Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 34
34 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 22.–24. júlí 2011 Helgarblað S igurður var bróðursonur Sig- urðar Thoroddsen verkfræð- ings eldri, sem hér var fjallað um fyrir viku. Sigurður var sonur Skúla Thoroddsen, alþm. og ritstjóra, og k.h., Theódóru Thoroddsen skáldkonu. Fyrri konu börn Sigurðar voru Dagur Sigurðarson ljóðskáld og Signý, móðir Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra en hálfsystur þeirra frá seinna hjónabandi Sigurð- ar eru Halldóra Kristín myndlistar- maður, Guðbjörg leikkona og Ás- dís kvikmyndagerðarmaður. Meðal systkina Sigurðar má nefna Katrínu Thoroddsen, alþm. og lækni; Skúla S. Thoroddsen, alþm. og lögmann; Guðmund læknaprófessor, föður Þrándar kvikmyndagerðarmanns og afa Birgis Bragasonar teiknara, Ein- ars, læknis og vínsmakkara, Jóns kennara og Guðmundar heitins myndlistarmanns. Þá var Sigurður bróðir Jóns, lögfræðings og skálds sem dó ungur, og Unnar, móður Skúla Halldórssonar tónskálds, föð- ur Magnúsar arkitekts. Sigurður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1919, cand.phil.-prófi frá Háskóla Íslands 1920 og prófi í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Højskole í Kaupmannahöfn 1927. Sigurður stofnaði verkfræðistofu 1932 og starfrækti hana til 1961 en stofnaði þá, ásamt samstarfsmönn- um sínum, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen sf. og var framkvæmda- stjóri hennar til 1974. Sú verkfræði- stofa hefur verið með stærri og þekkt- ari verkfræðistofum hér á landi. Sigurður er á efa einn þekkt- asti verkfræðingur þjóðarinnar, fyrr og síðar, og hafði geysileg áhrif á sviði verkfræði og mannvirkjagerð- ar. Hann gerði uppdrætti og áætl- anir fyrir fjölda stórframkvæmda, s.s. dráttarbrautir, hafskipabryggjur, vatnsveitur, holræsi og fjölda virkj- anaframkvæmda. En Sigurður var einnig listfengur eins og margir frændur hans og hélt hann m.a. fjölda myndlistarsýninga. E inar fæddist á Ólafsvöllum á Skeiðum og ólst upp í Eg- ilsstaðahverfinu á bökkum Þjórsár. Hann og eiginkona hans stofnuðu nýbýlið Dals- mynni árið 1942 og bjuggu þar síð- an alla tíð. Einar var harðduglegur bóndi, þrekmenni og heilsugóður, hagur við smíðar og handlaginn við bifreiðar og aðrar vélar. Einar flutti að hjúkrunarheim- ilinu Ljósheimum fyrir þremur árum. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Einars er Ey- rún Guðmundsdóttir, f. á Urriða- fossi í Villingaholtshreppi 5.3. 1921, húsfreyja. Hún er dóttir Guðmundar Kristins Gíslasonar frá Urriðafossi og Þuríðar Árnadóttur frá Hurðarbaki í Villingaholtshreppi. Börn Einars og Eyrúnar: Guðríður Alda Einarsdóttir, f. 10.7. 1941 en eig- inmaður hennar er Magnús Gíslason og eiga þau tvo syni og níu barna- börn. Helga Erna Einarsdóttir, f. 9.4. 1943, d. 21.6. 1994 en eftirlifandi maður hennar er Sigurður Ólafsson og eru synir þeirra þrír og barna- börnin fjögur. Einar Ólafur Einarsson, f. 19.9. 1945 en eiginkona hans er Kristín Stefánsdóttir og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. Stúlka Einarsdóttir, f. 17.10. 1946, d. 13.11. 1946. Jóhanna Júlía Einarsdóttir, f. 22.10. 1947 en sambýlismaður henn- ar var Halldór Sigurðsson, f. 26.5. 194214.10. 1993. Guðmundur Einarsson, f. 17.12. 1950, d. 29.3. 1989. Ingibjörg Einarsdóttir, f. 18.5. 1955 en eiginmaður hennar er Hjálmar Ágústsson og eiga þau fimm syni og átta barnabörn. Þuríður Einarsdóttir, f. 14.12. 1958 en eiginmaður hennar er Steinþór Guðmundsson og eiga þau fjögur börn. Svava Einarsdóttir, f. 29.3. 