Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 18
18 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 Eignarhaldsfélagið Selsund, sem er í eigu Tryggva Jónssonar endur- skoðanda og fyrrverandi forstjóra Baugs, hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Þetta er annað félag Tryggva sem verður gjaldþrota á skömmum tíma en DV greindi frá því í maí að engar eignir hafi fund- ist upp í 407 milljóna króna kröfur á hendur félaginu Sanderson sem var í eigu Tryggva. Tekið til gjaldþrotaskipta Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði að Selsund skyldi tekið til gjald- þrotaskipta þann 12. júlí síðast- liðinn. Selsund tapaði miklum fjármunum á árunum eftir hrun en tap félagsins nam 218 milljónum króna árið 2008 og 11 milljónum árið 2009. Í lok árs 2009 var eigið fé félags- ins neikvætt um 23,8 milljónir króna og lék verulegur vafi á rekstrarhæfi félagsins eins og segir í ársreikningi þess frá árinu 2009. Tryggvi, sem hlaut 12 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt og fleiri brot í Baugsmálinu árið 2008, hætti störfum hjá Baugi síðla árs 2007 og réð sig til Landsbankans. Sander- son, félag Tryggva, fékk lán upp á 305 milljónir króna frá Landsbankanum til hlutabréfakaupa í bankanum á ár- unum 2007 og 2008 líkt og mörg önn- ur félög starfsmanna bankans. Stærsti samningur Íslands- sögunnar Tryggvi átti Sanderson í gegnum Selsund, sem átti allt hlutafé fyrr- nefnda félagsins. Þar að auki var Selsund notað til að halda utan um aðrar fjárfestingar Tryggva á borð við hlutabréf í Kaupþingi og Lands- bankanum. Selsund átti einnig hlut í Reykjavík Records, hljóðupptöku og tónlistarútgáfu, sem Jakob Frímann Magnússon og fleiri aðilar áttu. Þar gegndi Tryggvi stöðu stjórnarfor- manns en félagið tilkynnti í ársbyrj- un 2007 undirritun á stærsta hljóm- plötusamningi Íslandssögunnar þegar félagið gerði samning um út- gáfu á plötu Silvíu Nætur, Goldmine. Auk þess átti Selsund hlut í félögun- um Gramophone ehf. og Enox World Holding. Eign Selsunds í öllum þess- um félögum hefur verið afskrifuð að öllu leyti í bókum félagsins. Bókfært virði félaganna var samtals um 74 milljónir króna áður en virði þeirra var fært niður í 0 krónur í bókum félagsins. Litlar eignir eru eftir í Selsundi samkvæmt ársreikningi félagsins frá 2009. Í eignasafni félagsins er handbært fé rúmar fjórar milljón- ir króna auk skammtímakrafna fyr- ir um 300 þúsund krónur. Helstu skuldir félagsins eru vegna afleiðu- samninga á móti fyrri fjárfestingum í hlutabréfum. Vegna þeirra skuldar félagið um 22 milljónir króna. Tryggvi skilur eftir sig slóð gjaldþrota félaga n Litlar eignir eftir í félaginu n Annað félag Tryggva gjald- þrota fyrir skömmu n Átti hlut í tónlistarútgáfufyrirtæki Tryggvi Jónsson Annað félag gjaldþrota. „Tilkynnti í árs- byrjun 2007 undirritun á stærsta hljómplötusamningi Íslands sögunnar. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.