Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 20
20 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað
Hvað gerðist og hvenær
27. janúar 1974:
Guðmundur Einarsson
hverfur eftir að hafa sótt
dansleik í Alþýðuhúsinu í
Hafnarfirði.
19. nóvember 1974:
Geirfinnur Einars-
son hverfur eftir að
hafið farið á dularfullt
stefnumót við mann í
Hafnarbúðinni í Keflavík.
Desember 1975:
Fjórir einstaklingar
handteknir vegna hvarfs
Guðmundar Einarssonar.
Þrír þeirra játa á sig að
hafa valdið dauða hans.
Maí 1976:
Magnúsi Leópoldssyni,
Einari Bollasyni, Valdi-
mari Olsen og Sveinbirni
Eiríkssyni sleppt úr haldi
eftir að ljóst var að bornar
höfðu verið á þá rangar
sakargiftir.
Júlí 1976:
Þýskur sakamálasérfræð-
ingur, Karl Schutz, tekur við
stjórn rannsóknarinnar og
12 manna rannsóknarteymi
sett á laggirnar til að rann-
saka málið.
2. febrúar 1977:
Karl Schutz tilkynnir
á blaðamannafundi
að Guðmundar- og
Geirfinnsmálin séu
upplýst.
Október 1977:
Málflutningur fer
fram í sakadómi
Reykjavíkur.
Október 1977:
Málflutningur fer fram í
sakadómi Reykjavíkur.
Skuggi geirfinnSmálSinS
S
ævar Marinó Ciesielski
lést af slysförum í Kaup-
mannahöfn aðfaranótt mið-
vikudagsins 13. júlí, 56 ára
gamall. Sævar var einn af
sakborningunum í Guðmundar- og
Geirfinnsmálinu.
Sævar hélt ætíð fram sakleysi sínu
í því máli og hefur reynt að fá málið
tekið upp aftur. Eftir að Sævar féll frá
hefur umræðan í þjóðfélaginu orðið
háværari um að stjórnvöld setji á fót
rannsóknarnefnd sem fari yfir Guð-
mundar- og Geirfinnsmálið.
Talið er útilokað að málið fari aft-
ur til dómstóla en Sigursteinn Más-
son og lögmaðurinn Ragnar Aðal-
steinsson hafa kallað eftir því að
einhvers konar rannsóknarnefnd
verði sett á laggirnar.
Ögmundur Jónasson sagði í sam-
tali við DV.is fyrir skemmstu að inn-
anríkisráðuneytið væri að safna
gögnum og skýrslum um Geirfinns-
málið. Síðar verður metið hvort að
tilefni sé til að skipa sérstaka nefnd
um málið eða hvort málið verður
tekið upp fyrir dómstólum að nýju.
„Það er ríkur vilji til þess að láta
kanna þetta mál – og það hefur alla
tíð verið hjá mér líka,“ sagði Ög-
mundur í samtali við blaðamann á
þriðjudag.
Ögmundur vildi ekki tjá sig sér-
staklega um það hvort að sérstök
nefnd verði skipuð vegna málsins, en
hann segir að leggja þurfi mat á gögn
í málinu, sem eru mikil, áður en nán-
ari ákvörðun verður tekin.
„Ég vil ekki tjá mig nánar um
þetta mál fyrr en ég hef fengið tæki-
færi til þess að ígrunda málið vel í
ljósi þeirra gagna sem við fáum.“
Reikull framburður
Guðmundur Einarsson hvarf 26.
janúar 1974 og Geirfinnur Einarsson
19. nóvember sama ár. Þegar lögregl-
an hóf rannsókn á hvarfi Geirfinns
beindust sjónir hennar að þeim
sem voru taldir tengjast hvarfi Guð-
mundar Einarssonar.
Eftir að Guðmundur hvarf gerðist
lítið í málinu fyrr en tæpum tveimur
árum seinna, í desember 1975, þegar
Erla Bolladóttir og Sævar Ciesielski
voru yfirheyrð vegna 950 þúsund
króna svikamáls. Rannsóknarlög-
reglumönnum barst þá vitneskja um
að Sævar tengdist hugsanlega máli
Guðmundar Einarssonar.
