Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 10
10 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað É g get ekkert sagt um það og ekki mitt að svara því,“ segir Sturla Böðvarsson, stjórnarformað- ur Ökugerðis Íslands og fyrr- verandi samgönguráðherra. Hann vill ekkert gefa upp um hvaða veð verði lögð fram fyrir því hámarks- láni sem Byggðastofnun hefur lofað Ökugerði Íslands, fyrirtæki sem hann stofnaði ásamt félaga sínum. Sturla situr á sama tíma í stjórn Byggða- stofnunar, en segir ekkert óeðlilegt við það að sitja í stjórn stofnunar sem lofi fyrirtæki hans láni. Heimildir DV herma að um hámarkslán sé að ræða, eða 200 milljónir króna. Sturla segir vangaveltur um ótrygg veð óþörf, stofnunin gangi ávallt tryggilega frá lánum. Byggðastofnun hefur legið undir ámæli í gegnum tíðina fyrir að veita lán gegn ótryggum veðum. Fyrir um ári greindi DV frá því það að Byggða- stofnun teldi hættu á að hún þyrfti að afskrifa um 571 milljón króna vegna ótryggra lána sem hún hafði veitt fyrirtækjum til kaupa á rækju- kvóta. Magnús Helgason, forstöðu- maður rekstrarsviðs Byggðastofnun- ar, vildi engar upplýsingar veita um þessi útistandandi lán á sínum tíma. Hann gefur ekkert upp um hvort og þá hvaða veð hafi verið lögð fram fyrir láni Byggðastofnunar til Ökugerðis Ís- lands og vísar til þess að stofnunin tjái sig ekki um einstök mál. Áður en Öku- gerði Íslands átti að rísa á svæði við Grindavíkurveginn voru uppi háleit- ar hugmyndir um að byggja þar upp Motopark-svæði. Lóðirnar voru leigð- ar af Reykjanesbæ og síðar veðsettar fyrir milljarð hjá VBS fjárfestingar- banka. Óljóst er hvort byggingarland- ið sjálft verði aftur gefið sem veð, nú fyrir láni hjá Byggðastofnun. Segir stífar reglur gilda Ásamt því að sitja í stjórn Byggða- stofnunar hefur Sturla Böðvars- son nýlega setið í stjórn nefndar um endur skoðun á lánastarfsemi stofn- unarinnar. Aðspurður um setu hans í lánanefndinni á sama tíma og lán frá Byggðastofnun til Ökugerðis Ís- lands er í farvatninu ítrekar hann að mjög stífar reglur gildi um vanhæfi stjórnar manna. Sturla hefur áður sagt að hann telji ekkert athugavert við það að sitja í stjórn lánastofnunar sem lánar fyrirtæki sem hann sinnir stjórnarformennsku í. Þegar blaðamaður ítrekar spurn- inguna og spyr hvort hann telji ekkert athugavert við slíkt segir Sturla: „Nei, ekki hið minnsta, það er sama svar og ég gaf þér þegar þú talaðir síðast við mig.“ Aðspurður hvort seta hans í nefnd um endurskoðun á lánastarf- semi stofnunarinnar hafi engu breytt um vanhæfi hans í málinu segir hann: „Það er bara allt annað mál. Nú virðist þú ekki skilja hvað þessi nefnd sem þú ert að vísa til hafði með að gera. Það var skipuð nefnd til þess að fara al- mennt yfir verkefni Byggðastofnunar.“ Þegar blaðamaður ítrekar að nefnd- inni hafi verið gert að endurskoða lánastarfsemi stofnunarinnar segir Sturla: „Já, það er bara þannig, þú get- ur séð hvernig var fjallað um það.“ Stofnandi Ökugerðis gjaldþrota Á meðal þess sem rætt var í nefnd- inni, samkvæmt heimildum DV, var það að stofnunin hefði að undan- förnu lánað fyrirtækjum háar upp- hæðir án tryggra veða og því þyrfti að breyta. Ákveðinn armur nefndar- manna áleit sem svo að slíkt væri ávallt matsatriði og að erfitt væri að meta hvað væru trygg veð og hvað ekki. Niðurstaða nefndarinnar var því sú að skoða málið áfram. Heimildir DV herma að Sturla og aðrir stjórnar- menn úr Byggðastofnun hafi viljað stíga varlega til jarðar í breytingum, og almennt kosið minni breytingar en þeir sem komu úr öðrum áttum. Svo virðist sem áherslur þeirra hafi náð yfirhöndinni. DV sagði nýlega frá því að eigandi Ökugerðis Íslands, Páll Guðfinnur Harðarson, í gegnum fyrirtækin Nes- byggð ehf. og Nesbyggð eignarhalds- félag sé með fjölda gjaldþrota á bak- inu. Ökugerði Íslands var stofnað í júlí í fyrra af Dalshverfi ehf. sem var í eigu Páls Guðfinns en varð gjaldþrota 3. mars. Þrátt fyrir svarta viðskiptasögu Páls herma heimildir blaðsins að lánsloforðið frá Byggðastofnun standi ennþá. Í lið 3.3. í lánareglum Byggða- stofnunar segir eftirfarandi: „Veð eru tekin í þeirri fasteign eða skipi sem lánað er til. Meginreglan varðandi fasteignir er að veðstaða lánsins verði ekki hærri en 75% af áætluðu sölu- verði fasteignarinnar.“ Heimildir DV herma að lítið hafi verið um fram- kvæmdir við uppbyggingu á Ökugerði Íslands í vetur. Þegar Sturla er spurður út í það hvort ætlunin sé að veita veð í framtíðarfasteignum fyrirtækisins segir hann: „Nú er ég búin að svara þér, ég get og vil ekkert tjá mig neitt um það mál.