Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 23
Hetja ársins 23Jólablað 21.–27. desember 2011 Hver er hetja ársins 2011? Pétur Kristján Guðmundsson n Pétur Kristján Guðmundsson kvik- myndagerðarmaður lenti í alvarlegu slysi í Austurríki um áramótin og lamaðist. Hann hrapaði niður fjallshlíð í skógi á gamlárskvöld og hlaut mænuskaða. Í júlí var rætt við Pétur sem var þá farinn að ganga við spelkur. „Ætli það sé ekki svona einn og hálfur mánuður síðan ég byrjaði að ganga, það var svolítið erfitt í byrjun og þá var ég bara í svona göngubrú, það er að segja með handrið báðum megin við mig. Ég byrjaði þar. Svo byrjaði ég að labba með göngugrind en fyrir svona tveimur eða þremur vikum byrjaði ég að ganga með hækjur,“ sagði Pétur. Mugison n Tónlistarmaðurinn Örn Elías Guð- mundsson, betur þekktur sem Mugison, vakti forvitni margra í byrjun desember þegar hann boðaði til blaðamannafundar í Hljómskálanum við Reykjavíkurtjörn en nýjasta plata hans, Haglél, hafði slegið rækilega í gegn og sagði tónlistarmað- urinn að hann væri ævinlega þakklátur fyrir og vildi launa almenningi með því að bjóða til tónleika í Hörpu. Vegna gífurlegs áhuga á tónleikunum endað Mugison á að halda þrenna tónleika í Reykjavík og nokkra úti á landi. Sturla Jónsson n Vörubílstjórinn og mótmælandinn er tilnefndur fyrir að hafa barist fyrir réttlæti og gegn ofríki bankanna. Í til- nefningunni segir að Sturla hafi lagst í lagabækur og sýnt í rétti meiri vitneskju en löglærðir lögmenn og dómarar. Hann hafi meiri þekkingu á lánasamningum en bankastarfsmenn og berjist algerlega einn við vindmyllur kerfisins. Þorgeir Ingólfsson n Þorgeir missti annan fótinn þegar hann varð fyrir gámaflutningabíl í október. Hann var á leið heim til sín þegar hann varð fyrir bílnum sem ók gegn einstefnu við Endurvinnslustöðina við Dalveg í Kópavogi og í kjölfarið var annar fóturinn tekinn af honum. Þorgeir þótti sýna fádæma dugnað og æðruleysi og hefur náð undraverðum árangri. Hann sagði menn standa frammi fyrir tveimur val- kostum eftir stór áfall. Annar þeirra væri hatur og reiði, sem tæri fólk innan frá og skemmi allan bata. Hinn væri jákvæða leiðin þar sem menn eru æðrulausir og hafa húmorinn að vopni. Guðrún Ebba Ólafsdóttir n Guðrún Ebba fær tilnefningar fyrir að sýna kraft og þor og miskunnarlausa hreinskilni í uppgjöri við sársauka- fulla fortíð. Einnig fyrir sitt framlag til umræðunnar um kynferðisbrot, meðal annars innan kirkju og valdastofnana. Bók hennar, Ekki líta undan, er skrifuð af mikilli yfirvegun og án fordæmingar en tilgangur hennar er að veita þolendum ofbeldis hjálp og von og það hefur tekist. Bók hennar hefur opnað augu margra fyrir óhugnaði kynferðisofbeldis og einnig því að það er oft nær en okkur grunar. Kristinn Hjartarson n Kristinn var með félaga sínum Alex- ander Aroni Davorssyni í febrúar þegar þeir urðu vitni að því að ungur maður missti meðvitund og hné niður vegna hjartastopps. Þeir kölluðu strax á aðstoð og skjót viðbrögð þeirra eiga líklega mjög stóran þátt í lífgjöf hans. „Ég hef aldrei komist í svona aðstæður og þetta mótar mann,“ sagði Kristinn í samtali við DV. Magnús Árni Gunnlaugsson n Magnús Árni var skipstjóri á lítilli trillu sem sökk við Akurey á Sund- unum við Reykjavík. Hann var að sækja bátinn ásamt félaga sínum Ingibergi G. Þorvaldssyni til að gera út á grásleppu frá Akranesi. Þeir voru búnir að vera í sjónum í 20 mínútur er björgunarbátur frá Seltjarnarnesi og fleiri bátar komu á vett- vang og björguðu þeim. Ingibergur var þá orðinn mjög kaldur og þrekaður, en hann missti flotgallann frá sér þegar hann yfirgaf bátinn, sem sökk skömmu eftir að þeir urðu þess varir að skutur bátsins var farinn að síga í sjóinn. Stóra systir n Félagsskapur sem kallar sig Stóru systur er tilnefndur sem hetja ársins fyrir framúrstefnulega baráttu gegn rótgrónu vandamáli, vændi. Stóra systir vill að lögreglan setji ólögmæt