Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Ríkislögreglustjóri þrætir fyrir að Morgunblaðið hafi aðgang að hlerunarbúnaði: Rak löggu sem leyfði hlerun Haraldur Johannesson ríkislög- reglustjóri þvertekur fyrir að sá orð- rómur sé réttur að ljósmyndadeild Morgun blaðsins hafi aðgang að hlerunarbúnaði til að fylgjast með samskiptum lögreglu, slökkviliðs og sjúkraliðs. Sagt var frá því í sandkorni DV að þetta flygi fyrir. „Ríkislögreglustjóri lítur það al- varlegum augum að fjölmiðlum sé veittur slíkur aðgangur eins og sjá má á því að árið 2006 vék hann lög- reglumanni úr embætti fyrir að hafa heimildarlaust afhent Tetra-talstöð ljósmyndara á eigin vegum (free- lance) að láni um óákveðinn tíma í því skyni að veita ljósmyndaranum aðgang að fjarskiptum lögreglunn- ar á lokuðum rásum í þágu starfs hans, en ljósmyndarinn seldi mynd- ir til birtingar í 365 ljósvakamiðlum. Vegna þessa brots í starfi var lög- reglumaðurinn dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðs- dómi Reykjavíkur. (Dómur uppkveð- inn 26. apríl 2006, sakadómsmál nr. 28/2006),“ segir í yfirlýsingu lögregl- unnar. Samkeppnismiðlar Morgun- blaðsins hafa gert athugasemdir við lögregluna um að óeðlilegt sé að einn fjölmiðill hafi yfir að ráða slíkum hlerunarbúnaði. Nú hefur lögreglan tekið af skarið og fullyrt að enginn ljósmyndari fjöl- miðla hafi slíka stöð undir hönd- um. DV hefur ekki forsendur til að efast um yfir- lýsingu ríkislög- reglustjóra. Ríkislög- reglustjóri Lögreglan full- yrðir að enginn fjölmiðill hafi svokallaða Tetra-talstöð undir höndum. Þú færð Naturfrisk engiferöl í öllum helstu matvöruverslunum landsins. Gotthollt! ...og svo er hann auðvitað frábær á bragðið! Naturfrisk engiferöl er hollur og bragðgóður gosdrykkur, laus við öll óæskileg aukefni, s.s viðbættan sykur, litar- og rotvarnarefni. Naturfrisk engiferöl er frábær drykkur fyrir alla fjölskylduna sem þú verður alltaf að eiga í ísskápnum! Tilraun til innbrots: Betra ef hann hefði náð skiptimyntinni Innbrotsþjófur sem reyndi að brjót- ast inn á pítsastaðinn Wilson’s Pizza í Gnoðarvogi aðfaranótt fimmtudags fór í burtu með tvær hendur tómar. Eftirlitsmyndavél inni á staðnum náði innbrotstilrauninni á mynd- band. Á því sést hvar maðurinn, vopnaður kúbeini, reynir að brjóta upp útidyrahurð staðarins. Mannin- um tókst ekki að brjóta upp hurðina en skemmdi hana þó töluvert. Vilhelm Einarsson, framkvæmda- stjóri Wilson’s Pizza, segir í samtali við DV.is að þrátt fyrir að þjófurinn hafi ekki haft neinar fjárhæðir á brott með sér hafi vesenið verið mikið.  „Þetta er bara vesen að rífa sig upp um nótt út af hurð. Það hefði eiginlega verið betra ef hann hefði ekki skemmt neitt og náð þessari skiptimynt sem var þarna inni,“ segir Vilhelm.  Safnar krónum til styrktar Rauða krossinum Kjartan Trausti Þórisson, 21 árs nemi við Háskóla Íslands, stend- ur um þessar mundir fyrir krónu- söfnun til styrktar Rauða kross- inum. Hann segist hafa fengið þessa hugmynd þegar hann átt- aði sig á því að margir Íslending- ar hreinlega fleygja krónupen- ingumí ruslið. Söfnunin stendur til loka september. Kjartan segist ætla að láta húð- flúra á sig „I help anyone, any- time“ þegar takmarki hans um hundrað þátttakendur hefur ver- ið náð. Þegar hafa 40 þátttakend- ur skráð sig, en þeir hafa safnað tæplega fjögur þúsund krónum. Kúlulánið teKið yfir eftir hrun E igendur fjárfestingarfélags- ins Sunds, Jón Kristjánsson og Páll Þór Magnússon, sem var einn stærsti stofnfjárhlut- hafi sparisjóðsins Byrs, létu eignarhaldsfélagið yfirtaka nærri 240 milljóna króna skuld eignarhalds- félags sem var í eigu viðskiptafélaga þeirra, Símons Sigurpálssonar, eftir bankahrunið árið 2008. Þetta kemur fram í skuldskeytingarsamningi á milli Byrs og Sunds ehf. sem DV hefur und- ir höndum. Lánið var tilkomið vegna fjárfestingar í stofnfjárbréfum í Byr. Símon var viðskiptafélagi Jóns og Páls Þórs og