“ Sturla prókúruhafi Heimildir DV herma að ólíklegt verði að teljast að fyrirtæki með viðskipta- sögu eins og Nesbyggð fengi há- markslán frá Byggðastofnun líkt því sem Ökugerði Íslands hefur verið lof- að. Í þessu samhengi má benda á að í febrúar hafnaði Byggða- stofnun kauptilboði Lotnu í Eyrarodda á Flateyri sök- um viðskiptasögu eigenda Lotnu, en þeir höfðu fjöl- mörg gjaldþrot á bakinu. Heimildarmaður blaðsins bendir á að Sturla fari formlega fyrir Ökugerði Ís- lands til þess að minna fari fyrir því hverjir raunveru- legir eigendur séu. Hann sé í raun leppur fyrir Pál Guð- finn. Ökugerði er sérhannað æfinga- og kennslusvæði fyrir ökunema, þar sem nemar fá meðal annars tæki- færi til þess að finna hvern- ig það er að missa stjórn á bifreið í hálku eða á malar- vegi. Áætlað er að nemend- ur muni greiða að minnsta kosti 35 þúsund krónur fyrir að nota aðstöðu Ökugerðis Íslands. Sem samgöngu- ráðherra barðist Sturla fyrir því að sett yrðu lög sem skylduðu ökunema til þess að læra í ökugerði. Árið 2010 tóku slík lög gildi. Auk þess að hafa verið með í stofnun Ökugerðis Ís- lands var Sturla Böðvarsson fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og eini prókúruhafinn þegar það var stofn- að í fyrra. Sturla var skipaður í stjórn Byggðastofnunar rétt rúmum mánuði áður en Ökugerði Íslands var stofnað og situr ennþá í stjórn. Gagnrýnir blaðamann Eins og fyrr segir vill Sturla ekkert tjá sig um væntanleg veð fyrir lán- inu: „Neinei, Byggðastofnun sér al- gjörlega um að ganga tryggilega frá lánum þannig að það er ekki mitt að segja til um það.“ Aðspurður hvort honum finnist óheppilegt að sitja samtímis á þremur stöðum, í stjórn Byggðastofnunar, í lánanefnd og sem stjórnarformaður Ökugerðis Íslands sem bíði láns frá sömu stofnun segir hann: „Jájá, þið skuluð bara leika ykk- ur áfram að þessu, ég hef ekkert meira um það að segja.“ Þegar minnst er á það að stofnun- in hafi verið gagnrýnd fyrir að fá ekki nógu trygg veð fyrir lánum sem hún veitir segir Sturla: „Já, nú skuluð þið bara fjalla um það þegar og ef lánið verður tekið en ekki gefa ykkur það fyrirfram að það verði ekki trygg veð. Að gefa sér það fyrirfram að skortur sé á veðum eða tryggingum, eins og mér heyrist þú vera að gera ráð fyrir, eru ekki vinnubrögð sem íslenskir blaða- menn eiga að tileinka sér.“ Þegar blaðamaður ítrekar að ekki sé verið að gefa sér fyrirfram að engin veð séu til staðar, heldur einungis ver- ið að spyrja Sturlu út í almenna gagn- rýni á stofnunina fyrir að veita lán gegn ótryggum veðum, og að hann hefði talið að sá sem færi fyrir fyrir- tækinu – í þessu tilfelli Sturla – gæti gefið þessar upplýsingar, segir Sturla: „Ég er búin að segja það sem ég hef um þetta að segja.“ DV hefur sent fyrir- spurn á Byggðastofnun í tengslum við málið, á meðal spurninga blaðsins var þessi: „Heimildir DV herma að Byggðastofnun muni fá veð í fasteign- um sem byggðar verða á svæði Öku- gerðis Íslands gegn því að veita Öku- gerði Íslands hámarkslán. Hefur slíkt fyrirkomulag viðgengist hjá stofnun- inni? Getur stofnunin, samkvæmt eigin lánareglum, tekið veð í óbyggðri fasteign, sem verður ekki byggð fyrr en fyrrgreint lán er veitt?“ Engin svör hafa borist. „ Jájá, þið skuluð bara leika ykkur áfram að þessu, ég hef ekkert meira um það að segja. Sturla Böðvarsson stjórnarformaður Ökugerðis Íslands Þögn um veð ökugerðis Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is n Sturla Böðvarsson gefur ekkert uppi um veð fyrir láni til Ökugerðis Íslands n Segir stofnunina ganga tryggilega frá lánum n Situr beggja vegna borðs Mögulegt veð? Áður en Ökugerði Íslands átti að rísa á þessu svæði voru uppi draumar um að byggja upp Motopark-svæði. Lóðirnar voru leigðar af Reykjanesbæ og síðar veðsettar fyrir milljarð hjá VBS fjárfestingarbanka. Óljóst er hvort byggingarlandið sjálft verði gefið sem veð fyrir láni Byggðastofnunar. Fréttir | 13 Miðvikudagur 13. júlí 2011 Sturla Böðvarsson, fyrrverandi sam- gönguráðherra, sat í nefnd um end- urskoðun á lánastarfsemi Byggða- stofnunar. Sturla gegndi á sama tíma hlutverki framkvæmdastjóra einka- hlutafélagsins Ökugerðis Íslands, en félagið hefur samkvæmt heimild- inum blaðsins fengið lánsloforð frá Byggðastofnun sem hljóðar upp á 200 milljónir króna. Það er hámarks- lán samkvæmt núgildandi reglum Byggðastofnunar. DV hefur áður fjallað um það að Sturla hafi setið í stjórn Byggðastofn- unar á sama tíma og lánsloforðið var gefið, en nefndarseta hans vek- ur einnig nokkra athygli. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofn- unar, sagði í samtali við DV að Sturla hefði ekki komið að meðferð lána- samninganna á milli Byggðastofn- unar og Ökugerðis Íslands. Við stofn- un Ökugerðis Íslands gegndi Sturla stjórnarformennsku auk þess að vera framkvæmdastjóri félagsins og prókúruhafi. Heimildir DV herma að Sturla sé leppur fyrir eigendur Nes- byggðar sem eiga langa sögu gjald- þrota. Svört viðskiptasaga Nefndin var skipuð af Katrínu Júlí- usdóttur iðnaðarráðherra síðastliðið haust og hafði það hlutverk að end- urskoða lánastarfsemi Byggðastofn- unar. Það var því hlutverk nefndar- innar að fara yfir núverandi stöðu og starfsemi stofnunarinnar með því að ræða við starfsmenn og sérfræð- inga innan hennar. DV hefur skýrslu nefndarinnar undir höndum en nið- urstaða hennar er fyrst og fremst sú að stefna eigi að heildarendurskoð- un á lánastarfsemi stofnunarinnar. Í nefndinni sátu sex fulltrúar skipaðir af stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á Alþingi, auk þess sem Byggðastofn- un skipaði