Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 46
46 21.–27. desember 2011 Jólablað Sakamál 7 morð Delroy Denton komst til Bretlands frá Jamaíku á fölsuðum skilríkjum. Þrátt fyrir að vera eftirlýstur í heimalandi sínu vegna sjö morða bauðst honum, eftir að hafa komist í kast við lögin í Bretlandi, að gerast upp-ljóstrari Scotland Yard. Á þeim tíma sem hann var í þjónustu Scotland Yard framdi hann fjölda ofbeldisglæpa en hlaut aldrei dóm. Það var ekki fyrr en eftir að hann myrti unga konu, Marciu Lawes, árið 1995 sem hann var tekinn úr umferð. Hann var dæmdur til lífstíðarfangelsis 1996. U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s B uddy Musso var í skýj- unum. Loksins, eftir nærri tveggja áratuga einveru og einsemd hafði hann hitt ástina sína, Sue Basso, vorið 1997 á kirkjubasar skammt frá heimili sínu í Cliffside Park í New Jer- sey. Sue Basso, sem var 44 ára, var fjarri heimahögum sínum en hún og Buddy áttu í fjar- sambandi um skeið, en þess var skammt að bíða að næsta skref yrði tekið. Innan örfárra mánaða var Buddy Musso far- inn að íhuga að flytja til Texas svo hann gæti verið með sinni heittelskuðu. Það var ekki laust við að fólk sem þekkti Buddy hefði áhyggjur; Buddy Musso gekk ekki heill til skógar and- lega og hafði gáfur á við átta ára dreng. En hann átti skilið að verða ástfanginn, hugsuðu vinir hans. Hann hafði verið ekkill síðan kona hans dó úr krabba- meini árið 1980, tveimur árum eftir að hún ól son þeirra, Tom. Buddy vann í verslun við að setja vörur í poka fyrir við- skiptavini og bjó á umönnun- arheimili í Cliffside. Sambýlis- fólki hans var umhugað um velferð hans, enda var hann hvers manns hugljúfi; dreymdi um að verða kántrísöngvari og kallaði fram bros þegar hann söng kántrílög sem hann hafði lært úr útvarpinu. En engu að síður vöknuðu upp spurning- ar um ásetning Sue Basso; hví vildi þessi feita kona, sem var 15 árum yngri en Buddy, endi- lega að hann flytti til Houston? Hvað sem þeim vangavelt- um leið lét Buddy flytja fátæk- legar eigur sínar til heimilis Sue í Jacinto í Texas og notaði bætur sínar til að kaupa ódýr- an trúlofunarhring. Það var hamingjusamur maður sem 14. júní 1998 steig um borð í langferðabifreið, íklæddur kántrífötum, með támjóa skó á fótum, hálsklút og splunkunýj- an kúrekahatt á höfðinu – hans var beðið með eftirvæntingu í Houston. Óþekkjanlegt lík Tíu vikum og tveimur dög- um síðar rak skokkari augun í ólögulegt hrúgald í skurði í Galena Park í úthverfi Jacinto. Skokkarinn sá ekki betur en að um líkama væri að ræða. Þeg- ar lögreglu bar að kom í ljós að skokkarinn hafði rétt fyr- ir sér, en reyndar var andlitið svo illa farið að á því var vart mannsmynd. Líkið hafði ver- ið klætt í hrein föt, en á vinstri fæti var hægri fótar skór og á þann hægri vantaði skó. Af ummerkjum var ljóst að mað- urinn hafði verið myrtur ann- ars staðar. Nokkrum klukkustundum eftir líkfundinn kjagaði ak- feit kona inn á lögreglustöð í Hous ton og tilkynnti að treg- gáfaði maðurinn sem hún byggi með hefði ekki skilað sér heim. Konan kynnti sig sem Sue Basso, maðurinn hét Buddy Musso. Líkið var sannanlega af Buddy og líkskoðun sýndi að hann hafði dáið hörmulegum dauðdaga; óteljandi skurðir