Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.2011, Blaðsíða 19
Fréttir | 19Helgarblað 22.–24. júlí 2011 Tryggvi skilur eftir sig slóð gjaldþrota félaga Norska sementsfyrirtækið Norcem verður stærsti eigandi Björgunar þegar gengið verður frá samning- um um kaup á fyrirtækinu og leyfi verður veitt af hálfu Samkeppniseft- irlitsins. Norcem, sem á einnig hlut í Sementsverkismiðjunni á Akra- nesi, verður með um 20 prósenta hlut í félaginu en auk þess verða sex aðrir aðilar eigendur að félaginu, þar á meðal Þorsteinn Vilhelmsson, í gegnum félagið Harðbak, sem var stjórnarformaður Björgunar áður en Landsbankinn tók félagið yfir. Björgun, sem starfar við efnis- vinnslu og lóðagerð, var í eigu RER, dótturfélags Atorku, þangað til Landsbankinn tók Björgun yfir. Þor- steinn Vilhelmsson, sem á ný verð- ur á meðal eigenda Björgunar var stærsti einstaki eigandi Atorku í gegnum nokkur eignarhaldsfélög. Góð kaup? Í ársreikningi Björgunar fyrir árið 2010 kemur fram að félagið á 997 milljónir í eignir umfram skuldir. Fé- lagið var keypt á 306 milljónir eft- ir söluferli Landsbankans og virðist sem um mjög hagstæð kaup sé að ræða fyrir hina nýju eigendur. „Það er mat stjórnenda að ekki leiki vafi á um rekstrarhæfi félagsins,“ segir í skýrslu stjórnar félagsins í ársreikn- ingnum. Meðal eigna félagsins má nefna handbært fé upp á 78 millj- ónir. Ljóst er að nýir eigendur geta hagnast vel á kaupunum ef vel tekst til þar sem kaupverðið er tiltölulega lágt miðað við eigna- og skuldastöðu þess. Samkvæmt Þorsteini er staðan ekki sú sama í dag og um áramótin og er staða reiðufjár félagsins langt frá því sem var. Félagið hefur þurft að ganga á þetta fé að undanförnu. Telur verðmætin óljós „Ég veit ekki hvað skal segja. Þessi rekstur sem Björgun er í er svaka- lega erfiður. Maður veit ekkert um það hvort að þetta eru góð kaup eða slæm kaup. Maður vonar að þetta séu þokkaleg kaup,“ segir Þor- steinn um kaupin á Björgun en hann þekkir vel til félagsins eftir að hafa verið stjórnarformaður þess áður en Landsbankinn tók það yfir. Að hans mati er alltaf spurning hvað séu verðmæti í þeim eignum sem eru í félaginu. Þegar DV leitaði viðbragða hjá Landsbankanum við því hvort ekki væri um lágt verð að ræða kom fram að bankinn væri sáttur við söluna. „Það komu nokkur álitleg tilboð og þetta reyndist það besta. Bankinn er sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Soffía Sigurgeirsdóttir, starfsmaður bankans, um hvernig litið er á söluna af hálfu bankans. NorðmeNN kaupa sig iNN í BjörguN n Norskt fyrirtæki inn í eigendahópinn n Bíða eftir samþykki Samkeppniseftir- litsins n Félagið á milljarð í eignum umfram skuldir n Kaupverðið 306 milljónir „Maður vonar að þetta séu þokkaleg kaup. Guðni Rúnar Gíslason blaðamaður skrifar gudni@dv.is Snýr aftur Þor- steinn Vilhelmsson var stjórnarformaður Björgunar áður en Landsbankinn tók félagið yfir. Ljóst er að hann kemur á ný inn í fyrirtækið sem eigandi ásamt öðrum aðilum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.