einn. Þrír fulltrúanna, þar á meðal Sturla Böðvarsson, sitja einnig í stjórn Byggðastofnunar. Ökugerði Íslands er fyrirtæki í eigu einkahlutafélagsins Nesbyggðar ehf. en það félag er aftur í eigu Nes- byggðar eignarhaldsfélags ehf. Eig- andi fyrirtækjanna þriggja er Páll Guðfinnur Harðarson en hann situr í varastjórn Ökugerðis Íslands. Eig- endurnir eiga sér langa sögu gjald- þrota en árið 1989 var veðsetning byggingarfélags þeirra, sem kallaðist Hamrar, kærð til ríkislögreglustjóra. Í mars síðastliðnum var annað fyrir- tæki sömu eigenda, Dalshverfi ehf., sett í gjaldþrot. Heimildir DV herma að ólíklegt verði að teljast að fyrirtæki með viðskiptasögu eins og Nesbyggð fengi hámarkslán frá Byggðastofnun líkt því sem Ökugerði Íslands hefur verið lofað. Í þessu samhengi má benda á að nú í febrúar hafnaði Byggðastofnun kauptilboði Lotnu í Eyrarodda á Flat- eyri sökum viðskiptasögu eigenda Lotnu. Heimildarmaður blaðsins bendir á að Sturla fari formlega fyr- ir félaginu til þess að minna fari fyr- ir því hverjir raunverulegir eigendur séu. Sturla prókúruhafi Í stofngögnum Ökugerðis Íslands frá 13. júlí 2010 sem DV hefur undir höndum kemur fram að Sturla Böðv- arsson sé eini stjórnarmaðurinn og formaður stjórnar. Þá er hann einnig framkvæmdastjóri og eini prókúru- hafi félagsins. Stjórn Byggðastofn- unar var skipuð á ársfundi stofnun- arinnar þann 11. júní í fyrra en þá var Sturla Böðvarsson meðal annars skipaður í stjórn, rétt rúmum mán- uði áður en Ökugerði Íslands var formlega stofnað og Sturla gerður framkvæmdastjóri. Næstum hálfu ári áður, þann 3. febrúar 2010, var fyrsta skóflustungan að Ökugerði Ís- lands tekin. Sturla sagði í samtali við DV að hann hefði ekki komið nálægt lánasamningum við fyrirtækið sem hann er stjórnarformaður í. „Það var búið að veita lánsloforð til Ökugerð- is á Reykjanesinu löngu áður en ég kom að þessu Ökugerðismáli,“ sagði hann við blaðamann. Það vekur nokkra furðu að þrír af sjö nefndarmönnum voru innan- búðarmenn úr Byggðastofnun en leiða má líkur að því að það hafi haft þau áhrif að minni vilji var til breyt- inga en ella hefði verið. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar- flokks og Byggðastofnunar í nefnd- inni komu allir úr stjórn stofnunar- innar. Formaður nefndarinnar var Gunnar Svavarsson en auk hans sátu í nefndinni þau Sturla Böðvars- son sem skipaður var af Sjálfstæðis- flokknum, Anna Kristín Gunnars- dóttir formaður Byggðastofnunar, Finnbogi Vikar skipaður af Hreyf- ingunni, Herdís Á. Sæmundardótt- ir sem situr í stjórn Byggðastofnun- ar, Valgerður Bjarnadóttir skipuð af Samfylkingunni og Lárus H. Hann- esson skipaður af Vinstri grænum. Motopark lofað láni Nefndarmenn fengu einungis greitt fyrir ferðakostnað frá ráðuneyt- inu en viðkomandi stofnun og/eða stjórnmálaflokkar sáu um að greiða þeim laun, ef einhver voru. Á meðal þess sem rætt var í nefndinni, sam- kvæmt heimildum DV, var að stofn- unin hefði að undanförnu lánað fyr- irtækjum háar upphæðir án tryggra veða og því þyrfti að breyta. Ákveð- inn armur nefndarmanna áleit að slíkt væri ávallt matsatriði og að erfitt væri að meta hvað væru trygg veð og hvað ekki. Eins og fyrr segir var nið- urstaða nefndarinnar sú að skoða málið áfram. Heimildir DV herma að fulltrúar Byggðastofnunar hafi viljað stíga varlega til jarðar í breytingum, og almennt kosið minni breytingar en þeir sem komu úr öðrum áttum. Einkahlutafélagið Icelandic Moto park fékk lánsloforð frá Byggðastofnun upp á 200 milljónir króna fyrir framkvæmdum á akst- ursíþróttasvæði sem áætlað var að byggja upp á landinu Hjallar 1, þar sem nú á að rísa Ökugerði Íslands. Háleitar hugmyndir um svæði þar sem hægt yrði að keppa í nánast öllum akstursíþróttum fóru síðar út um þúfur og félagið fékk aldrei lán- ið frá Byggðastofnun þar sem ekki hafði verið staðið við skuldbind- ingar. Ökugerði Íslands hefur í raun tekist að endurnýja lánsloforðið og yfirfæra það á sig. Stefnt er að því að opna svæðið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Samkvæmt upp- lýsingum DV hefur óvenjulítið verið um framkvæmdir í vetur. Ökukennarafélagið fékk ekki lán Sem samgönguráðherra lagði Sturla fram frumvarp á þingi þess efnis að ökunemar yrðu skyldaðir til þess að fá þjálfun í svokölluðu ökugerði og að það yrði liður í almennu öku- námi. Í fyrra tóku slík lög gildi. Með tilkomu Ökugerðis Íslands mun fjöldi ökunema því sækja aksturs- þjálfun sína á svæðið, sem verð- ur það eina sinnar tegundar hér á landi. Ökugerði er sérhannað æf- inga- og kennslusvæði fyrir öku- nema, þar sem þeir fá meðal annars tækifæri til þess að finna hvernig það er að missa stjórn á bifreið í hálku eða á malarvegi. Áætlað er að nem- endur muni að minnsta kosti þurfa að greiða 35 þúsund krónur fyrir að nota aðstöðu Ökugerðis Íslands. Ökukennarafélag Íslands hefur starfrækt sérstakt ökugerði á Kirkju- sandi frá því í apríl í fyrra. Þar hafa nemar aðgang að svokölluðum skrikbílum sem geta líkt eftir akstri í hálku eða möl, en slíkt er mun ódýr- ara en að viðhalda heilu brautunum. Með þessari aðstöðu sér Ökukenn- arafélagið fram á að ná að sinna öll- um þeim fjögur þúsund nemum sem taka bílpróf hér ár hvert. Formað- ur félagsins hefur gert athugasemd- ir við það að Sturla Böðvarsson hafi setið beggja vegna borðs þegar kom að lánveitingum frá Byggðastofn- un. Félagið sótti um lán hjá Byggða- stofnun fyrir starfsemi ökugerðis úti á landi árið 2008 en þeirri umsókn var hafnað. Í niðurlagi í svarbréfi stofnunarinnar sagði: „Þá virðist verkefnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunarinnar.