Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 18
18 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4 Eignarhaldsfélagið Selsund, sem er í eigu Tryggva Jónssonar endur- skoðanda og fyrrverandi forstjóra Baugs, hefur verið tekið til gjald- þrotaskipta. Þetta er annað félag Tryggva sem verður gjaldþrota á skömmum tíma en DV greindi frá því í maí að engar eignir hafi fund- ist upp í 407 milljóna króna kröfur á hendur félaginu Sanderson sem var í eigu Tryggva. Tekið til gjaldþrotaskipta Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurð- aði að Selsund skyldi tekið til gjald- þrotaskipta þann 12. júlí síðast- liðinn. Selsund tapaði miklum fjármunum á árunum eftir hrun en tap félagsins nam 218 milljónum króna árið 2008 og 11 milljónum árið 2009. Í lok árs 2009 var eigið fé félags- ins neikvætt um 23,8 milljónir króna og lék verulegur vafi á rekstrarhæfi félagsins eins og segir í ársreikningi þess frá árinu 2009. Tryggvi, sem hlaut 12 mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir fjárdrátt og fleiri brot í Baugsmálinu árið 2008, hætti störfum hjá Baugi síðla árs 2007 og réð sig til Landsbankans. Sander- son, félag Tryggva, fékk lán upp á 305 milljónir króna frá Landsbankanum til hlutabréfakaupa í bankanum á ár- unum 2007 og 2008 líkt og mörg önn- ur félög starfsmanna bankans. Stærsti samningur Íslands- sögunnar Tryggvi átti Sanderson í gegnum Selsund, sem átti allt hlutafé fyrr- nefnda félagsins. Þar að auki var Selsund notað til að halda utan um aðrar fjárfestingar Tryggva á borð við hlutabréf í Kaupþingi og Lands- bankanum. Selsund átti einnig hlut í Reykjavík Records, hljóðupptöku og tónlistarútgáfu, sem Jakob Frímann Magnússon og fleiri aðilar áttu. Þar gegndi Tryggvi stöðu stjórnarfor- manns en félagið tilkynnti í ársbyrj- un 2007 undirritun á stærsta hljóm- plötusamningi Íslandssögunnar þegar félagið gerði samning um út- gáfu á plötu Silvíu Nætur, Goldmine. Auk þess átti Selsund hlut í félögun- um Gramophone ehf. og Enox World Holding. Eign Selsunds í öllum þess- um félögum hefur verið afskrifuð að öllu leyti í bókum félagsins. Bókfært virði félaganna var samtals um 74 milljónir króna áður en virði þeirra var fært niður í 0 krónur í bókum félagsins. Litlar eignir eru eftir í Selsundi samkvæmt ársreikningi félagsins frá 2009. Í eignasafni félagsins er handbært fé rúmar fjórar milljón- ir króna auk skammtímakrafna fyr- ir um 300 þúsund krónur. Helstu skuldir félagsins eru vegna afleiðu- samninga á móti fyrri fjárfestingum í hlutabréfum. Vegna þeirra skuldar félagið um 22 milljónir króna. Tryggvi skilur eftir sig slóð gjaldþrota félaga n Litlar eignir eftir í félaginu n Annað félag Tryggva gjald- þrota fyrir skömmu n Átti hlut í tónlistarútgáfufyrirtæki Tryggvi Jónsson Annað félag gjaldþrota. „Tilkynnti í árs- byrjun 2007 undirritun á stærsta hljómplötusamningi Íslands sögunnar. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.