Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 70
Gifti sig í svörtu n Kolla í Bítinu gifti sig um helgina F jölmiðlakonan Kolbrún Björns- dóttir gifti sig um helgina en sá heppni heitir Árni Árnason og starfar sem markaðssérfræð- ingur. Kolla, eins og hún er oftast köll- uð, er einn þáttarstjórnenda Íslands í bítið. Þau Árni hafa verið saman frá árinu 2003 og eiga eina dóttur saman en sú stutta heitir Helena og verður tveggja ára í febrúar. Kolbrún á einn- ig soninn Arnór Blæ sem er að verða 13 ára og dótturina Theodóru sem er 15 ára en Árni á Sólveigu Maríu, sem er 17 ára, svo ljóst er að um stóra fjöl- skyldu er að ræða. Samkvæmt heimildum DV voru brúðhjónin pússuð saman í Lága- fellskirkju sunnudaginn 18. desemb- er en það var séra Ólafur Jóhann Borgþórsson sem gaf þau saman. Um litla og fallega athöfn var að ræða þar sem einungis nánasta fjölskylda var saman komin til að fagna með brúð- hjónunum. Eldri krakkarnir fengu að taka þátt í athöfninni með því að taka á móti gestum en sú yngsta vék ekki úr fangi pabba síns í gegnum athöfn- ina. Hópurinn hélt að athöfn lokinni heim til brúðhjónanna þar sem blás- ið var til veislu. Kolla fór óhefðbundna leið í fata- vali en svartur, lítill og sætur kjóll úr Boss-búðinni varð fyrir valinu. Samkvæmt heimildum ætla hjónin að lauma sér í nokkurra daga brúð- kaupsferð á nýju ári en óvíst er hvaða áfangastaður verður fyrir valinu. 70 Fólk 21.–27. desember 2011 Jólablað É g vildi gjarnan eyða jólunum fyrir vestan en af því verður því miður ekki í ár,“ segir leikar- inn Pálmi Gestsson en Pálmi er Bolvíkingur í húð og hár og kann síður við hátíðina í borginni. „Mér finnst þetta vera dálítið erfið- ur tími, bæði þrúgandi og firrtur. Í gamla daga var allt miklu eðlilegra. Þá var meiri kyrrð og ró og þá komu jólin betur til manns. En kannski er þetta svona hjá öllum, bernskujól- in eru gjarnan þau eftirminnileg- ustu,“ segir hann og bætir við að í dag minni jólin hann helst á kjöt- kveðjuhátíð. „Allt snýst um neyslu, græðgi og skuldsetningu. Þessi hraði, streita og sú krafa að allt eigi að gerast á þessum örfáum dögum – sá jólaandi mætti dreifast jafnara yfir allt árið,“ segir Pálmi sem notar Vestfirðina til að núllstilla sig. „Ég byrja stundum árið fyrir vestan en nú er ég á fullu við æfingar á Heimsljósi, sem verður frumsýnt annan í jólum, og í öðrum sýningum og verð því að finna aðrar aðferðir til að núllstilla mig. Kannski tekst það ekki fyrr en í sumar.“ Pálmi er á meðal leikara í kvik- myndinni Vaxandi tungl en mynd- in verður frumsýnd í Sjónvarpinu á jóladagskvöld. Vaxandi tungl er lítil saga úr sjávarplássi á Vestfjörðum en myndin byggir á sannsögulegum at- burðum og segir frá bræðradeilu sem tekur óvænta stefnu í kjölfar þungun- ar. Samkvæmt Pálma er kvikmyndin fyrir alla aldurshópa þótt tekið sé á viðkvæmum umfjöllunarefnum. „Myndin teiknar upp mjög trú- verðuga mynd af landsbyggðinni. Þetta er trúverðug kvikmynd sem er ekki að reyna að vera neitt annað en hún er. Ég leik útgerðarmann sem eins og aðrir í fjölskyldunni kem- ur að krossgötum þegar höfuð fjöl- skyldunnar deyr. Fjölskyldan hittist í útförinni og, eins og gengur og ger- ist í íslenskum fjölskyldum, þarf að ákveða framhaldið á ýmsum prakt- ískum hlutum,“ segir Pálmi og bætir aðspurður við að myndin eigi vel við um jól. „Þetta er jólaleg mynd að því leyt- inu að hún gerist um vetur í kulda og er fjölskyldumynd sem fjallar um týpíska íslenska fjölskyldusögu. Þessi saga skírskotar til tilvistarkreppu fólks í víðu samhengi. Í þessu til- felli er spurningin; að vera eða fara, hvort fólk sé á réttum stað. Er maður ekki alltaf að spyrja sig hvort maður sé að gera rétt eða ekki?“ indiana@dv.is Jólin minna helst á kjötkveðjuhátíð n Pálmi Gestsson kann ekki við jólin í borginni n Kvikmynd frumsýnd í Sjónvarpinu á jóladag Bolvíkingur Pálmi er Bolvíkingur og vildi helst komast vestur um jólin til að núllstilla sig. Af því verður þó ekki í ár vegna anna í leikhúsinu. Týpísk fjölskyldusaga Pálmi segir myndina fjalla um venjulega fjölskyldu sem kemur að krossgötum þegar höfuð fjölskyldunnar deyr. Komnar heim í jólafrí Þær Steinunn Camilla Stones, Klara Elias og Alma Goodman eru mættar heim á Klakann í jólafrí. Stelpurnar, sem mynda íslensku stelpnasveitina The Charlies, hafa ekki komið til Íslands í heilt ár. Á fésbókarsíðu sveitarinnar segjast þær hæstánægðar með að vera komnar til fjölskyldna sinna og að þær elski snjóinn. Hins vegar eru þær ekki jafn ánægðar með kuld- ann sem er kannski ekki skrítið þar sem þær stöllur hafa eytt síð- asta ári í sólríkri Kaliforníu þar sem þær vinna hörðum höndum að því að koma sér og tónlist sinni á framfæri. Stjörnum prýdd afmælisveisla Athafnakonan glæsilega Sigrún Lilja Guðjónsdóttir sem á og rekur tískumerkið Gyðju Collection hélt upp á þrítugsafmælið sitt með stæl um síðustu helgi. Sigrún Lilja er ekki þekkt fyrir neitt hálfkák og veislan mun hafa verið í flott- ari kantinum. Þekktar stjörnur skemmtu afmælisbarninu og gest- um hennar en á meðal listamanna sem tróðu upp voru Magdalena Dubik og Védís Vantída Guð- mundsdóttir ásamt Haffa Haff, meðlimir íslensku stúlknasveitar- innar The Charlies og Geir Ólafs. Svona svo einhverjir séu nefndir. Með hjartað á réttum stað Frásögn DV af ungri, einstæðri móður í Reykjavík sem ekki hafði efni á jólamatnum hreyfði við mörgum. Á meðal þeirra sem höfðu samband við ungu móður- ina er athafna- og leikkonan María Birta Bjarnadóttir en María Birta á verslunina Maníu. Samkvæmt heimildum DV setti María Birta sig í samband við konuna og bauð henni að koma í verslunina og velja sér jólaskó án endurgjalds. Hin unga og hæfileikaríka leik- kona er greinilega með hjartað á réttum stað. Vaxandi tungl Kvikmyndin Vaxandi tungl verður frumsýnd í Sjónvarpinu á jóladagskvöld. Fallegar mæðgur Kolbrún og Helena en sú stutta sat í fanginu á pabba sínum alla athöfnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.