“ Draumur Sturlu Sturla Böðvarsson var á meðal þeirra fyrstu sem reifuðu hugmynd- ir um að sett yrði upp sérstakt öku- gerði hér á landi. Sem samgöngu- ráðherra barðist hann fyrir því að ökunemar gengjust undir þjálfun í ökugerði. Sturla skrifaði meðal ann- ars grein um málið í Morgunblaðið árið 2005. „Þetta mál hefur lengi ver- ið til umræðu, ekki síst meðal öku- kennara, en lengi vel voru nokkuð misvísandi upplýsingar um hver reynsla manna væri af slíkum svæð- um,“ sagði Sturla og bætti við: „Nú segja ráðgjafar mínir hins vegar að slík svæði séu af hinu góða og því hef ég falið Umferðarstofu að hefja þennan undirbúning. Við stefnum að því að reglugerð um ökugerði verði tilbúin í haust.“  Frá upphafi árs 2010 hafa allir ökunemar verið skyldaðir til að gangast undir þjálfun í ökugerði. En á vefsíðu Ökugerðis Íslands seg- ir meðal annars: „Þann 12. júní 2010 var fest í gildi reglugerð sem skyldar alla ökunema til náms í þar til gerðu ökugerði og var gildistaka reglugerð- arinnar miðuð við 1. janúar 2010.“ Þegar blaðamaður ítrekaði spurningu sína til Sturlu Böðvars- sonar í tengslum við fyrri umfjöll- un blaðsins, og spurði hvort honum þætti ekki óheppilegt að vera beggja vegna borðsins þegar kæmi að lán- veitingum Byggðastofnunar til Öku- gerðis Íslands, sagði hann: „Nei, það er nefnilega algjör misskilningur vegna þess að það gilda mjög strang- ar reglur hjá Byggðastofnun um það hvenær stjórnarmenn verða að víkja og ég kom hvergi nærri þessu. Þann- ig að fyrir alla muni, í þágu umferð- aröryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt.“ n Sturla Böðvarsson sat í nefnd um endurskoðun á lánastarfsemi Byggðastofnu nar n Var á sama tíma framkvæmdastjóri Ökugerðis Íslands sem er lofað 200 milljóna láni fr á stofnuninni Fékk lánsloforð en endurskoðar lán Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Þannig að fyrir alla muni, í þágu um- ferðaröryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt. Ökugerði í stað Motopark Á þessum stað átti að rísa alhliða akstursíþróttasvæði en nú er ráðgert að setja upp ökugerði fyrir ökunema. Framtíðaráformin eru þó þau að re isa kappakstursbrautir. Óháður Sturla segist ekki hafa neinna hagsmuna að gæta hjá Ökugerði Íslands þrátt fyrir að hann sé stjórnarformaður fyrirtækisins. 13. júlí sl. 10. júní sl. 14 | Fréttir 10.–14. júní 2011 Helgarblað Sturla Böðvarsson, fyrrverandi sam- gönguráðherra, er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands, sem hefur feng- ið lánsloforð frá Byggðastofnun, en þar situr Sturla einnig í stjórn. Heimildir DV herma að lánsloforð- ið hljóði upp á 200 milljónir króna. Aðspurður hvort honum finnist orka tvímælis að fyrirtæki sem hann sé í forsv ri fy ir fái lán frá stofnun þar sem hann situr í stjórn segist Sturla ekki líta málin þeim augum. Hann segir trangar reglur gilda um slíkt hjá Byggðastofnun og að hann hafi hvergi komið nærri ákvörðunum um hvort veita ætti Ökugerði Íslands lán. Sem samgönguráðherra lagði Sturla fram frumvarp á þingi þess efnis að ökunemar yrðu skyldað- ir til þess að fá þjálfun í svokölluðu ökugerði og að það yrði liður í al- mennu ökunámi. Árið 2010 tóku slík lög gildi. Með tilkomu Ökugerð- is Íslands, mun fjöldi ökunema því sækja akst rsþjálfun sína á svæðið, sem verður það eina sinnar tegundar hér á landi. Ökugerði er sérhannað æfinga- og kennslusvæði fyrir öku- nema, þar sem nemar fá meðal ann- ars tækifæri til þess að finna hvern- ig það er að missa stjórn á bifreið í hálk eða á malarvegi. Áætlað er að nemendur muni að minnsta kosti þurfa að greiða 35 þúsund krón- ur fyrir að nota aðstöðu Ökugerðis Íslands. Ökukennarafélag Íslands hefur starfrækt sérstakt ökugerði á Kirkjusandi frá því í apríl 2010. For- maður félagsins gerir athugasemd- ir við það að Sturla Böðvarsson hafi setið beggja vegna borðs þegar kom að lánveitingum Byggðastofnunar. Sturla var framkvæmdastjóri Ökugerði Íslands er fyrirtæki í eigu einkahlutafélagsins Nesbyggðar ehf. en það félag er aftur í eigu Nes- byggðar eignarhaldsfélags ehf. Eig- andi fyrirtækjanna þriggja er Páll Guðfinnur Harðarson en hann sit- ur í varastjórn Ökugerðis Íslands. Ökugerði Íslands var skráð hjá fyr- irtækjaskrá þann 13. júlí 2010 en við stofnun félagsins var Sturla Böðvars son eini skráði stjórnar- maðurinn, og var hann jafnframt formaður stjórnar. Þá var hann skráður framkvæmdastjóri félags- ins á þeim tíma. Stefnt er að því að opna svæðið í lok þessa árs eða byrjun þess næsta. Heimildir DV herma að óvenju lítið hafi verið um framkvæmdir í vetur. Stjórn