Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Síða 16
16 | Fréttir 22.–24. júlí 2011 Helgarblað S tjórnlagaráð birti í vikunni drög að nýrri stjórnarskrá. Fólki er nú gefinn kostur á að tjá sig um drögin og er þess vænst að einhverjar breytingar verði á drögunum í sam- ræmi við athugasemdir. Drögin eru mun ítarlegri en núverandi stjórn- arskrá og nær yfir 110 greinar í níu köflum. Mannréttindakaflinn er fyr- irferðamikill og fær sess í stjórnar- skránni á eftir undirstöðuatriðunum fremst. Þá er sérkafli um utanríkis- mál og sveitarstjórnarmál og skýrari aðgreining er á milli hlutverks forset- ans og ríkisstjórnarinnar hvað varð- ar framkvæmdavald. Þá ber á góma ýmis hitamál sem hafa verið í um- ræðunni í samfélaginu, meðal annars auðlindir í þjóðareign og þá er bann lagt við herskyldu. Nýjungar á borð við Lögréttu má finna í drögunum og einnig nýjungar sem þegar má finna í núgildandi lögum landsins, til dæmis ákvæði um umboðsmann Alþingis og ríkisendurskoðanda. Tilefni til málaferla „Í fáum orðum, mér þykir fullmik- ið af svona merkingarlitlum yfir- lýsingum og reglum sem mér sýn- ist að gætu orðið tilefni til deilna,“ segir Sigurður Líndal, prófessor em- eritus, um nýju drögin að stjórnar- skránni. Hann hafði lauslega kynnt sér drögin og sagðist þurfa að kynna sér þau betur. „Það þarf stjórnfestu og siðgæði en ekki að hafa bókstafinn enda- lausan,“ sagði Sigurður en hann gagnrýnir ákvæði þar sem talað er um mannlega reisn og ákvæði um ótakmarkaðan rétt á heilnæmu um- hverfi sem hann segir gefa mörg til- efni til málaferla og deilna. Sigurður kveðst almennt vera á móti því að endurskoða stjórnar- skrána með þessum hætti. „Stjórn- arskrá á að þróa með reynsluna að bakhjarli,“ segir Sigurður og bend- ir meðal annars á Bandaríkin sem hafi bætt viðaukum við stjórnarskrá sína. Stjórnarskrá Íslands minna breytt en aðrar stjórnarskrár Guðmundur Hálfdánarson, pró- fessor í sagnfræði, bendir hins veg- ar á að stjórnarskráin hafi mjög lít- ið breyst síðan hún tók gildi 1874. „Okkar stjórnarskrá endur- speglar miklu betur 19. aldar stjórnarskrá Danmerkur heldur en sú danska gerir í dag,“ segir Guð- mundur og telur ljóst að ákveðinna breytinga sé þörf. Vilji til að leggj- ast í heildarendurskoðun stjórn- arskrárinnar hafi verið til stað- ar síðan lýðveldið var stofnað. Þó segir hann að róttækar breytingar á stjórnarskrá eigi ekki að gerast mjög oft. „Af því að stjórnarskrár eiga að vera plögg sem á ekki mikið að hræra í því þetta á að vera grunnur sem allt saman hvílir á. [...] Menn vildu vanda til þess verks [að end- urskoða stjórnarskrána á þeim tíma þegar lýðveldið var stofnað]. Það var bara engin sátt um það hvernig það ætti að vera og sú sátt hefur aldrei verið fyrir hendi og það verður að koma í ljós hvort hún sé fyrir hendi núna,“ segir Guðmund- ur en það kom honum þægilega á óvart hvað andinn var góður og að vilji sé til að komast að niðurstöðu. Guðmundur segir að stjórnar- skráin sé ekki jafnróttæk og margir hefðu vonast til en þannig væri líka líklegra að hún yrði samþykkt. Endurspeglar auknar kröfur um gegnsæi „Þetta er svona barn hrunsins,“ segir Guðmundur um stjórnarskrána. Eft- ir hrunið hafi tilfinning um að eitt- hvað þyrfti að gerast orðið svo sterk að erfitt var að standa gegn henni. Segja má að drögin endurspegli að verulegu leyti þjóðfélag eftir- hrunsáranna. Gagnrýnt hefur verið að ráðast skuli í að skrifa nýja stjórn- arskrá nú á tímum efnahagsfárviðr- is og þegar reiði og tortryggni al- mennings er mikil. Óttast sumir að það muni hafa of mikil áhrif á gerð stjórnarskrárinnar. Þegar litið er á drögin má sjá veruleg áhrif frá orð- ræðu þess en ákvæði um gegnsæi og upplýsingaflæði eru áberandi í þeim. Helst má nefna 12. grein undir yf- irskriftinni „upplýsingaréttur“. Þar er meðal annars kveðið á um að stjórn- sýsla skuli vera gegnsæ og gögnum skuli haldið til haga, svo sem fund- argerðum, og skráfesta og skjalfesta erindi, uppruna þeirra, ferli og af- drif. Ekki megi eyða gögnunum nema samkvæmt lögum. Greinin kveður einnig á um að almenningi sé tryggt aðgengi að öllum gögnum og upplýsingum á vegum hins opin- bera sem og lista yfir öll mál og gögn í vörslu hins opinbera. Aðeins má „Barn hrunsins“ n Stjórnlagaráð kynnir drög að stjórnarskrá n Gegnsæi og þjóðaratkvæðagreiðslur áberandi n Endanlegt frumvarp afhent eftir viku Stjórnlagaráð Kynnti drög að nýrri stjórnarskrá í vikunni. Guðmundur Hálfdánarson Telur þörf á breytingum. Björn Reynir Halldórsson blaðamaður skrifar bjornreynir@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.