Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 22
22 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Albert Klahn Skaftason hlaut í undirrétti 18 mán- aða dóm fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geir- finnsmálinu. Hæstiréttur mildaði dóm hans niður í 12 mánuði. Í dómi Hæstaréttar segir að Albert hafi viðurkennt að hafa flutt lík Guðmundar Einarssonar í bifreið frá Hamarsbraut í Hafnarfirði og út í Hafn- arfjarðarhraun í janúar og aftur síðla sumars árið 1974. Hvert líkið á að hafa verð flutt þá kom ekki fram, segir í dómnum. Þá segir um ákvörðun refs- ingar: „Ákærði Albert Klahn er sakfelldur fyrir að tálma rannsókn á því, er ákærðu sviptu Guðmund Einarsson lífi, og fyrir sölu, neyslu og dreifingu á fíkniefnum.“ Albert hefur ekkert tjáð sig opinberlega um mál- ið eftir að hann afplánaði dóminn. Þegar DV hafði samband við hann vegna umfjöllunar um málið nú vildi hann heldur ekki tjá sig. Kristján Viðar Viðarsson var í undirrétti dæmdur til ævilangrar fangelsisvistar fyrir aðild sína að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hæstiréttur mildaði dóminn niður í 16 ár og fékk hann því næstþyngsta dóminn í málinu. Um ákvörðun refsingar segir í dómnum að Kristján hafi ásamt Sævari svipt tvo menn lífi. Í bæði skiptin með þriðja manni. Þá hafi Kristján, líkt og fleiri sakborning- ar, borið rangar sakir á fjóra menn, sem voru til þess fallnar að hafa velferðarmissi í för með sér, og leiddu til þess að þeim var haldið í gæsluvarðhaldi svo mánuðum skipti. Kristján þekkti Guðmund lítillega en þeir höfðu verið skólabræður. Aðra tengingu hafði hann ekki við mennina tvo sem hurfu. Lítið hefur spurst til Kristjáns eftir að hann lauk afplánun sinni. Hann hefur, líkt og Albert, ekkert tjáð sig um málið opinberlega. Samkvæmt heimildum mun hafa sést til hans þegar baráttufundur fyrir endurupptöku Geirfinnsmálsins fór fram á sínum tíma, en hann tók þó ekki þátt í fundinum heldur gekk framhjá. Kristján finnst ekki í þjóðskrá en heimildamenn telja hann þó á lífi. Hugsanlegt er að hann hafi skipt um nafn eða flust úr landi fyrir einhverju síðan. Kristján Viðar Viðarsson „Ég hef lítið annað að segja en það að ég hef ekkert traust á íslensku réttarkerfi. Það hefur heldur betur reynt á það og ég hef enga ástæðu til að ætla að eitthvað annað gerist nú en áður. Bara alls ekki,“ segir Hlynur Þór Magnússon sem var fangavörð- ur í Síðumúlafangelsinu á þeim tíma sem sakborningarnir í Geirfinnsmál- inu sátu þar í gæsluvarðhaldi og ein- angrun. Hlynur telur það þó geta orð- ið áhugavert ef innanríkisráðherra skipar rannsóknarnefnd til að rann- saka rannsókn málsins á sínum tíma. Það gæti orðið til góðs, hreins- að andrúmsloftið og varpað glætu inn í myrkviði þessara mála. „Ekki er óhugsandi að slík rann- sókn myndi leiða eitthvað í ljós í málsgögnum sem gefa þætti tilefni til endurupptöku,“ segir Hlynur í samtali við DV. Þegar Hlynur hóf störf í Síðu- múlafangelsinu í febrúar 1976 voru nýlega komnir þangað í varð- hald fjórir karlmenn sem tengdust skemmtistaðnum Klúbbnum. Þetta voru þeir Magnús Leópoldsson, Ein- ar Bollason, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen. Fyrir sátu í haldi Sævar Ciesielski, Kristján Viðar Við- arsson, Tryggvi Rúnar Leifsson og Erla Bolladóttir. Bar vitni og var hótað Hlynur vill síður rifja upp fyrir blaðamanni það sem gekk á innan veggja Síðumúlafangelsisins á þess- um tíma. Hann hafi gert það áður og það hafi tekið mikið á, sérstak- lega þegar hann þurfti að bera vitni gegn vinnufélögum sínum. Þá hafi hann þurft að sitja undir hótunum frá rannsóknarlögreglumönnum og fangavörðum. Þegar óskað var eftir endurupp- töku Guðmundar- og Geirfinns- málanna sendi Hlynur frá sér yfir- lýsingu í