Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 30
30 Viðtal 21.–27. desember 2011 Jólablað Þ að er erfitt að tala um þetta við fólk sem hefur ekki geng- ið í gegnum svona lagað,” segir Helgi og vill frekar tala um aðra hluti. Hann hefur ekki gefið færi á sér í viðtöl undanfar- ið. Sem betur fer geta fæstir ímynd- að sér þá sorg sem fylgir því að missa son sinn á sama hátt og Helgi gerði. Þann 15. ágúst í fyrra var Hannes Þór, sonur Helga, myrtur á heimili sínu í Hafnarfirði. Aðstæður Helga voru einnig flóknar á þessum tíma þar sem eiginkona hans og dóttir höfðu báðar verið greindar með krabba- mein sama ár. Eiginkona hans, Jóna Steinunn Patricia Conway, alltaf kölluð Pattý, tapaði hetjulegri bar- áttu sinni við krabbamein í október og var kistulögð sama dag og Hæsti- réttur kvað upp dóm yfir morðingja sonar þeirra. Síðustu tvö ár hafa því verið erfið, en Helgi segir að fjöl- skyldan hafi þjappað sér saman og tekist á við sorgina samhent, líkt og hún tekst á við rekstur fyrirtækisins. „Ég verð svolítið linur þegar ég tala um þetta,“ segir hann örlítið meyr svo að við byrjum því annars staðar. Veldi og ekki veldi Við mælum okkur mót í höfuðstöðv- um Góu og KFC og sitjum og spjöll- um saman í fundarherbergi. Við sitjum við langborð og sólin, sem er helst til lágt á lofti, glæðir herberg- ið fallegri birtu. Fyrir aftan Helga er falleg mynd af Hannesi syni hans, sem starfaði, líkt og aðrir fjölskyldu- meðlimir hafa flestir gert, með Helga í fyrirtækinu. Fyrir aftan okkur er tölva og þar situr nafni og barnabarn Helga, Helgi Már, og ræðir við sam- starfsmann sinn. Helgi Már hefur verið með afa sínum í Góu frá því að hann var bara lítill, segir Helgi mér. Þeir yfirgefa herbergið og við hefj- umst handa. Helgi stofnaði Góu aðeins 22 ára gamall og vann fyrstu árin myrkr- anna á milli til að koma fyrirtækinu á fót. „Þetta er að verða orðið fimm- tíu ára puð,“ segir hann og ég spyr hann hvernig 22 ára piltur úr Camp Knox í Vesturbænum hafi farið að því að byggja upp slíkt veldi. „Það var nú ekki veldi þá, ef veldi skyldi kalla nú. En þetta hefur verið skemmtilegt. Þetta þróast svona eins og snjóbolti. Maður hefur ekkert verið að hlífa sjálfum sér, það byggist upp á því og auðvitað reglusemi líka,“ segir Helgi, sem segir að reglusemin hafi líklega tryggt það að svo vel hafi gengið. „Já, ef menn eru fullir á laugardegi og eru ekki búnir að jafna sig fyrr en á miðvikudegi, þá hlýtur það að skipta máli,“ segir hann alvarlegur á svip. Myndu telja hann ljúga Fyrstu árin var skrifstofan heima við eldhúsborðið og bókhaldinu var sinnt eftir vinnuna. Pattý sá svo um að aðstoða Helga og fór í bank- ann daginn eftir. „Fyrst var maður að vinna, svo var maður að stúdera bókhaldið á kvöldin. Konan sá svo um að fara með barnavagninn og bókhaldið í bankann daginn eftir.“ Ég spyr hvort fyrstu árin hafi ein- kennst af vinnu myrkranna á milli og hann svarar mér glottandi: „Ég ætla ekkert að vera dómari á það hvað maður vinnur mikið. Það þýðir ekk- ert að vera að segja frá því, menn myndu bara halda að maður væri að ljúga því,“ segir hann. Ein sagan segir að hann hafi eitt sinn verið að vinna til miðnættis á gamlárskvöld og hann segir mér hlæjandi: „Ég ætla ekkert að dæma það af því menn myndu fara að segja: Hvað er hann að grobba sig? Það passar ekki. En það er búið að vera gaman að þessu og ég myndi ekki sjá eftir neinu.“ Stoltur af Camp Knox Helgi er úr Vesturbænum í Reykjavík en flutti fyrirtæki sitt til Hafnarfjarðar þegar hann fékk ekki lóð undir Góu í Reykjavík. En upphafið er í Camp Knox, braggahverfi í Vesturbænum í Reykjavík, og Helgi segist vera afar stoltur af upprunanum. „Ég myndi alveg vilja lifa þar aftur. Við megum ekki líta á þessa bragga sem eitthvað slæmt. Það voru engar íbúðir til á þessum tíma þegar unga fólkið var að koma úr sveitinni og var að para sig. Þá tók fólkið bragg- ana og fór að innrétta þá,“ segir hann og bendir á herstöðvarsvæðið í Kefla- vík. „Þær blokkir standa sumar auð- ar núna en það hefðu þær ekki gert á þessum tíma,“ segir hann. Það var oft mikið fjör í kampinum. „Það var margt fólk þarna. Sumir skammast sín fyrir þetta en ég geri það ekki af því að maður verður að líta á þetta réttum augum. Það var ekkert húsnæði að fá og þetta var ágætis húsnæði,“ seg- ir hann. „Þarna var þéttur hópur af krökkum og mjög gaman. En svo má ekki gleyma að á þessum tíma gerðist oft ýmislegt, en þá var mamma alltaf heima til að kyssa á óið og gat redd- að sárinu,“ segir hann, nú sé bara lyk- illinn heima og það sé ekki endilega það sama. „Nú eru breyttir tímar. Ég er ekkert að gagnrýna nútímann neitt, en kannski höfum við farið of hratt?