Byggðastofnunar var skip- uð á ársfundi Byggðastofnunar þann 11. júní 2010 en þá var Sturla Böðvarsson meðal annars skipað- ur í stjórn, eða rétt rúmum mánuði áður en Ökugerði Íslands var form- lega stofnað. Næstum hálfu ári fyrr, eða þann 3. febrúar 2010 var fyrsta skóflustungan að Ökugerði Íslands tekin. Sturla segist í samtali við DV ekki hafa komið nálægt lánasamn- ingum við fyrirtækið sem hann er stjórnarformaður í. Einkahlutafélagið Icelandic Moto park fékk lánsloforð frá Byggðastofnun upp á 200 milljónir króna fyrir framkvæmdum á akst- ursíþróttasvæði sem áætlað var að byggja upp á landinu Hjallar 1, þar sem nú á að rísa Ökugerði Íslands. Háleitar hugmyndir um svæði þar sem hægt yrði að keppa í nánast öllum akstursíþróttum fóru síðar út um þúfur og félagið fékk aldrei lán- ið frá Byggðastofnun þar sem ekki hafði verið staðið við skuldbind- ingar. Kappakstursdraumar Nú er svo komið að Ökugerði Ís- lands hefur fengið sama loforð en Páll Guðfinnur Harðarson eigandi Nesbyggðar ehf. vildi lítið tjá sig um málið þegar DV talaði við hann. Páll sagði af og frá að í bígerð væru fram- kvæmdir í ætt við Motopark-skýja- borgina sem aldrei fékk að rísa. Í samtali við DV sagði Páll að bráð- um yrði fjölmiðlum greint frá gangi mála. Fram að því gæti hann ein- ungis vísað í opinber gögn um fyrir- tækið og viðskipti þess. Á heimasíðu Nesbyggðar segir að Nesbyggð ehf. hafi verið stofnað árið 1987 og rekið í núverandi mynd frá árinu 2002 og að félagið hafi byggt margar íbúðir síðan. Samkvæmt heimildum DV er Páll Guðfinnur mikill áhugamaður um akstursíþróttir en rallýkeppni hefur meðal annars verið nefnd eft- ir fyrirtækinu eða „Nesbyggð Rallý“. Í kynningarbæklingi fyrir æf- inga- og ökunema á Íslandi sem gefinn var út af Ökugerði Íslands í mars 2010 segir orðrétt: „Í fram- tíðinni verður hægt að nota svæð- ið sem þjónustusvæði fyrir kapp- akstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hef- ur verið og var áætlað að yrði stað- sett fyrir neðan ökugerðið á sínum tíma yrði byggð.“ Jón Haukur Eð- wald, formaður Ökukennarafélags Íslands, segir þetta orka tvímæl- is. „Okkur finnst ekki réttlætanlegt að láta ökunema á landinu bera uppi kostnað við að byggja upp slík svæði.“ Svipaðri umsókn hafnað Ökukennarafélag Íslands hefur starf- rækt sérstakt ökugerði á Kirkjusandi í Reykjavík frá því í apríl 2010. Þar hafa nemar aðgang að svokölluðum skrikbílum sem geta líkt eftir akstri í hálku eða möl, en slíkt er mun ódýr- ara en að viðhalda heilu brautunum. Með þessari aðstöðu sér Ökukenn- arafélagið fram á að ná að sinna öll- um þeim fjögur þúsund nemum sem taka bílprófið á hverju ári hér. Félagið sótti um lán hjá Byggða- stofnun fyrir starfsemi ökugerðis úti á landi árið 2008 en þeirri um- sókn var hafnað. Í niðurlagi í svar- bréfi stofnunarinnar sagði: „Þá virð- ist verkefnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunarinnar.“ Jón Haukur segir Ökukennarafélagið hafa velt því upp hvers vegna starf- semi Ökugerðis Íslands falli betur að starfssviði stofnunarinnar, þar sem um sé að ræða sömu starfsemi. „Það er þetta sem við höfum bent á og óskað eftir því að fá að vita hvað hafi breyst.“ Frá Byggðastofnun feng- ust þær upplýsingar að umsókn Öku- kennarafélagsins hefði ekki staðist kröfur. Jón Haukur setur hins vegar spurningarmerki við það að stjórn- armaður í Byggðastofnun hafi verið stjórnarformaður félags sem þáði lán frá stofnuninni. Sturla Böðvarsson segir enga hagsmunaárekstra hafa komið upp á tímabilinu. „Það var búið að veita lánsloforð til Ökugerðis á Reykjanes- inu löngu áður en ég kom að þessu Ökugerðismáli,“ segir hann. Sturla segir að það hefði ef til vill orkað n Byggðastofnun hefur lofað Öku- gerði Íslands láni n Sturla Böðvars- son situr í stjórn Byggðastofnunar og er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands n Segir ekki um neina hags- munaárekstra að ræða n Formaður Ökukennarafélags Íslands setur sp rningarmerki við lánveitinguna Óháður Sturla segist ekki hafa neinna hagsmuna að gæta hjá Ökugerði Íslands þrátt fyrir að hann sé stjórnarformaður fyrirtækisins. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Sturla beggja vegna borðS Ökugerði í stað Motopark Á þessum stað átti að rísa alhliða akstursíþróttasvæði en nú er ráðgert að setja upp ökugerði fyrir ökunema. Framtíðar-áformin eru þó þau að reisa kappakstursbrautir. Fréttir | 15 Helgarblað 10.–14. júní 2011 Samkomulag við fjármálaráðherra Póstatkvæðagreiðsla er hafin Hafin er póstatkvæðagreiðsla um nýtt Samkomulag Starfsgreinasambands Íslands við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn aðildarfélaga SGS sem vinna eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers aðildarfélaganna í apríl/maí 2011. Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá. Fái einhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem sanni afdregin félagsgjöld í apríl/maí 2011. