Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 31
Nærmynd | 31Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Sama ár kom út bókin Og þá flaug hrafninn, sem var uppgjör Ingva við fréttastofuna og frásagnir af lífinu á bak við skjáinn. Sagði Ingvi þar að hann hefði í raun sagt upp í desem­ ber 1987 sem fréttastjóri þegar kvis­ aðist að Markús Örn ætlaði að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur, núverandi dagskrárstjóra, í starfið hans Ingva. „Það varð allt bókstaflega brjál­ að og fréttamenn sögðu beint út við mig að ég mætti ekki skilja fréttastof­ una eftir í höndum Sigrúnar. Eng­ inn fréttamannanna vildi fá hana sem yfir mann sinn. Ég var þá beitt­ ur miklum þrýstingi [að hætta við að hætta, innsk. blm]. Á endanum féllst ég á að taka uppsögnina til baka,“ skrifar Ingvi í bók sinni. Í frétt DV um málið í júlí 1988 sögðust fréttamenn Sjónvarpsins ekki kannast við neina andstöðu gegn Sigrúnu. Enginn þeirra kom þó fram undir nafni. Svo fór eins og áður segir að Ingvi var rekinn, aðeins nokkrum mánuðum eftir að hann hætti við að hætta. Sló í gegn með Bingó-Bjössa Eftir að hafa verið rekinn frá RÚV fór Ingvi yfir á Stöð 2 og varð þar einnig fréttastjóri. En veturinn 1994 skipti Ingvi algjörlega um gír og tók að sér þáttastjórnendahlutverk í ein­ um allra minnisstæðasta sjónvarps­ leikjaþætti Íslandssögunnar, Bingó­ Lottó. „Næsta laugardag segi ég bara góðar fréttir,“ var heilsíðuauglýsing með Ingva sem birtist í öllum dag­ blöðum landsins. Þátturinn sló algjörlega í gegn og var markaðsfræðilegt undur því ekki bara voru það heppnir gestir í sjón­ varpssal sem gátu unnið peninga­ fjárhæðir upp að 400.000 krónum, auk myndavéla, sjónvarpa, tölva, utan landsferða og meira að segja fólksbíla, heldur gat fólkið heima einnig keypt sér Bingó­Lottó­miða, tekið þátt í fjörinu og hringt inn þeg­ ar það var komið með bingó. Á mörgum heimilum sat fólk klárt við símann á hverju laugardags­ kvöldi en þátturinn var ávallt sýnd­ ur í opinni dagskrá. Það sem meira var þá byrjaði Ingvi að hringja heim til fólks í beinni útsendingu og var þá eins gott að fólk ætti miða ætlaði það sér að vinna eitthvað. Ingvi sýndi í þættinum á sér nýja hlið sem skemmtikraftur en þáttur­ inn höfðaði bæði til barna og full­ orðinna. Ingvi varð sjónvarpsstjarna á einni nóttu og var hann farinn að ferðast um landið til að hitta krakka ásamt hinum sívinsæla bangsa, Bingó­Bjössa, sem var aðstoðarmað­ ur hans. Fékk Úrval útsýn þá félaga til að mæta þegar nýr ferðabækling­ ur fyrirtækisins var kynntur og gefa kátum krökkum glaðning, svo dæmi sé tekið. ÍNN Eftir að hafa yfirgefið Stöð 2 sinnti Ingvi ýmsum störfum en fyrir rúm­ um fjórum árum síðan ákvað hann að stofna eigin sjónvarpsstöð og til varð ÍNN. Stöðina á Ingvi Hrafn ásamt syni sínum, Ingva Erni. Stefnt var að því að fara í loftið 19. janúar 2007 en fyrsta útsending var 24. mars 2007. Fyrstu fjórar vikurnar var Ingvi staddur á Flórída og talaði við gesti sína í gegnum vefmyndavél en það vakti eðlilega mikla athygli. Það gerir Ingvi enn þann dag í dag. „Það er hreint með ólíkindum að ég geti setið hérna í 4.000 mílna fjar­ lægð og rætt við viðmælendur mína sem sitja í stúdíói heima á Íslandi,“ sagði hann í viðtali við Fréttablaðið. Ingvi var að vanda háfleygur þeg­ ar hann ræddi um stofnun ÍNN í Fréttablaðinu í lok desember 2006. Sá hann þá fram á að geta haldið stöðinni í loftinu í sex mánuði en þeir eru nú orðnir að fjórum árum. „Hversu umfangsmikil dagskráin á ÍNN verður ræðst af því hvernig Sjálfstæðisflokkurinn