Sævar, Erla, Kristján Viðar Krist-
jánsson, Tryggvi Rúnar Leifsson
og Albert Klahn Skaftason voru
yfirheyrð vegna málsins og bar þeim
ekki saman í fyrstu. Var talað um að
framburður þeirra hefði verið reikull
en hefði farið á sama veg hjá öllum
ákærðu á einhverjum stigum.
Játningar þeirra voru taldar liggja
fyrir í Guðmundarmálinu í byrjun
árs 1976. Sævar lýsti því hins vegar
yfir fyrir dómi 11. janúar að fram-
burður hans hefði verið rangur og
játning hans þvinguð fram með
harðræði. Játning Sævars var þó ekki
færð til bókar þar sem rannsóknar-
dómarinn taldi sig vita betur.
Seinna þennan janúarmán-
uð 1976 beindist grunur manna að
hópnum vegna hvarfs Geirfinns Ein-
arssonar 19. nóvember 1974. Sak-
borningarnir í Guðmundarmálinu
bentu þá á fjóra þekkta menn sem
tengdust skemmtistaðnum Klúbbn-
um.
Mennirnir voru Sigurjörn Eiríks-
son, Magnús Leopóldsson, Valdimar
Olsen og Einar Bollason, hálfbróðir
Erlu Bolladóttur. Þeir voru settir í
gæsluvarðhald með hinum sakborn-
ingunum í Síðumúla.
Mikil pressa
Sævar lét hafa eftir sér í viðtali við
tímaritið Eintak árið 1994 að Sigur-
björn, Magnús, Valdimar og Einar
hefðu verið bendlaðir við málið að
undirlagi rannsóknarmanna. Þeir
voru bendlaðir við það vegna gruns
um að þeir tengdust smyglhring sem
Geirfinnur á að hafa tengst.
Í grein Morgunblaðsins 8. desem-
ber árið 1994 var greint frá því að
það hefði verið mikil pressa á rann-
sóknarlögreglumönnum að ná nið-
urstöðu í málið. Í ágúst árið 1976
var fenginn til landsins þýskur rann-
sóknarlögreglumaður á eftirlaunum
að nafni Karl Schütz. Hann var feng-
inn til að stjórna rannsókninni.
Guðjón Skarphéðinsson var
handtekinn skömmu eftir að Karl tók
við málinu og játaði hann aðild sína
að hvarfi Geirfinns. Allir drógu fram-
burð sinn til baka vegna málanna
árið 1977 nema Guðjón.
Greint frá harðræði
Sakborningar fullyrtu að þeir hefðu
verið beittir harðræði. Allir nema
Guðjón Skarphéðinsson. Greint
var frá því hvernig þeir voru svipt-
ir svefni og beittir ýmsu harðræði.
Sævar Cies ielski var til að mynda
hafður í einangrun í 106 vikur.
Aðrir sakborningar þurftu einn-
ig að sæta langri einangrunarvist en
lagt er til að fangar skuli ekki sæta
einangrun lengur en í þrjár til fjórar
vikur. Rannsóknir á einstaklingum
sem hafa verið í einangrun hafa leitt
í ljós svefnleysi, kvíða, þunglyndi,
depurð og skerta hæfni til einbeit-
ingar.
Þá var einnig greint frá því að sak-
borningarnir hefðu verið látnir taka
inn lyf til að sljóvga þá. Sakborning-
arnir hafa borið við að frásögn þeirra
hafi verið þvinguð fram með þessu
harðræði og drógu til baka yfirlýs-
ingar sínar um aðild að málinu. Þá
hafa sakborningar einnig greint frá
því hvernig þeir voru mataðir á upp-
lýsingum um málið. Þeir hafi í raun
verið leiddir áfram á meintum stað-
reyndum sem rannsakendur máls-
ins héldu fram til að ná upp úr þeim
játningum sem hentuðu til að loka
málinu.
Þungir dómar
Kristján Viðar Viðarsson og Sævar
Marinó Ciesielski fengu lífstíðar-
dóm vegna aðildar að Guðmundar-
og Geirfinnsmálinu í Sakadómi
Reykjavíkur. Tryggvi Rúnar Leifsson
var dæmdur í sextán ára fangelsi og
Guðjón Skarphéðinsson fékk tólf
ára dóm. Erla Bolladóttir og Albert
Klahn Skaftason fengu vægari dóma.