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 12.00 miðvikudaginn 22. júní en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn. Reykjavík, 6. júní 2011. Kjörstjórn Starfsgreinasambands Íslands Starfsgreinasamband Íslands tvímælis hefði hann haft eitthvað með lánið til Ökugerðis Íslands að gera, en svo hafi ekki verið: „Ef ég hefði tekið þátt í því að afgreiða þetta lán þá hefði það orkað tvímælis en ég kom hvergi nærri þeirri afgreiðslu.“ Ólafur Guðmundsson, varaformað- ur Félags íslenskra bifreiðaeigenda, hefur tekið við sem framkvæmda- stjóri Ökugerðis Íslands, en Sturla er ennþá stjórnarformaður félagsins. Fjölbreytt starfsemi Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, segir í samtali við DV að Sturla hafi ekki komið að með- ferð lánasamninganna á milli Byggða- stofnunar og Ökugerðis Íslands. Hann bendir á reglur um störf stjórnar Byggðastofnunar en í 3. grein þeirra reglna kemur meðal annars fram að stjórnarmaður skuli ekki taka þátt í meðferð máls er varðar viðskipti hans sjálfs, eða fyrirtækis sem hann er í for- svari fyrir, eða telst að öðru leyti inn- herji í. Almennt eru lán Byggðastofn- unar ekki takmörkuð við sérstakar atvinnugreinar en lánasvæði stofnun- arinnar er allt landið utan höfuðborg- arsvæðisins. Almennt er um fjárfest- ingar í nýjum verkefnum að ræða. Í núverandi árferði teljast lán stofnun- arinnar almennt frekar hagstæð. Á heimasíðu Ökugerðis Íslands kemur fram að hægt verði að nýta þá aðstöðu sem verið sé að byggja upp við Grindavíkurveginn til ýmiss ann- ars en kennslu nýnema. Þar megi til að mynda fara fram endurhæfing ökumanna sem nú þegar hafa öku- réttindi, þá geti eldri borgarar fengið þjálfun á svæðinu og þeir sem misst hafa ökuréttindin. Enn fremur seg- ir að hægt yrði að leigja svæðið til erlendra aðila, bíla- og eða dekkja- framleiðenda. Þá væri hægt að gera samninga við bílaleigur um þjálfun erlendra ökumanna á malarvegum sem og þjálfa starfsmenn fyrirtækja sem vinna við akstur. Því er ljóst að ýmis starfsemi mun fara fram á svæð- inu nái framkvæmdirnar fram að ganga. Í samtali við DV segist Sturla Böðvarsson hins vegar ekki hafa neinna hagsmuna að gæta, enda eigi hann ekki hlut í félaginu. „Ég er ekki hluthafi, á ekkert í þessu og kem ein- ungis að þessu sem áhugamaður, og til að hjálpa til með þetta,“ segir Sturla. Draumur Sturlu Sturla Böðvarsson var á meðal þeirra fyrstu sem reifuðu hugmyndir um að sett yrði upp sérstakt ökugerði hér á landi. Sem samgönguráðherra barð- ist hann fyrir því að ökunemar gengj- ust undir þjálfun í ökugerði. Sturla skrifaði meðal annars grein um mál- ið í Morgunblaðinu árið 2005. „Þetta mál hefur lengi verið til umræðu, ekki síst meðal ökukennara, en lengi vel voru nokkuð misvísandi upplýs- ingar um hver reynsla manna væri af slíkum svæðum,“ sagði Sturla og bætti við: „Nú segja ráðgjafar mínir hins vegar að slík svæði séu af hinu góða og því hef ég falið Umferðar- stofu að hefja þennan undirbúning. Við stefnum að því að reglugerð um ökugerði verði tilbúin í haust.“ Frá upphafi árs 2010 hafa all- ir ökunemar verið skyldaðir til þess að gangast undir þjálfun í ökugerði. En á vefsíðu Ökugerðis Íslands segir meðal annars: „Þann 12. júní 2010 var fest í gildi reglugerð sem skyld- ar alla ökunema til náms í þar til gerðu ökugerði og var gildistaka reglugerðarinnar miðuð við 1. janú- ar 2010.“ Þegar blaðamaður ítrekaði spurningu sína til Sturlu Böðvars- sonar og spurði hvort honum þætti ekki óheppilegt að vera beggja vegna borðsins þegar kemur að lánveiting- um Byggðastofnunar til Ökugerð- is Íslands, sagði hann: „Nei, það er nefnilega algjör misskilningur vegna þess að það gilda mjög strangar regl- ur hjá Byggðastofnun um það hve- nær stjórnarmenn verða að víkja og ég kom hvergi nærri þessu. Þannig að fyrir alla muni, í þágu umferðar- öryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt.“ „Þannig að fyrir alla muni, í þágu umferðaröryggis á landinu, ekki reyna að gera þetta tortryggilegt. „Útlendingarnir standa hérna og brosa breiðum brosum og taka myndir af þessum ósköpum. Þetta er góð aug- lýsing fyrir miðborgina okkar,“ sagði ónafngreindur aðili sem hafði sam- band við DV vegna ruslahaugs sem hefur safnast upp í porti á Smiðjustíg. Mikinn fnyk leggur frá portinu en Eldvarnareftirlitið hefur haft afskipti af húsráðanda og gert honum að fjar- lægja hauginn. „Hann lofar að taka þetta. Hann lofaði því að þetta yrði far- ið fyrir helgi. Ég gerði honum grein fyr- ir hans ábyrgð ef eitthvað kemur upp á þarna. Þetta eru hugsanlega hans ábú- endur, en hann leigir einhver herbergi eða íbúðir út þarna. Það er á hans ábyrgð að þetta sé í lagi, sem fasteign- areiganda,“ segir Guðmann Friðgeirs- son hjá Eldvarnareftirliti Reykjavíkur. Guðmanni barst tilkynning um þetta rusl fyrir átta vikum. „Þá var þetta ekki nándar eins mikið og er í dag. Þá var þetta mikið til bara rusl í kerru. Ég taldi þá að þetta heyrði undir borgina eða heilbrigðiseftirlit. Það er eðlilegast. Slökkviliðið er ekki að eltast við einhverja ruslahauga úti um alla borg. Nema það sé ein- hver veruleg eldhætta af þeim, sam- brunahætta, um slíkt gæti kannski verið að ræða núna,“ segir Guð- mann. Fyrst um sinn voru þetta nokkrir sorppokar að sögn Guðmanns. „Fyrst safnast þarna eitthvert geymslurusl en nú síðustu daga sýnist mér að það sé meira um að fólk sé bara að henda ruslinu sínu þangað og fer ekkert með það í ruslatunnur. Þetta er bara klárt heilbrigðiseftirlitsmál,“ sagði Guð- mann. Eiganda gerð grein fyrir ábyrgð sinni vegna sóðaskaps: Sorphaugur á Smiðjustíg Sorpið Portið á Smiðjustíg. mynD Sigtryggur Ari JóHAnnSSon. 