Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 14
14 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Kaupir Domino’s með vinum og fjölskyldu n Er einn af stofnendum Domino’s á Íslandi n Keypti það árið 2004 og seldi með hagnaði 2005 n Landsbankinn tapar einum og hálfum milljarði á pítsakeðjunni B irgir Þór Bieltvedt, fjárfest- ir og einn af eigendum ol- íufélagsins Skeljungs, mun ásamt vinum og fjölskyldu eignast Domino’s á Íslandi. Reksturinn verður tekinn yfir þann 1. september en þau kaupa fyrirtækið á um 560 milljónir króna. Söluverð- ið er samkvæmt tilkynningu Lands- bankans 210 milljónir króna en auk þess hvíla á félaginu vaxtaberandi skuldir fyrir um 350 milljónir króna. Birgir hefur áður komið að rekstri Domino’s en hann var upphafsmað- ur þess hér á Íslandi. Fyrsti staðurinn var opnaður í ágúst árið 1993 und- ir stjórn Birgis. Hann hætti störfum árið 1996 en keypti sig inn í félagið árið 2004 eftir að hafa stundað við- skipti í Danmörku en seldi það svo aftur skömmu síðar. Félagið var þá selt á um 1.100 milljónir en hefur nú verið selt á tæplega helmingi lægri fjárhæð en árið 2005. Birgir og Domino’s Birgir gegndi starfi framkvæmda- stjóra Domino’s á Íslandi við stofn- un árið 1993 en á meðal eigenda voru Skúli Þorvaldsson, oft kenndur við Hótel Holt, Hagkaup og Sigurjón Sighvatsson. Birgir hætti svo störf- um sem framkvæmdastjóri árið 1996 fyrir Domino’s á Íslandi. Leið hans lá til Danmerkur þar sem hann hugðist byggja upp Domino’s þar í landi. Það voru eigendur Domino’s hér heima ásamt nokkrum öðrum fjárfestum sem fóru í útrás Domino’s til Dan- merkur með Birgi. Samkvæmt Birgi samdi hann við eigendur Domino’s á Íslandi um að hann gæti keypt sig inn í reksturinn hér heima. Árið 2004 hafði Birgir hugsað sér að flytja aft- ur til Íslands frá Danmörku. Á sama tíma og hann leitaði leiða til að kaupa íslenska reksturinn vann hann að ákveðnum verkefnum í Danmörku og þá helst að kaupum á Magasin Du Nord. Birgir keypti svo Magasin ásamt Baugi og Björgólfi Thor Björgólfssyni með láni frá Straumi-Burðarási. Að sögn Birgis gerðist hvort tveggja, kaupin á Domino’s á Íslandi og Ma- gasin í Danmörku, á sama tíma. Með þessu breyttust áform Birgis. Hann hafði haft hugmyndir um að byggja upp Domino’s og gera að stærra fyrir- tæki. Eftir nokkra mánuði ákvað hann svo að réttast væri að gefa eftir stjórn fyrirtækisins og selja sig út úr því þar sem hann hafði ekki tíma til að sinna því sem skyldi. Straumur-Burðarás var beðinn um að finna kaupanda að Domino’s nokkrum mánuðum eftir að Birgir hafði keypt félagið. „Ég fór aldrei inn til að fara út aftur. Það var aldrei hugsunin að ég færi þarna inn til að selja þetta strax dýrara,“ segir Birg- ir sem hélt eftir um 10 prósenta hlut í Domino’s. Að eigin sögn var það að frumkvæði Domino’s í Bandaríkjun- um til að tryggja að allt gengi að ósk- um. Birgir seldi sig svo endanlega frá félaginu árið 2007. Skuldsett félag Eignarhaldsfélag Domino’s, Fut- ura ehf., síðar Pizza-Pizza ehf., var á sínum tíma mjög lítið skuldsett. Fyrir endurkomu Birgis til fyrirtæk- isins voru skuldir félagsins undir 100 milljónum króna. Birgir staðfesti við DV að hafa farið í skuldsetta yfir- töku á félaginu þegar hann keypti það árið 2004 með fjármögnun Straums-Burðaráss. Nokkrum mán- uðum síðar seldi hann svo stóran hluta í félaginu til Baugs og Magnús- ar Kristinssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum, í gegnum félagið Traðarkot. Að eigin sögn hélt hann eftir um 10 prósenta hlut í félaginu að kröfu Domino’s í Bandaríkjun- um sem hann