afgreiðir Sikil­ eyjarfrumvarpið um RÚV. Sem mun gera Pál Magnússon að sannkölluð­ um Corleone. Frumvarpið er glæp­ samlegt í mínum bókum. Mennta­ málaráðherra hæstvirtur sér ekki upp fyrir koppinn sinn. Menn eru alltaf að hugsa um Jón Ásgeir, Baug, 365, en málið er að þetta frumvarp mun skerða stórkostlega alla þróun­ armöguleika í þessum miðli. Ingvi er allt í öllu hjá ÍNN, er að sjálfsögðu með þátt sinn Hrafna­ þing þar sem hann segir skoðanir sínar á málefnum dagsins vægast sagt umbúðalaust, auk þess sem hann sér um daglegan rekstur og les meira að segja inn á auglýsingar. Hreinskilnin hans stærsti kostur og galli „Við kynntumst fyrst þegar ég var íþróttafréttamaður og hann var að þvælast á einhverjum leikjum fyr­ ir Moggann. Þar var hann látinn hlaupa í ýmis mál,“ segir þúsund­ þjalasmiðurinn og nú stjórnlaga­ ráðsmaðurinn Ómar Ragnarsson, vinur Ingva Hrafns og samstarfs­ maður til margra ára. „Við kynntumst svo almenni­ lega þegar hann varð þingfrétta­ ritari RÚV,“ segir Ómar sem segir Ingva Hrafn duglegan í vinnu. „Hann er fyrst og fremst skorp­ umaður sem afkastar hlutum á skömmum tíma og það kom í ljós með leiðtogafundinn 1986. Hann og fréttastofan í heild sinni lyftu grettistaki þar og unnu eitthvert mesta fjölmiðlaafrek Íslands­ sögunnar,“ segir Ómar sem telur helsta kost Ingva einnig vera galla. „Hans stærsti kostur og galli er mikil hreinskilni og afdráttarlausar skoðanir en ég vil meta það sem kost. Það hefur alltaf verið gott að eiga Ingva að og þó svo að hann segi manni til syndanna í Hrafnaþingi er það allt í lagi og kemur vináttu okkar ekkert við. Ég samdi nú til dæmis lag og texta um hann sem heitir Höfð­ ingi heim að sækja. Það er alltaf gott að fara í heimboð til Ingva,“ segir Ómar Ragnarsson. Mikill veiðimaður Ein helsta ástríða Ingva Hrafns í gegnum tíðina hefur verið laxveiði. Það er fátt sem Ingvi lætur stöðva sig þegar kemur að því að renna fyrir lax eins og sannaðist þegar hann fékk hin svokölluðu Footloose­verðlaun Stangveiðifélags Reykjavíkur árið 1987. Þau verðlaun eru veitt þeim stangveiðimönnum sem stunda lax­ veiðar þrátt fyrir einhverja erfiðleika. Til dæmis fékk þáverandi forsætis­ ráðherra, Steingrímur Hermanns­ son, verðlaunin árið áður en hann hafði þá verið í gipsi við veiðar. Ingvi hafði glímt við veikindi þetta ár en lét það ekki stöðva sig í því að landa nokkrum löxum. „Ég lenti í því að vera á spítala og vera veikur nokkra mánuði í fyrra en kom mér til heilsu við laxveiðar. Þegar ég byrjaði að veiða í fyrra var það við Norðurá og ég hafði svoleiðis svima að ég gat ekki veitt í nema þrjá til fjóra tíma og svaf síðan í tólf til sextán. Tíu dögum seinna fór ég aftur og hafði þá farið verulega fram. Ég notaði þessar úti­ verur til þess að ná bata. Kunningjar mínir höfðu það fyrir satt að ég hefði jafnvel staðið upp af skurðarborðinu til þess að komast í veiðina,“ sagði Ingvi í viðtali við Tímann um ákefð sína í að komast í veiði. Ingvi veiðir ekki bara í ám ann­ arra heldur er hann einnig stað­ arhaldari í Langá á Mýrum. Af því hefur hann haft góðar tekjur undan­ farin ár en í góðærinu hækkaði verð á veiðileyfum í ánni til muna. „Menn eru að borga 2 til 3 þús­ und dollara fyrir daginn,“ sagði Ingvi í viðtali við Fréttablaðið árið 2007. Hann sagði þá laxveiði ekki lengur vera fyrir hinn venjulega mann. „Ég hef af þessu miklar áhyggjur en nú er kominn sá tími að stór hópur Íslend­ inga á enga möguleika á að komast í toppveiði. Enga. Nema menn séu í boði stórfyrirtækja.