Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.2011, Blaðsíða 8
8 Fréttir 21.–27. desember 2011 Jólablað
Töpuðu meiðyrðamáli
n Trausti og DV sýknuð í vegna athugasemdar á DV.is
T
rausti L. Aðalsteinsson var í
Héraðsdómi Reykjavíkur á
mánudag sýknaður í meið-
yrðamáli sem Aratúnsfjöl-
skyldan svokallaða höfðaði gegn
honum vegna ummæla sem skrifuð
voru í athugasemdakerfi DV.is við
frétt af Aratúnsmálinu.
DV ehf. var einnig stefnt í málinu.
DV var gefið að sök að hafa birt og
borið út hinar meintu ærumeiðandi
aðdróttanir í athugasemdakerfi sínu,
en DV ehf. var einnig sýknað. Mar-
grét Lilja Guðmundsdóttir, Sigurð-
ur Stefánsson, Stefán Á. Sigurðsson
og Thelma B. Sigurðardóttir stefndu
Trausta og DV ehf. vegna ummæla
við frétt sem birtist á DV.is þann 26.
júlí 2010: „bilað lið.. ætti að setja
þessa mansonfjölskyldu í vel afgirt
búr í húsdýragarðinum.“
Hvert þeirra krafðist 500 þúsund
króna frá Trausta og DV ehf. í miska-
bætur og sömu upphæð til að birta
dóminn.
Trausti byggði vörn sína með-
al annars á því að hann hafi, í skjóli
tjáningarfrelsis, mátt tjá skoðun
sína á málefni, sem hafi verið mik-
ið til umræðu í fjölmiðlum, sem og
í þjóðfélaginu. Ummælin hafi byggt
á ályktunum, sem hann hafi dregið
af fjölmiðlaumfjöllun um svokallað
Aratúnsmál. Frjáls skoðanaskipti
á veraldarvefnum væru orðin lyk-
ilþáttur í nútímalýðræði. Dóm-
arinn féllst á að ummælin væru
ályktun sem Trausti taldi sig geta
byggt á umfjöllun í fjölmiðlum,
þar sem hegðun stefnenda var sett
fram sem ofbeldisfull og ósæmileg.
Dómnum verður ekki áfrýjað að
sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar,
lögmanni stefnanda.
F
járfestirinn Heiðar Már Guð-
jónsson, fyrrverandi starfs-
maður fjárfestingarfélagsins
Novator, á eignir upp á nærri
773 milljónir króna í eignar-
haldsfélagi sínu Ursus. Þetta kemur
fram í ársreikningi eignarhaldsfélags
Heiðars Más sem skilað var til árs-
reikningaskrár ríkisskattstjóra í lok
nóvember. Eignir félagsins jukust um
nærri 500 milljónir króna á milli ár-
anna 2009 og 2010 samkvæmt árs-
reikningnum. Á móti þessum eignum
eru skuldir upp á rúmlega 110 millj-
ónir króna. Stærsta eign félagsins er
ótilgreind verðbréf upp á rúmlega 600
milljónir króna.
Heiðar Már og eignarhaldsfélag
hans voru nokkuð til umræðu í ís-
lenskum fjölmiðlum á síðasta ári út af
tveimur óskyldum málum sem tengd-
ust þó bæði umræddu eignarhalds-
félagi hans, Ursus.
Aflandskrónur og stöðutaka
Fyrst var rætt um félag Heiðars Más
vegna þess að gjaldeyriseftirlit Seðla-
banka Íslands rannsakaði viðskipti
félagsins. Rannsókn gjaldeyriseftir-
litsins sneri að því að kanna hvort
reglur um gjaldeyrishöft hefðu verið
brotnar þegar félagið gaf út skulda-
bréf fyrir um hálfan milljarð króna í
júní í fyrra. Hægt var að kaupa þessi
skuldabréf með aflandskrónum þar
sem undanþága var fyrir slíkum við-
skiptum í reglum Seðlabanka Íslands
um gjaldeyrismál. Með slíkum aðferð-
um var hægt að koma aflandskrónum
til landsins með löglegum hætti. Þessi
undanþága var í reglunum til að liðka
til fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi.
Undanþágan virðist hins vegar hafa
verið misnotuð og hóf Seðlabankinn
því rannsókn á þessum viðskiptum í
kjölfarið. Talið var að Heiðar Már ætl-
aði með þessum viðskiptum að koma
aflandskrónum til landsins til að fjár-
festa í tryggingafélaginu Sjóvá.
Á seinni helmingi ársins greindi DV
frá því, út frá gögnum um Heiðar Má
sem blaðið hafði undir höndum, að
hann hefði mælt með stórfelldri skort-
sölu á íslensku krónunni, hlutabréfum
og skuldabréfum við fyrirtæki Björg-
ólfs Thors Björgólfssonar árið 2006.
Meðal annars var um að ræða Lands-
bankann, Novator, Straum-Burðar-
ás og Actavis og kynnti Heiðar Már
minnisblaðið um þessa stöðutöku fyrir
Björgólfi Thor í höfuðstöðvum Nova-
tor í London. Krónan hafði þá fallið
um nærri fjórðung á fyrstu mánuðum
ársins 2006. Heiðar Már hefur varið sig
með þeim rökum að um áhættuvarnir
hafi verið að ræða, að tilgangurinn hafi
verið að verja félög Björgólfs fyrir óhjá-
kvæmilegu falli krónunnar, en ekki
græða á falli hennar.
