Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 16
16 Umræða 21.–27. desember 2011 Jólablað Grímur Ólafsson: Er bloggið þitt mistúlkað, eða var þér alvara með allt sem þú sagðir sem hefur mikið verið gagnrýnt nýlega?  Þórhallur: Mér var alvara með að þykja það miður að börnum væri bannað að fara með Faðirvorið í skólaheimsókn í Bústaða- kirkju. En annað held ég nú að hafi verið oftúlkað, alla vega eins og skrifað var um það hér í DV – og blessaður inn sem fyrsti sendandi, Grímur. Freyr Gústavsson: Eiga ómótuð börn rétt á að fá menntun án íhlutunar trúfélaga?  Þórhallur: Algerlega – skólinn er ekki trúboðsstofnun. Bergur Thor Arnason: Hvernig getur Guð verið algóður ef hann leyfir að börn fæðist með ólæknandi sjúkdóma?  Þórhallur: Þessi er erfið, Bergur. Eins og gátan „Getur Guð skapað svo stóran stein að hann geti ekki loftað honum?“ Og er Guð þá almáttugur ef ekki? Ég held að Guð gráti yfir hverju veiku barni. Ingólfur Kristjánsson: Ef Biblían er orð Guðs hvernig er, af hverju er ekki farið eftir henni í einu og öllu en ekki handpikkað úr henni sem hentar hverju sinni?  Þórhallur: Sæll, Ingólfur. Eins og ég sé það er hún orð Guðs til manna, sem menn hafa skrifað niður og túlkað í þúsundir ára. Við þurfum því að lesa allt í samhengi við sögu og aðstæður til að skilja hvað við erum að lesa – og túlka það svo fyrir okkar samtíma. Fundarstjóri: Finnst þér samfélagið eða tíðarandinn hér hafa breyst eftir hrun – og þá hvernig?  Þórhallur: Mér fannst það um tíma – meiri samstaða – nú þykir mér halla undan fæti – aldrei séð eins mikla misskiptingu auðsins eins og í dag. Það er stöðugur straumur af allslausu fólki til kirkjunnar á hverjum degi um leið og aðrir vita ekki aura sinna tal. Og það er stöðugt erfiðara að fá fólk til að hjálpa – sem var ekki 2009–2010. Guðrún Jónsdóttir: Sæll, Þórhallur. Hvað þykir þér um aðskilnað ríkis og kirkju?  Þórhallur: Ég held að kirkjan ætti að leita eftir meira frelsi frá ríkinu – gott fyrir hana og þjóðina – en við þurfum að skilgreina hvað átt er við með aðskilnaði og hversu mikill hann er nú þegar. En svo ég hljómi ekki eins og pólitíkus – ég styð aðskilnað ríkis og kirkju. Jóla Óskar Leppalúðason: Stæði þjóðkirkjan ekki mun sterkari fótum í dag af biskup Íslands hefði sagt af sér þegar háar raddir þjóðarinnar óskuðu eftir því?  Þórhallur: Það er spurning sem ég get ekki svarað en biskup verður sjálfur að svara því. Það fór margt úrskeiðis undanfarin ár – vonandi er kirkjan að vinna sig út úr því. Sólrún Ragnarsdóttir: Hvernig finnst þér kirkjan hafa tekið á kynferðis- brotamálum? Þórhallur: Eins og við vitum öll tók hún rangt á þessum málum þegar þau komu fyrst fram upp úr 1996. Nú held ég að kirkjan sé á réttri leið með Fagráðið sem hefur unnið frábært starf. Stefnan er að kirkjan sé öruggur staður. Alltaf. Annað er ólíðandi. Atli Martin: „Lenínisminn, stalínism- inn, maóisminn, nasisminn, Rauðu kmerarnir… allt guðleysingjar sem kostuðu hundruð milljóna mannslífa.“ Hvað fær menntaðan mann til að hengja svona lagað á guðleysi?  Þórhallur Sæll, Atli. Það er spurning. Alveg eins og fjöldamorð nasista eru stundum hengd á kristindóminn. Það er ekki guðleysið í sjálfu sér sem hafði þessar afleiðingar. En alveg eins og margir frömdu fjöldamorð í nafni kristninnar í gegnum aldirnar, hafa menn framið fjöldamorð í nafni guðleysis. Við þurfum alltaf að skoða fólkið fyrst og fremst. Leiðtogana. Guðrún Jónsdóttir: Er á einhvern hátt réttlætanlegt að kirkja sé á fjárlögum?  Þórhallur: Góð spurning, Guðrún. Nú gæti ég flutt langan fyrirlestur. Hluti þessara peninga fer til „kirkjunnar“ – stofnunarinnar, hluti er eign safnaðanna (líka annarra en þjóðkirkjunnar) og tæp- lega 1/4 er kirkjugarðsgjöld. Og það sem fer beint til þjóðkirkjunnar er samningur ríkis og kirkju frá 1907. Auðvitað má skoða þetta allt, en við verðum líka að horfa á hvað er á bak við tölurnar. Jóla Óskar Leppalúðason: Af hverju er kirkjan svona hrædd við að taka á vandamálunum? Er ekki dapurlegt að vita af fjölda fólks yfirgefa kirkjuna vegna einstaklinga innan hennar, frekar en breyttra trúarskoðana?  