seldi svo 2006 til 2007. Magnús eignaðist félagið að fullu árið 2007. Í fyrrahaust greindi DV frá því að Domino’s hefði verið skuldsett fyrir á annan milljarð króna. Fyrst var um að ræða skuldsetninguna við kaup Birgis á Domino’s og síðar þeg- ar Magnús endurfjármagnaði skuldir félagsins. Þessi gríðarlega skuldsetning varð að lokum til þess að Landsbankinn þurfti að taka félagið yfir. Á móti skuld- setningunni var gríðarlega há við- skiptavild sem hækkaði úr 0 krónum í 1,3 milljarða króna um mitt ár 2005. Þegar Traðarkot rann inn í Pizza-Pizza, vegna aðkomu Baugs og Magnúsar, eignaðist Pizza-Pizza einnig 90 pró- sent hlutafjár í félaginu The Scandi- navian Pizza Company. Birgir hafði verið forsvarsmaður félagins sem átti og rak Domino’s í Danmörku. Við yfir- færsluna yfirtók Pizza-Pizza skuldir og viðskiptavild Traðarkots. Í ársreikningi Pizza-Pizza fyrir árið 2005 segir um þetta: „Traðarkot ehf. var eigandi alls hlutafjár Futura ehf. frá 9. júní 2005 og yfirtók Futura ehf. við samrunann langtímaskuldir sem tengdust þeirri fjárfestingu.“ Einnig segir í ársreikn- ingnum: „Viðskiptavildin myndast upphaflega við kaup Traðarkots ehf. á dótturfélögum og vegna kaupa á versl- un í Danmörku.“ Skuld félagsins upp á 1,3 milljarða var að mestu leyti tilkomin vegna lán- veitingar Straums-Burðaráss til Trað- arkots sem síðar rann inn í Pizza-Pizza ehf. Aftur á móti virðist sem þeir fjár- munir hafi ekki runnið inn í rekstur Domino’s á Íslandi við samrunann eins og DV greindi frá í nóvember. Ekkert hefur komið fram um í hvað peningarnir frá Straumi voru notaðir en stjórnarformaður Pizza-Pizza, Úlf- ar Steindórsson, sagði í nóvember að fjármunirnir hafi ekki verið notaðir í rekstur Domino’s hér á landi. Eins og áður hefur komið fram þykir þó líklegt að fjármagnið hafi verið notað í aðrar fjárfestingar. Selt og endurfjármagnað Magnús Kristinsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, eignaðist Pizza- Pizza að fullu árið 2007 en hann hafði komið inn sem minni hluthafi árið 2005 ásamt Baugi. Magnús var um- svifamikill fjárfestir á Íslandi á árun- um fyrir hrun og keypti til að mynda Toyota-umboðið á um sjö milljarða árið 2005. Grunnurinn að veldi hans er útgerðin Bergur-Huginn í Vest- mannaeyjum sem hann byggði upp ásamt föður sínum. Magnús var um tíma stór hluthafi í fjárfestingar- bankanum Straumi-Burðarási. Þeg- ar Magnús seldi þann hlut stofnaði hann fjárfestingarfélagið Gnúp ásamt Kristni Björnssyni og Þórði Má Jó- hannessyni en félagið átti talsvert magn hlutabréfa í FL Group og Kaup- þingi. Gnúpur varð svo eitt af fyrstu félögunum til að lenda í vandræðum og bárust fregnir af yfirvofandi gjald- þroti félagsins í ársbyrjun 2007. Fé- laginu var svo bjargað frá gjaldþroti með samkomulagi við lánardrottna en talið var að eigið fé félagsins hefði rýrnað um 45 milljarða á skömmum tíma. Haustið 2009 greindi DV frá því að skilanefnd Landsbankans þyrfti að afskrifa um 50 milljarða króna af skuldum Magnúsar og félaga hans við bankann. „Þetta er skuldsetning sem var á félaginu þegar Magnús keypti það... Þetta var aldrei skuldsett frekar af hálfu Magnúsar. Hann endurfjármagnaði bara gamlar skuldir,“ sagði Úlfar Stein- dórsson, starfandi stjórnarformaður Pizza-Pizza ehf. í frétt DV í nóvem- ber 2010. Á þeim tíma var rekstrar- félag Domino’s í umsjón Landsbank- ans sem hafði tekið félagið yfir. Skuldir félagsins námu um 1.800 milljónum króna samkvæmt ársreikningi ársins 2009 og var eigið fé félagsins neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna. Árið 2009 námu rekstrartekjur