Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað Bætir lífsgæði kvennanna n Stuðningsheimili fyrir áður heimilislausar konur gefur góða raun M ýrin kallast stuðningsheimili sem opnað var í október 2010 fyrir konur sem hafa verið heimilislausar og er stað­ sett í Norðurmýri. Úrræðið er á veg­ um Reykjavíkurborgar og er nú heim­ ili fimm kvenna sem hafa verið hvað verst settar og erfiðlega hefur gengið að veita þjónustu. Allar konurnar sem þar búa höfðu áður leitað athvarfs í Konukoti, en þar sem Konukot er að­ eins hugsað sem tímabundið úrræði var ljóst að þörf var fyrir langtímaúr­ ræði fyrir þær konur sem höfðu verið á götunni til langs tíma og ekki svarað meðferð. Elísabet Kristjánsdóttir, deildar­ stjóri á Mýrinni, segir stuðningsheim­ ilið hafa reynst vel og hafa aukið til muna lífsgæði kvennanna sem þar búa. „Þetta eru konur á aldrinum 29 til 63 ára og eru þær sem lengst höfðu verið heimilislausar og dvalið mest í Konukoti. Það má segja að þetta úr­ ræði hafi verið búið til fyrir þær.“ Kon­ urnar sem búa á heimilinu eru flestar með tvöfalda greiningu, það er áfeng­ issýki og eða aðra fíkn auk geðraskana. Ekki er gerð krafa um að konurnar séu hættar neyslu áfengis eða annarra vímuefna. „Þetta eru konur sem oftar en ekki hafa farið í margar meðferðir og einhverra hluta vegna geta ekki eða eru ekki tilbúnar til að hætta neyslu, en einhvers staðar verða þessar konur að búa.“ Konurnar mega ekki neyta áfeng­ is eða fíkniefna inni á heimilinu sjálfu en þeim er ekki meinaður aðgangur að heimilinu ef þær mæta undir áhrifum. Áhersla er lögð á að skapa heimilislegt andrúmsloft en konurnar bera sjálfar ábyrgð á að halda herbergjum sínum hreinum. Þær greiða húsaleigu fyrir vistina og fá aðstoð sérfræðinga vegna sinna mála. Alls starfa átta starfsmenn við þjónustu og umönnun við íbúa all­ an sólarhringinn. J ón Gerald Sullenberger, kaup­ maður í Kosti á Dalvegi, sakar Gunnar I. Birgisson, bæjarfull­ trúa í Kópavogi, um að beita sér fyrir vini sína með því að leggj­ ast gegn því að vegur verði lagður um lóð sem fyrirtækið Kraftvélar hefur til umráða við Dalveg 6–8. Kvöð er á lóð­ inni um að vegur skuli liggja í gegnum hana, en þrátt fyrir það hefur málið þvælst í kerfinu árum saman án þess að niðurstaða hafi fengist. Mikill um­ ferðarþungi er á svæðinu og segir Jón Gerald að aðstæður séu beinlín­ is hættulegar. Málið hefur verið rætt nokkrum sinnum í bæjarráði Kópa­ vogs og hafa lögmenn verslunarrek­ enda á svæðinu ítrekað sent erindi til bæjaryfirvalda. Samkvæmt heimild­ um hefur Gunnar meðal annars látið þau orð falla að það sé hvort sem er ekki svo mikil umferð í Kost. Gunnar hefur tengsl við eigendur Kraftvéla, en fyrir prófkjör Sjálfstæðis­ flokksins á síðasta ári var hann meðal annars með kosningaskrifstofu sína í húsnæði félagsins á Dalvegi. Fyrirtæk­ ið hefur notað lóðina undir notaðar vélar sem það hefur til sölu. Hann seg­ ir hins vegar í samtali við DV að tengsl hans við Kraftvélar hafi engin áhrif á afstöðu hans. „Stendur Í vegi fyrir þessu“ Jón Gerald liggur ekki á skoðunum sínum um skipulagsmálin á svæðinu. „Það eru allir brjálaðir þarna á Dalveg­ inum, að vegurinn skuli ekki vera opn­ aður, því það myndast svo svakaleg umferð, bæði hjá okkur og öðrum. Það lítur út fyrir að Gunnar noti sín ítök til að koma í veg fyrir að eitthvað sem er í skipulaginu fari í gegn. Gunnar er að skaða öll fyrirtækin á Dalveginum með framkomu sinni. Hann er sá sem stendur í vegi fyrir þessu,“ segir Jón Gerald, sem hefur barist fyrir lagningu vegarins í um það bil tvö ár. „Það átti að vera búið að klára þessa götu fyrir einhverjum árum. Þeir hjá Kraftvélum hafa hins vegar notað lóðina til þess að geyma vinnuvélar. Það er búið að setja upp girðingu fyrir og loka svæðinu.“ Jón Gerald furðar sig á því að Kraft­ vélum hafi aldrei verið gert að ganga frá málunum. „Ástæðan fyrir því að þetta hefur aldrei verið gert er sú að Gunnar er svo mikill vinur þeirra í Kraftvélum. Hann er búinn að sjá til þess að Kraftvélar hafa aldrei þurft að ganga frá lóðinni og þessum vegi.