Þórhallur: Jú – ég veit ekki af hverju – þarf ekki bara að breyta því? Jóhann Páll Jóhannsson: Nýlega skrifaðir þú grein þar sem þú sagðir orðrétt að búið væri að „banna fyrirgefninguna“ í grunnskólum Reykjavíkur. Finnst þér í alvörunni kristnir menn eiga einkarétt á fyrirgefningunni?  Þórhallur: Nei, Jóhann – ég tók svona til orða til að fá menn til að hugsa um hvað er á bak við það sem við erum að tala um. T.d. Faðirvorið – það hvetur til fyrirgefningar – sem vill stundum gleymast í umræðunni. Ég hef unnið með trúarbragðafræði allt frá árinu 1990 þegar ég fór í framhaldsnám í þeim fræðum, og á fjölmarga vini í öllum trúfélögum. Spurðu Salman Tamini hjá múslímum um mínar skoðanir. Fundarstjóri: Þessi spurning barst frá lesanda í gegnum tölvupóst: Munu meðlimir mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar líða fyrir afstöðu sína til boðunar kristinnar trúar á æðsta degi?  Þórhallur: Nú er ég ekki Guð almáttugur – en leyfi mér að efast um það. Þetta er allt ágætis fólk – en þarf nú líka að geta tekið gagnrýni – þó hún sé stundum hvöss. Indíana Hreinsdóttir: Er meira álag á hjónabönd um hátíðarnar, hvernig á fólk að forðast uppnám?  Þórhallur: Já, því miður. Eins og skilnaðar- samtölin í janúar sýna. Reynum að láta ekki auglýsingarnar og verslunaræðið ná tökum á okkur. Jólin eru ekki „að ná öllu“ heldur að vera saman, gefa jólaæðinu langt nef. Pétur Jónsson: Kirkjan ræður sínum málum sjálf. En samt eru menn að tala um að skilja að ríki og kirkju. Var það ekki gert rétt fyrir aldamótin? Hvaða þátta ertu að horfa til þegar þú talar um aðskilnað?  Þórhallur: Góð spurning, Pétur. Hún ræður sumu. Öðru ekki. Þetta þarf einmitt að ræða þegar við viljum tala um aðskilnað ríkis og kirkju. Hvað eigum við við? Þú ert að tala um samninginn frá 1907 sem var staðfestur 1997. Hann kveður á um eignir og skyldur. Kirkjan hér er mun frjálsari en t.d. í Danmörku þó hún sé töluvert á eftir sænsku kirkjunni. Andri Sturluson: Telur þú að Jesú yrði sáttur með að prestar hans hafi töluvert hærri byrjunarlaun en heilbrigðisstarfsfólk?  Þórhallur: Ja, nú veit ég ekki. En ég vildi alla vega óska að heilbrigðisstarfsfólk hefði mun hærri laun en nú tíðkast. Eins og flótti lækna og hjúkrunarfræðinga til útlanda sýnir. Tómas Þórðarson: Hvað finnst þér um Vantrú.is og baráttumál aðstandenda þeirrar síðu gegn trúnni?  Þórhallur: Æ, Tómas, veistu, það hefur svo mikið verið sagt og skrifað um þá að undanförnu – ég held að þeirra eigin skrif segi allt sem segja þarf og segi því pass. Freyr Arnórsson: Þyrfti kirkjan e.t.v. að taka frekara tillit til þeirra sem vinna á nóttinni. Þá vísa ég til klukknahljóms, sem er sérstaklega hávaðamikill á sunnu- dögum t.a.m. Hallgrímskirkja er mjög slæm í þessu.  Þórhallur: Þetta var góð ábending hjá þér, Freyr – vona að safnaðarstjórnin í Hall- grímskirkju lesi þetta – og í öðrum kirkjum. Það hlýtur að vera hægt að finna lausn á þessu. Þröstur Hrafnkelsson: Er helvíti til? Ef svo, hverjir fara þangað?  Þórhallur: Úff, Þröstur, þessi var erfið. Eins og ég sé helvíti þá er það til hvar sem hið illa hefur yfirhöndina. Það er helvíti víða þegar í þessu lífi – ef þú ert að hugsa um stað handan þessarar tilveru, þá hlýtur það að vera sá staður þar sem hið góða fær ekki að vera eða ráða. Vonandi velur sér enginn slíkan dvalarstað. Halldór Magus: Þú sagðir að fjöldamorð hefðu verið framin í nafni guðleysis. Geturðu nefnt dæmi?  