Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 29
Viðtal 29Jólablað 21.–27. desember 2011 „Ég hef einstöku sinnum þurft að leita til hjálparstofnana en það þykir skömm í minni fjölskyldu. Maður gerir það ekki nema í ýtrustu neyð. fleirum í svipaðri stöðu og þau eru í hafi verið neitað um aðstoð. Grét af gleði Þrátt fyrir að ná ekki endum saman hefur Elín ekki farið oft í Fjölskyldu- hjálp Íslands til að fá aðstoð, enda eru skrefin þangað henni þung. Hún fór þó þangað um daginn eftir nokkra erfiða mánuði. „Hún tók ofboðslega vel á móti mér,“ segir Elín og á þar við Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar Íslands. „Hún lét mig fá mat í poka og gaf okkur synin- um í bíó. Svo gaf hún mér inneignar- kort upp á tíuþúsund krónur í Cosmo því ég hef ekki getað keypt föt á sjálfa mig frá því ég flutti heim,“ segir Elín og brestur í grát. „Ég fékk agalega sæt- an bolakjól hjá þeim fyrir jólin,“ bæt- ir hún við og reynir að halda aftur af grátinum. Það er erfitt fyrir hana að tala um þetta en það hýrnar yfir henni þegar hún minnist á nýja kjólinn. Elín segist ekki hafa keypt sér nýja flík í 13 ár og gengur eingöngu í notuðum fötum af öðrum sem hún fær gefins. Hún biðst afsökunar á grátinum. „Ég hef alltaf látið son minn ganga fyrir og ég sit á hakanum. Maður gerir það þegar maður er móðir.“ Elín segist hafa grátið af gleði þeg- ar hún fékk kjólinn í Cosmo og af- greiðslustúlkan vissi ekki hvaðan á að hana stóð veðrið. „Ég get ekki þakkað ykkur nóg fyrir þetta, sagði ég,“ segir Elín og reynir að lýsa geðshræring- unni sem hún komst í þegar hún fékk loksins nýja flík. Þakklát fyrir að hafa hvort annað Í fyrsta skipti frá því að faðir Elínar dó fyrir nokkrum árum hefur móðir hennar óskað eftir að fá að borða með þeim mæðginum á aðfanga- dagskvöld. Þau verða því þrjú saman þetta árið. Hún veit að móðir hennar er búin að kaupa hamborgarhrygg og hún þarf því ekki að hafa áhyggjur af því. Það vantar þó enn allt meðlætið. Elín segir að það sé númer eitt, tvö og þrjú að fjölskyldan sé saman um jólin. „Mamma mín, það eina sem ég vil í jólagjöf er að fá að vera með þér,“ sagði John við hana þegar hún baðst afsökunar á því við hann að jól- in yrðu léleg. Hún segir að miðað við allt sem á undan er gengið megi þau vera þakklát fyrir að vera á lífi og fyrir að hafa hvort annað. Það sé það sem skipti mestu máli. Elín segist stundum fá að heyra að hún sé bara aumingi á örorkubótum. En hún segir fólk verða að gæta þess hvað það segir. Það viti enginn sína ævina fyrr en öll er. Það geti allir lent í því að slasast, verða öryrkjar og þurfa í framhaldinu að treysta á örorkubætur. Grét þegar hún fékk nýja flík F ólk bíður fram á síðustu stundu og fólk er enn að skrá sig,“ segir Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálpar Ís- lands. Hún stendur vaktina nánast dag og nótt í desember við að að- stoða fjölskyldur í neyð. „Þetta er fólk sem hélt það gæti plumað sig en það getur það ekki,“ bætir hún við. Hún gerir ráð fyrir að sex til sjöþús- und fjölskyldur á Íslandi þurfi á að- stoð halda fyrir þessi jól. Þau ráða þó ekki við allan þann fjölda, en fleiri hjálparstofnanir sjá um að veita að- stoð fyrir jólin. „Við erum komin með yfir tvöþús- und fjölskyldur, sem er mjög mikið.“ Ásgerður bendir á að margfalda megi þá tölu með 2,5 til að fá út hve margir einstaklingar eru á bak við þessar út- hlutanir. Hún segir aðstæður margra vera ólýsanlega slæmar en fólk veigri sér hins vegar við að leita sér aðstoð- ar. Þá sé það yfirleitt síðasta úrræði hjá fólki að leita til hjálparstofnana. Í desembermánuði er Fjölskyldu- hjálp Íslands bæði með hefðbundna aðstoð og jólaaðstoð síðustu dagana fyrir jól. Jólaaðstoðin felur í sér ýmiss konar varning sem tengist jólunum; jólamat og meðlæti, bökunarvörur og jólagjafir handa börnunum. Þá fær fólk einnig úthlutað nauðsynja- vörum. „Við vorum með sexhundruð fjöl- skyldur á föstudaginn og pakkarnir kláruðust þrátt fyrir að við hefðum fengið rosalegt magn frá Kringlunni.“ Það eru þó alltaf að bætast við gjafir og fólk er duglegt að koma með þær beint í Fjölskylduhjálpina. Ásgerður segir það mjög vel þegið. Hún segir fólk fara mjög þakklátt frá þeim með fulla poka af mat. „Við segjum fólki að það þurfi alls ekki að skammast sín fyrir að koma hingað og það eigi að bera höfuðið hátt.“ Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands gerði könnun fyrir Fjölskyldu- hjálp Íslands í september síðastliðn- um á samsetningu hópsins sem þáði matarúthlutun hjá þeim á tímabilinu 1. júní 2010 til 31. maí 2011. Á þessu tímabili var 23.784 matargjöfum út- hlutað til 3.562 einstaklinga og fjöl- skyldna þeirra. Rúmlega helmingur þeirra sem fengu aðstoð var konur, eða 55 prósent. Þriðjungur allra sem fengu aðstoð var öryrkjar. solrun@dv.is n Þriðjungur þeirra sem koma í Fjölskylduhjálp Íslands er öryrkjar Sjöþúsund fjölskyldur þurfa aðstoð Fólk þakklátt Ásgerður Jóna, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, segir fólk ekki þurfa að skammast sín fyrir að leita sér aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.