Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 32
32 | Ættfræði Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 22.–24. júlí 2011 Helgarblað
M
elkorka fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp til níu
ára aldurs og síðan á Sel-
fossi. Hún var í Melaskóla
í Reykjavík og Sólvalla-
skóla á Selfossi, stundaði nám við
Fjölbrautaskóla Suðurlands og lauk
þaðan stúdentsprófi 2001, stundaði
síðan nám í heimspeki við Háskóla
Íslands og lauk þaðan BA-prófi með
trúarbragðafræði sem aukagrein
2005 og er nú að hefja nám í lögfræði
við Háskólann á Akureyri.
Melkorka starfaði tvö sumur við
Landsbankann á Selfossi á fram-
haldsskólaárunum, starfaði við
Sundlaug Vesturbæjar eitt sumar og
hefur stundað búskap á Keldum með
manni sínum og tengdaforeldrum
frá 2005.
Melkorka æfði og keppti í sundi
með Sunddeild Selfoss á unglingsár-
unum, sat í stjórn Félags heimspeki-
nema við Háskóla Íslands, söng með
Háskólakórnum og með kvenna-
kórnum Ljósbrá um skeið.
Fjölskylda
Eiginmaður Melkorku er Skúli Skúla-
son, f. 22.4. 1980, bóndi að Keldum.
Foreldrar hans eru Skúli Lýðsson,
bóndi að Keldum og Drífa Hjartar-
dóttir, fyrrv. alþm. og nú starfsmaður
í Valhöll.
Synir Melkorku og Skúla eru Guð-
mundur Skúlason, f. 6.11. 2006; Jón
Ari Skúlason, f. 17.4. 2009.
Systkini Melkorku eru Friðfinnur
Freyr Kristinsson, f. 18.7. 1980, við-
skiptafræðingur, búsettur í Reykjavík;
Magnús Már Kristinsson, f. 29.7. 1986,
nemi í byggingarverkfræði við Há-
skóla Íslands; Kolbeinn Karl Kristins-
son, f. 27.6. 1987, nemi í markaðsfræði
í Danmörku en unnusta hans er Sig-
rún Lína Sigurðardóttir sjúkraþjálfari.
Foreldrar Melkorku eru Kristinn
Ágúst Friðfinnsson, f. 27.8. 1953, sókn-
arprestur á Selfossi, og Anna Margrét
Guðmundsdóttir, f. 15.9. 1955, djákni
og hjúkrunarfræðingur á Grænlandi.
Ætt
Séra Kristinn er sonur Friðfinns, fram-
kvæmdastjóra Kristinssonar, verka-
manns í Reykjavík Friðfinnssonar.
Móðir Friðfinns var María, systir Val-
dísar, ömmu Jóns Vals Jenssonar guð-
fræðings og Bryndísar Hlöðversdóttur
rektors. María var dóttir Jóns, b. í
Seljatungu Erlendssonar, b. í Arnar-
holti Þorvarðssonar, b. í Stóra-Klofa
Erlendssonar, í Þúfu á Landi Jónsson-
ar. Móðir Erlends í Þúfu var Halldóra
Halldórsdóttir, b. á Rauðnefsstöðum,
bróður Ólafs á Fossi, langafa Odds á
Sámsstöðum, langafa Davíðs Odds-
sonar Morgunblaðsritstjóra. Annar
bróðir Halldórs var Stefán í Árbæ, afi
Guðmundar, ríka á Keldum, langafa
Jóns Helgasonar, skálds og prófessors.
Móðir Maríu var Kristín Þorláksdóttir,
systir Friðfinns á Galtastöðum.
Móðir séra Kristins er Ósk, dóttir
Sophusar Salómons, smiðs á Kvíabala
Magnússonar, og Sigureyjar Guðnýjar,
dóttur Júlíusar, bróður Guðmundar
bakara á Ísafirði, föðurföður Alfreds
Jolson, biskups kaþólskra á Íslandi.
Systir Önnu Margrétar var Sólveig,
lögfræðingur og deildarstjóri í Reykja-
vík, sem lést í fyrra, kona Björns Lín-
dal lögmanns. Anna Margrét er dótt-
ir Guðmundar, fyrrv. tækniforstjóri
Húsnæðisstofnunar Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri Jónssonar. Móðir
Guðmundar var Sólveig Guðmunds-
dóttir Kjerúlf, b. í Sandhaga og á Haf-
ursá, bróður Jóns Kjerúlf á Melum,
langafa Eiríks Jónssonar, fyrrv. rit-
stjóra, Herdísar Þorgeirsdóttur, fyrrv.
ritstjóra og Ólínu Þorvarðardóttur
alþm.
