Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 55
Skreytt með frjálsri aðferð
A
lda Guðjónsdóttir stílisti hef-
ur verið dugleg að safna jóla-
skrauti og er mikið fyrir glys og
glitrandi skraut. Hún er mikið
jólabarn og í anda starfsins efnir hún
til flottrar myndatöku ár hvert og af-
raksturinn verður jólakort fjölskyld-
unnar.
Hún segir skrautið koma héðan og
þaðan. „Ég hef verið dugleg að safna
gömlu frá foreldrunum og svo keypt eitt
og eitt á ferðum mínum í útlöndum.“
Alda segir tréð skrautlegt. „Það er
enginn stíll, eina reglan er að hafa það
sem skrautlegast og tréð okkar er því
eins glyslegt og dragdrottning.“
Aðspurð hvort hún eigi mikið af ljótu
jólaskrauti segir hún svo alls ekki vera.
Allt verði fallegt þegar það er komið á
tréð.
Það tekur okkur alltaf 4–5 tíma að
skreyta og við gefum okkur góðan tíma
að dunda við þetta og hafa gaman af,“
segir hún og segir engan í fjölskyld-
unni hafa slasast í ár í deilum um hvaða
skraut ætti að fara á tréð. „Allt gert í sátt
og samlyndi og allir sáttir við útkomuna.“
Myndatakan í ár Alda Guðjónsdóttir með börnunum sínum fjórum við skrautlegt borð. Síðasta
skrautlega máltíðin!
Glys og skraut Enginn slasaðist í ár við skreytingarnar.
Lífsstíll 55Jólablað 21.–27. desember 2011
Jólatréð eins og
dragdrottning N
ei, ég er voðalega lítill
föndrari,“ segir Karl
Sigurðsson, eða Kalli í
Baggalút eins og hann
er oft kallaður, en hann gerði
sér lítið fyrir í jólapopppunkti
á RÚV um daginn og setti sam-
an jólaskraut án leiðbeininga.
Aðrir voru í mesta basli með
verkefnið en Friðrik Ómar bjó
til að mynda til einhvers konar
tösku sem var langt frá því að
líkjast skrauti.
DV spurði Kalla hver gald-
urinn væri og hann sagðist
hafa beitt gamalkunnu trikki:
„Þannig var að ég fékk prótó-
týpuna í hendurnar og strák-
arnir fylgdust með þegar ég
tók hana í sundur. Þar sem það
var ég sem tók hana í sundur
átti ég auðveldara með að taka
nótur og átta mig á því hvern-
ig hún væri sett saman. Svo fór
ég bara öfuga leið þegar ég setti
hana aftur saman – þetta kall-
ast sko „reverse engineering“ á
fræðimálinu.“
Kalli segist ekki vilja setja
sig upp á neinn stall, þrátt fyr-
ir mikla velgengni í föndrinu.
Þannig gæti hann þurft að taka
að sér ýmis leiðinleg verkefni.
Hann sé tölvunarfræðingur og
hjálpi fólki með tölvur en ann-
að vilji hann láta öðrum eftir.
Enginn föndurkóngur
n Kalli sigraði í föndurkeppni
Föndurleið-
beiningar
Hér má sjá
hvernig má
útbúa skraut á
jólatréð.