1965 og eru börn hennar fjögur en sambýlis- maður hennar er Halldór Guðmund- ur Halldórsson. Systkini Einars voru Sigurþór Einarsson, f. 30.9. 1909, d. 20.6. 1997, bóndi á Egilsstöðum í Vill- ingaholtshreppi og síðar búsettur í Hveragerði, var kvæntur Sveingerði Benediktsdóttur og eignuðust þau fjögur börn; Sigríður Einarsdóttir, f. 25.2. 1914, d. 18.7. 2002, lengst af bú- sett í Hveragerði og eignaðist hún tvö börn; Sesselja Guðbjörg Einarsdóttir, f. 15.9. 1926, d. 8.2. 1997, lengst af bú- sett í Reykjavík. Fóstursystir Einars er Laufey Guðmundsdóttir, f. 20.3. 1920, að Eg- ilsstaðakoti í Villingaholtshreppi en hún lifir systkini sín. Foreldrar Einars voru Einar Ein- arsson frá Reykjadal í Hrunamanna- hreppi, f. 10.10. 1880, d. 16.6. 1946, bóndi á Miðbýli, Ólafsvöllum á Skeiðum, og á Egilsstöðum í Villinga- holtshreppi frá 1913, og k.h., Helga Hannesdóttir frá Hlemmiskeiði í Skeiðahreppi, f. 22.4. 1886, d. 22.5. 1973, húsfreyja. Ætt Einar á Egilsstöðum var sonur Einars, b. í Reykjadal í Hrunamannahreppi og síðar í Sölvakoti og á Arnarstöðum í Hraungerðishreppi Einarssonar, b. í Kotlaugum í Hrunamannahreppi Grímssonar. Móðir Einars í Reykja- dal var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Einars á Egilsstöðum var Sigríður Einarsdóttir, b. á Miðfelli í Hrunamannahreppi Magnússonar, b. á Miðfelli Einarsson- ar. Móðir Einars á Miðfelli var Þrúður Guðmundsdóttir. Móðir Sigríðar var Margrét, systir Andr- ésar í Syðra-Lang- holti, föður Magn- úsar, prófasts og alþm. á Gilsbakka í Hvítársíðu í Borgar- firði, föður Péturs, ráðherra og varafor- manns Sjálfstæð- isflokksins, föður Ásgeirs, fyrrv. sýslu- manns og bæjar- fógeta og Stefáns, yfirlögfræðings Landsbankans, föð- ur Einars augnlækn- is. Bróðir Magnús- ar á Gilsbakka var Eyjólfur á Kirkjubóli í Hvítársíðu, fað- ir Andrésar, alþm. í Síðumúla og Þórð- ar hæstaréttardóm- ara, föður Magnúsar, framkvæmdastjóra NATÓ, föður Andrésar blaðamanns og Kjartans borgarfulltrúa. Annar bróðir Magnúsar á Gilsbakka var Páll, langafi Geirs Gunnarssonar alþm. föður Lúðvíks bæjarstjóra. Systir Magnúsar á Gilsbakka var Kristín, amma Harðar Ágústsson- ar, myndlistarmanns og sérfræð- ings í íslenskri híbýlasögu. Önnur systir Magnúsar á Gilsbakka var Katrín, amma Guðmundar Í. Guð- mundssonar, ráðherra og sendi- herra. Annar bróðir Margrétar var Helgi í Birtingarholti, afi Jóhanns Briem listmálara. Margrét var Magnúsdóttir, hreppstjóra í Syðra- Langholti og alþm. Andréssonar, hreppstjóra í Efra-Seli Narfasonar. Móðir Magnúsar alþm. var Mar- grét Ólafsdóttir. Móðir Margrétar Magnúsdóttur var Katrín Eiríks- dóttir, dbrm. og stórb. á Reykjum á Skeiðum og ættföður Reykjaættar Vigfússonar. Helga var dóttir Hannesar, b. í Vesturkoti Hannessonar, og Sess- elju Eyjólfsdóttur. Útför Einars fór fram frá Vill- ingaholtskirkju laugardaginn 16.7. sl. Einar Einarsson Bóndi í Dalsmynni í Villingaholtshreppi f. 6.3. 1911 – d. 3.7. 2011 Sigurður Thoroddsen Verkfræðingur f. 24.7. 1902 – d. 29.7. 1983 Merkir íslendingar Andlát Páll Sigurðsson Tryggingalæknir f. 23.7. 1892 – d. 21.5. 