Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 42
42 | Lífsstíll 22.–24. júlí 2011 Helgarblað V ið sátum þrír þarna á tröppunum, leikstjór- inn, Hollendingurinn og ég, og veltum því fyrir okkur hvað skyldi gera. Kassarnir lágu á götunni og myndu halda áfram að liggja þar þangað til einhver aðhefð- ist eitthvað. Í stað þess að leysa vandamálið ákváðum við eins og sönnum Íslendingum sæmir að rífast við Hollendinginn um Icesave. Hann virtist að mestu áhugalaus um málið og hélt af stað til að sinna starfi sínu sem kvikmyndatökumaður. Þá vor- um við eftir tveir. Leikstjórinn er Þorleifur Arn- arsson, sem hefur búið af og til í Montreal í tvö ár á meðan kær- asta hans Anna Rún hefur verið í listnámi við Concordia-háskóla. Þorleifur sló í gegn með Rómeó og Júlíu í St. Gallen í Sviss fyrir nokkrum árum og hefur síðan ferðast á milli Norður-Amer- íku og starfa í Evrópu. Enginn skortur er á leikstjórnarverk- efnum, en eitthvað verr gengur að hafa stjórn á flutningunum. Morgunninn hefur farið í að bera kassa út á götu svo hægt sé að stafla þeim inn í flutningabíl. Flutningabíllinn lætur þó á sér standa. Kvikmyndastjarna í Hollywood Þorleifur situr með iPhone í hönd og sendir sms grimmt á milli Eimskipafélagsins heima og flutningafélaga í Kanada í von um að koma í veg fyrir hið óhjákvæmilega. Allt stefnir þó í að við þurfum flytja alla kassana aftur upp á þriðju hæð. Við sitjum ennþá úti á tröppunum og hugsum okk- ar gang þegar Englendingur á leið hjá með barnavagn og byrjar að spjalla um þróunar- kenningu Darwins. Áður en að samræðurnar ná að þróast í átt að Icesave beinist athygl- in annað, því Atli Bollason er mættur. Atli þessi er best þekktur heima sem hljómborðsleikari Sprengjuhallarinnar, en hefur nú tekist að verða nokkurs kon- ar fígúra í neðanjarðarmenn- ingu Montreal og ber tímarit undir hendi með mynd af sjálf- um sér því til stuðnings. Næst er för hans heitið til Holly- wood þar sem hann ætlar sér að verða kvikmyndastjarna, og hljóma slíkar fyrirætlanir minna langsóttar úr munni Atla en þær myndu gera frá flestum öðrum. At-Lee og Thor Báðir hafa Íslendingarnir aðlagað nöfn sín að enskri tungu eins og innflytjenda er siður. Þorleifur kallar sig Thor, sem gengur betur í innfædda, ekki síst nú þegar kvikmynd um þrumuguðinn er í bíó- húsum. Atli hefur hins vegar haldið í upprunalega stafsetn- ingu, en ber nafn sitt fram sem At-Lee. „Ertu nokkuð skyldur Cle- ment Attlee?“ spyr Englending- urinn, en sá Attlee var forsætis- ráðherra Bretlands næst á eftir Winston Churchill. Atli Bollason neitar því og Englendingurinn heldur af stað til þess að undir- búa fyrirlestur við Concordia þar sem hann hyggst mæla gegn sköpunarsögunni. Næstur á leið hjá Wales- maður sem er á leið í prufu fyr- ir bílaauglýsingu þar sem hann á að leika forstjóra á frönsku og hefur eytt helginni í stífar æf- ingar. Við óskum honum góðs gengis og leiðum hugann aftur að kössunum. Ítalskar mæður Það er ágætt að eyða eftirmið- degi úti á tröppunum og horfa á hverfið ganga fram hjá, enda ku þetta vera eitt helsta tóm- stundargaman Montrealbúa. Allar góðar stundir verða þó að taka enda. Thor, eða Þorleifur eins og við munum kalla hann hér eftir, er nú búinn að gefast upp á flutningamönnunum. Því er ekkert að gera nema bera kassana aftur upp. „Það á eftir að þrífa ísskáp- inn,“ öskrar ítölsk kona reiði- lega af svölunum og virðist vera húsráðandi. „Annaðhvort þríf- ur þú hann eða þá að þú borgar mér fyrir að gera það.