“ segir Helgi. Þessi sýn hans hefur þó ekki hindrað dætur hans í störfum sínum hjá fjölskyldufyrirtækinu, en þær eldri voru byrjaðar að stýra hvor sínum KFC-veitingastaðnum aðeins fimmtán ára. Duglegt starfsfólk nauðsynlegt Það vita það allir sem fylgst hafa með að Helga hefur gengið vel með fyrir- tækið sitt og hefur efnast ágætlega. Hann yrði þó seint ávítaður fyrir að berast mikið á, en rekstur bæði KFC og Góu gengur vel. Þjóðsagan segir að Helgi skuldi jafnvel ekki neitt. Helgi er þó einna þekktastur fyrir að sinna starfsfólki sínu vel, sem launar hon- um greiðann til baka og hafa nokkrir sem starfa hjá honum gert það í ára- tugi. „Það er ekki hægt að reka svona fyrirtæki án duglegs starfsfólks og 99,9 prósent af starfsfólki er duglegt og sinnir sínu. Fólk hefur unnið vel og við höfum náð vel saman. Eitthvað segir það að fólk hefur kannski unn- ið hér í tuttugu til þrjátíu ár og einn er að nálgast fjörutíu árin.“ Helgi hefur nokkrum sinnum tekið við ungmenn- um sem finna sig illa á skólabrautinni en hafa þá jafnvel þess í stað komið og unnið hjá fyrirtækinu. „Ég vil bara fá fólk í vinnu og borga því laun,“ segir hann ákveðinn. Ýtir á fólk Vitur kona sagði eitt sinn að þeir sem gefa eigi alltaf nóg og það virðist eiga við Helga. Góðgerða- og íþróttafélög þakka honum mörg hver fyrir mik- inn stuðning. Ég spyr hann hvort það sé rétt að starfsmenn hans hafi feng- ið aðstoð hans við ýmislegt, svo sem bílakaup. Það verður ekki annað sagt en að Helgi fari örlítið hjá sér, en hann er snöggur að jafna sig sem og snögg- ur upp á lagið að venju og segir: „Æi, ætlarðu að fjalla um það? Ég vil nú ekki gera mikið úr því, en ef starfsfólk hefur verið duglegt að vinna hjá okk- ur þá hefur verið sjálfsagt að leyfa því að taka aðeins fyrirfram, það er ekkert að því og bara af því góða. Ég sé ekk- ert eftir því,“ segir Helgi og bendir á að starfsmaður sem þarf bíl vegna vinnu sinnar muni fyrst borga af láninu sem hann fékk fyrir bílnum, enda kemst hann ekkert án hans. „Ég er alveg klár á því að þessi strákur, hann byrjar á því að borga af láninu. Hann kemst hvorki í vinnuna né – á ég að þora að segja það – hann kemst ekki einu sinni á kvennafar ,“ segir hann og skellihlær. „Það þarf stundum að ýta á fólk. Ég er dálítið í því. Menn hafa kannski farið að byggja og ég á þá til að stækka frekar hjá þeim húsin en minnka,“ segir hann og segir mér að gaflarnir „Lífið heldur áfram, það stoppar ekkert Helgi Vilhjálmsson, eða Helgi í Góu, er baráttumaður af lífi og sál. Hann er flestum vel kunnur fyrir sigra sína á viðskiptasviðinu og ötula baráttu hans fyrir bættum kjörum aldraðra. Hann gefst ekki upp, hann er ekki þannig gerður. Fáir geta ímyndað sér hvernig það er að missa son sinn, hvað þá við svo vofveiflegar aðstæður sem Helgi gerði. Hann ræddi við Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur um fjölskylduna, „veldið“, baráttuna og ljósið í myrkrinu. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Viðtal Það er ljós í myrkrinu „Þetta er sorgar- saga, það er ekk- ert annað orð yfir það, en þetta er ljós í myrkrinu. Við vissum ekki af honum fyrr en Hannes var farinn. Samhent fjölskylda Systurnar Kristín, Ingunn og Rut ásamt Helga og barnabarni hans. Fjölskyldan þjappaði sér enn meira saman eftir hörmungar síðustu tveggja ára. Kallið var ekki komið hjá syninum Helgi hefur opinberlega sagt að hann sé ósáttur við refsinguna sem morðingi Hannesar fékk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.