Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 40
40 | Lífsstíll 22.–24. júlí 2011 Helgarblað
Stórir hattar
Stórir hattar í anda áttunda áratug-
arins eru vinsælir um þessar mund-
ir. Þeir eru ekki bara flottir því þeir
eru líka einstaklega þægilegir í sól
þar sem þeir eru barðastórir og verja
mann fyrir sterkum geislum sólar-
innar. Þeir gera mikið fyrir heild-
arútlitið og henta einkar vel með
síðum hippalegum kjólum og sam-
festingum. Hattarnir fást víða, bæði
nýir og í verslunum þar sem notuð
föt eru seld.
Guðdómleg
gúmmístígvél
Gúmmístígvél hafa nú yfirleitt ekki
talist til hátísku. Nú virðist þó vera
orðin breyting þar á því að Hunter-
gúmmístígvélin hafa slegið í gegn
undanfarið og margar stórstjörnur
hafa sést í þeim. Stígvélin hafa verið
áberandi á útihátíðum sumarsins,
bæði hérlendis og erlendis. Stjörnur
eins og Kate Moss, Angelina Jolie og
Ashley Olsen hafa sést í slíkum stíg-
vélum. Þetta eru gúmmístígvél eins
og þau gerast best, þægileg og gott
að vera í þeim og það er eitthvað töff
við þau. Stígvélin koma í nokkrum
litum og eru seld hér á landi í Geysi
á Skólavörðustíg.
Hvíldu
maskarann!
Ef þú vilt hvíla þig á maskaranum í
fríinu þá er góð leið að fara í augn-
hárapermanent eða augnháraleng-
ingu. Í augnhárapermanenti eru
settar rúllur á augnhárin og perm-
anentvökvi notaður til að krulla
augnhárin. Þetta er áhrifarík leið til
að fá sýnilegri augnhár og meðferðin
dugar í 6–8 vikur. Þetta hentar bæði
þeim sem eru með löng augnhár
og stutt. Séu augnhárin hins vegar
mjög stutt þá getur verið sniðugt að
fara í augnháralengingu en þá eru
sett gerviaugnhár á augnhárin og
dugar það í 4–6 vikur. Hvort tveggja
er framkvæmt á mörgum snyrti-
stofum hér á landi og nýtur aukinna
vinsælda. Þetta getur verið ágætis
leið til að hvíla maskarann í nokkrar
vikur en vera samt með flott og sýni-
leg augnahár.
F
yrirsætan Tara Lynn er ein
vinsælasta fyrirsæta heims í
dag. Hún er þó engin venju-
leg fyrirsæta því hún er í yf-
irstærð eða svokallað „plus
size model“ og er stolt af því. Mörg
stærstu fyrirtækin keppast um að fá
hana í auglýsingaherferðir fyrir sig
og nú síðast var hún andlit tískuris-
ans H&M fyrir línuna Big and Beauti-
ful, eða Stór og falleg. Línan er ætluð
konum í yfirstærð og í auglýsingaher-
ferðinni situr Tara fyrir á sundfötum,
sumarkjólum og í stuttbuxum.
Tara hefur að eigin sögn alltaf ver-
ið stórbeinótt og sem barn og ung-
lingur var hún stanslaust að reyna
að grenna sig. Svo hafi hún ákveðið
að sættast við stærðina enda sé hún
bara þannig vaxin að hún eigi ekki
að vera grönn. Síðan þá hafa opnast
margir möguleikar fyrir hana. Hún er
ein vinsælasta fyrirsætan í yfirstærð
í dag og hefur setið fyrir í fjölmörg-
um herferðum, meðal annars fyrir
Forever21, Bloomingdales og Nor-
dstrom. Auk þess hefur hún prýtt
forsíður og myndaþætti í mörgum af
helstu tískutímaritum heims eins og
franska Elle, ítalska Vogue, Glamour
magazine og V magazine.
Módel í yfirstærðum eru yfirleitt
í stærð 12 eða stærra. Þó að flestir
fagni þeim vinsældum sem fyrisæt-
ur í stærri stærðum njóta heyrast líka
gagnrýnisraddir. Sumir vilja meina
að það ætti í raun ekki að kalla þetta
fyrirsætur í yfirstærð því þær séu í
raun mjórri en meðalkonan eða í
svipaðri stærð. Með því að kalla þær
þessu nafni sendi það röng skilaboð
til kvenna. Aðrar gagnrýnisraddir
vilja meina að þetta stuðli að óhollari
lifnaðarháttum meðal kvenna því ef
fyrirsæturnar séu í yfirstærð þá sendi
það út skilaboð um það að óhollusta
sé í lagi.
Hvort sem fólk er með eða á móti
fyrirsætum í yfirstærð telja flest-
ir það vera ágætis tilbreytingu við
þvengmjóu fyrirsæturnar sem yfir-
leitt ganga eftir tískusýningarpöll-
unum. Fyrirsætur í stærri stærðum
njóta sífellt meiri vinsælda og marg-
ir tískurisar hafa farið þá leið að velja
þær heldur í auglýsingaherferðir
heldur en hefðbundnar fyrirsætur.
Konur eru fjölbreyttar í stærð og lög-
un og fyrirsætur ættu á einhvern hátt
að endurspegla þann fjöllbreytileika
að mati margra.
Slær í gegn
í yfirstærð
Tara á Polaroid Svona lítur hún út og er ánægð með það. G
læsileg Tara
Lynn barðist
í mörg ár við
þyngdina. Ef
tir að hún sæ
ttist við han
a sló
hún í gegn í f
yrirsætuheim
inum.
Nakin Tara
sat fyrir nakin
í franska Elle.
Sætar í yfirstæ
rð
Fyrirsætur í yfirs
tærð
njóta æ meiri vi
nsælda.
n Fyrirsætan Tara Lynn er farsæl fyrirsæta í yfirstærð
Heklaðir brúðarkjólar
H
ekluð föt af ýmsum gerðum
eru mikið í tísku þessa dag-
ana. Heklið teygir einnig anga
sína út í brúðarkjólatískuna
og er skemmtileg tilbreyting frá hefð-
bundinni brúðarkjólatísku. Síðir eða
stuttir, víðir eða þröngir, allt er í boði.
Það getur líka komið vel út að hafa
aðeins hluta kjólsins heklaðan, eins
og til dæmis efri hlutann. Þetta er
einstaklega rómantísk og skemmti-
leg tíska sem minnir á fyrri tíma. Nú
er bara að taka fram heklunálina og
byrja að hekla sér brúðarkjól. Nú eða
bara venjulegan kjól.
Gamal-
dags
Heklaðir
kjólar voru
vinsælir í
gamla daga
og tískan er
að taka sig
upp aftur.
Fallegur
heklaður kjóll
Þessi heklaði
brúðarkjóll er frá
Urban Outfitters
og er úr brúðarlínu
merkisins Bhldn.
Frjálslegur Þessi kjóll er
frjálslegur og skemmti-
legur en ýmsar útfærslur
eru í boði.
n Öðruvísi brúðarkjólar ryðja sér til rúms
Hugguleg Tara Lynn á auglýsingum
fyrir Big and Beautiful-herferð H&
M.