Einnig mælti hann með því árið
2007 að Björgólfur Thor sæi til þess að
Landsbankinn byrjaði að gera bókhald
sitt upp í evrum því að um 30 prósenta
lækkun á gengi krónunnar væri yfir-
vofandi. Hreiðar Már sagði einnig að
árás erlendra vogunarsjóða á íslensku
krónuna væri yfirvofandi í febrúar en
hann fundaði með tveimur bandarísk-
um áhættufjárfestum í lok janúar 2007
og var ein niðurstaða hans af þeim
fundi að það freistaði þeirra að ráð-
ast á íslensku krónuna. „Thad freistr-
ar theirra ad radast a kronuna,“ sagði
hann í tölvupósti eftir fundinn.
Þá var greint frá því hvernig eignar-
haldsfélag hans, Ursus, hefði hagnast
umtalsvert þegar gengi íslensku krón-
unnar féll en tapað fjármunum þeg-
ar gengið hélst hátt. Í greinum DV var
tekið fram að slík stöðutaka væri ekki
ólögleg.
Fjögur mál send til lögreglunnar
Heiðar Már stefndi fréttastjóra og rit-
stjóra DV fyrir meiðyrði fyrir þessa
umfjöllun um stöðutöku hans gegn
krónunni. Héraðsdómur Reykjavíkur
sýknaði starfsmenn DV í málinu í sept-
ember. Heiðar Már hefur nú ákveð-
ið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms
Reykjavíkur til Hæstaréttar Íslands.
DV greindi frá því í ársbyrj-
un að Seðlabanki Íslands hefði
kært fjögur meint brot á lögum
um gjaldeyrismál til efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjóra
á síðasta ársfjórðungi síðasta árs.
Þá fékk bankinn heimild til þess
með lagabreytingu að kæra meint
brot á gjaldeyrishaftalögum beint
til lögreglunnar. DV náði ekki að
verða sér úti um heimildir um
hvaða mál það voru sem kærð
voru til lögreglunnar en Magma
Energy, eigandi HS Orku, og eign-
arhaldsfélag Heiðars Más Guð-
jónssonar, Ursus Capital, voru
meðal þeirra félaga sem rannsök-
uð voru vegna aflandskrónuvið-
skipta. Umrædd fjögur mál sem
send voru til rannsóknar hjá efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
hafa væntanlega færst yfir til emb-
ættis sérstaks saksóknara með
sameiningu embættanna tveggja
síðastliðið haust.
Heiðar Már á nærri
800 milljóna eignir
n Eignir Ursus jukust um nærri hálfan milljarð n Fjögur meint brot á gjaldeyris-
haftalögum voru send til lögreglunnar n Heiðar Már áfrýjar til Hæstaréttar Íslands
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Thad
freistrar
theirra ad radast
a kronuna
Sterkefnaður Heiðar Már
Guðjónsson er sterkefnaður:
Eignarhaldsfélag hans, Ursus,
á eignir upp á nærri 800 millj-
ónir króna. Gjaldeyriseftirlit
Seðlabanka Íslands rann-
sakaði viðskipti hans í fyrra.
Aratún Fjölskylda stefndi manni sem skrifaði í athugasemdakerfi DV.is.
Ferðasíða mælir með Íslandi:
Stefnumót
við jólasveina
Hvers vegna ættu ferðamenn að
heimsækja Ísland og Reykjavík yfir
jólahátíðina? Jú, barnanna vegna,
er niðurstaða ferðasíðu CNN frétta-
stofunnar, CNN GO. Ísland er í
þriðja sæti yfir áhugaverðustu stað-
ina til að heimsækja þessi jólin að
sögn CNN GO, en áhugaverðast er
að fara til Nürnberg í Þýskalandi og
næstáhugaverðast er að heimsækja
Vínarborg.
Í frétt CNN segir að að foreldrar
ættu að heimsækja Ísland yfir jólin
þar sem börn stórgræði á því, enda
þrettán jólasveinar, en ekki bara
einn líkt og tíðkast í Bandaríkj-
unum. Þá er það einnig kostur að
jólasveinarnir fjölmenna gjarnan á
jólaböll með jólaglaðning og sæl-
gæti handa börnunum. Vefurinn
líkir jólasveinabræðrunum þrettán
við persónur í Grimms-ævintýr-
unum og segir frá því að þeir komi
einn af öðrum fyrir jólin íslenskum
börnum til mikillar gleði. En það
er þó ekki eina ástæðan fyrir því að
fjölmenna hingað á Frón, því flug-
eldar og brennur á nýársnótt og
þrettándanum eru stórglæsilegar
og eftirminnilegar að mati CNN
sem og Jólaþorpið í Hafnarfirði og
álfarnir sem búa í Firðinum.
Ríkisstjórnin
ósannfærandi
Advice-hópurinn, sem barðist gegn
því að Icesave-samningar yrðu sam-
þykktir, telur að ríkisstjórnin geti
ekki á sannfærandi hátt haldið uppi
vörnum í Icesave-málinu frammi
fyrir EFTA-dómstólnum. Advice seg-
ir að hætt sé við því að ríkisstjórn,
sem kaus að samþykkja slaka samn-
inga, sé hvorki sannfærð um traust-
an málstað Íslands, né sannfærandi
frammi fyrir dómstólum. „Draga má
í efa að ríkisstjórn, sem kennd hefur
verið við „afleik aldarinnar“, geti
notið fyllsta trausts þjóðarinnar í
málinu,“ segir í yfirlýsingu þeirra.