Frá því að núgildandi hegningar-
lög tóku gildi árið 1940 höfðu aldrei
verið kveðnir upp svo þungir dómar.
Allir sakborningarnir, að undan-
skildum Guðjóni Skarphéðinssyn
voru um eða innan við tvítugt þegar
Guðmundur hvarf í Hafnarfirði og
Geirfinnur í Keflavík, Guðjón var þá
um þrítugt.
Í febrúar 1980 kvað Hæstirétt-
ur upp sinn dóm. Dómarar voru
Björn Sveinbjörnsson, Ármann
Snævarr, Benedikt Sigurjónsson,
Logi Einarsson og Þór Vilhjálms-
son. Þeir milduðu dómana yfir
Sævari og Kristjáni Viðari. Sævar
fékk sautján ára fangelsi og Krist-
ján Viðar sextán ára fangelsi. Dóm-
urinn yfir Tryggva Rúnari var stytt-
ur í 13 ár, Guðjóni í 10 ár og Alberti
Klahn í 12 mánuði. Erla Bolladóttir
var dæmd til þriggja ára fangelsis-
vistar.
n Atburðarásin í Geirfinnsmálinu ótrúleg n Sakborningar beittir ofbeldi til
að þvinga fram játanir n Sonur Sævars minnist hans sem kærleiksríks manns
Birgir Olgeirsson
blaðamaður skrifar birgir@dv.is
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
blaðamaður skrifar solrun@dv.is@dv.is
Sakborningar Sævar, Kristján, Guðjón og Erla.
„Ég trúi á sakleysi hans,“ segir Hafþór Sæv-
arsson, sonur Sævars Ciesielski, um það
hvort hann vilji sjá óháða rannsóknarnefnd
setta til þess að fara yfir Guðmundar- og
Geirfinnsmálið svokallaða sem faðir hans
var sakfelldur fyrir.
„Til þess að kerfið geti einhvern veginn leið-
rétt sjálft sig þá væri líklega nauðsynlegt
að koma á óháðri rannsóknarnefnd,“ segir
Hafþór í samtali við DV um málið.
„Það er mikilvægt að mistök séu leiðrétt og
að sannleikurinn komi í ljós,“ segir Hafþór
sem segist hafa verið í sambandi við föður
sinn.
„Ég man eftir kærleiksríkum manni sem
barðist fyrir sannleika allt sitt líf með
rosalegu þolgæði og með sverta æru. Ég er
mjög stoltur af honum.“
Sævar Ciesielski varð þekktur í íslensku
þjóðfélagi þegar
hann var einn
af sakborning-
unum í Guð-
mundar- og
Geirfinnsmálinu
svokallaða
á áttunda
áratugnum,
en það mál er
eitt stærsta
og flóknasta sakamál í sögu þjóðar-
innar og hafa fá mál haft jafnmikil áhrif á
þjóðarsálina.
Sævar hélt ávallt fram sakleysi sínu og
reyndi margoft að fá mál sitt og annarra
sakborninga tekið upp aftur fyrir rétti en án
árangurs. Hann sat í rúm tvö ár í einangrun
á meðan málið var rannsakað, sem er
lengsti tími sem íslenskur gæsluvarðhalds-
fangi hefur setið í einangrun.
Sævar lýsti því margoft yfir að játning hans
hafi verið knúin fram með miklu harðræði í
fangelsinu. Sautján ára dómur yfir honum
vegna morðsins á Geirfinni Einarssyni var
byggður á þeirri játningu. Sævar sagði frá
því hvernig þrúgandi og langvarandi yfir-
heyrslur yfir honum tóku sinn toll.
Bæði hann og hans nánustu aðstandendur
telja að hann hafi aldrei borið þess bætur
að hafa setið svo lengi í einangrun og að
hafa sætt þeirri meðferð sem hann þurfti
að þola á meðan hann sat inni. Sævar taldi
að á sér hefði verið framið réttarmorð og
barðist fyrir því alla tíð að réttlætinu yrði
fullnægt og að hann fengi uppreisn æru
ásamt öðrum sakborningum.
astasigrun@dv.is
„Ég trúi á sakleysi hans“