Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 39
Jólin 39Jólablað 21.–27. desember 2011 Á meðan landsmenn flestir gæða sér á jólamáltíðinni og hlusta á hátíðar- messuna í útvarpinu þurfa aðrir að standa vaktina á aðfangadagskvöld. Hjá Hjálpræðishernum þarf að útdeila mat handa þeim sem eiga ekki í önnur hús að venda. Starfsfólk á elliheimili heldur jólin með eldra fólki sem er ekki með ástvinum og á já.is starfar geðprútt fólk sem svarar hinum fjölbreyttustu fyrirspurnum. Á vaktinni á aðfanga- dagskvöld Gunnar Aðalsteinsson vinnur hjá Orkuveitunni: Jólamáltíðin í húfi Þeir eru ekki margir sem velja það að vinna á að- fangadagskvöld en þeirra sem gera það er vissulega þörf. Orkuneysla landsmanna er gríðarlega mikil á háannatíma jólanna milli fjögur og sjö um kvöldið. Þá láta landsmenn allir renna í bað á sama tíma, kveikja á ofninum á sama tíma og sjónvarpi og útvarpi. Gunnar Aðalsteinsson er einn þeirra sem stendur vaktina þessi jólin. Hann vinnur hjá Orkuveitunni og sér um að rafmagnið fari ekki af. „Það er jólamáltíðin sem er í húfi,“ segir hann. „Við fylgjumst með orkunotkuninni og rafmagnið er sérlega áríðandi af því fólk er að elda þessa mikilvægustu máltíð ársins. Við höfum því viðbúnað og styttum viðbragðstíma eins mikið og mögulegt er. Það slær vissulega út hér og þar en við bregðumst fljótt við og fólk verður virkilega þakk- látt. Það er ótrúlegt hvað fólk er umburðarlynt á þessum tíma ársins. Menn eru jafnvel leystir út með gjöfum, konfekti og alls kyns góðgæti,“ segir hann og hlær og segir umburðarlyndið töluvert minna á öðrum tímum ársins. „Það fer ekki mikið fyrir þolgæðinu þegar rafmagninu slær út á mikilvægum fótboltaleikjum, þá erum við alls ekki leystir út með gjöfum og fáum miklar skammir.“ „Ég hef aldrei unnið á aðfangadag áður þannig að ég veit ekki hvernig það er, en ég er mjög spennt,“ segir Margaret Saue Marti hjá Hjálpræðishernum. Það er í nógu að snúast hjá henni enda sér hún um að skipuleggja hátíðar- kvöldverð Hjálpræðishersins á aðfangadag. Mikið fjölmenni borðar þar saman, þar á meðal fólk sem hefur ekki í önnur hús að venda. „Það hafa um 90 manns skráð sig nú þegar og svo eru um tíu sjálfboðaliðar. Við getum því miður ekki tekið við fleiri sjálfboðaliðum því að það er bara ekki pláss fyrir fleiri,“ segir Margaret og tekur fram að engum sé vísað frá, allir fái að borða. „Það er matur og svo ís í eftirrétt. Síðan er smá dagskrá, við syngjum saman og dönsum í kringum jólatréð og allir fá gjafir þegar þeir fara heim.“ Forsetahjónin komu á Hjálpræðisherinn í fyrra en Margaret segist ekki vita hvort þau komi í ár. „Ég veit ekki hvað þau gera í ár en það kemur í ljós.“ Margaret og eiginmaður hennar, Paul, halda þó jólin saman á jóladag. „Þá höldum við okkar jól. Stelpurnar okkar koma heim frá Noregi yfir jólin þannig við verðum að gera það,“ segir hún brosandi. Séra Bolli Pétur Bollason: Messurnar hluti af jólunumPétur sjúkraflutningamaður: Fyrstu jólin erfið „Mér fannst skelfilega erfitt að vinna á jólum í fyrsta skiptið,“ segir Pétur Tryggvason sjúkraflutningamaður á Akureyri en Pétur er heppinn í ár og verður í fríi á stærstu hátíðar- dögunum. Pétur segir þessi fyrstu jól hafa verið erfið og minnisstæð. „Ég var 21 árs og þetta var fyrsta aðfangadagskvöldið sem ég eyddi ekki heima hjá mömmu og pabba. Ég átti ofsalega erfitt með að vita af öllum systkinunum samankomnum og upplifði mig hálfeinmana,“ segir Pétur og bætir við að honum hafi svo aftur fundist erfitt að vera að vinna á jólum eftir að hann varð pabbi. „Ég er helgarpabbi og hef börnin önnur hver jól. Ég hef því reynt að púsla þessu þannig að ég er að vinna þau jól sem þau eru ekki hjá mér. Þetta er alltaf svolítið mál sem þarfnast skipulagningar og er allt útpælt út frá börnunum,“ segir Pétur og bætir við að hann sé afar spenntur fyrir jólunum þetta árið. „Ég er bæði spenntur og glaður enda er ég bæði með börnin hjá mér og í fríi. Þetta er toppurinn.