Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 26
Í
sland er undirlagt af átökum um
yfirráð í viðskiptalífinu. Skúrkar
hrunsins hafa sig í frammi í fjöl-
miðlum í því skyni að ná vopnum
sínum og falsa söguna.
Heilu fjölmiðlarnir eru gerðir út
á lygi og hálfsannleik. Núverandi
stjórnvöldum er úthúðað fyrir að
standa sig illa á meðan helstu ger-
endurnir, böðlar Íslands, eru önn-
um kafnir við að ná vopnum sín-
um. Uppvakningar náhirðarinnar
eru margir hverjir á meðal spilltustu
einstaklinga lýðveldissögunnar. Þeir
stóðu að einkavæðingu ríkisbank-
anna án þess að tryggja að leikreglur
væru þannig að ekki færi allt í óefni.
Fyrrverandi dómsmálaráðherra var
önnum kafinn við að raða flokks-
hestum inn í lögreglu og dómstóla.
Og undir hans forræði fékk alræmd-
ur kókaínsmyglari gjafsókn á hendur
fjölmiðli sem ráðherranum var í nöp
við. Allt stjórnkerfi Íslands var um
áratugaskeið gegnsýrt af gjörðum
hinna spilltu.
Búsáhaldabyltingin var gerð til
þess að koma spillingaröflum Íslands
frá völdum. Og það tókst. En síðan
hefur linnulaus áróðurinn runnið
fram og einhverjir sakleysingjar eru
farnir að trúa því að Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, hafi komið
Íslandi á hausinn með dyggri aðstoð
Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra.
Áróðursmiðlar hinna lifandi
dauðu hafa endalaust hamrað á sök
þeirra sem hvergi komu nærri. Þeir
tönnlast á því að Baugsmiðlar hafi
valdið hruninu. Jón Ásgeir Jóhann-
esson, einn útrásarvíkinga, ber nær
alla ábyrgð samkvæmt kenningum
hinna spilltu. Þeir fylgja stefnu Jós-
efs Göbbels um að endurtaka nógu
oft til þess að lygin verði á endanum
eins og tær sannleikur.
Þjóðin verður að varast myrkra-
öflin sem færðu hana aftur á bak um
áratugi í lífskjörum. Það verður að
kveða niður drauga náhirðarinnar í
eitt skipti fyrir öll. Skúrkarnir verða
að hverfa aftur inn í myrkrið. Íslend-
ingar verða að gera upp fortíðina
án þess að týnast í blekkingarþoku
áróðurs. Krafan er sú að óværunni
verði hent út og látið lofta um kerfi
sem alltof lengi hefur verið gjörspillt.
Á meðan hreinsunin fer fram og
draugum fortíðar er vísað af sviðinu
mun náhirðin góla. En þegar hreins-
unarstarfinu lýkur mun fuglasöng-
urinn hljóma á ný og Ísland verður
miklu betra.
L
okahnykkurinn í störfum
stjórnlagaráðs stendur nú yfir.
Skil eru eftir slétta viku, föstu-
daginn fyrir verslunarmanna-
helgi. Að baki er nálega fjögurra
mánaða þrotlaus vinna við endur-
skoðun stjórnarskrárinnar – sem
staðið hefur til allar götur frá lýðveld-
istökunni á Þingvöllum árið 1944.
Margar misheppnaðar tilraunir hafa
verið gerðar. En nú hyllir loks undir
alvöruheildarendurskoðun á grund-
vallarlögum Lýðveldisins Íslands.
Undangengna viku höfum við rætt
drög að frumvarpi að nýjum stjórn-
skipunarlögum sem lögð hafa verið
fram í 111 greinum.
Tillögurnar lúta að því marki að
bæta stjórnskipan landsins verulega
en halda um leið í það sem vel hef-
ur reynst. Á sama tíma og við leggj-
um til róttækar umbætur viljum við
gæta að því að fleygja barninu ekki
út með baðvatninu. Til að mynda er
áfram byggt á þingræði en mun bet-
ur er skilið á milli löggjafar- og fram-
kvæmdavalds.
Jafnt vægi atkvæða
Núgildandi kosningakerfi sem þró-
ast hefur í smáum skrefum í hálfa
aðra öld með alls konar hlykkjum og
skrykkjum er eitthvert það flóknasta
sem þekkist. Með meginbreyting-
unni árið 1959 hefur verið reynt að
uppfylla þau gagnstæðu markmið að
viðhalda misvægi atkvæða milli kjör-
dæma en jafna vægið á milli flokka.
Sem endurspeglast í ógnarflóknu
kerfi uppbótarmanna og kjördæma-
kjörinna þingmanna. Ómögulegt
er að vita fyrirfram hvar þingsæti
enda þegar hringekja uppbótarþing-
manna fer af stað. Kerfið er eiginlega
eins og undarleg blanda af stóla-
leiknum og hollin skollin með bund-
ið fyrir augun.
Í tillögum stjórnlagaráðs er kerf-
ið stokkað upp og loks boðið upp á
heildstætt kosningafyrirkomulag þar
sem atkvæði allra landsmanna vega
jafnt í kjördæmavörðu landskjöri.
