Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 34
34 Viðtal 21.–27. desember 2011 Jólablað Þ að hefur tvisvar verið lok- að á rafmagnið hjá mér þegar ég hef ekki borgað ákveðna upphæð inn á skuldina,“ segir Páll Albert Kristjánsson, 53 ára öryrki búsett- ur á Blönduósi. „Þetta er svo mikil harka,“ bætir hann við daufur í bragði. Um mánaðamótin borgaði Páll inn á skuld hjá rafmagnsveit- unni til að verða ekki rafmagns- laus yfir jólin. Það var stór biti fyr- ir hann, enda hefur hann ekki náð endum saman í þrjú ár og á varla fyrir mat. Páll segist stundum einfald- lega bara leggjast í rúmið til að láta dagana líða. Hann sé ekki með krónu í vasanum og geti því lítið annað gert. Ástandið leggst á sál- ina og hann viðurkennir að sér líði oft illa. Hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir þremur árum, slasaðist illa og hefur verið öryrki síðan. „Ég fór mjög illa. Svo fóru fjármálin mín úr böndunum því ég var alltaf að fara suður til lækninga út af slysinu.“ Vegna aðstæðna sinna var honum bent á að sækja um fjárhagsaðstoð hjá félagsmálastofnun, sem hann gerði en var synjað. Getur ekki alltaf haft börnin Páll á fimm börn á aldrinum 15 til 23 ára sem búa ekki hjá hon- um. Hann reynir reglulega að hafa yngri börnin hjá sér í fimm til tíu daga í senn en stundum getur hann það hreinlega ekki vegna bágrar fjárhagsstöðu. Fjögur barna hans verða hjá honum um jólin, en eins og staðan var í byrjun þessar- ar viku sá hann ekki fram á að geta haldið jól. Eina innkoma Páls eru örorku- bætur en þær fara allar í afborgan- ir, að hans sögn. „Ég get ekki einu sinni greitt fasteignagjöldin sem eru á leið í innheimtu.“ Hann er með öll sín fjármál í biðstöðu hjá umboðsmanni skuld- ara, en það dugar ekki til. Hann segir lánin vera að éta upp heim- ili sitt. „Ég þarf að greiða allar nýj- ustu afborganirnar af eigninni og tryggingar og ef það fer úr bönd- unum þá fer íbúðin mín á nauð- ungaruppboð. Það litla sem ég átti í eigninni er farið.“ Mikil pappírsvinna fyrir litla aðstoð Presturinn á Blönduósi heimsótti Pál um daginn og benti honum á að sækja um jólaaðstoð hjá kirkj- unni. Til að fá slíka aðstoð þarf þó að skila inn skattskýrslu, launa- seðlum og öðrum gögnum til að hægt sé að meta hvort fólk eigi rétt á aðstoð. „Ég bara gapti á prest- inn og spurði hvort þetta væri virkilega orðið svona.“ Presturinn sagði einnig að það tæki tíma að afgreiða umsóknirnar enda þyrfti að fara yfir öll gögnin hjá Þjóð- kirkjunni. „Ég hringdi í Þjóðkirkj- una og spurði hvað upphæðin væri há ef ég myndi skila þessu öllu inn. Þá kom í ljós að um er að ræða 10 þúsund króna gjafabréf.“ Páll segist hafa verið orðinn svo langþreyttur á þessu að hann hafi ekki lagt í að sækja um. Hann bað frekar vin sinn um að lána sér nokkra þúsundkalla til að eiga fyrir helstu nauðsynjum. Fjölskylduhjálpin kemur til bjargar Páll gerði tilraun til að sækja um aðstoð hjá félagsþjónustunni á Blönduósi en fékk þau svör að barnafjölskyldur gengju fyrir. Sjóðurinn hjá þeim væri að tæm- ast og hann yrði að mæta afgangi þar sem hann væri ekki með skráð börn á heimilinu. Páll var því orð- inn ráðþrota þegar Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu- hjálpar Íslands, hafði samband við hann. Hún hafði heyrt af stöðu hans og bauð fram aðstoð. Hann segir Ásgerði eiga þakkir skildar fyrir eftirtekt og eljusemi. Vegna hennar eygi hann nú von um að geta boðið börnunum sínum upp á sómasamleg jól. DV fékk það staðfest hjá félags- þjónustunni á Blönduósi að eins og staðan væri núna þá gengju barnafjölskyldur fyrir með aðstoð. En félagsþjónustan veitir sérstaka aðstoð fyrir jólin í samstarfi við Rauða kross Íslands. Fólk á ekki að skammast sín Páll veit ekki hvort börnin geri sér grein fyrir því í hvaða stöðu hann er. Hann nefnir það aldrei við þau og reynir að bera sig vel. „Ég veit að það eru margir í þessari stöðu í sýslunni, eru fátækir og eiga bágt yfir jólin en þora ekki að koma fram.“ Hann seg- ir það þung skref að leita sér aðstoð- ar og mörgum finnist þeir eflaust fá á sig einhver fátæktarstimpil. Með því að segja sögu sína vill Páll koma þeim skilaboðum til ann- arra í svipaðri stöðu og hann, að skammast sín ekki fyrir að leita sér aðstoðar. „Fólk sem þarf á aðstoð að halda verður að stíga fram,“ segir Páll að lokum, þakklátur fyrir þá að- stoð sem hann hefur fengið. Engin skömm að fá aðstoð Páll Albert Kristjánsson hefur ekki náð endum saman í þrjú ár. Hann sér ekki fram á að geta haldið jól fyrir börnin sín en fékk óvænta hjálp frá Ásgerði Jónu Flosadóttur í Fjölskylduhjálp Íslands. Hann er segir að fólk eigi ekki að hika við að leita sér hjálpar. „Ég veit það eru margir í þess- ari stöðu í sýslunni, eru fátækir og eiga bágt yfir jólin en þora ekki að koma fram. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Viðtal Lokað á rafmagnið Páll hefur tvisvar lent í því að lokað hefur verið á rafmagnið hjá honum vegna van- skila. Hann hefur ekki náð endum saman í þrjú ár. Mynd siGtryGGur ari Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk Sími 580 8900 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllu gleðilegra jóla Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk Sími 580 8900 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk Sími 580 8900 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk Sími 580 8900 Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Er þetta jólabíllinn þinn eða langar þig kannski í annan? Eigum fullt af reynslu- miklum bílum til sölu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.