“ Kamilla Hansen: Erfitt með lítil börn „Maður er bara í þessari vaktavinnu og stillir sig inn á það því maður veit að það kemur alltaf röðin að manni með reglulegu millibili,“ segir Kamilla Hansen hjúkrunarfræðingur sem verður á vakt á aðfangadagskvöld á barnadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Kamilla segir að það sé sérstök stemning að dvelja á barnadeildinni á jólunum. „Núna eru þó nokkur börn hér inni og við reynum að hafa það hátíðlegt hjá okkur. Að þurfa að vinna þetta kvöld er ekkert á við það sem foreldrar veikra barna upplifa. Það setur allt úr skorðum að vera með veikt barn.“ Kamilla á sjálf uppkomin börn. „Mér fannst mun erfiðara að þurfa að vinna á jólunum þegar þau voru lítil. Og þeim þótt það líka erfitt. Við hér á deildinni reynum samt að skipta þessu þannig að við getum annaðhvort haldið jólin áður en við komum í vinnuna eða eftir að vinnu lýkur. Jólin byrja ekkert fyrr en ég kem heim,“ segir hún brosandi og bætir við að hún sé mikið jólabarn. „Algjörlega. Og ég hlakka mikið til jólanna, jafn- vel þótt ég sé að vinna.“ Margaret Saue Marti hjá Hjálpræðishernum: Allir fá að borða Guðbjörg Garðarsdóttir hjá já.is: Konurnar á 118 vita allt Á já.is er opið allan sólarhringinn allt árið um kring. Á vaktinni á aðfangadag verður Guðbjörg Garðarsdóttir. Hún segir fólk þurfa að vita margt og mikið þennan hátíðisdag og sumir hringi meira að segja til þeirra og spyrji um ráð við sósugerðina og ýmislegt annað sem kemur heimilishaldinu við. „Flestir hringja nú inn til að spyrja um opnunartíma veitingastaða og verslana. En svo eru alltaf einhverjir sem hringja inn og þurfa að vita eitt og annað um sósugerðina. Þá er gott að þeir lendi á okkur sem erum gamalreyndar. Við höfum gefið ráð um allt frá því hvernig eigi að sjóða egg til þess hvort það megi setja heitt kjötið inn í ísskáp. Einn sem hringdi inn sagði sigri hrósandi við konuna: Sko, konurnar á 118 vita allt!“ Guðbjörg segir líka eitthvað um það að fólk sem eigi bágt hringi inn um jólin til þess að spjalla. „Sumir gera sér enga grein fyrir því hvar þeir eru staddir í heiminum og bara ef það væri svo einfalt að við gætum vísað þeim veginn rétt eins og þeim sem finna ekki rétt hús eða götu.“ „Ég er mjög mikið jólabarn. Ég elska jólin,“ segir Bolli Pétur Bollason, prestur í Laufásprestakalli, og bætir við að hann eigi gullfallegar minningar um sín bernskujól. Bolli Pétur verður með aftan- söng í Svalbarðskirkju klukkan 16 á aðfangadag og í Grenivíkurkirkju klukkan 18. „Svo held ég heim þar sem hátíðarmaturinn bíður. Kvöldið fer svo í þetta hefðbundna með fjölskyldunni. Við setjumst að borði, opnum pakka og lesum jólakortin,“ segir Bolli sem messar einnig á jóladag, annan dag jóla, gamlársdag og á nýjárs- dag. Aðspurður segir hann messurnar hluta af hans jólahaldi. „Alveg síðan ég vígðist 2002 hef ég verið á fullu um jól og áramót og reyndar í desember öllum því helgihaldi og öðrum við- burðum hefur fjölgað á aðventu.“ Bolli segir fjölskylduna taka þátt í messunum. „Þau fara með mér eins og þau geta en komast ekki á alla staði. Frúin skiptir sér í kirkjur á milli ára og dæturnar fylgja með og unglingurinn oft- ast líka. Laufásprestakall er mjög umfangsmikið landfræðilega, innifelur fimm sóknir og telur 1.000 sóknarbörn alls og mæting í jólamessur er hlutfallslega góð. Til dæmis telur Ljósavatns- sókn tæplega 80 manns en um 80–90% íbúa mæta í jólamessu,“ segir hann og bætir við að Ís- lendingar séu almennt duglegir að mæta í kirkju á jólum. „Jólin tala skýrt inn í gleði og sorgir fólks því barnsfæðingin í Betlehem nærir von og sam- vitund,“ segir Bolli að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.