Í einhverju sterkasta persónukjöri
sem um getur fá kjósendur að raða
frambjóðendum bæði af landslista
og kjördæmalista þess flokks sem
þeir kjósa.
Beint lýðræði
Fyrir utan þing- og sveitarstjórnar-
kosningar á fjögurra ára fresti hafa
kjósendur litla aðkomu að póli-
tískum ákvörðunum – ef frá eru tald-
ar þrjár þjóðaratkvæðagreiðslur.
Í tillögum stjórnlagaráðs er nú
gert ráð fyrir stóraukinni þátttöku
almennings í ákvarðanatöku um
þjóðfélagsleg álitamál. Auk málskots
forseta fá kjósendur rétt á að skjóta
málum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Auðlindir í almannaeigu
Við framangreint má bæta að eign-
arhald þjóðarinnar yfir auðlindum
sínum verður tryggt og skipun emb-
ættismanna sett í mun faglegri farveg
til að takast á við landlæga ráðninga-
spillingu. Þá fer ákvæði um evangel-
íska lúterska þjóðkirkju út en hlut-
verk sveitarstjórna yrði eflt með nýrri
nálægðarreglu auk þess sem vald og
ábyrgð er í hvívetna tvinnað saman.
Við Íslendingar erum ekki óþekkt-
ir af klúðri og enn getur brugðið til
beggja vona í stjórnlagaráði. Á næstu
viku kemur í ljós hvort við náum
saman um heildstæðar og skynsam-
legar tillögur.
26 | Umræða 22.–24. júlí 2011 Helgarblað
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
Ritstjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
Fréttastjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
Umsjón helgarblaðs:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
Umsjón innblaðs:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
DV á netinu: dv.is
Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010,
Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050.
Smáauglýsingar: 512 7004.
Umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Þá gólar náhirðin
Leiðari Reynir Traustason ritstjóri skrifar:
Bókstaflega
Ingvi Hrafn trompaður
n Sjónvarpsstjórinn Ingvi Hrafn
Jónsson er ævareiður þessa dagana
og lætur Vodafone fá það óþvegið.
Ástæðan er sú
að búið er að
loka á hluta af
útsendingum
ÍNN úti á landi.
Það mun vera
Vodafone sem
dreifir en Ingvi
hefur ekki getað
staðið í skilum.
Sjónvarpsstjórinn kennir Ómari
Svavarssyni, forstjóra Vodafone, um
það hvernig komið er í dreifingar-
málum.
Davíð sem Murdoch
n Baráttujaxlinn Guðmundur Gunn-
arsson er einn þeirra sem eru hugsi
yfir hruni News of the World og ör-
lögum Ruperts Murdoch. Á með-
an áhangendur Davíðs Oddssonar
sjá líkindi með
Fréttablaðinu
og News of
the World slær
það Guðmund
hversu sambæri-
leg misnotkun
á Mogganum
sé. „Horfandi á
þáttinn kom ein-
hverra hluta vegna oft upp í huga
minn hversu mikil samsömun var
með því sem dregið var upp í þætt-
inum um vinnubrögð Murdochs
og hans undirsáta og svo umtalaðri
núverandi ritstjórnarstefnu Mogg-
ans og hvernig umfjöllun fer þar
fram,“ bloggaði Guðmundur.
„Sigurjón Már“
n Björn Bjarnason eftirlauna-
þegi hefur undanfarna mánuði
verið þungt haldinn af Baugsheil-
kenninu. Bók hans Rosabaugur hef-
ur fengið misjafnar móttökur enda
margar villur þar og ónákvæmni.
Undanfarið hefur Birni verið tíðrætt
um Sigurjón M. Egilsson sem hann
kallar „Sigurjón Má“ þótt rétt nafn
hans sé Sigurjón Magnús. Marg-
ir þykjast þess fullvissir að Björn
sé einn pennanna á amx.is. Þeim
kenningum vex fiskur um hrygg
þegar í ljós kemur að í fuglahvísli
amx er Sigurjón enn og aftur Már.
Formannaskjálfti
n Nokkur titringur er innan Sam-
fylkingar og Sjálfstæðisflokks vegna
yfirvofandi landsfunda. Reiknað er
með að endur-
kjör Jóhönnu
Sigurðar dóttur
fari fram undir
dynjandi lófataki
þótt ráðherrann
Árni Páll Árnason
iði í skinninu.
Óljósara er með
stöðu Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Einhverjir vilja að
Hanna Birna Kristjánsdóttir, leiðtogi
í borgarstjórn, taki slaginn en ólík-
legt er að af verði. Þá vill öfgaarmur
flokksins að helsti ábyrgðarmaður
hrunsins, Davíð Oddsson, snúi aftur
með náhirð sína. Talið er að Davíð
hafi yfir þeirri skynsemi að ráða að
halda sig til baka. Líklegt er því að
Bjarni fái tækifæri áfram.
