Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 21
Fréttir | 21Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Geirfinnur Einarsson n Geirfinnur Einarsson fór frá heimili sínu að Brekkubraut 15 í Keflavík um klukkan 22.30 þann 19. nóvember árið 1974. Ekk- ert hefur spurst til hans síðan. Geirfinnur var 32 ára gamall, kvæntur tveggja barna faðir sem starfaði við vinnuvélar. Honum var lýst sem sómakærum fjölskylduföður sem ekkert misjafnt var vitað um. Samkvæmt lögreglu var Geirfinnur 175 sentimetrar á hæð, skolhærður með nokkuð sítt liðað hár. Þetta örlagaríka kvöld fékk Geirfinnur símtal á bilinu 18.00 til 21.00 þar sem einhver á hinum enda línunnar boðaði hann á stefnumót í Hafnarbúðinni í Keflavík kl 22.00. Vinnufélagi Geirfinns hafði ætlaði að fá hann með sér í kvikmyndahús með sér en Geirfinnur gat það ekki vegna stefnumótsins, sem honum þótti þó hið dular- fyllsta, enda sagðist hann ekki þekkja manninn sem hefði hringt. Hann tjáði vinnufélaga sínum að hann ætti að mæta einn og gangandi. Vinnufélaginn skutlaði Geirfinni áleiðis að Hafnarbúðinni en hann gekk síðasta spölinn. Geirfinnur beið í Hafnarbúðinni í skamma stund en hélt svo aftur heim. Þangað kom hann um klukkan 22.15. Stuttu síðar var aftur hringt í Geirfinn. Hann heyrðist segja í símann: „Ég er búinn að koma“ og svo: „Ég kem.“ Í kjölfarið yfirgaf hann heimili sitt á rauðri Cortinu-bifreið sinni. Til hans sást ekki eftir það. Bíll hans fannst daginn eftir við Víkurbraut, skammt frá Hafnarbúðinni. Guðmundur Einarsson n Guðmundur Einarsson fór frá heimili sínu laugardags- kvöldið 26. janúar árið 1974 og ætlaði á dansleik í Alþýðu- húsinu í Hafnarfirði með nokkrum vinum sínum. Hann sást aðfaranótt sunnudagsins en til hans hefur ekki spurst síðan. Guðmundur var 18 ára gamall og bjó heima hjá foreldrum sínum. Honum var lýst sem tiltölulega reglusömum manni sem hefði þó drukkið og farið á böll um helgar. Heilbrigður maður og óáreitinn eins og ríkissaksóknari lýsti honum fyrir Hæstarétti. Guðmundur stefndi á að fara fljótlega í iðnnám. Hann var talinn myndarlegur og hávaxinn, um 180 sentímetrar á hæð. Síðast er vitað með vissu um ferðir Guðmundar um tvöleytið aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar þegar tvær stúlkur sáu hann ásamt öðrum manni við Strandgötu í Hafnarfirði. Stúlkurnar sögðu mennina hafa virst vera að leita að fari og reyndu að stöðva bíla. Þeir hafi hins vegar báðir verið svo ölvaðir að stúlkurnar tóku þá ekki upp í. Guðmundur mun hafa verið illa klæddur, í jakka en engri yfirhöfn. Um klukkutíma síðar sást maður sem lýsing á Guðmundi gat átt við á Reyjavíkurvegi. Sá maður mun hafa verið ölvaður og dottið í veg fyrir bíl. Vitni gátu þó ekki sagt með vissu að um Guðmund hefði verið að ræða. Fyrst eftir hvarf Guðmundar virtist helst vera gert ráð fyrir þeim möguleika að hann hefði orðið úti. 19. desember 1977: Dómur er kveðinn upp í málinu. Janúar 1980: Málflutningur fer fram í Hæstarétti. 22. febrúar 1980: Dómur kveðinn upp í Hæstarétti. Júlí 1997: Hæstiréttur tekur afstöðu til endurupp- tökubeiðni Sævars Ciesielski vegna Geirfinnsmálsins og hafnar henni. Mars 1999: Hæstiréttur hafnar annarri beiðni Sævars um endurupptöku Geirfinnsmálsins á þeim forsendum að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu. Maí 2009: Tryggvi Rúnar Leifsson andast á Landspítalanum 58 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Júlí 2011: Sævar Ciesielski deyr af slysförum í Kaupmannahöfn 56 ára að aldri. Skuggi geirfinnSmálSinS Lögreglan leitaði til Hollendings við leitina: Sjáandinn fann ekki Geirfinn S tjórnendur leitarinnar að Geirfinni ákváðu að leita til hollenska sjáandans Gerards Croiset. Hann var þekktur fyrir að geta séð atburði, þótt hann væri víðs fjarri. Croiset þóttist sjá Geirfinn í trjám og vatni og töldu menn líklegast að hann sæi fyrir sér möstur skipa. Leit- uðu kafarar í höfnum á Reykjanesi en árangurslaust. Fljótlega eftir það var leitinni hætt á vordögum 1975. Croiset fæddist árið 1909 og lést