10 | Fréttir 18. júlí 2011 Mánudagur Páll Guðfinnur Harðarson, eigandi Ökugerðis Íslands í gegnum félögin Nesbyggð ehf. og Nesbyggð eignar- haldsfélag, er með að minnsta kosti átta gjaldþrot á bakinu. Byggða- stofnun hefur gefið Ökugerði Íslands lánsloforð að andvirði 200 milljóna króna, samkvæmt heimildum DV, en það er hámarkslán frá stofnuninni. Samkvæmt eigin lánareglum ber Byggðastofnun að skoða viðskipta- sögu fyrirtækja og eigenda þeirra. Heimildir DV herma að lánsloforð- ið til Ökugerðis Íslands standi þrátt fyrir fjölmörg gjaldþrot fyrirtækja í eigu sama aðlila. DV hefur að und- anförnu fjallað um málið. Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, er stjórnarfor- maður Ökugerðis Íslands og ann- ar af tveimur stofnendum fyrirtæk- isins. Forstöðumaður rekstrarsviðs Byggðastofnunar segist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en tekur fram að ekkert óeðlilegt sé við náin tengsl Sturlu við fyrirtæki sem hefur fengið lánsloforð frá stofnuninni. Ökugerði er sérhannað æfinga- og kennslu- svæði fyrir ökunema, þar sem þeir fá meðal annars tækifæri til þess að finna hvernig það er að missa stjórn á bifreið í hálku eða á malarvegi. Áætl- að er að nemendur greiði að minnsta kosti 35 þúsund krónur fyrir að nota aðstöðu Ökugerðis Íslands. Sem samgönguráðherra barðist Sturla fyr- ir því að sett yrðu lög sem skylduðu ökunema til þess að læra í ökugerði. Í fyrra tóku slík lög gildi. Átta gjaldþrot Auk þess að hafa verið með í stofn- un Ökugerðis Íslands var Sturla Böðvarsson fyrsti framkvæmdastjóri félagsins og eini prókúruhafinn þeg- ar það var stofnað í júlí í fyrra. Sturla var skipaður í stjórn Byggðastofn- unar rétt rúmum mánuði áður en Ökugerði Íslands var stofnað og sit- ur ennþá í stjórn. Þá hefur Sturla ný- lega setið í nefnd sem skipuð var af iðnaðarráðuneytinu og var falið að endurskoða lánastarfsemi stofnun- arinnar. Á tengslaneti Jóns Jósefs, rel8, kemur fram að Páll Guðfinnur Harð- arson, viðskiptafélagi Sturlu Böðv- arssonar og tilvonandi lántakandi Byggðastofnunar, er með átta gjald- þrot á bakinu. Páll stofnaði og rak sjö þessara fyrirtækja, en sinnti stjórnar- formennsku í einu þeirra. Auk þess- ara gjaldþrota var verslunin Hamrar sem var í hans eigu einnig tekin til slitameðferðar á sínum tíma. Árið 1989 voru veðsetningar á 13 lóðum í eigu fyrirtækisins kærðar til Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Fjallað var um málið í Vísi. Páll Guðfinnur teng- ist tíu öðrum einkahlutafélögum sem hann á annaðhvort sjálfur, sinn- ir framkvæmdastjórn í, eða stjórn- arformennsku. Þeirra á meðal eru fyrirtækin Ökugerði Íslands og Öku- gerði eignarhaldsfélag. Stefna hátt Í reglum Byggðastofnunar um hvaða forsendur skuli liggja að baki lána- ákvörðunum, forgangsröðun og synjunum segir meðal annars að tek- ið skuli tillit til allra skulda og skuld- bindinga viðskiptamanns, reynslu, viðskiptasögu og annarra forsendna viðskiptamannsins. Gjaldþrot fyr- irtækja í eigu Páls spanna 23 ára tímabil en í mars síðastliðnum var fyrirtæki hans Dalshverfi ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrirtækið var á tímabili nokkuð umsvifamikið í byggingu íbúða á Snæfellsnesi og í Reykjanesbæ en hefur eins og fyrr segir lagt upp laupana. Nýjasta gjaldþrotið virðist engu breyta um áætlanir Páls Guðfinns og Sturlu Böðvarssonar um að stand- setja ökugerði á gamla Motopark- svæðinu við Reykjanesbrautina, enda tryggir lánsloforð Byggðastofn- unar að slíkt verði mögulegt þrátt fyrir aðra fjárhagserfiðleika eig- endanna. Í kynningarbæklingi sem gefinn var út af Ökugerði Íslands segir orðrétt: „Í framtíðinni verður hægt að nota svæðið sem þjónustu- svæði fyrir kappakstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hefur verið og var áætlað að yrði staðsett fyrir neðan ökugerðið á sínum tíma yrði byggð.“ Ökugerðið er þannig byggt á grunni hugmynda um Motopark-skýjaborgina sem aldrei reis. Heimildir DV herma að ólíklegt verði að teljast að fyrirtæki með við- skiptasögu eins og Nesbyggð fengi há- markslán frá Byggðastofnun líkt því sem Ökugerði Íslands hefur verið lof- að. Í þessu samhengi má benda á að í febrúar síðastliðnum hafnaði Byggða- stofnun kauptilboði Lotnu í Eyrar- odda á Flateyri sökum viðskiptasögu eigenda Lotnu, en þeir höfðu fjölmörg gjaldþrot á bakinu. Heimildarmaður blaðsins bendir á að Sturla fari form- lega fyrir Ökugerði Íslands til þess að minna fari fyrir því hverjir raunveru- legir eigendur séu. Hann sé í raun leppur fyrir Pál Guðfinn. Lánsloforð stendur Magnús Helgason, forstöðumaður rekstrarsviðs Byggðastofnunar, segir að viðskiptasaga fyrirtækja og þeirra sem eru að baki þeim sé ávallt könn- uð áður en lánsloforð eru gefin eða lán veitt. Þá segist hann gera ráð fyrir því að stofnuninni hafi verið kunnugt um viðskiptasögu eigenda Ökugerð- is Íslands þegar lánsloforðið var gef- ið. Aðspurður um þau átta gjaldþrot sem eigandi Ökugerðis Íslands teng- ist og hvort það hafi engin áhrif haft á lánsloforðið segir Magnús: „Eins og ég segi, það er farið yfir þessa hluti þegar umsóknir eru greindar.