Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 56
56 Lífsstíll 21.–27. desember 2011 Jólablað Mamma leggur grunninn n Við lærum hvers virði við erum fyrstu mánuði ævinnar V ið lærum að treysta, elska og leysa ágrein- ing við ástvini í barn- æsku – og fyrr en halda mætti. Þetta eru niðurstöð- ur rannsóknar sem birtust í tímaritinu Current Direc- tions in Psychological Sci- ence á dögunum. „Samskipti einstaklings við móður sína fyrstu tólf til átján mánuði ævinnar segja til um hegðun hans í ástarsamböndum 20 árum síðar,“ segir sálfræðing- urinn Jeffry A. Simpson, höf- undur rannsóknarinnar. Simpson segir að börn sem sæta illri meðferð þessa fyrstu mánuði lífs síns séu lík- legri til að verða reiðir full- orðnir einstaklingar á meðan börn umhyggjusamra for- eldra eigi auðveldara með að takast á við vandamál og treysta til þess á góðvild ann- arra. „Hvernig komið er fram við okkur, áður en við munum eftir okkur, verður ómeðvitað greypt í huga okkar og seg- ir okkur hvers virði við erum og leggur þannig grunninn að samskiptum okkar við aðra,“ segir Simpson sem segir þessi viðhorf geta breyst með nýj- um samböndum, sjálfsskoð- un og sálfræðimeðferð. Fylgst var með börnum 75 láglaunaðra mæðra frá fæð- ingu í rúm 20 ár. Einnig var rætt við nána vini og ástvini auk þess sem börnin og mæð- urnar undirgengust reglu- lega ýmiss konar próf. Kenn- ingin, um að það sem kemur fyrir okkur í æsku hafi áhrif á það hvernig einstaklingar við verðum, er ekki ný af nálinni en rannsókn Simpson og fé- laga er sú fyrsta sem virðist veita sannanir fyrir henni. Sannir töffarar n Í anda Parísardömunnar Mæðgin Hvernig komið var fram við okkur fyrstu mánuðina skiptir miklu máli varðandi samband við maka. Fallegar nýjungar: Íslensk hönn- un í pakkann Demo-loftljós Með Demo-loftljósinu endurvöktu þau Dagný Elsa Einarsdóttir og Magnús Ólafsson húsgagnasmíða- meistari íslenskt handverk sem var algengt á sjötta og sjö- unda áratug síð- ustu aldar. Það hafa ekki varðveist mörg eintök af þessum fallegu ljósum en framleiðendur Demo- loftljóssins hafa sótt innblástur í þau. Þetta er fyrsta samstarfsverkefni þeirra en bæði eru áhugafólk um varðveislu og endurvakningu á íslensku handverki og hús- gögnum frá árunum 1940 til 1960 en þau voru oft hönnuð og unnin af iðnaðarmönnum. Demo-loft- ljósið er fáanlegt í ýmsum litum en einnig ólitað. Snúran er tauklædd og fáanleg í mörgum litum, bæði einföld og vafin. Gígur Gígur heita splunkunýir kertastjak- ar eftir Guðrúnu Valdimarsdóttur, en stjakarnir eru framleiddir á Íslandi og handmálaðir í sjö mis- munandi litum. Stjakarnir sem ætlaðir eru fyrir sprittkerti koma í þremur mis- munandi hæðum, fólk getur þá valið sér liti og stærðir sem því finnst passa saman og hentar inn á heimilið. Retró fegurð Tinna Pétursdóttir og eiginmaður hennar, Ingvi, mynda hönnunar- teymið Dóttir&Sonur. Vörur þeirra eru skemmtilega retró, stílhreinar og í fallegum litum og hafa vakið mikla eftirtekt. Lampar með perlum, púðar og plaköt með origami-fuglum, veggfóður og fleira er hægt að finna á heimasíðu þeirra: dottirandsonur.com, og þá má panta vörur þeirra á order@ dottirandsonur.com en parið er búsett í Berlín. Víkingar og valkyrjur Hönnuðir íslensku barnafatalín- unnar Húnihún, Diljá Jónsdóttir og Ríkey Kristjánsdóttir, framleiða og hanna frá grunni fatnað á drengi frá aldrinum eins til sex ára. Í línunni sem fæst í versluninni Kirsuberið eru skemmtileg víkinga- og valkyrjuföt sem henta vel í skemmtilega leiki. Ein- staklega falleg hönnun sem glæðir ímyndunaraflið lífi. S agt er að munurinn á skemmtanalífinu í New York og París sé sá að í París er allt inn á við en í New York er allt út á við. Í París fer fólk út að skemmta sér með vinum sínum og það sem gerist þar er einkamál sem ekki er talað um, slúðrið berst á milli innan hópsins en fer sjaldan lengra. Þar klæða konur sig heldur ekki of mikið upp þar sem það þykir ekki töff að fara alla leið í því. Þær þykj- ast nefnilega hafa annað og betra við tímann að gera. Hins vegar eyða tískudrottningarnar þar þeim mun meiri tíma í að ná hinu fullkomna kasjúal-lúkki með tilheyrandi metn- aði fyrir snyrtingu, förðun og hár- greiðslu. Í New York fer fólk hins vegar eitt út að skemmta sér ef því ber að skipta, þar snýst allt um að sýna sig á réttum stöðum og sjá aðra, fanga athygli og komast á síður blað- anna. Ef þú vilt taka Parísardömuna á hátíðarnar skaltu því varast að of- hlaða þig skarti eða öðru skrauti. Það er ekkert sem segir að þú þurfir að klæðast kjól til að komast í spari- gírinn. Fallegar buxur, dragt og sam- festingur geta verið jafn fínn klæðn- aður og hann er töff. Þú kórónar heildarútlitið bara með háum hæl- um, réttum fylgihlutum og fallegri förðun. Balmain Balmain Balmain Christian Dior Balmain Balmain Eli Saab Eli Saab Chanel Celine Celine Marc Jacobs Marc Jacobs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.