vændisviðskipti í forgang. Stóru systur mættu til fundar í Iðnó í október klæddar kuflum og greindu frá baráttu sinni. Áður höfðu þær farið til lögreglunnar og afhent gögn um vændis- kaupendur sem settu sig í samband við þær á síðustu vikum. Þær segja að vændi sé ofbeldi sem sé umborið í samfélaginu en nú sé tími umburðarlyndis liðinn. Áhöfnin á varðskipinu Ægi n Áhöfnin hefur bjargað fjölda fólks á árinu og sem dæmi má nefna var skipið við landamæragæslu fyrir Evrópusam- bandið í júní er áhöfnin bjargaði 100 manns af vélarvana seglbáti nálægt eyjunni Krít í Miðjarðarhafi. Fólkið ætlaði að sigla frá Egyptalandi til Ítalíu, að sögn grísku strandgæslunnar. Í ágúst bjargaði áhöfn Ægis alls 58 manns sem höfðu verið skildir eftir á Radapos-skaganum við Krít, fjarri mannabyggð. Um var að ræða flóttamenn frá Afganistan og Sýr- landi. Í hópnum voru þrjátíu karlmenn, sextán konur – þar af tvær ófrískar – og tólf börn. Áhafnarmeðlimir ferjuðu fólkið fyrst á gúmmíbát og síðar í hraðbát. Leitin tók um 14 tíma. Guðmundur Felix Grétarsson n Guðmundur Felix missti báða hand- leggina í vinnuslysi árið 1998. Árið 2007 komst hann í samband við læknateymi sem framkvæmir handaágræðslur og hefur verið að vinna að því síðan að komast í slíka aðgerð. Í september fékk hann loksins langþráð vilyrði fyrir aðgerð- inni. „Ég er búin að vera að vinna í þessu í rúm fjögur ár og er búinn að fara tvisvar á þessu ári út í viðamiklar rannsóknir og í rauninni var dagurinn í dag sá dagur sem allur hópurinn hittist og tók ákvörðun um hvort að hægt væri að gera þetta eða ekki. Og sú ákvörðun var jákvæð,“ sagði Guðmundur Felix í haust. Andri Vilbergsson n Andri bjargaði pilti upp úr Reykja- víkurtjörn í febrúar. Andri þurfti að fara út í tjörnina og brjóta sér leið í gegnum þunnan ísinn til að komast til piltsins. Svo virðist sem pilturinn hafi ætlað að stytta sér leið yfir Tjörnina en ísinn var þunnur og brotnaði undan honum. Andri braut sér leið í gegnum þunnan ísinn á Tjörninni til að komast að piltinum, sem gat enga björg sér veitt. Þá kom annar maður aðvífandi og hjálpuðust þeir tveir við að draga hann upp úr. Pilturinn var mjög kaldur og þrekaður þegar þeir komu honum upp á bakkann. Hilmar Kristensson n Leigubílstjórinn var að þvo bílinn sinn á þvottaplaninu á Seltjarnarnesi þegar hann fann sex mánaða gamla stúlku sem hafði gleymst á gangstétt. Hún var orðin köld og grét og Hilmar hafði samband við lögregluna. Þrátt fyrir að leigubílstjórar verði oft vitni að ýmsu í starfi viðurkenndi Hilmar að hann hefði aldrei lent í öðru eins. „Það er ekki daglegt brauð að lenda í svona,“ sagði Hilmar sem var réttur maður á réttum stað í morgunsárið fyrir algjöra tilviljun. Foreldrar stúlkubarnsins gleymdu því þegar þeir fóru að bera út blöð. Stúlkan varð því eftir á gang- stéttinni á meðan foreldrarnir héldu í blaðaútburðinn og klukkutíma síðar höfðu þau samband við lögreglu. Frábært grill fyrir íslenskar aðstæður Mjög vandað 3ja brennara gasgrill á vandaðri viðargrind Brennarar úr pottjárni Grillgrindur úr postulíns emaleruðu pottjárni Milligrindur úr pottjárni Lok og grill eru postulíns emaleruð utan sem innan Neistakveikja í öllum tökkum Skúffa undir öllu grillinu sem tekur fitu - Hitamælir Orka: 13,2 kw/h = 45.000 BTU Grillflötur: 64 x 48,5 cm Stærð: 145 x 108 x 62 cm 13,2 kw/h Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554-0400 JÓLATILBOÐ YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á JÓLATILBOÐI Jólagjöf grillmeistarans FULLT VERÐ 109.900 79.900 Þórir Hergeirsson n Þórir varð í desember fyrsti Ís- lendingurinn til þess að verða heims- meistari í handknattleik þegar hann stýrði norska kvennalandsliðinu til sigurs á HM í Brasilíu. Norska kvennalandsliðið varð einnig Evrópumeistari undir stjórn Þóris en hann var aðstoðarþjálfari þegar norsku stelpurnar urðu Ólympíumeistarar í handbolta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.