“ Hann segist ekki geta tjáð sig um einstök lán og vill því ekki tjá sig um hvort eðlilegt sé að lána fyrirtæki í eigu aðila með fjölda gjaldþrota á bakinu háar upphæðir úr sameig- inlegum sjóðum landsmanna. Að- spurður hvort eðlilegt sé að fyrirtæki í eigu aðila með fjölda gjaldþrota á bakinu fái hámarkslán frá stofnun- inni segir hann: „Þetta er allt kann- að og svo verður það bara metið.“ Magnús segir enn fremur að það sé ekkert óeðlilegt við það að Sturla sitji á sama tíma í stjórn Byggðastofn- unar og fyrirtækis sem þiggur lán frá stofnuninni. „Sturla kom ekki að þessari ákvörðun, hann kom hvergi þar nærri,“ segir Magnús og á þá við að hann hafi ekkert komið að láninu sem stofnunin hefur lofað Ökugerði Íslands. Þá vísar Magnús ábyrgð- inni á nefndarsetu Sturlu til föður- húsanna, iðnaðarráðuneytisins sem skipaði nefndina. Féll ekki að „starfsviði“ Sturla Böðvarsson var á meðal þeirra fyrstu sem reifuðu hugmyndir um að sett yrði upp sérstakt ökugerði hér á landi. Sem samgönguráðherra barð- ist hann fyrir því að ökunemar yrðu skyldaðir til þess að gangast undir þjálfun í ökugerði. Slíkt hefur nú ver- ið fest í lög, en frá upphafi árs 2010 hafa allir ökunemar verið skyldað- ir til þess að gangast undir þjálfun í ökugerði. Á vefsíðu Ökugerðis Ís- lands segir meðal annars: „Þann 12. júní 2010 var fest í gildi reglugerð sem skyldar alla ökunema til náms í þar til gerðu ökugerði og var gildis- taka reglugerðarinnar miðuð við 1. janúar 2010.“ Með tilkomu Ökugerð- is Íslands, mun fjöldi ökunema því sækja akstursþjálfun sína á svæðið, sem verður það eina sinnar tegundar hér á landi. Ökukennarafélag Íslands hefur starfrækt sérstakt ökugerði á Kirkju- sandi frá því í apríl 2010. Þar hafa nemar aðgang að svokölluðum skrikbílum sem geta líkt eftir akstri í hálku eða möl, en slíkt er mun ódýr- ara en að viðhalda heilu brautun- um. Með þessari aðstöðu sér Öku- kennarafélagið fram á að ná að sinna öllum þeim fjögur þús- und nemum sem taka bílprófið á hverju ári hér. Formaður félags- ins hefur gert athugasemdir við það að Sturla Böðvarsson hafi set- ið beggja vegna borðs þegar kom að lánveitingum Byggðastofnun- ar. Þá hefur hann bent á að Öku- kennarafélagið sótti um lán hjá Byggðastofnun fyrir starfsemi öku- gerðis úti á landi árið 2008 en þeirri umsókn var hafnað. Í niðurlagi svar- bréfs stofnunarinnar sagði: „Þá virð- ist verkefnið við fyrstu sýn ekki falla vel að starfssviði stofnunarinnar.“ Óbreytt lánafyrirkomulag Það vekur nokkra furðu að þrír af sjö nefndarmönnum voru innanbúðar- menn í Byggðastofnun en leiða má líkur að því að það hafi haft þau áhrif að minni vilji var til breytinga en ella hefði verið. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins, Framsóknarflokks og Byggðastofnunar í nefndinni komu allir úr stjórn stofnunarinnar. Heim- ildir DV herma að Sturla og aðrir innanbúðarmenn Byggðastofnunar sem sátu í þessari nefnd hafi verið mótfallnir því að settar yrðu hertar reglur í tengslum við hvaða skilyrði fyrirtæki þyrftu að uppfylla til þess að fá lán frá stofnuninni. Á meðal þess sem rætt var í nefndinni, samkvæmt heimildum DV, var að stofnunin hefði að undan- förnu lánað fyrirtækjum háar upp- hæðir án tryggra veða og því þyrfti að breyta. Ákveðinn armur nefnd- armanna áleit að slíkt væri ávallt matsatriði og að erfitt væri að meta hvað væru trygg veð og hvað ekki. Niðurstaða nefndarinnar var því sú að skoða málið áfram. Heimildir DV herma að Sturla og aðrir stjórnar- menn úr Byggðastofnun hafi viljað stíga varlega til jarðar í breytingum, og almennt kosið minni breyting- ar en þeir sem komu úr öðrum átt- um. Svo virðist sem áherslur þeirra hafi náð yfirhöndinni. Ekki náðist í Sturla Böðvarsson við vinnslu þess- arar fréttar. Ken i ö ufl of láni Lítil starfsemi Heimildir DV herma að lítið hafi verið um framkvæmdir á svæðinu í vetur. n Eigandi Ökugerðis Íslands sem lofað hefur verið hámarksláni frá Byggðastofnun er með fjölda gjaldþrota á bak-inu n Sturla Böðvarsson er stjórnarformaður Ökugerðis Íslands n Forstöðumaður segir ekkert óeðlilegt við þetta Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jo bjarki@dv.is Fer fyrir félaginu Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgönguráðherra, fer fyrir Ökugerði Íslands en raunverulegur eigandi þess á sér svarta viðskiptasögu. „ Í framtíðinni verð- ur hægt að nota svæðið sem þjónustu- svæði fyrir kappakstur og bílastæði ef svo færi að kappakstursbraut sem hönnuð hefur verið og var áætlað að yrði staðsett fyrir neðan ökugerðið á sínum tíma yrði byggð. 18. júlí sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.