Þórhallur: Við getum einmitt tekið fjölda- morð á trúuðu fólki bæði í Sovétríkjunum á sínum tíma og í Kína þegar reynt var að loka kirkjum og moskum og búdda-hofum. Sú stefna sem þar fór með stjórnina, kommúnisminn, afneitaði guðstrú í hverri mynd. Auðvitað voru fjöldamorðin ekki framin í nafni guðleysisstefnu, heldur af einstaklingum sem aðhylltust guðleysi og vildu afmá trúarstofnanir. Halldór Magus: Myndi Þjóðkirkjan hætta að geta sinnt sálgæslu ef aðskilnaður kæmi til? Sjálfstæðir söfnuðir geta sinnt henni án sérstakrar ríkishjálpar.  Þórhallur: Auðvitað myndi hún geta það. Aðalatriðið er að hún gæti haldið uppi sálgæslu um allt land, líka í fámennum söfnuðum þar sem enga eða litla aðra aðstoð er að fá. Það getur hún ef fyrri samningar ríkis og kirkju standa. Og það er engin ástæða fyrir því að þeir myndu ekki standast áfram, þó ytra formi tengsla yrði breytt. Tómas Þórðarson: Stenst það að Guð gefi Bent í Rottweiler alltaf „High five“ þegar hann biður bænir eins og kemur fram í myndbandinu við lagið Gull af mönnum?  Þórhallur: Ja, nú veit ég ekki, Tómas. Þú verður að spyrja Bent sjálfan – ég þekki hvorki myndbandið né hann. Hanna Ólafsdóttir: Hefurðu áhyggjur af því hvert þjóðin stefnir? T.d. umræðan á netinu?  Þórhallur: Sæl, Hanna og takk fyrir góða spurningu. Já, eins og ég sagði áðan finnst mér við ekki á góðri leið eftir hrunið. „Nýja Ísland“ sem talað var um 2009 er að gleymast. Umræðan á netinu og í fjöl- miðlum sýnir það. Allir skamma alla og allir þvo hendur sínar af öllu – en enginn virðist vilja taka höndum saman til jákvæðrar uppbyggingar. Því miður. Indíana Hreinsdóttir: Hvernig geta foreldrar útskýrt fyrir börnum sínum að ekki séu til peningar til að kaupa stórar flottar gjafir eins og vinirnir kannski fá?  Þórhallur: Sæl, Indíana – foreldrar verða að reyna að gefa börnum sínum ást og kærleika og gjafir sem skipta raunverulegu máli. Hvort sem þeir eru ríkir eða fátækir. En þessi staða sem margir foreldrar upplifa nú sýnir því miður þessa sorglegu mis- skiptingu sem fer vaxandi hér dag frá degi. Rökkvi Vésteinsson: Finnst þér í lagi kennsla Bjarna Randvers um að Vantrú séu eineltissamtök sem ýti undir Gyðingahatur?  Þórhallur: Sæll, Rökkvi – ég verð að vísa þessu til Bjarna. Og svo verður Vantrú sjálf að skýra orð sín um „einelti“ og „heilagt stríð“. Ég segi pass. Arnar Guðmundsson: Í hvaða mánuði telja sagnfræðingar og biblíufræðingar líklegast að Jesú hafi fæðst? Á hvaða öld var sú ákvörðun tekin að tengja fæðinguna Satúrnalía hátíðinni undir lok desember?  Þórhallur: Sæll, Arnar. Það veit enginn í hvaða mánuði hann fæddist. Satúrníalhá- tíðin eða sólarhátíð Rómverja „sló í gegn“ í Rómaveldi um 300 eftir Krist. Um svipað leyti var kristin trú „að slá í gegn“. Þessi tenging hefur átt sér stað um 3–400 í Vesturkirkjunni svokölluðu. En í Austur- kirkjunni (grísk orþodox) hafa menn haldið upp á fæðingardag Jesú 6. janúar frá upp- hafi slíks hátíðahalds á 1. og 2. öld. Halli Egils: Ætlar þú að bjóða þig fram til biskups?  Þórhallur: Maður býður sig nú ekki fram eins og í pólitíkinni til slíks . Slíkt „fram- boð“ verður til ef áhugi og vilji er til þess í kirkjunni og samfélaginu. „Ég styð aðskilnað ríkis og kirkju“ Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, var á Beinni línu hjá DV.is á mánudaginn. Hann sagði aðspurður að börn ættu rétt á því að fá menntun án íhlutunar trúfélaga og að lýðræði væri að aukast innan þjóðkirkjunnar. Þórhallur hvetur fólk til að láta verslunaræðið ekki ná tökum á sér um jólin og útilokar ekki framboð til embættis biskups. Nafn: Þórhallur Heimisson. Aldur: 50 ára. Starf: Sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. Menntun: Lauk kandidatsprófi í guðfræði frá HÍ 1988. Stundaði framhaldsnám í trúarbragðafræð- um við Árósarháskóla í Danmörku 1990–1992 og við Uppsalaháskóla í Svíþjóð 1993–1996. Sótti námskeið í hjónabandsráðgjöf hjá sænsku kirkjunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.