hennar upp í loft. Fyrirvaralaust var hann búinn að handjárna hana og smeygja lykkju um háls hennar. Cheryl var verulega brugðið og hrópaði: „Losaðu þetta af mér, Sean. Hættu þessari vitleysu.“ En Sean brást við kröfu hennar með því að hækka í útvarpinu. Þar sem bundið var fyrir augu Cheryl var henni gjörsamlega ómögulegt að gera sér grein fyr- ir hvað var að gerast í kringum hana en skyndilega fann hún að stiginn hallaði undir henni, en örvæntingarhróp hennar drukknuðu í hávaðanum frá út- varpinu. Sean mistókst að sparka stig- anum undan konu sinni og henni tókst að halda jafnvægi með því að tylla sér á tær. Hún fann að reipið hertist um háls hennar og bað Sean, á milli þess sem hún barðist við að ná and- anum, um að losa sig. Einfaldara en skilnaður Allt í einu lækkaði tónlistin í út- varpinu og Sean útskýrði með kaldri, tilfinningalausri röddu hvað fyrir honum vakti. Þetta var einfaldara en að standa í skiln- aði, sagði hann. Hann hefði þeg- ar gengið í gegnum tvo skilnaði og hugnaðist ekki að skilja þriðja sinni og greiða framfærslueyri. Sean bætti við að hann myndi segja börnunum að Cheryl hefði framið sjálfsmorð í þunglyndi og að sjálfsögðu myndi hann sjá til þess að sjálfsmorðsbréf fynd- ist. Sean upplýsti Cheryl um að hann hefði eytt ófáum stundum í að æfa rithönd hennar. Þar sem Cheryl barðist fyrir lífi sínu, standandi á tám í efstu rim stigans, missti Sean þolin- mæðina og sagði henni að láta af þessari baráttu, hún myndi hvort sem er missa meðvitund innan skamms. Sean hafði rétt fyrir sér, en þegar Cheryl var um það bil að missa meðvitund skipti Sean um skoðun. „Þá var ég gjörsamlega magnvana; undrun mín og reiði höfðu breyst í uppgjöf. Ég var viss um að lífi mínu myndi ljúka þar og þá,“ sagði Cheryl síðar. Sean lyfti Cheryl úr snör- unni og kom henni fyrir í hjólastólnum og hálfringl- uð leit hún í andlit hans þegar hann bað hana lengstra orða að gleyma því sem á undan var gengið. Cheryl hélt að Sean hefði misst vitið. Hann var ný- búinn að reyna að fyrirkoma henni og bað svo um fyrirgefningu; hann vildi ekki skilnað, hann elskaði hana og vildi að hún lof- aði að fara ekki fram á skilnað. Ákæra, ekki fyrirgefning Sean sagði Cheryl að bera smyrsl á sárið á hálsinum og hylja það síðan með hálsklút og fyrst þá sagðist hann vera miður sín vegna máls- ins. Cheryl var eðlilega nokkuð ringluð og því var það ekki fyrr en tveimur dögum síðar þegar hún var í verslunarmiðstöð í hverfinu að hún hafði samband við lög- regluna. Sean Jennings var hand- tekinn þá um kvöldið og neitaði, þrátt fyrir að lögreglan væri búin að finna handjárnin, reipið, stig- ann og fleira sem málið varðaði, ásökunum eiginkonu sinnar. Sean var ákærður fyrir morð- tilraun og Cheryl fór, eðli máls- ins samkvæmt, fram á skilnað. Við réttarhöldin yfir Sean sagði Cheyl társtokkin við hann: „Þú sagðir mér að treysta þér og ég gerði það. Þú sagðir að þú mynd- ir ekki meiða mig og ég trúði þér.“ Sean játaði á sig morðtilraun og var, þrátt fyrir að sýna iðrun í tíma og ótíma, dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Cheryl sagði hins vegar að hún teldi sig afar lánsama að enda sem fráskilin kona, en ekki dauð. kolbeinn@dv.is Banaráð í Bílskúr n Með bundið fyrir augun var Cheryl Jennings leidd inn í bílskúr n Það sem hún hélt vera grín var í huga eiginmanns hennar dauðans alvara n Í bílskúrnum beið Cheryl frumstæður gálgi „Þá var ég gjör samlega magnvana; undrun mín og reiði hafði breyst í uppgjöf. Ég var viss um að lífi mínu myndi ljúka þar og þá. Sean Jennings Hugnaðist ekki að ganga í gegnum sinn þriðja skilnað. Ó hætt er að segja að gleði Tammy Lee Hinton á brúðkaupsdegi sínum um síðustu helgi hafi fengið snöggan endi. Tammy Lee var vart búin að segja „já“ og þannig séð komin í hnapphelduna þegar hún fékk heldur óvenjulegt skart frá lög- reglunni sem hafði ákveðið að heiðra hana með nærveru sinni í kirkju einni í grennd við Jack- son í Michigan í Bandaríkjun- um. Þannig er mál með vexti að Tammy Lee Hinton ku ekki hafa gengið hinn þrönga veg dyggðugs lífernis og var á skrá hjá lögreglunni fyrir að hafa gengið í bága við lög og regl- ur með því að nýta sér pers- ónuupplýsingar annarrar manneskju. Samkvæmt Rick Gillespie, öryggisfulltrúa bæj- arfélagsins Blackman-Leoni í Jackson-sýslu, var talið að Tammy Lee, sem er 53 ára, hefði komið sér fyrir í Flórída en lögreglan í Jackson hafði fengið ábendingar um að hún kynni að drepa niður fæti í Leoni-bæjarfélaginu vegna fyrirhugaðs brúðkaups. Lögregluyfirvöld veltu fyr- ir sér hvort við hæfi væri að hneppa Tammy Lee í varð- hald á brúðkaupsdegi hennar en komust að því eftir nokkra umhugsun að þeim væri ekki margra kosta völ, enda ekki hægt um vik að láta áreiðan- legar upplýsingar um veru- stað hennar sem vind um eyru þjóta. „Við þurftum að gera hið nauðsynlega,“ sagði áður- nefndur Gillespie við vefsíð- una MLive.com. Tammy Lee fékk þó óáreitt að ganga inn kirkjugólfið, skiptast á heitum við verð- andi eiginmann sinn og segja „já“ áður en lögreglan skellti handjárnum á hana. Tammy afþakkaði aftur á móti að hafa fataskipti áður en hún var færð í varðhaldið og skartaði því þessu líka fína brúðarslöri á „brúðkaupsmynd“ lögreglu- yfirvalda í Jackson-sýslu. Að sögn Gillespies var Tammy Lee forviða í fyrstu enda hafði hún, að eigin sögn, ekki minnstu hugmynd um hvað málið snérist um. Reyndar þurfti hin nýbak- aða eiginkona ekki að dvelja lengi í varðhaldi því eigin- maður hennar, ónafngreind- ur, fékk að sækja hana innan við hálftíma eftir hina óvæntu uppákomu þegar búið var að ganga frá tryggingu fyrir hana. Frekari upplýsingar um mál- ið eru ekki fyrirliggjandi, en tal- ið er að Tammy Lee Hinton og eiginmaður hennar hafi haldið rakleitt til brúðkaupsveislu og ekki látið hnappheldu lögregl- unnar hafa áhrif á hnappheldu hjónabandsins. Brúðurin sett í járn við altarið n Fékk óvænta gesti í brúðkaupið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.