Móðir Önnu Margrétar var Anna,
systir útgerðarmannanna Þórðar og
Jóhanns Júlíussona er stofnuðu og
starfræktu útgerðarfélagið Gunnvöru.
Anna var dóttir Júlíusar, b. á Atlastöð-
um í Fljótavík Geirmundssonar, og
Guðrúnar Jónsdóttur.
S
verrir fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp við Grettisgöt-
una. Hann stundaði nám í
hárskurði við Iðnskólann í
Reykjavík, var í verknámi á
Rakarastofu Leifs og Kára á Frakka-
stíg 10 og lauk sveinsprófi í þeirri iðn
1954 en hann öðlaðist meistararétt-
indi árið 1955. Að námi loknu opnaði
Sverrir rakarastofu að Bergþórugötu
2 í Reykjavík árið 1956. Hana starf-
rækti hann til ársins 1986. Jafnframt
starfinu á rakarastofu sinni vann
Sverrir við leigubifreiðaakstur sem
síðar varð hans aðalstarf til ársins
1997. Hann ók hjá Bæjarleiðum og
Hreyfli, í fimmtán ár á hvorri stöð, og
sat um skeið í stjórn Frama og stjórn
Hreyfils.
Sverrir hóf svo störf við útkeyrslu
hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar á
Akureyri en lét af störfum þar árið
1999 fyrir aldurs sakir. Hann starf-
aði síðan við Kaffi Akureyri sem
hann starfrækti, ásamt syni sínum og
tengdadóttur. Nú starfar hann hálfan
daginn, fyrir hádegi, hjá dóttur sinni
og tengdasyni, við veitingahúsið
Ráðlagður dagskammtur í Reykjavík.
Fjölskylda
Sverrir kvæntist 26.7. 1952 Báru
Sigurðardóttur, f. 23.12. 1933, d.
21.7. 2007, húsmóður og skrifstofu-
manni. Foreldrar hennar voru Sig-
urður Jónsson, prentari hjá Prent-
verki Odds Björnssonar á Akureyri,
og Hulda Ingimarsdóttir húsmóðir.
Sverrir og Bára hófu búskap sinn
á Rauðarárstíg 3, fluttu síðan vestur
á Bjarg á Grímsstaðarholti, 1953, en
árið 1959 fluttu þau, ásamt þremur
börnum sínum, í Gnoðarvog 28, þar
sem hin þrjú börnin bættust í hóp-
inn, og bjuggu þar til 1975. Leiðin
lá þá í Vesturberg 98 og bjuggu þau
þar til sumarsins 1979 en þá var lokið
byggingu húss þeirra við Bugðutanga
42, Mosfellsbæ. Þau bjuggu skamma
hríð í Laufengi 2 áður en þau fluttust
í Hjallalund 18 á Akureyri. Loks fluttu
þau aftur til Reykjavíkur árið 2006, í
Gullengi 27, en Sverrir býr nú Hlíðar-
húsum 3–5 við Eir.
Börn Sverris og Báru eru Arnar
Sverrisson, f. 29.4. 1951, sálfræðing-
ur, búsettur í Noregi, var kvæntur
Mette Johansen, f. 24.2. 1950, leik-
skólakennara og eiga þau þrjú börn
auk þess sem Arnar á eina dóttur
frá því áður; Guðrún Sverrisdótt-
ir, f. 6.5. 1953, veitingamaður, bú-
sett í Reykjavík en maður hennar er
Michael Levin veitingamaður og eiga
þau saman tvö börn auk þess sem
hún á tvö börn frá fyrra hjónabandi;
Anna Kristín Sverrisdóttir, f. 5.8.
1958, hannyrðakennari við Lundar-
skóla á Akureyri og á hún þrjú börn;
Helga Dögg Sverrisdóttir, f. 4.12.
1959, dönskukennari, búsett á Akur-
eyri og á hún fjögur börn; Sigurður
Sverrisson, f. 22.6. 1963, sölustjóri
Nóa Síríus á Akur eyri en kona hans
er Kristín Hildur Ólafsdóttir, f. 11.9.
1962, hjúkrunarfræðingur og eiga
þau þrjú börn; Ottó Sverrisson, f. 2.6.
1965, forstjóri, búsettur í Reykjavík
en kona hans er Guðbjörg Íris Atla-
dóttir og á hann þrjú börn.
Hálfbræður Sverris, samfeðra,
voru Alfreð Benediktsson, f. 14.12.
1911, d. 9.11. 1946; Ottó Benedikts-
son, f. 2.11.1917, d. 31.5. 1990.