“ Í sama viðtali upplýsti Ingvi að hann væri að borga 50 milljónir fyrir leigurétt að ánni en fimm árum áður hafi sú upphæð verið 20 milljónir. Það var síðan vegna ánnar og vinnu í kringum hana að Ingvi komst í hann krappan í ár. Óhemjukjaftfor Fáir þekkja Ingva Hrafn jafnvel og Orri Vigfússon stangveiðigoðsögn og náttúruverndarsinni. Orri er formað­ ur NASF, verndarsjóðs villtra laxa, og árið 2004 var hann útnefndur ein af hetjum Evrópu af Time­tímaritinu. Orri og Ingvi hafa þekkst lengi og hafa ósjaldan staðið tveir saman og rennt fyrir lax. „Pabbi Ingva var prófessor og var í laxárfélaginu. Hann bauð mér að koma með og svo þróaðist þetta þannig að við tveir fórum að veiða saman,“ segir Orri. En hvernig er að veiða með Ingva? „Það er mjög gott. Við höfum veitt mikið saman í gegnum árin. Ingvi er hörkuveiðimaður og mjög meðvitað­ ur um allt í náttúrunni,“ segir Orri. „Við erum samt mjög ólíkar pers­ ónur en hvað varðar Ingva er ekki hægt að hugsa sér betri vin vina sinna. Hann er auðvitað óhemjukjaft­ for en hann er mikill fjölskyldumað­ ur og góður vinur. Við kynntumst á síldarævintýrinu á Siglufirði í kring­ um 1950 og eftir það hefur verið mik­ ill fjölskyldusamgangur. Ingvi er afar góður maður,“ segir veiðifrömuður­ inn Orri Vigfússon um Ingva vin sinn. Í fangelsi Á dögunum var Ingvi Hrafn dæmd­ ur í Héraðsdómi Reykjavíkur til sex mánaða fangelsisvistar fyrir skatta­ lagabrot, en dómurinn er skilorðs­ bundinn til tveggja ára. Hann var einnig dæmdur til að greiða 15 millj­ ónir króna í sekt. Ef sektin er ekki greidd innan fjögurra vikna skal hann sæta 128 daga fangelsisvist. Eiginkona hans, Ragnheiður Sara Hafsteinsdóttir, fékk þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm og var dæmd til að greiða átta milljónir króna í sekt. Brotin fela í sér ranga meðferð á greiðslu virðisaukaskatts í tengslum við vegagerð og vatnsveitu. Ingvi tjáði sig um málið í samtali við DV í janúar síðastliðnum þar sem hann sagði svona geta gerst þegar menn lentu í „klónum á svikulum og gjald­ þrota banka og vondum endurskoð­ endum.“ Hann neitaði að hafa gert nokkuð rangt varðandi virðisauka­ skattinn. „Þetta tengist Langárveiðum. Það er erfitt fyrir mig að borga skatta af einhverju sem ég hef ekki fengið greitt,“ sagði Ingvi Hrafn í janúar en tók þó fram að málið væri flókið og teygði anga sína víða. Hann neitaði sök í málinu og varðist ákærunni fyr­ ir Héraðsdómi Reykjavíkur þegar að­ almeðferð málsins fór fram í maí síð­ astliðnum. Þegar DV.is hafði samband við hann eftir að dómur var kveðinn upp sagði hann: „Þetta er mjög einfalt, við erum dæmd fyrir skattalagabrot sem aldrei voru framin af ásetningi, heldur vegna afglapa og vanrækslu löggilts endurskoðanda sem við treystum. En lögin segja að við ber­ um ábyrgð á þeim afglöpum og við höfum enga peninga til að áfrýja þessu. Þetta er bara eitt af þessum súru eplum sem maður bítur í.“ tomas@dv.is DV 16. ágúst 2003 Ingvi, Hallgrímur Thorsteinsson, Sigurður G. Tómasson og Arnþrúður Karlsdóttir ætluðu að sigra heiminn með Útvarpi Sögu. Nú er Arnþrúður ein eftir. DV 24. febrúar 1995 Bingó-Lottó sló í gegn en þar fetaði Ingvi nýja braut í fjölmiðlun. Morgunblaðið 29. nóvember 1988 Ingvi gaf út bókina Og þá flaug Hrafninn eftir að hafa verið rekinn af RÚV. Tíminn 12. febrúar 1987 Ingvi fékk Footloose-verðlaunin hjá SVFR fyrir að veiða þrátt fyrir að vera mjög veikur. Fátt kemst á milli hans og veiðinnar. „Hans stærsti kost- ur og galli er mikil hreinskilni og afdráttar- lausar skoðanir. Ómar Ragnarsson þúsundþjalasmiður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.