sat meðal annars í stjórnum félaga sem þeir áttu að hluta til eða öllu leyti, meðal annars fast- eignafélagsins D-1 ehf. og fjárfest- ingarbankans VBS. Félagið sem átti stofnfjárbréfin heitir Miðbúðin fjár- festingarfélag ehf. og er að öllu leyti í eigu Símons. Hugsanlegt er að um- rædd skuldskeyting tengist viðskipt- um eignarhaldsfélagsins Exeter Hold- ings sem áttu sér stað um svipað leyti og þessi yfirtaka Sunds á skuldbind- ingum félags Símonar. Þáverandi stjórn Byrs sendi ábend- ingu um umrædd viðskipti til embætt- is sérstaks saksóknara og Fjármála- eftirlitsins í fyrra vegna gruns um að refsiverð háttsemi hefði átt sér stað í þeim, nánar tiltekið umboðssvik. Að rukka inn greiða Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum snerist Exeter Holdings-málið með- al annars um það að helstu eigendur og stjórnendur Byrs, Jón Þorsteinn Jónsson og tengdir aðilar og eigend- ur Sunds, losuðu sig við stofnfjárbréf í sparisjóðnum sem orðin voru verðlítil eftir bankahrunið. Jón Þorsteinn bar því meðal ann- ars við í skýrslutökum í Exeter-mál- inu að ástæðan fyrir því að einn af við- skiptafélögum Jóns og Páls Þórs, Birgir Ómar Haraldsson, fékk að selja stofn- fjárbréf sín í Byr inn í Exeter Holdings, sem fjármagnað var af Byr, hafi verið sú að Jón Kristjánsson hafi verið að „rukka inn greiða“ hjá Jóni Þorsteini. Eigendur og helstu stjórnendur skiptust því þannig á greiðum, að því er virðist, sem gengu út á það að þeir fengu að losa sig við verðlítil stofn- fjárbréf sín í Byr eftir bankahrunið 2008. Í tilfelli Exeter Holdings-við- skiptanna og yfirtöku Sunds á skuld- bindingum Miðbúðarinnar var það sparisjóðurinn Byr sem á endanum tók skellinn þar sem eigið fé Sunds var neikvætt um 25 milljarða króna í lok árs 2009. Samningur virðist hafa verið gerður afturvirkt Í skuldskeytingarsamningnum á milli Byrs og Sunds segir orðrétt: „Byr sparisjóður hefur samþykkt yfirtöku skuldarinnar og er núverandi greið- andi bréfsins hér með laus úr allri ábyrgð á efndum þess.“ Undir þessa skuldskeytingu skrif- uðu Páll Þór Magnússon og Jón Krist- jánsson og er samningurinn dagsettur 18. ágúst 2008. Í samningnum kemur fram að miða skuli eftirstöðvar láns- ins við 10. október 2008, stöðu lánsins tveimur mánuðum eftir að samning- urinn átti að hafa verið undirritaður. Í veðsamningunum á milli Sunds og Byrs, sem dagsettir eru 18. ágúst 2008 líkt og skuldskeytingarsamn- ingurinn, kemur hins vegar fram að Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðs- stjóri Byrs, hafi skrifað undir samn- ingana þann 12. desember árið 2008, fjórum mánuðum eftir að skuldskeyt- ingarsamningurinn var gerður. Með veðsamningnum veðsetti Sund stofnfjárbréfin í Byr fyrir láninu sem áður hafði hvílt á Miðbúðinni. Þá kom fram í tölvupósti frá starfsmanni Byrs þar sem fjallað var um nafna- breytinguna á láninu og stofnfjárbréf- unum að frestur til að ganga frá mál- inu væri 10. október 2008. „Hæ, get ég fengið hraðafgreiðslu á þetta...?“ Þetta bendir til að gengið hafi ver- ið frá láninu síðar en í ágúst árið 2008. Umrædd viðskipti líta því út fyrir að vera svipaðs eðlis og Exeter Holdings- málið þar sem aðili sem tengist eig- endum og stjórnendum Byrs losn- ar við verðlítil stofnfjárbréf og lán á erfiðum tímum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@dv.is Sund og Byr 3. hluti n Viðskipti með stofnfé Byrs send til saksóknara og Fjármálaeftirlitsins n Viðskiptafélagi stórs stofnfjáreiganda, Sunds, losnaði við bréfin sín „Byr sparisjóður hef- ur samþykkt yfir- töku skuldarinnar og er núverandi greiðandi bréfs- ins hér með laus við alla ábyrgð á efndum þess. Skrifað undir í desember Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, skrifaði undir veðsamninginn í viðskiptum Byrs, Sunds og Mið- búðarinnar í desember 2008. Skuldskeytingarsamningurinn var hins vegar dagsettur í ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.