Sandkorn
Lokahnykkurinn „Ég get ekki fyrirgefið Sævari og systur minni.“
n Einar Bollason um Erlu Bolladóttur
og Sævar Ciesielski en þau bendluðu
hann ranglega við guðmundar- og
geirfinnsmálið sem varð til þess að hann
sat í einangrun í rúma 100 daga.-Pressan.
is
„Nú er það beinlínis
fáránlegt.“
n Egill Helgason um eignarhald Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar á
fjölmiðlum. Það hafi verið
óæskilegt fyrir hrun en
eftir hrun sé það
fáránlegt enda jón
rannsakaður á
fjölmörgum
vígstöðvum
tengdum
hruninu.-Eyjan.is
„Grafalvarlegt mál.“
n Ólöf Einarsdóttir, íslensk móðir í
ísrael sem gift er ísraelskum gyðingi, um
nýlega fundi össurar Skarphéðinssonar
utanríkisráðaherra með Hamas og Fatah
og stuðningsyfirlýsingu þeim til
handa.-Morgunblaðið
„Aldrei hefur verið birt
með nákvæmum hætti
hver á Morgunblaðið í
dag.“
n Jón Ásgeir Jóhannesson
sem segir það kjaftæði í Birni
Bjarnasyni að leynd hafi
ríkt yfir eignarhaldi 365
miðla. Hann segir það
hvergi skýrara, ólíkt
Morgunblaðinu.-DV.is
E
itt sinn bjuggu kerl og karling
í koti sínu, hann var hommi
en hún var lessa. En þróun
mála hafði gert þau sjálf-
kynhneigð. Og þróuninni þeirri
arna var stýrt af svartsýni, baktali,
væni sýki, fordómum og öðru því-
umlíku. Þau höfðu nefnilega þann
háttinn á að vera ávallt viss um að
þau sjálf væru betra fólk en bless-
aður bolurinn. Og þessa niður-
stöðu byggðu þau á því, að vegna
þess að annað fólk væri svo for-
dómafullt, að það gæti ekki sætt
sig við að leyfa þeim að hafa sína
kynhneigð í friði, þá hlyti þetta for-
dómafulla fólk að geta þolað sinn
skerf af fordómum.
Kerlinn átti það til að bak-
tala alla sem hann umgekkst, en
það var vegna þess að hann sjálf-
ur komst ekki með tærnar þar
sem annað fólk hafði hælana. Og
karlingin sá fordómafulla vitleys-
ingja hvar sem hún kom.
Sambýli þeirra gekk útá það að
tala illa um alla. Þau nutu þess svo
innilega að velta sér uppúr sög-
um af misvitrum mönnum. Og þau
görguðu og grétu af hlátri þegar þau
gátu hlakkað yfir óförum presta eða
þegar þeim varð ljós sú staðreynd
að stærsti pítsuofnaframleiðandi
heims hannaði ofna fyrir nasista hér
í eina tíð. Í dag hlæja þau og gráta
á víxl þegar þau kalla alla dillibossa
Sjálfstæðisflokksins ýmist nasista-
titti eða nasistabeljur. Og þau hlæja
úr sér lifur og lungu þegar þau hæð-
ast að framsóknarfíflunum og fólki
sem leyfði útrásarpakkinu að stela
hér öllu. Þau grenja af hlátri þegar
þau átta sig á því að allt fólk, nema
þau sjálf, er svo heimskt, að það átt-
ar sig ekki á því að bankaofurmenn-
in – sem stýrðu græningjadeildun-
um – hjálpuðu mönnum við að stela
skattgreiðslum sem þjóðin á eftir
að borga, t.d. tekjuskatti fyrir djobb
sem fólk á eftir að inna af hendi.
Það sem er kannski versti Akki-
lesarhællinn hjá kerlinum og kar-
lingunni, er að þau þola ekki venju-
legt fólk. Allir sem eru venjulegir
eru, að þeirra mati, afbrigðilegir. Svo
fá þeir sem virkilega eru afbrigðileg-
ir á sig stimpil sem gerir þá ennþá
afbrigðilegri en allt sem afbrigðilegt
getur talist.
Ekki ætla ég mér að gagnrýna
þetta fólk, því sjálfur er ég fullkom-
lega fordómalaus. Og ef eitthvað
í mínu fari getur flokkast sem for-
dómar, ætti það kannski helst að
flokkast sem fagrir fordómar, því
ég hef einungis fordóma gagnvart
þeim sem eru fordómafullir – og þá
er ég sjálfur þar engin undantekn-
ing.
Fláráð hugsun fæðist enn
í fúlu sálartetri
þó vilja flestir vitrir menn
verða aðeins betri.
Skáldið skrifar
Kristján
Hreinsson
Fagrir fordómar„Það sem er
kannski versti
Akkilesarhællinn hjá
kerlinum og karlingunni,
er að þau þola ekki
venjulegt fólk.
„Heilu fjölmiðlarnir
eru gerðir út á lygi.
Kjallari
Dr. Eiríkur
Bergmann
MyND RÓBERT REyNISSON
„Margar misheppn-
aðar tilraunir hafa
verið gerðar.