“ Þorleifur reynir stuttlega að útskýra fyrir henni gang mála, en gefst fljót- lega upp. Sonur konunnar kemur brátt og biðst afsökunar á hegðun hennar, enda sé hún með alz- heimer. Sonurinn nefnist Just- in, sem er stytting á Ágústínus, og er hann bæði í útliti og tals- máta eins og statisti úr Sop- ranos-þáttunum. Fjölskyldan á nokkur hús í götunni sem þau leigja út. Þorleifur forvitnaðist eitt sinn um hvernig þau komust inn í fasteignabransann. „Það er ekkert mál að fá lán, svo lengi sem maður fer ekki í gegnum bankakerfið,“ segir Justin, og Þorleifur ákveður að spyrja ekki meira. Þau búa þrjú saman á neðstu hæðinni, móðir, sonur og fámál dóttir. Justin á sér þann draum að flytja hinum megin við göt- una og segist ætla að hringja á lögregluna ef mamma kemur í heimsókn. Þjófhræddir Ítalir Við tökum til við að bera kass- ana aftur upp á loft og Just- in lætur sig hverfa þegar hann sér hvert stefnir. Hann birtist þó fljótlega aftur, reiðubúinn til þess að hjálpa. Í stað þess að leggja til krafta sína er hann með uppástungu. Við getum geymt kassana úti í garði hjá honum um nóttina, og mun hundurinn verða settur út í garð til að gæta öryggis. Leikstjóranum finnst þetta hljóma sem örugg lausn, og Justin lætur sig hverfa á ný þegar við byrjum að stafla köss- unum undir stigapallinn. Næst þegar hann birt- ist erum við komnir langleið- ina með verkið. Hann kemur þó ekki tómhentur, því í þetta sinn er hann með hreyfiskynj- ara undir handleggnum sem hann kemur fyrir í blómstur- potti. Hann er þó enn ekki sann- færður um öryggi búslóðarinn- ar. “Það þarf að setja eitthvað ofan á sem getur dottið svo að það heyrist ef einhver reynir að stela þessu,” segir hann og legg- ur spýtur ofan á kassana. Velski leikarinn kemur aftur úr áheyrnarprufunni og segir að í stað þess að leika forstjórann hafi hann verið settur í að leika föður stelpu sem er að kaupa sér bíl, og allar æfingarnar því til einskis. Hvernig fór kemur síð- ar í ljós, en nú á hann sér þá ósk heitasta að fá sér einn bjór áður en eiginkonan og dóttirin koma heim. Sú ósk fer fyrir lítið, því áður en hann hefur sleppt orð- inu sjást þær valsa upp götuna. Við förum aftur upp og ber- um það dót sem á ekki að fara inn í gám út á götu, en það er siður hér í borg að stilla óþarfa innbúi upp utandyra þar sem þeir sem eiga leið hjá geta hirt það. Við erum ekki fyrr búnir að setja hengirúm og sólstóla út á gangstéttina en einhver kemur og spyr hvort hann megi eiga þá. Það sem á aldrei að gera við eldhúshnífa „Eruð þið brjálaðir?“ hrópar Justin þegar hann sér eldhús- hníf í gjafahrúgunni. „Hvað ef einhver stingur einhvern með honum og þín fingraför eru á honum?“ Þorleifur neyðist til að játa að hann hafi ekki hugsað svo langt. Justin hefur hins vegar hugsað fyrir öllu, og er nú með stóran kassa af infrarauðun skynjurum undir handleggnum. „Ég á þrjá svona kassa,“ seg- ir hann og fer að raða þeim í kringum garðinn. „Eitt sinn stökk hér maður yfir grindverk- ið og lenti á járnstöng sem stakk hann í gegnum fótinn svo hann féll ofan á gaddavír sem ég hafði komið fyrir,“ segir hann stolt- ur, en virðist síðan þá hafa tek- ið tæknina í sína þjónustu við að góma innbrotsþjófa, auk hundanna. „Ég vil ekki hafa þetta hérna,“ segir portúgalska konan á efri hæðinni þegar hún sér öryggis- myndavélarnar sem Justin er að koma fyrir á tröppunum, en samþykkir þó að hafa þær yfir nóttina í þetta eina sinn. „Ætlið þið að henda þessum skáp?“ bætir hún við og bendir á fyrirbæri sem þeir Atli og Þor- leifur hafa verið að rogast með niður tröppurnar. Hún er ung og sólbrún og Atli stekkur til að hjálpa henni að bera hann aftur upp í sína eigin íbúð. „Nú getið þið séð hverjir eru þjófar og hverjir ekki,“ segir Just- in og bendir á tvo unga stráka sem ganga upp götuna. „Ef þeir líta aftur fyrir sig hafa þeir auga- stað á búslóðinni.“ Líklega hafa þó engin hús- gögn nokkurn tímann ver- ið jafnörugg og þau sem eru geymd þessa nóttina í garðin- um hjá Justin. Vonandi gengur betur að fá flutningamenn dag- inn eftir. Valur Gunnarsson Ferðasaga Flutningadagurinn mikli Svalirnar Þarna stóð ítalska konan og lét strákana heyra það. Tröppur dauðans Það er ekkert grín að bera kassa upp og niður þessar tröppur. At-Lee, Thor og Valur At-Lee og Valur hjálpuðu Thor að flytja en hann er sífellt á faraldsfæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.