Hálfbróðir Sverris, sammæðra, er
Ágúst Friðþjófsson, f. 8.11. 1920, bú-
settur í Reykjavík. Alsystkini Sverris:
Elísabet Ester Benediktsdóttir, f. 29.8.
1927, fyrrv. húsmóðir og verslun-
armaður í Reykjavík; Friðrik Pálm-
ar Benediktsson, f. 31.10. 1928, d.
17.6. 1993, loftskeytamaður; Hörður
Benediktsson, f. 29.7. 1930, d. 23.7.
2009, var múrarameistari í Reykjavik;
Eygló Benediktsdóttir, f. 24.5. 1935,
húsmóðir í Reykjavík.
Foreldrar Sverris voru Benedikt
Friðriksson, f. 26.2. 1887, d. 1941,
skósmiður í Reykjavík, og k.h., Guð-
rún Pálsdóttir, f. 21.7. 1900, d. 24.10.
1969, húsmóðir. Þau bjuggu fyrst í
Vestmannaeyjum en fluttu til Reykja-
víkur 1928.
Sverrir Benediktsson
Fyrrv. hárskeri og leigubifreiðastjóri
Melkorka Mjöll
Kristinsdóttir
BA í heimspeki og lögfræðinemi við HA
30 ára á föstudag
80 ára sl. fimmtud.
B
jörg fæddist í Hjallabúð í
Fróðárhreppi á Snæfells-
nesi og ólst þar upp til sex
ára aldurs. Hún flutti með
foreldrum sínum til Reykja-
víkur 1937 og síðan til Ólafsvíkur 1940.
Þar dvaldi Björg til 1947 og flutti þá
sextán ára í Kópavog og hefur búið þar
síðan, lengst af á Digranesvegi 64 en
býr nú á Digranesvegi 20.
Björg stundaði nám við Héraðs-
skólann að Laugarvatni. Hún vann við
húsmóður- og verslunarstörf fram til
ársins 1969. Björg var með dagvistun
barna á heimili sínu í tvö ár. Hún varð
löggiltur fiskimatsmaður árið 1971. Í
kjölfarið hóf hún störf hjá Útgerðar-
félaginu Barðanum í Kópavogi og var
þar verkstjóri og fiskmatsmaður í átj-
án ár.
Auk starfa utan heimilis hefur
Björg veitt heimili sínu forstöðu og
sinnt uppeldi barna sinna og barna-
barna með miklum sóma. Árið 1991
var Fríkirkjan Kefas stofnuð og var
Björg þar í fararbroddi ásamt eigin-
manni sínum.
Fjölskylda
Björg giftist 24.7. 1953, Ármanni J. Lár-
ussyni, f. 12.3. 1932, byggingaverka-
manni og fyrrv. glímukappa. Foreldrar
hans voru Lárus Salómonsson, f. 11.9.
1905, d. 24.3. 1987, yfirlögregluþjónn,
og Kristín Gísladóttir, f. 18.6. 1908, d.
20.4. 1983, húsmóðir.
Börn Bjargar og Ármanns eru
Sverrir Gaukur Ármannsson, f. 9.2.
1952, skrifstofumaður og margfald-
ur briddsmeistari; Helga Ragna Ár-
mannsdóttir, f. 4.7. 1951, íþróttakenn-
ari, gift Páli Eyvindssyni, f. 4.7. 1951,
yfirflugstjóra.
Barnabörn Bjargar og Ármanns
eru Björg Ragnheiður, f. 17.3. 1977,
gift Benjamín Böðvarssyni, f. 8.12.
1978, en börn þeirra eru Lúkas Páll,
f. 26.7. 2004, og Elías Logi, f. 1.6. 2010;
Ármann Jakob, f. 28.2. 1980, kvænt-
ur Áslaugu Guðmundsdóttur, f. 21.2.
1981 en börn þeirra eru Jakob Dagur,
f. 18.8. 2003, Arney Helga, f. 22.8. 2007,
og Rakel Birta, f. 3.9. 2008; Sverrir
Gaukur, f. 5.4. 1981.
Systur Bjargar eru Ragnheiður
Dóró thea, f. 1.9. 1939, skrifstofumað-
ur; Ingibjörg Árnadóttir, f. 26.9. 1935,
hjúkrunarfræðingur .
Foreldrar Bjargar voru Árni Krist-
inn Hansson, f. 5.12. 1907, d. 24.8.
2006, húsasmíðameistari, og Helga
K.S. Tómasdóttir f. 24.9. 1908, d. 15.6.
1990, húsmóðir.