tengslum við málið. Hann var eitt af lykilvitnum sem þá komu fram. Það var í ágúst árið 1996. Sviptur svefni Í yfirlýsingunni greindi Hlynur með- al annars frá því að framkvæmd ein- angrunar hefði verið strangari en venja var til. „Sævar Marinó var sviptur öllu því sem venja er að gæsluvarðhalds- fangi njóti í einangrun, svo sem bók- um, tóbaki, pappír og skriffærum. Allt virtist þetta vera gert í því skyni að fá fram játningar sakborninganna sem allra fyrst, en í fangelsinu ríkti sú fyrirvaralausa skoðun að sakborn- ingarnir væru sekir. Þá var þeirri aðferð beitt í tilviki Sævars að svipta hann svefni. Ég hafði af því spurnir hjá samstarfs- mönnum mínum, að áður en ég kom til starfa í febrúar 1976 hefði þeirri aðferð meðal annars verið beitt að taka rofa á rafmagnsljósi í klefa Sævars úr sambandi þannig að raf- magnsljós logaði allan sólarhring- inn. Þá var og þeirri aðferð beitt að halda Sævari vakandi með því að berja útvegg klefa hans með grjóti. Minnist ég þess að fangavörður á minni vakt hafi farið út gagngert í því skyni að „skemmta“ sér við að hræða Sævar með þessum hætti og halda honum vakandi.“ Hlynur greindi einnig frá því að rætt hefði verið meðal fangavarða að þeirri aðferð hefði verið beitt að færa höfuð Sævars á kaf í vatn. Þannig hefði verið spilað inn á vatnshræðslu hans. Þá munu fangaverðir og rann- sóknarlögreglumenn hafa setið á rökstólum á kaffistofu fangelsisins og rætt hugsanlegar árangursríkar aðferðir til að fá sakborninga til að játa, að því er Hlynur greindi frá. Brotnir skipulega niður Áður en Hlynur sendi yfirlýsinguna frá sér hafði hann komið fram í við- tölum og greint frá því sem gekk á í Síðumúlafangelsinu. Í viðtali í blaðinu Eintaki þann 20. janúar árið 1994 sagði hann meðal annars að menn hefðu hefðu trúað því að þetta væru illvígir glæpamenn og því hefði tilgangurinn helgað meðalið. „Rannsóknarmennirnir og fanga- verðirnir trúðu því að það væri öllum fyrir bestu að klára rannsóknina og hugsuðu sem svo að nauðsyn bryti lög, eins og stundum er sagt. Skipu- lega var reynt að brjóta sakborn- ingana niður og nánast allt var talið réttlætanlegt til að leysa málið sem fyrst og þá var sama hvaða aðferðum var beitt til þess. Ég vil taka það fram að fangaverðir beittu ekki harðræði að eigin frumkvæði heldur kom það frá rannsóknarmönnunum. Fanga- verðirnir voru hundarnir sem þeir siguðu,“ sagði Hlynur í viðtali við Eintak árið 1994. Beitti ekki harðræði sjálfur Í viðtalinu kemur fram að í minning- unni sjái Hlynur fyrir sér hernaðar- ástand í Síðumúlafangelsinu. Mikil spenna hafi verið í loftinu og rann- sóknarmennirnir verið í veiðihug. Sú spenna hafi skilað sér til fangavarð- anna. „Það sem ég upplifði sýndi mér fram á að aðstæður geta umbreytt mönnum. Í Síðumúlafangelsinu unnu venjulegir ágætismenn sem umbreyttust við múgsefjunina sem skapaðist.“ Hann sagði aðstæður hafa verið þannig að erfitt hafi verið fyrir einn mann að rísa upp og segja frá. Sjálf- ur hafi hann hins vegar aldrei beitt sakborningana harðræði. Hann hafi ávallt sýnt þeim bæði kurteisi og nærgætni. Fyrir utan það að fá fyrirmæli um harðneskjulega framkomu gagnvart sakborningum sagði Hlynur fanga- verðina einnig hafa átt að skipta þeim á milli sín og vinna traust þeirra til að veiða upp úr þeim upplýsingar. Það kom í hlut Hlyns að vingast við Erlu Bolladóttur. Kemur þetta fram í yfirlýsingu Hlyns árið 1996. „Betra að hengja einhvern“ Eftir að hafa orðið vitni að þessari meðferð á sakborningunum, bæði á meðan þeir voru í gæsluvarðhaldi og við yfirheyrslur, hvernig varð Hlyni við þegar dómur loksins féll í mál- inu? „Ég held að það sé óhætt að segja að mér hafi orðið frekar illa við þótt það kæmi mér ekki á óvart í sjálfu sér. Þarna var einfaldlega verið að leysa erfitt, leiðinlegt og mikið vand- ræðamál á billegan hátt. Losna við það út úr heiminum,“ segir Hlynur. „Það var skoðun mín eins og margra annarra, bætir hann við. Betra að hengja einhvern og ein- hverja frekar en engan. Það var eins gott að hengja mann eins og Sævar Ciesielski til þess að geta hengt ein- hvern og segja að réttvísin hafi unnið sitt verk.