Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 28
28 Viðtal 21.–27. desember 2011 Jólablað Þ etta er búið að vera afskap- lega erfitt og oft borðum við bara soðin hrísgrjón eða pasta dag eftir dag,“ segir Elín Magnúsdóttir. Hún er öryrki og hefur þurft á treysta á velvild ann- arra og matar- og fatagjafir í meira en áratug. „Ég er mannleg. Auðvitað brotna ég niður og græt stundum,“ bætir hún við. Þessi árstími er henni yfirleitt erf- iður en hún reynir að vera sterk fyr- ir son sinn. Mæðginin búa saman í Grafar vogi. Sonurinn, John Magnús Wright, er 19 ára og stundar nám við Borgarholtsskóla. Hann hefur allt sitt líf glímt við veikindi og er nýkominn úr aðgerð á fæti. Lifir á 2.000 krónum John er hann fæddur í Bandaríkjun- um en þangað flutti Elín 22 ára að aldri. Hún lenti í alvarlegu slysi þegar hún bjó úti og hefur verið öryrki síð- an. Árið 1998 flutti hún aftur heim til Íslands en fékk óblíðar móttökur frá föðurlandinu. „Ísland tók á móti mér þannig að ég var hvergi í kerfinu og það tók mig þrjú ár að komast inn í tryggingakerfið.“ Starfsmaður hjálp- arstofnunar aðstoðaði Elínu við það og er hún þeim starfsmanni ævinlega þakklát. Síðan Elín flutti til Íslands hefur líf hennar verið eilíf barátta. Hún reyn- ir að drýgja örorkubæturnar með því að spá fyrir fólki, bæði í spil og bolla. Síðustu mánuðina hefur þó verið lítið að gera hjá henni. Hún segir fáa hafa efni á að eyða í svona hluti. Líf Elínar verður erfiðara fyrir vikið en hún seg- ist aðeins eiga 2.000 krónur eftir af ör- orkubótum sínum þegar hún er búin að greiða alla reikninga. Neitað um aðstoð „Ég hef einstöku sinnum þurft að leita til hjálparstofnana en það þyk- ir skömm í minni fjölskyldu. Maður gerir það ekki nema í ýtrustu neyð.“ Elín segir að sér hafi í gegnum tíðina oft verið neitað um aðstoð hjá Hjálp- arstofnun kirkjunnar og hún hafi ver- ið send þaðan grátandi. Hún segir yfirmann innanlands- deildar Hjálparstofnunar kirkjunn- ar hafa farið að hnýsast í einkamál hennar og í kjölfarið hún orðið fyr- ir mjög leiðinlegu viðmóti þar. Elín nefnir nokkurra ára gamalt dæmi máli sínu til stuðnings. Var talin hafa það gott Kona sem hún kynntist í gegnum hjálparstarf kirkjunnar gerðist hálf- gerður velunnari hennar. Hún gaf henni föt, keypti handa henni rúm og fleira. Þá bauð hún Elínu og syni hennar afnot af húsi sínu á Spáni ef þau kæmust þangað með einhverj- um hætti. Mæðginin voru svo hepp- in að fá einnig flugferðir fram og til baka gefins frá öðrum aðilum og komust því í langþráð frí til Spánar. Elín segir Hjálparstofnun kirkjunnar hafa komist að þessu og metið það svo að hún þyrfti ekki á mataraðstoð að halda ef hún kæmist til útlanda. Það var þó ekki eina ástæðan því Elín segir einnig hafa verið gerðar at- hugasemdir við bílinn sem hún ekur á. Hún fékk bílastyrk frá tryggingun- um til að kaupa sjálfskiptan bíl, enda er hún alveg lömuð í hægri fætinum og kemst illa leiðar sinnar nema ak- andi. Hún segir hjálparstofnunina hafa bent á að ef hún hefði efni á svona flottum bíl þá þyrfti hún ekki mataraðstoð. Þakklát prestunum Elín segist hins vegar alltaf hafa mætt hlýju viðmóti hjá Fjölskylduhjálp Ís- lands og þá hefur séra Vigfús Þór Árnason, prestur í Grafarvogskirkju, reynst þeim mæðginum mjög vel. „Ég veit ekki hvar ég og minn sonur værum ef það væri ekki fyrir þetta fólk. Það hefur verið svo yndislegt að hjálpa manni.