Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 28
28 | Viðtal 22.–24. júlí 2011 Helgarblað M argt af því sem ég heyrði á Sögu minnti mig á Klepp,“ segir fréttamaðurinn Hauk- ur Holm um tímann á Útvarpi Sögu. Hauki var nýverið sagt upp störfum á stöð- inni eftir að hafa verið fréttastjóri þar í tólf mánuði. Haukur hefur þó unnið tals- vert lengur við fjölmiðlun en hann hefur rúmlega tveggja áratuga reynslu. Haukur hefur aldrei viljað gefast upp þrátt fyrir að hafa með- al annars verið hótað af geðsjúkum manni og eiturlyfjasala. Hann seg- ist ánægður með ferilinn hingað til og að hann hafi náð að þroskast og dafna í gegnum fréttamannsstarfið. Í dag er framtíðin óráðin en Haukur segir að þegar einar dyr lokist, opn- ist aðrar. „Þegar ég var ungur var ég í mik- illi krísu hvað ég ætti að gera, hvað ég ætti að verða. Reyndar fékk ég þá hugmynd að vera blaðamaður mjög snemma. Ég var lausapenni með annarri vinnu en svo byrjaði ég al- veg á fullu 1987 á Alþýðublaðinu. Ég var þar í tæp tvö ár og fór svo á Bylgjuna 1989, sem síðan samein- aðist Stöð 2. Ég var þar í 21 ár. Síðan eftir að ég missti vinnuna þar var ég í tvo og hálfan mánuð á Kananum og svo kom þetta örlagaríka ár á Út- varpi Sögu.“ Haukur er einn þekktasti frétta- maður á Íslandi en honum var ný- verið sagt upp störfum sem frétta- stjóri útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu þegar fréttastofan var lögð niður. Honum var einnig sagt upp störfum á Stöð 2 eftir rúma tvo ára- tugi í starfi þar. Hann segist ánægð- ur með starfsferil sinn hingað til og segir margt þar hafa breytt sér sem manneskju. Eftirminnilegasta fréttin „Það eru rosalega mörg augnablik sem maður upplifir sem fréttamað- ur. Ég fékk líka tækifæri til að gera eiginlega allt, pólitík, náttúruham- farir, mörg stór dómsmál en ég held samt að eftirminnilegasta fréttin hafi verið mál sem mig langaði ekkert að fara í, sem ég tók að mér eiginlega nauðbeygður,“ segir Haukur og rifjar upp eftirminnilegustu fréttina á ferl- inum. „Ég var með nokkur hörð mál sem höfðu forgang hjá mér og eitt mýkra mál, sem átti að vera dálítið afgangsmál. Það var 30 ára afmæli Tjaldanesheimilisins í Mosfellsbæ, þar sem eru þroskaheftir strákar, og það átti bara að vera svona litla mannlega málið. Það var verið að gefa þeim bíl, svona „mini-bus“ til að ferðast um í. Ég man eftir því að ég og tökumað- urinn sem var með keyrðum upp í Mosfellsbæ síðdegis bölvandi og ragnandi yfir því að þurfa að taka þetta mál, því við vorum í alvörufrétt- um. Svo komum við upp eftir og ætl- uðum bara að afgreiða þetta snöggt en fórum að spjalla við mennina sem þarna bjuggu og það var svo rosalega skemmtilegt að við ætluðum varla að vilja fara í burtu. Ég man ekkert eftir hinum mál- unum sem ég var með en þessu máli man ég eftir. Þetta er held ég sú frétt sem ég er hvað ánægðastur með að hafa gert því þeir einhvern veginn buðu okkur alveg inn í tilveru sína, opnuðu alveg nýjan heim fyrir okkur og ég held að úr hafi orðið, reyndar töluvert löng, en vonandi svolítið fal- leg mannleg frétt. Við fórum þaðan í miklu betra skapi heldur en við kom- um þangað í.“ Lærði að meta mannlegar fréttir Þegar hann kom til baka úr ferðinni til Mosfellsbæjar var Haukur búinn að læra að meta mannlegar fréttir. „Ég held að þetta sé svona augna- blikið sem ég er ánægðastur með. Ég man að Elín Hirst var fréttastjóri þá og hún kom til mín eftir fréttatím- ann og hrósaði mér sérstaklega fyr- ir þessa frétt. Henni fannst hafa ver- ið virðing í henni og þá skynjaði ég hvað ég hafði verið heppinn að geta nálgast þetta rétt. Það getur verið vandasamt að taka viðtal við þroskaheftan einstak- ling án þess að tala niður til hans eða að setja hann á einhvern stall. Þeir voru mjög þakklátir fyrir að fá mig í heimsókn en eftir á að hyggja er þakklætið algjörlega mín megin,“ út- skýrir Haukur. „Þetta minnti mig á að það eru ekki bara hörðu fréttirnar sem skipta máli heldur mannlegu fréttirnar líka. Ég hafði þetta í huga þegar ég var vaktstjóri á Stöð 2 og reyndi að passa upp á að í fréttatímanum væru þessi hörðu mál, pólitíkin, stór dómsmál eða hvað sem það var, en að það þyrfti að vera einhver mannleg frétt líka – frásagnir af fólki. Ég held að þessi frétt hafi verið mér mjög góð áminning um það.“ Áhrifamikil reynsla í Malaví Haukur hefur ekki bara flutt frétt- ir frá Íslandi, 1997 fór hann í ferð til Malaví sem breytti honum til fram- búðar. „Ég fór einu sinni til Malaví í Afr- íku, sem er eitt af þeim löndum þar sem mest er um HIV-smit. Þar vor- um við Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður í viku og fórum Hótað af eiturlyfjasala Aðalsteinn Kjartansson Viðtal Fréttamaðurinn Haukur Holm hefur átt langan feril í fjölmiðlun. Honum var nýverið sagt upp störf- um á einni umdeildustu útvarpsstöð landsins. Hann segir framtíðina vera óráðna en hann leitar sér nú að nýjum vettvangi til að flytja fréttir þar sem það hafi aldrei komið til greina að hætta, þrátt fyrir hótanir. „Ég held að þetta sé augnablikið sem ég er ánægðastur með. Gekk sáttur frá Stöð 2 Haukur mat stöðuna þannig þegar honum var sagt upp á Stöð 2 að hann hefði skilað góðu starfi og gæti gengið hnarreistur þaðan. Mynd Gunnar GunnarSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.