Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 46
E inu ástsælasta og sigursæl- asta sambandi í sögu golf- sins er lokið. Þrátt fyrir að sambandið hafi verið ástsælt var ekki um eiginlegt ástar- samband að ræða. Tiger Woods til- kynnti í vikunni að samstarfi hans og kylfusveinsins Steve Williams væri lokið. „Ég þakka Steve innilega fyr- ir alla hans aðstoð en nú tel ég tíma til kominn að breyta til. Steve er frá- bær kylfusveinn og vinur og hefur átt stóran þátt í mörgum afreka minna. Ég óska honum alls hins besta í fram- tíðinni,“ sagði Tiger í yfirlýsingunni. Williams hefur verið með Tiger í tólf ár og staðið honum við hlið í þrettán af þeim fjórtán skiptum sem Tiger hefur unnið risamót. Þá hefur Willi- ams hjálpað Tiger að vinna fjöldann allan af mótum en Tiger hefur unn- ið 78 mót á PGA-mótaröðinni og 38 á Evrópumótaröðinni en það er þriðji besti árangurinn á hvorri mótaröð fyrir sig. Síðustu tvö ár hafa verið hræðileg hjá Tiger Woods og reynir hann nú hvað hann getur að koma sér aftur á ról eftir erfið meiðsli. Williams, sem hefur verið eins konar annar faðir Tigers undanfarinn rúm- an áratug, verður þó ekki lengur við hlið hans. Enginn venjulegur kylfusveinn Steve Williams hefur haft það gott undanfarin tólf ár en hann fær pró- sentur af tekjum Tigers á mótum og þar sem hann datt inn í starf hjá einum besta kylfingi sögunnar hafa peningarnir hrúgast inn. Hefur því oft verið haldið fram að hann sé tekjuhæsti íþróttamaður Nýja-Sjá- lands þrátt fyrir að keppa ekki sjálf- ur í neinum íþróttum. Þessi fullyrð- ing hefur þó aldrei verið almennilega sönnuð þó hún sé alls ekki ólíkleg. Það var þáverandi þjálfari Tigers, Butch Harmon, sem bað Williams að taka Tiger að sér árið 1999. Eftir mót á Doral-golfvellinum það árið þeg- ar Tiger var nýbúinn að reka kylfu- sveininn Mike Fluff fór Williams með Tiger til Orlando þegar þeir hittust í fyrsta skiptið. Tiger réð Williams á staðnum. Í gegnum tíðina hefur Williams verið miklu meira en kylfusveinn fyrir Tiger Woods en upphaflega lýsti Tiger honum sem öðrum föður. Williams hefur líka gengið lengra en margir kylfusveinar annarra kylf- inga þegar kemur að því að vernda sinn mann. Á einu móti glímdi hann við einn áhorfanda sem hafði tekið mynd af Tiger þegar hann var við að slá boltann en það er auðvitað algjör- lega bannað. Williams náði mynda- vélinni af honum sem var metin á nokkur þúsund dollara og henti henni út í næsta vatn. Vanalega hafa kylfusveinar eða kylfingarnir sjálfir látið sér nægja að skamma menn og í versta falli beðið um að láta fjarlægja þá af svæðinu. Williams ósáttur „Eftir tólf ár af dyggri og traustri þjón- ustu fer ég ekkert í felur með það að þessi uppsögn kom mér á óvart,“ sagði Williams í yfirlýsingu sinni um málið eftir að ljóst var að hann yrði ekki lengur starfsmaður Tigers. Það verður seint sagt að Williams sé sáttur með þessa ákvörðun Tigers, sérstak- lega vegna þess hversu vel Williams hefur staðið við bakið á Tiger í gegn- um hörmungarnar sem hafa dunið yfir hann undanfarið eitt og hálft ár. „Sé horft til þeirra atburða sem hafa átt sér stað undanfarna átján mánuði, kynlífshneykslið, nýja þjálfarann, þessa miklu breytingu í sveiflunni og öll meiðslin er ég mjög ósáttur við að enda okkar samband núna. Ég fékk tækifæri til að vinna með Ástralanum Adam Scott á Opna bandaríska meistaramótinu um dag- inn og ég mun nú bera kylfur hans hér eftir. Þar sem ég hóf feril minn með áströlsku goðsögninni Peter Thomson og þar sem ég vann með Greg Norman seint á níunda ára- tugnum er ég mjög spenntur fyrir því að vinna með öðrum Ástrala,“ sagði Steve Williams. Kom engum á óvart Þrátt fyrir að Williams og Tiger hafi verið óaðskiljanlegir undanfarin ár og samband þeirra náð langt út fyr- ir golfvöllinn sáu sérfræðingar þó að farið var að hrikta í stoðum sam- bandsins í fyrra. Eftir Opna banda- ríska meistaramótið benti Tiger á nokkur mistök sem Williams gerði en hann ber ekki bara kylfurnar hans. Starf kylfusveinsins er miklu viða- meira og þeir þurfa að gjörþekkja völlinn og hjálpa til við kylfuval. „Við gerðum þrenn mistök í dag og það gerði nú ekkert nema kosta okkur sigurinn á opna bandaríska,“ sagði Ti- ger í hótfyndni í viðtali við NBC eftir að hafa endað í fjórða sæti. Á næsta blaðamannafundi var Tiger spurð- 46 | Sport 22.–24. júlí 2011 Helgarblað Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Golf Sigursælu sambandi lokið n Steve Williams ber ekki lengur kylfur Tigers Woods n Hefur verið með Tiger í 13 af 14 sigrum á risamótum n Hrikti í stoðum sambandsins í fyrra Oft fagnað Williams og Tiger hafa oft fallist í faðma enda hefur Tiger unnið óheyrilegt magn af mótum, þar af 14 risamót. Með öðrum Steve Williams var kylfuberi Ástralans Adams Scott á Opna bandaríska meistaramótinu fyrr í sumar. n Einkalífið fór í mola eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald hans n Fór í meðferð við – að því talið er – kynlífssýki n Baðst afsökunar opinberlega í sjónvarpi n Rak þjálfarann Hank Haney n Skildi við eiginkonuna Elin Nordegren n Hóf störf með sveifluþjálfaranum Sean Foley n Missti auglýsingasamninga við risa- fyrir tæki á borð við Accenture, AT&T, Gatorate, Gillette og Golf Digest n Sagt upp hjá IMG, stærstu umboðs- skrif stofu heims n Hefur ekki unnið eitt einasta golfmót Skelfilegir 18 mánuðir Sambandinu lokið Williams hefur leikið gríðarstórt hlutverk á ferli Tigers en nú er sam- bandi þeirra lokið. ur um samband þeirra sem mönn- um fannst vera taka dýfu eftir að þeir höfðu verið svo nánir í áratug áður. „Þið eru að gera alltof mikið úr þessu. Það er engin spenna á milli okkar. Ég var spurður út í það sem gerðist og ég svaraði bara heiðarlega. Við gerum auðvitað mistök úti á vell- inum, bæði ég og Steve. Við erum ekki fullkomnir. Við viljum náttúru- lega báðir vinna öll mót þannig að maður var auðvitað pirraður. Ég er samt ekkert að fela þetta. Ég sagði þessi orð og svona var þetta. Þessi þrenn mistök kostuðu okkur sigur- inn,“ sagði Tiger en nú rétt ríflega ári síðar er hann búinn að reka Steve Williams.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.