“ Elín segir prestana í Grafarvogs- kirkju hafa sent beiðni til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar um að hún fengi mataraðstoð en allt kom fyrir ekki. Henni var neitað um aðstoð og hefur því ekki farið þangað í nokkurn tíma. „Ég keyrði hér úr Grafarvogi alla leið niður í Háaleiti á síðustu bensín- dropunum og hún neitaði að afgreiða mig,“ segir Elín og vísar þar til yfir- manns innanlandsdeildarinnar. Allt bilar á sama tíma Hún segir ástandið hjá sér oft hafa verið slæmt en sjaldan jafn slæmt og síðustu mánuði. Sonur hennar, sem er langveikur, er nýkominn úr aðgerð og jólin á næsta leiti. Ísskápurinn þeirra er bilaður og þvottavélin við það að gefa upp öndina. „Það er alltaf svona smá jólaglaðningur,“ segir Elín og hlær kaldhæðnislega, því augljós- lega gleðja þessir hlutir þau mæðgin- in ekki um jólin. Í miðju samtali grípur sonur Elínar fram í fyrir henni og vill fá að segja nokkur orð. „Þetta er allt hár- rétt sem hún er að segja. Við höfum átt mjög erfitt og það er aðdáunar- vert hvað elsku mamma mín nær að halda sér vel því sumir hreinlega gefast upp við svona lagað,“ segir John og það er greinilegt að honum er mjög annt um móður sína. Hann segist oft hafa þurft að hugga hana eftir að henni var neitað um aðstoð hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Hann segir þau ekki rík þó þau eigi bíl og hafi þegið utanlandsferð. Sárt að horfa á móður sína gráta „Við höfum átt erfitt og þurfum á hjálp að halda og erum að reyna að gera eins vel og við getum. Þegar okk- ur er neitað um hjálp þegar við biðj- um um hana þá er það særandi. Það gerir allt ennþá erfiðara. En við höld- um í vonina og ég og mamma mín við erum klettar fyrir hvort annað og við höfum þraukað hingað til,“ seg- ir John. Þau mæðgin eru mjög náin og reyna að vera til staðar fyrir hvort annað. „Það er bara svo sárt fyrir mig að horfa upp á þetta því mér þykir svo innilega vænt um móður mína og að sjá fólk fara svona með hana og horfa á upp á hana gráta.“ John segir móður sína eiga allt það besta skilið. Hún sé manneskja sem gefur en tekur ekki. Það sé því mjög slæmt að hún hafi þurft að hafa samviskubit yfir því að þiggja utanlandsferð. Hún hafi ekki getað leyft sér mikið um ævina. John segist hafa áhyggjur af því að Elín Magnúsdóttir og John Magnús Wright, sonur hennar, halda jól í skugga fátæktar. Hún er öryrki og hann er hefur alla sína ævi glímt við veikindi. Þau hafa þurft að leita aðstoðar hjá hjálparstofnunum til að hafa ofan í sig og á. Lífið síðustu mánuðina hefur verið þeim erfitt en þau standa þétt við bakið á hvort öðru. Aðstoða eingöngu barnafjölskyldur Taldi Elínu ekki í neyð Vilborg Oddsdóttir, yfirmaður innanlandsdeildar Hjálparstofnunar kirkjunnar, segir að ef fólki sé neitað um aðstoð hjá þeim þá sé það einfaldlega yfir þeim mörkum sem stofnunin setur. Þá er forgangshópurinn á höfuðborgarsvæðinu eingöngu barnafjölskyldur en ekki einstaklingar. En þær reglur voru settar þegar samtökin tóku upp nýtt kerfi með matarkortum í maí síðastliðnum. Vilborg kannast við mál Elínar þegar blaðamaður ber það undir hana nafnlaust. Hún segir að um tveggja til þriggja ára gamalt mál sé að ræða og að Elín hafi ekki bara þegið eina utanlandsferð heldur hafi verið um þrjár utanlandsferðir að ræða, þrjú sumur í röð. „Þá taldi ég að hún gæti ekki verið í það mikilli neyð að hún þyrfti á aðstoð hjálparsamtaka að halda.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal Grét þegar hún fékk nýja flík Þakklát Elín og sonur hennar, John Magnús, eru mjög náin og standa þétt við bakið á hvort öðru. Þau reyna að gera gott úr því litla sem þau hafa. m y N d E y Þ ó r Á r N A So N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.