Domino’s um 1.600 milljónum en tap félagsins var um 200 milljónir á árinu. Magnús endurfjármagnaði skuldir félagsins með lánum frá Landsbanka Íslands. Meðal annars var það gert með er- lendu kúluláni sem hækkaði gríð- arlega í kjölfarið á íslenska banka- hruninu. Skuldir afskrifaðar Ljóst er að þorri þeirra skulda sem hvíldu á Pizza-Pizza ehf. hafa ver- ið afskrifaðar eftir að félagið var selt frá Landsbankanum. Sam- kvæmt tilkynningu frá bankanum hvíla nú á félaginu skuldir að verð- mæti 350 milljóna króna. Miðað við skuldastöðuna árið 2009 hafa því að minnsta kosti um 1.450 milljón- ir króna verið afskrifaðar vegna fyrri skuldsetningar Domino’s á Íslandi. í samtali við DV sagðist Birgir ekki geta gefið upp að svo stöddu hverj- ir verði eigendur Domino’s á Íslandi ásamt honum. Fjármögnun kaup- anna liggur nokkuð ljós fyrir. Kaup- verðið er 560 milljónir, þar af hvíla um 350 milljónir sem skuld á fyrir- tækinu. Afgangurinn er svo lagður inn sem eigið fé af hálfu nýrra eig- enda að sögn Birgis. Aðspurður hvort fyrrverandi viðskiptafélagar á borð við Björg- ólf Thor komi að kaupunum neitar hann því. Að hans sögn eru það að- allega vinir og fjölskylda sem munu koma að kaupunum með honum. „Þeir sem koma inn í þetta með mér núna hafa aldrei komið nálægt þessu áður og hafa aldrei verið mér tengd- ir í fjárfestingum,“ segir Birgir um hverjir komi að kaupunum. „Þetta eru aðilar sem ég þekki og þetta eru ekki aðilar sem eru þekkt nöfn í ís- lensku samfélagi í dag. Við erum að- allega að tala um vini og fjölskyldu og ekki þekkta fjárfesta á Íslandi,“ segir Birgir en hann og fólk nátengt honum mun fara með ráðandi hlut í fyrirtækinu. Að hans sögn er það lið- ur í samkomulaginu við Domino’s í Bandaríkjunum að hann og fólk tengt honum fari með virkan eignar- hlut í félaginu. Framtíð Domino’s Birgir er með hugmyndir að ýmsum breytingum á Domino’s, meðal ann- ars ýmsar nýjungar sem voru inn- leiddar í Þýskalandi. Þessar breyting- ar snúa aðallega að vörunni sjálfri, markaðsmálum og netinu að sögn Birgis. Að hans mati þarf svo að bæta ímynd Domino’s, laga útlit á búðum og annað slíkt. „Þetta hefur verið hálf vængbrotið á meðan bankinn hef- ur verið með þetta,“ segir Birgir sem tekur við rekstrinum 1. september. Hann segir að tíminn fram til ára- móta fari í að skoða félagið og hverju þurfi að breyta í rekstrinum. Góð velta er hjá félaginu en afkoman hef- ur ekki verið sem skyldi. Birgir býr í Danmörku og mun gera það áfram þó svo að eignarhald hans á Domino’s muni eflaust ýta undir að hann eyði meiri tíma á landinu. Birg- ir segir að hann muni ekki taka að sér að reka Domino’s en að hann muni vera virkur í starfi stjórnarformanns. Hann segir ekki ljóst hvort sömu að- ilar og fara með rekstur fyrirtækisins í dag geri það áfram: „Það getur vel verið að þeir sem reka þetta í dag séu hæfir til þess að reka þetta, ég þarf að skoða það. Ég get ekkert tjáð mig um það fyrr en ég er búinn að setjast nið- ur með þeim og fara yfir fortíðina og framtíðina.“ Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Eignast Domino’s á ný Birgir Þór Bielt- vedt kemur inn sem nýr eigandi Domino’s og tekur við rekstri þann 1. september. Úr höndum ríkisins Domino’s er nú farið úr höndum Landsbankans, sem er að mestu í eigu ríkisins, en ljóst er að bankinn tapaði yfir milljarði króna vegna fjármögnunar bankans á Domino’s fyrir bankahrunið. „Það var aldrei hugsunin að ég færi þarna inn til að selja þetta strax dýrara. Birgir Þór Bieltvedt Nýr eigandi Domino’s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.