voru á líkinu, bein voru brotin, 17 skurðir á höfðinu og fjöldi brunasára eftir sígarettuglóð. Sjáanlegir áverkar voru um gjörvallan líkamann; á bring- unni, kynfærunum, handleggj- um, fótleggjum, höndum og fótum. Talið var líklegt að hann hefði að lokum verið myrtur með öflugu höggi í höfuðið. Dánardómstjórinn sagði að Buddy hefði sætt miklu ofbeldi um nokkurra daga skeið áður en hann var myrtur – jafnvel svo vikum skipti. „Já, við myrtum hann“ Eftir að Sue kom á lögreglu- stöðina var farið með hana og son hennar, James O’Malley, að skurðinum þar sem líkið lá enn óhreyft, svo hún gæti stað- fest að um Buddy væri að ræða. Viðbrögð hennar þegar hún sá líkið voru móðursýkisleg og reyndar svo ýkt að eftir því var tekið, en James var ekki brugð- ið og engu líkara en hann vissi hvað væri í vændum. Viðbrögð James vöktu grunsemdir lögreglunnar og tók hún hann afsíðis og spurði hann beint út hvort hann hefði einhverja hugmynd um hvað kynni að hafa gerst. „Já,“ svaraði James, „við drápum hann.“ Seinna kom í ljós að þessi „við“ sem James skírskotaði til voru hann og móðir hans, Bernice Ahrens Miller, vinkona Sue, Craig, sonur Bernice, Hope, dóttir Bernice og kærasti Hope, Te- rence Singleton. Að sögn James hafði Buddy verið barinn í hel á heimili Bernice. Þar hafði Buddy verið neyddur til að sitja á hækjum sér á leikjamottu í nokkra daga eftir að hann braut fyrir slysni Disney-styttu. Buddy var barinn, hoppað á honum, brenndur með sígar- ettum, „þrifinn“ með vírbursta og fleygt dauðum ofan í baðkar sem fyllt var með bleikiefni og hreinsilegi. Síðan var líkið fært í hrein föt og fleygt í Galena Park. Að sögn James og annarra hafði Buddy Musso átt ömur- lega ævi hjá Sue Basso, verið þrælað út og alla jafna verið blár og marinn. James O‘Malley, sem einn- ig hafði átt ömurlega vist hjá móður sinni, leiddi lögregluna að blóðugum fatnaði Buddys sem hafði verið fleygt í rusl- ið ásamt blóðugu handklæði, leikjamottunni og gúmmí- hönskum. Sexmenningarnir voru handteknir og ákærðir fyr- ir morð og taldi lögreglan að ástæða þess hefði í reynd verið óhappið með Disney-styttuna. En annað átti eftir að koma á daginn. Buddy var líftryggður Þegar lögreglan rannsakaði heimili Sue varð ljóst að henn- ar beið mikið verkefni. Heim- ilið var ein allsherjar óreiða. Engu að síður hnaut lögregl- an um plagg þar sem kveðið var á um 15.000 dala líftrygg- ingu Buddys. Samkvæmt klá- súlu átti líftryggingin að verða 60.000 dalir ef Buddy dæi of- beldisfullum dauðdaga. Einnig fann lögreglan erfðaskrá, und- irritaða af Buddy og vottaða af Sue og þremur af vitorðs- mönnum hennar, þar sem Buddy ánafnaði Sue allar sínar eigur og líftrygginguna að auki. Skjalið virtist hafa verið útbú- ið 1997, en rannsókn leiddi í ljós að það hafði í reynd verið útbúið tólf dögum fyrir morð- ið. Sexmenningarnir bentu hver á annan, en fimm áttu það sameiginlegt að benda all- ir á Sue sem heilann að baki ódæðinu. Saksóknari í Hous- ton ákvað að fara fram á lífs- tíðardóm yfir vitorðsmönnum Sue og dauðadóm yfir henni. Vitnisburður James O‘Mal- ley gaf skýra mynd af þeirri meðferð sem Buddy hafði sætt af hálfu Sue. Misþyrmingarnar og svívirðingin hófst skömmu eftir að Buddy kom til Texas