“ Segist hafa málefnalega afstöðu Gunnar Birgisson segist hins vegar leggjast gegn veginum á öðrum for­ sendum. „Það er búið að breyta öllu umferðarskipulagi síðan þessi vegur var hugsaður. Þá voru ekki komin und­ irgöng upp í Lindirnar. Ef það kæmi vegur niður þá færi hann beint á und­ irgöngin og þá yrðu þarna krossgatna­ mót sem yrði erfitt að leysa. Í öðru lagi hleyptum við þeim hjá Kraftvélum í gang með viðbyggingu á húsnæðinu sem þrengir mjög að þessum vegi. Menn reiknuðu ekki með að vegurinn kæmi þarna enda engin not fyrir hann. Þeir hjá Kraftvélum eiga ekki einu sinni húsnæðið. Það er staðreynd og ég tengist þeim eigendum ekki neitt. Ég þekki þá í Kraftvélum og er búinn að skipta við þá í gegnum tíðina,“ segir Gunnar. Í stað þess að leggja veg í gegnum lóð Kraftvéla vill Gunnar taka allt um­ ferðarskipulagið á svæðinu til gagn­ gerrar endurskoðunar með það fyrir augum að setja hringtorg á Dalveginn til að auðvelda aðgengi að þeim þjón­ ustufyrirtækjum sem þar eru, meðal annars Kosti. „Ég vísa þessu algjörlega á bug hjá Sullenberger. Ég kemst þarna ágætlega að. Ég fer oft að versla hjá honum og ég á ekki í neinum vanda­ málum með það.“ Jón Gerald segist hins vegar sjá í gegnum þessa skýringu Gunnars. Mál­ ið var sem fyrr segir tekið fyrir á fundi hjá Kópavogsbæ á dögunum. „Gunn­ ar talaði þar um að það þyrfti að gera endurskipulag á öllu svæðinu. Það er bara verið að koma í veg fyrir að það verði klárað að ganga frá þessum vegi. Kraftvélar vilja ekki gera það því þeir vilja ekki missa lóð undir tæki og vél­ ar.“ Sullenberger endurskoði afstöðu sína Gunnar gefur lítið fyrir ásakanir Jóns Geralds um að hann sé að skaða fyrir­ tækin á Dalveginum. „Svona er það þegar menn hafa ekki kynnt sér mál­ in. Það liggur fyrir tillaga í málinu um að setja hringtorg á Dalveginn til að gera aðgengi betra. Mín afstaða er að leysa málið í heild sinni. Ég held að Sullenberger verði að endurskoða af­ stöðu sína,“ segir Gunnar og bendir á að hann sé í minnihluta í bæjarstjórn og geti því varla ákveðið hvað gera skuli í málinu. Jón Gerald heimtar hins vegar að­ gerðir. „Þetta er alveg ógeðslega rot­ ið.“ n Enginn vegur um lóð Kraftvéla þrátt fyrir kvöð n Tengsl við Gunnar Birgisson n Gunnar sagður skaða Dalveginn n „Ég vísa þessu algjörlega á bug.“ Segir Gunnar hygla vinum Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Gunnar I. Birgisson „Ég þekki þá í Kraft- vélum og er búinn að skipta við þá í gegnum tíðina.“ Jón Gerald Sullenberger „Þetta er alveg ógeðslega rotið og hann er að skaða alla við Dalveginn.“ Deildarstjóri Elísabet segir konurnar sem dvelja á heimilinu flestar hafa tvöfalda greiningu. Hrottafengið hundsdráp: Hinir grunuðu farnir úr bænum „Við ætluðum að fara í þetta mál í morgun en þá voru hinir grunuðu komnir úr bænum, svo við þurf­ um að hafa uppi á þeim,“ segir Önundur Jónsson, yfirlögreglu­ þjónn hjá lögreglunni á Vestfjörð­ um, sem undanfarið hefur rann­ sakað hrottafengið hundsdráp á Þingeyri. DV hefur fjallað um mál­ ið síðan það kom upp þann 8. desember síðastliðinn. Þá fannst hundshræ fljótandi í Þingeyrar­ höfn bundið við tvö bílhjól. Fram­ og afturfætur hundsins höfðu verið bundnir saman og við hjólin og virðist einhver hafa losað sig við dýrið með þessum svívirði­ lega hætti. Mikil reiði hefur verið vegna málsins bæði meðal bæjar­ búa og almennings sem fordæmt hefur verknaðinn í athugasemda­ kerfi DV.is. Önundur Jónsson vill í samtali við DV þó ekki ganga svo langt að segja að hinir grunuðu séu flúnir úr bænum. „Þeir eru allavega farnir og við gripum í tómt,“ segir hann en til stóð að yfirheyra fólkið í dag. Staða rannsóknarinnar er ann­ ars þannig að lögreglan bíður nú niðurstaðna úr krufningu dýrsins. „Við erum komnir með dánaror­ sök en það er verið að rannsaka fleiri þætti á rannsóknarstofum.“ Aðspurður vill Önundur ekkert gefa upp um banamein hundsins að svo stöddu þar sem enn eigi eftir að ná tali af þeim sem grun­ aðir eru í málinu. Heimildir DV herma að hinir grunuðu séu aðfluttir á Þingeyri og það sé í raun á allra vitorði í bænum hverjir hinir meintu dýr­ aníðingar eru. Þá hefur DV eftir heimamanni sem segir að við­ komandi hafi ekki sést mikið á ferli síðan málið kom upp. mikael@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.