1969 Merkir íslendingar P áll fæddist í Lölukoti í Flóa. Foreldrar hans voru Sigurð- ur, bóndi í Lölukoti Gunn- arsson, og k.h., Ingibjörg Þórðardóttir, silfursmiðs í Brattsholti í Flóa Pálssonar. Páll var stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1917 og lauk emb- ættisprófi í læknisfræði frá Háskóla íslands 1923. Hann var aðstoðarlækn- ir í Stykkishólmshéraði, kandídat á Rigshospital og gerðist síðan héraðs- læknir í Flateyjarhéraði og í Hofsós- héraði. Páll var starfandi læknir á Siglufirði og í Reykjavík seinna. Hann var jafn- framt aðstoðarlæknir héraðslæknis- ins í Reykjavík á árunum 1939–49. Páll varð tryggingayfirlæknir 1948 og gegndi því starfi til 1960. Næstu fjögur ár var hann starfandi læknir í Reykjavík. Hann kenndi heilsufræði við Kennaraskóla Íslands 1934–47. Páll átti sæti í læknaráði í tólf ár og var trúnaðarlæknir fjármálaráðuneyt- is um eftirgjafir aðflutningsgjalda á bifreiðum til fatlaðra. Einnig sat Páll í úthlutunarnefnd slíkra hlunninda frá 1957. Hann sat stofnþing Alþjóða læknafélagsins sem fulltrúi Læknafé- lags Íslands, í París 1947. Þá var Páll í stjórn Læknafélags Íslands á árunum 1938–51. Páll skrifaði fjölda greina í inn- lend og erlend blöð og var ritstjóri Heilbrigðislífs 1949–51. Á stþór fæddist í Vestmanna- eyjum og ólst þar upp en flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur 1947. Að lokinni skólagöngu í Vest- mannaeyjum stundaði hann sjó- mennsku þar en í Reykjavík varð hann háseti á skipum Eimskipafé- lags Íslands. Ástþór hóf störf hjá Steypustöð- inni í Reykjavík 1953 og starfaði þar í tæpa hálfa öld eða þar til hann hætti störfum fyrir aldurs sakir árið 2002. Hann var lengst af forstöðumaður útibús Steypustöðvar Reykjavíkur í Grindavík. Sjómennska og sjósókn voru Ást- þóri ætíð hugleikin. Hann átti, ásamt frænda sínum og æskuvini, Einari Halldórssyni, trilluna Sæbjörgu sem þeir starfræktu og gerðu út í fjölda ára. Þá var Ástþór áhugasamur um lax- og silungsveiði þegar aðstæður leyfðu. Ástþór var mikill áhugamaður um íþróttir en hann æfði og keppti í frjálsum íþróttum og knattspyrnu á sínum yngri árum. Fjölskylda Ástþór kvæntist 7.6. 1952 eftirlifandi eiginkonu sinni, Halldóru Gísladóttur, f. 10.4. 1920, húsmóður. Foreldrar hennar voru Gísli Sigurðs- son og Anna Einarsdóttir. Börn Ástþórs og Halldóru eru Ólafur Svavar Ástþórsson, f. 3.10. 1952, sjávarlíffræðingur, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ásta Guð- mundsdóttir, f. 27.1. 1957, stærð- fræðingur og eru dætur þeirra Guðlaug, f. 10.6. 1989 en sambýlis- maður hennar er Tjörvi Alexand- ersson, f. 29.8. 1988; Guðrún, f. 17.7. 1991; Ásta, f. 30.10. 1993. Anna Guðlaug Ástþórsdóttir, f. 6.11. 1954, ljósmóðir, búsett í Kópa- vogi en maður hennar er Hallgrím- ur Gunnar Magnússon, f. 19.4. 1955, húsgagnasmíðameistari og eru börn þeirra Halldóra Ósk, f. 21.3. 1980 en maður hennar er Davíð Guðmunds- son, f. 28.2. 1980 en synir þeirra eru Gunnar Þór, f. 18.2. 2007, og Guð- mundur Óli, f. 9.2. 2009; Ástþór Óli, f. 22.4. 1987. Ásta Ástþórsdóttir, f. 29.1. 1959, geislafræðingur en sambýlismað- ur hennar er Gunnar Gunnarsson, f. 16.11. 1959, bakarameistari en dóttir Ástu frá fyrra hjónabandi er María Rúnarsdóttir, f. 17.6. 1986 og er sambýlismaður hennar Jounes Hmine, f. 21.3. 1977. Systkini Ástþórs voru Svava Mark- úsdóttir, f. 14.9. 1914, d. 9.2. 1941; Ólafur Markússon, f. 5.6. 1916, d. 6.2. 1938; Ásta Markúsdóttir, f. 26.8. 1919, d. 14.1. 1923; Viktor Markússon, f. 2.2. 1930, d. 26.11. 1930. Foreldrar Ástþórs voru Markús Sæmundsson, f. 27.12. 1885, d. 5.4. 1980, og Guðlaug Ólafsdóttir, f. 3.6. 1889, d. 27.10. 1970. Þau bjuggu að Fagurhóli í Vestmannaeyjum og síð- ar í Reykjavík. Ástþór var jarðsunginn frá Bú- staðakirkju fimmtudaginn 21.7. Andlát Ástþór Sveinn Markússon Starfsmaður hjá Steypustöðinni í Reykjavík f. 18.12. 1923 – d. 14.7. 2011 Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.