og lauk rúmum tíu vikum síð- ar með morðinu. James sagð- ist hafa óttast móður sína sem hefði neytt hann til að taka þátt í morðinu. Hvað sem því leið var James sakfelldur fyrir morðið og dæmdur í lífstíðar- fangelsi. Mislangir dómar Bernice Ahrens Miller og son- ur hennar, Craig, viðurkenndu að hafa barið Buddy, en sögðu bæði að Sue bæri ábyrgðina. Bernice Ahrens fékk áttatíu ára fangelsisdóm og Crag fékk sex- tíu ára dóm Terence Singleton, kærasti dóttur Bernice, viðurkenndi að hafa sparkað í Buddy og barið hann með hafnaboltakylfu. Te- rence fullyrti að Sue hefði veitt Buddy banahöggið og ítrek- aði það sem Bernice og Craig höfðu sagt – að Sue, og reyndar James einnig, bæru höfuðsök. Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að sök Terence væri engu minni en hinna, reyndar meiri ef eitthvað var, og dæmdi hann til lífstíðar- fangelsis. Hope Ahrens var ráðgáta, hún sagðist hvorki kunna að lesa né skrifa og bað um að fá eitthvað að borða áður en hún gæfi yfirlýsingu. Hún hafði erindi sem erfiði og skófl- aði í sig matnum. Þegar búið var að skrá framburð hennar krafðist hún þess að fá aðra máltíð áður en framburður- inn yrði lesinn fyrir hana. En í framburði hennar kom fram að Buddy hefði brotið Mikka mús-styttu og hún hefði reiðst honum. Hann hafði einnig haft á orði að hann óskaði henni og móður hennar dauða. „Ég lamdi hann með tréstyttu af fugli. En ég barði hann ekki fast. Buddy bað mig að hætta og ég hætti eftir að hafa lamið hann tvisvar.“ Samningur handa Hope Vitnisburður Hope olli sundr- ung í kviðdómnum og sak- sóknari sá sér leik á borði og bauð Hope samning ef hún vitnaði gegn Sue Basso. Þeg- ar þar var komið sögu hafði Sue misst um 100 kíló af þeim 175 sem hún vó þegar hún var handtekin. Hún notaði hjóla- stól og bar við lömun, geðræn- um vandamálum og brjóst- og kviðverkjum. Til að bæta gráu ofan á svart þóttist hún einnig hafa horfið til bernsku sinnar og beitti mjóróma smástelpu- rödd. Sue Basso tókst ekki að blekkja nokkurn mann og var úrskurðuð sakhæf. Í lok réttar- halda yfir henni tók það kvið- dóm sex klukkustundir að komast að niðurstöðu um ör- lög hennar. Niðurstaða kvið- dóms var sú að ekkert væri að finna sem réttlætti að Sue fengi lífstíðardóm og var hún því dæmd til dauða. Þegar dómarinn kvað upp úrskurðinn seig Sue saman í hjólastólnum og brast í grát. Þegar hún var færð út úr dóm- salnum veinaði hún með smá- stúlkurödd: „Ég er ekki sek.“ Sex vikum eftir sakfell- ingu Sue Basso voru réttar- höld vegna morðsins á Buddy Musso endanlega leidd til lykta þegar Hope Ahrens játaði sig seka um morð og var dæmd til 20 ára fangelsisvistar. Hún, ein sexmenninganna, á raunhæf- an möguleika á reynslulausn. „Þegar dóm- arinn kvað upp úrskurðinn seig Sue saman í hjóla- stólnum og brast í grát. Þegar hún var færð út úr dómsaln- um veinaði hún með smástúlkurödd: „Ég er ekki sek.“ n Buddy Musso var barnaleg og einlæg sál n Sue Basso var grimmlynd kona og undirförul n Buddy var í skýjunum eftir að hann kynntist Sue n Ást var ekki efst í huga Sue Basso MUSSO OG BASSO Buddy Musso Dreymdi um að verða kántrísöngvari. Sue Basso Tældi Buddy og myrti í hagnaðarskyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.