árið 1980. Hann sagðist hafa upp- götvað hæfileika sína þegar hann vann fyrir úrsmið. Hann sagðist hafa séð hluti sem tengdust úrsmiðnum þegar hann hélt á reglustiku hans. Úrsmiðurinn sagði þessar sýnir Croiset vera réttar. Eftir seinni heimsstyrjöldina hafði lögreglan í Hollandi sam- band við hann til þess að fá ráð- gjöf við rannsóknir sem tengd- ust mannshvörfum eða morðum. Í einu tilviki var hann sagður hafa kannað húseign myrtrar konu og komið með ítarlegar upplýsingar sem tengdust morðinu, þar á með- al nafn mannsins sem var í haldi vegna morðsins. Hann varð afar þekktur fyrir hæfi- leika sína og gengu sögur um hann víða um heim. Hann sagðist einnig vera heilari og bauð fólki upp á að fara heim til sín í heilun. Árið 1966 var hann fenginn til Ástralíu til þess að leita að þremur börnum sem hurfu sporlaust á strönd við Adelaide. Lögreglan í Ástralíu var sögð ekkert alltof hrifin af starfskröfum Croisets en auðugur viðskiptajöfur greiddi fyrir för hans til Ástralíu. Á meðan dvöl hans stóð vakti hann mikla athygli en tókst ekki að gefa lögreglunni upplýsingar sem nýttust henni við leitina að börnun- um. Á miðjum áttunda áratug síðustu aldar var honum boðið til Púertó Ríkó til þess að finna börn kaup- sýslumanns sem höfðu horfið. Hann gat þó engar upplýsingar veitt sem að gagni komu. Hann var einnig kall- aður til Skotlands til þess að hjálpa til við leit að konu, en veitti þó engar gagnlegar upplýsingar. Á seinni árum var orðstír hans sem sjáandi að engu orðinn. Frá blaðamannafundi í Sakadómi Reykjavíkur 2. febrúar árið 1977 Yfirvöld leituðu til þýsks afbrotafræðings við rannsókn málsins. Áður höfðu yfirvöld leitað til hollensks sjáanda. Frá vinstri: Örn Höskuldsson rannsóknardómari, Halldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari og Karl Schütz. SkjáSkoT úR DagbLaðinu 3. FebRúaR 1977 gerard Croiset Hollenski sjáandinn gat litla aðstoð veitt. Málið verður gert upp „Frá mínum bæjardyrum séð finnst mér jákvætt að umræðan sé í gangi en mér finnst þetta ótrúlega illa upplýst umræða,“ segir Tryggvi Hübner sem er mjög vel að sér í öllu sem tengist Guð- mundar- og Geirfinnsmálinu. Hann heldur úti vefnum mal214. com sem og bloggsíðunni mal214.blog.is, þar sem haldið er utan um nánast öll gögn sem til eru um málið. Að hans mati er umræðan sem skapast hefur um málið í þjóð- félaginu eftir lát Sævars Ciesielski frekar grunn og á lágu plani. Hann segir meira vit hafa verið í umræðunni sem skapaðist í kringum málið 1997 þegar endurupptöku málsins var krafist í fyrra sinn. Tryggvi hefur í raun engra hagsmuna að gæta í málinu en hann þekkir þó til nokkura sakborninganna. Síðan mal214.com var sett á laggirnar 1996 þegar Sævar hóf að krefjast endurupptöku, en Tryggvi var í hópi stuðningsmanna þess. Hann bendir á að þrátt fyrir að Hæstaréttardómurinn sé um 700 blaðsíðna langur þá hefði hann í raun þurft að vera lengri. „Hæstaréttardómurinn með öllum sínum blaðsíðum útskýrir allt í smáatriðum en það vantar stofninn í tréð, það eru bara smáatriðin sem eru frágengin.“ Tryggvi telur það óhjákvæmilegt næsta skref að nefnd verði skipuð til að taka málið fyrir. „Ég er ekki í nokkrum vafa um það að í framtíðinni verði þetta mál gert upp. Það er bara spurning hvenær,“ segir Tryggvi. „Mannshvörf hafa orðið, bæði fyrir og eftir þessi mannshvörf og það eru ekkert tilefni til að þessi ákveðnu mannshvörf njóti einhverrar sérstöðu.“ Í því samhengi bendir Tryggvi á hinar augljósu staðreyndir sem alltaf hafa legið fyrir, að hvorki hafi fundist lík né morðvopn. „Það má halda töluvert áfram. Það eru engin mótíf, það eru engin hár, það eru engin fingraför, engin spor eða nokkur skapaðar hlutur.“ „Það eru margar óheppilegar kringumstæður bæði hjá þessu fólki og í samfélaginu á þessum árum sem urðu þess valdandi að þessi litla þúfa fór af stað og velti þessu stóra hlassi,“ segir Tryggvi sem er sannfærður um sakleysi þeirra sem voru dæmdir í málinu. solrun@dv.is Framhald á næstu opnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.