Ætt
Árni var sonur Hans Bjarna Árnason-
ar, (1883–1958) bónda og sjóróðrafor-
manns í Holti í Fróðárhreppi, síðan á
Kaldalæk í Ólafsvík og k.h., Þorbjarg-
ar Þórkötlu Árnadóttur, (1878–1969)
húsfreyju. Hans Bjarni var sonur Árna
Árnasonar (1932–1902), bónda á Holti
og þriðju konu hans, Kristrúnar Odds-
dóttur (1848–1940). Þorbjörg Þórkatla
var dóttir Árna Björnssonar (1825–
1899) bónda í Stapabæ á Arnarstapa,
og seinni konu hans, Guðríðar Einars-
dóttur (1842–1899) húsfreyju.
Helga móðir Bjargar var dóttir
Tómasar Sigurðssonar (1865–1952)
bónda og sjómanns í Bakkabúð,
Tungukoti og víðar í Fróðárhreppi,
síðar í Ólafsvík og konu hans Ragn-
heiðar Árnadóttur (1879–1973).
Tómas var sonur Sigurðar Pálssonar
(1819–1883) bónda á Búlandshöfða
í Eyrarsveit og seinni konu hans, Jó-
hönnu Sigurðardóttur (1829–1901).
Ragnheiður var dóttir Árna Jónssonar
(1848–1900), bónda á Kársstöðum í
Helgafellssveit og konu hans Kristínar
Sigurðardóttur (1850–1940).
Afmælisbarnið fagnar tímamót-
unum í faðmi fjölskyldu og vina í
veitingasal Fríkirkjunnar Kefas,
Fagraþingi 2a, Kópavogi kl. 16.00 á
afmælisdaginn.
Björg Ragnheiður Árnadóttir
Húsmóðir, fiskmatsmaður og fyrrv. verkstjóri
80 ára á sunnudag
Íris Björk Árnadóttir
Fyrrv. fegurðardrottning
30 ára á föstudag
Í
ris fæddist í Reykjavík og ólst þar
upp fyrstu þrjú árin en síðan í
Kópavogi. Hún var í Kópavogs-
skóla, stundaði nám við Mennta-
skólann í Kópavogi og stundaði
síðan sjúkraliðanám við Social- og
Sundhedskolen í Árósum.
Íris tók þátt í fegurðarsamkeppn-
inni Ungfrú Ísland árið 2001, varð
þar í öðru sæti, tók þátt í keppninni
Ungfrú Skandinavía og varð ung-
frú Skandinavía 2002 og Miss Press
í sömu keppni, tók þátt í keppninni
Queen of the World í Düsseldorf í
Þýskalandi í janúar 2002 og sigraði í
þeirri keppni.
Íris sinnti fjölda verkefna í kjölfar
þessara keppna, hér á landi og víða
erlendis, m.a. tók hún þátt í fjölda
verkefna er tengdust góðgerðarstarf-
semi af ýmsu tagi.
Íris hóf störf hjá Securitas árið
2000 og hefur verið þar fastráðin
frá 2001 að undanskildum árunum
2008–2010 er hún var búsett í Dan-
mörku.
Fjölskylda
Eiginmaður Írisar er Kristján Jón
Jónatansson, f. 24.6. 1981, starfsmað-
ur hjá Deloitte.
Börn Írisar og Kristjáns Jóns eru
Katrín Embla Kristjánsdóttir, f. 20.10.
2003; Birta María Huld Kristjánsdótt-
ir, f. 18.12. 2004; Árni Dagur Kristjáns-
son, f. 4.7. 2007.
Systkini Írisar eru Guðmundur Örn
Árnason, f. 13.5. 1976, endurskoðandi
hjá Deloitte, búsettur í Kópavogi; Erla
María Árnadóttir, f. 3.5. 1980, deildar-
stjóri hjá Eimskip, búsett í Reykjavík;
Unnur Svanborg Árnadóttir, f. 1.5.
1984, starfsmaður við sambýli, búsett
í Reykjavík; Sigríður Hulda Árnadótt-
ir, f. 4.6. 1987, hjúkrunarfræðinemi
og flugfreyja hjá Icelandair, búsett í
Reykjavík; Árni Konráð Árnason, f.
14.2. 1994, nemi og knattspyrnumað-
ur hjá Breiðabliki.
Foreldrar Írisar eru Árni Guð-
mundsson, f. 19.1. 1955, fram-
kvæmdastjóri og einn eigenda Securi-
tas, og Sigríður Huld Konráðsdóttir, f.
4.4. 1956, kennari og námsráðgjafi.