“ Heilaspuni og bulljátningar Hlynur segir líkurnar á sekt þeirra sem dómana hlutu vera sáralitlar. Það er hans skoðun og hefur alltaf verið. Hann er þess fullviss að játn- ingar hafi verið þvingaðar fram. „Ég kynntist rannsókninni vel og tók sjálfur þátt í yfirheyrslum. Sak- fellingin fannst mér byggð á sandi og raunar að ýmsu leyti á hreinu bulli. Ekki vantaði játningarnar hverja um aðra þvera hjá sakborningum, þessu gersamlega ráðvillta fólki. Ekki vant- aði heilaspuna og bulljátningar sem ég átti sjálfur þátt í að veita viðtöku. Enda tæplega við öðru að búast en að fangarnir biluðust og brotnuðu við þær aðstæður sem þeim voru búnar, bæði líkamlega en þó fyrst og fremst andlega. Meira að segja sterkur karakter eins og Einar Bollason hann var far- inn að efast um sakleysi sitt. Hann var bara að ruglast út af einangrun og meðferð. Hann lýsti því sjálfur að hann hefði verið farinn að efast um það. Hann var farinn að halda það jafnvel að hann væri morðingi.“ Í viðtalinu við Eintak árið 1994 sagði Hlynur einnig frá því að Krist- ján Viðar hefði í yfirheyrslum játað á sig morð á Færeyingi á Grettisgötu, alveg ótengt Geirfinnsmálinu. Þegar málið var rannsakað fannst hvorki tangur né tetur af þessum Færeyingi, eða neitt sem benti til að hann hefði yfir höfuð verið til. Gefa þessar lýs- ingar glögglega til kynna að sakborn- ingarnir hafi verið orðnir það rugl- aðir að þeir greindu ekki mun á réttu og röngu. Hlyni sýndist sem vinsað hefði verið úr bullinu það sem henta þótti til sakfellingar en horft hefði verið fram hjá hinu sem ekki hentaði. „Ein af meginreglum góðs réttarfars, að mér skilst, er að sakfella ekki nema sekt sé hafin yfir skynsamlegan vafa. Mér fannst sú meginregla vera brotin gróflega í þessu tilviki.“ Yfirfangavörður ávíttur Frásögn Hlyns styður frásagnir Sæv- ars af harðræði því sem hann hélt ávallt fram að hann hefði verið beitt- ur í Síðumúlafangelsinu. Málið var rannsakað á sínum tíma en þeirri rannsókn lauk í október árið 1979 án þess að nokkur væri sakfelldur. Gunnar Guðmundsson yfirfanga- vörður var þó ávíttur fyrir að hafa gefið Sævari kinnhest. Þá var þessi einnig getið í dómi Hæstaréttar að ekki hafi alltaf ver- ið beitt réttum rannsóknaraðferð- um og tilgreint að stundum hafi yfir- heyrslur staðið yfir lengur en í þá sex tíma að hámarki sem leyfilegt var. Þá hafi verjendur ekki verið viðstaddir í öllum tilfellum. Aldrei var haft sam- band við Hlyn í tengslum við harð- ræðisrannsóknina og hann bar ekki vitni í málinu á þeim tíma. „Fangarnir biluðust og brotnuðu“ n Hlynur Þór Magnússon var fangavörður í Síðumúlafangelsinu n Fangaverðir fengu fyrirmæli um að beita fangana harðræði n Ekki óhugsandi að rannsókn leiði í ljós tilefni til endurupptöku „Minnist ég þess að fangavörð- ur á minni vakt hafi farið út gagngert í því skyni að „skemmta“ sér við að hræða Sævar með þessum hætti og halda honum vakandi. Varð vitni að harðræði Hlynur Þór Magnússon var fangavörður í Síðumúlafangelsinu þegar sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sátu þar inni. Hann segir hernaðarást- and hafa ríkt í fangelsinu. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is 16 ára dómur Kristján Viðar fékk næstþyngsta dóminn í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu á eftir Sævari. Albert Klahn Skaftason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.